Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979 13 Það eru fleiri en blómaskreytingamenn sem hafa yndi af þvf að setja saman fallegar blómaskreytingar. Hér er gömul mynd af H.C. Andersen í hópi aðdáenda, þar sem hann er að gera blómaskreytingu. Myndin er tekin 14. júní 1865. Blómáhátíð á haustnóttum — vegna hálfrar aldar af- / Við laxveiðar á Islandi: Hertoginn af Wellington, sir Forte og Connally ríkisstjóri HERTOGINN af Wellington, sir Charles Forte, hóteleigandinn heimskunni, John Connally fyrr- verandi rfkisstjóri í Texas og fleiri heimskunnir menn hafa dvalið á íslandi að undanförnu við laxveiðar. Connally fyrrverandi ríkis- stjóri var sem kunnugt er í bifreiðinni með Kennedy forseta þegar hann var myrtur. Connally fór af landi brott í fyrradag ásamt 7 öðrum í einkaþotu, en þeir höfðu stundað veiðar í Laxá í Dölum. Veiði var þar hins vegar dræm, enda slæmar veiðiaðstæð- ur og lítið vatn í ánni. I síðasta mánuði dvaldi hertog- inn af Wellington í Haffjarðará við laxveiðar ásamt vini sínum sir Charles Forte hóteleiganda sem á um 800 hótel víðs vegar um heim, en hótelhringur hans heitir Trust Houses Forte. Þá hafa dvalið hér að undan- förnu við laxveiðar ýmsir heims- kunnir menn á sviði jarðfræði, viðskipta og verzlunar og hrís- grjónaræktar. Vika gegn vímuef num í TILEFNI af barnaári Samein- uðu þjóðanna hefur Unglinga- reglan leitað eftir stuðningi annarra félagasamtaka í þeim tilgangi að efna sfðar á þessu ári til herferðar gegn vímuefn- um. í janúar var þessi hug- mynd kynnt í barnaársnefnd. Síðan hefur verið ákveðið að herferð þessi skuli standa dag- ana 21.—27. okt. n.k. Ennfremur hefur verið safnað undirskriftum þjóðkunnra manna, sem skera á almenning að taka þátt í fyrirhuguðum aðgerðum. Þá hafa verið haldnir tveir fundir með fulltrúum ým- issa félagasamtaka er veita vilja málinu lið. Þrjár nefndir hafa verið skipaðar og eiga eftirtaldir menn sæti í þeim: 1. Fjölmiðla- og fræðslu- nefnd: Valgeir Gestsson frá Sambandi grunnskólakennara, Ingólfur Guðmundsson frá Bindindisfélagi islenskra kenn- ara, Halldór Árnason frá ís- lenskum ungtemplurum, Reynir Karlsson, æskulýðsfulltrúi rík- isins. 2. Fjármálanefnd: Árni Norð- fjörð frá Unglingareglu, Árelíus Níelsson frá Bindindisráði krist- inna safnaða, Evelyn Hobbs frá áfengisvarnarnefnd kvenna, Kristinn Vilhjálmsson frá Ungl- ingareglu. 3. Allsherjarnefnd: Hilmar Jónsson frá Unglingareglu, Karl Helgason frá Áfengisvarnar- ráði, Sigurður Guðgeirsson frá Alþýðusambandi íslands, Sigrún Einarsdóttir frá Kvenfé- lagasambandi íslands og Berg- þóra Jóhannsdóttir frá Stór- stúku íslands. Fleiri félagasamtök munu vafalítið bætast í hópinn. Fyrir hönd allsherjarnefndar, Hilmar Jónsson. mælis Blóma & ávaxta EIN ÞEKKTASTA blómaverzlun Reykjavíkur, Blóm & ávextir, hefur um þessar mundir starfað í hálfa öld og hafa forsvarsmenn verzlunarinnar af því tilefni ákveðið að efna til mikillar blómahátíðar, sem mun standa dagana 29. og 30. sept. og lýkur að kvöldi 1. október og verður á Hótel Loftleiðum. Þekktur danskur blóma- skreytingamaður Erik Bering kemur hingað ásamt tveimur aðstoðarmönnum sínum og út- býr skreytingar í sölum Loft- leiðahótels bæði úr afskornum og þurrkuðum blómum, á veg- um verzlunarinnar Evu verður tízkusýning og kynning á vetrartízkunni og Elsa Haralds- dóttir mun sjá um hárgreiðslur. Hótel Loftleiðir verður með sérstakan matseðil afmælisdag- ana og blómadrykkurinn „Sól“ á boðstólum. Stofnendur Blóma & Avaxta voru Ólafía Einarsdóttir og Ásta Jónsdóttir. Þetta var fyrsta sérverzlun sinnar teg- undar og fyrstu árin voru einnig seldir þar ávextir. Hendrik Berndsen keypti verzlunina 1942 og rak hana til dauðadags 1966, að dóttursonur hans og alnafni tók við og hefur rekið hana síðan. Á kynningarfundi með blaða- mönnum vegna hátíðar þessar- ar var rifjað upp að á öldum áður hefði blómvöndur þótt ómissandi hjá hefðardömum og sjá má á málverkum frá renaissance-tíma og jafnvel á dögum 18. aldar að blómið þótti ómissandi á myndum. En ástæðan fyrir því að konur báru blóm á þessum tímum var að ilmandi blóm drógu úr sterkri lykt af óþvegnum likama, þar sem minna var lagt upp úr baðferðum. Þó að fyrri kynslóð- ir klæddust silki og knippling- um var hreinlæti ábótavant í meira lagi og komu þá blómin sér vel, helzt ef þau höfðu sterka lykt. Þessi blóm voru borin í sérsmíðuðum blóma- höldum sem nú sjást varla. En Erik Bering sagði að hann hefði á síðustu árum lagt sig eftir að safna slíkum höldum, sem oft væru hin mesta gersemi að búnaði og á hann nú gott safn af þeim. Erik Bering sýnir Grace prinsessu af Monaco blómaskreytinga sínar. Að lokinni ógleymanlegri utanlandsferð komið þér filmum yðar til okkar í vinnslu, því auðvitað viljið þér ekkert annað en Lilmvndir í sérllokki HANS PETERSEN NF BANKASTRÆTI AUSTURVER GLÆSIBÆR S: 20313 S:36161 S:82590 Umboðsmenn um allt land

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.