Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐID.-MIÐVIKUD AGUR 29„ÁG6ST-j979-- 5 Ungfrú Ameríka stödd á íslandi FEGURÐARDROTTNING Bandaríkjanna 1979, Kylene Barker frá Virginiu, kom hingað til lands í gær ásamt fleiri bandarískum fegurðar- drottningum. Erindið er að skemmta bandarískum her- mönnum á Keflavíkurflug- velli. Ungfrúrnar komu frá Evrópu, þar sem þær héldu sams konar skemmtanir fyr- ir bandaríska hermenn. *Myndirnar sýna ungfrúrn- ar ganga frá borði flugvélar- innar og ungfrú Barker skrifa nafn sitt á skinn fyrir starfsmenn flugstöðvarinn- ar, en á skinnið hafa margar frægar persónur ritað nafn sitt í tímans rás. Ljósm. Helmir Stíifsson. Allmargar deilur hjá sáttasemjara SAMNINGAFUNDUR var í gær haldinn með íram- reiðslumönnum og eigendum veitingahúsanna, en boðað hefur verið verkfall í þessari kjaradeilu á Hótel Sögu 3 daga í næstu viku. Að sögn Torfa Hjartarsonar sáttasemjara ríkisins er orðið mjótt á mununum milli deiluaðila, en ekki hefur náðst samkomulag um hvað kallast skuli lokað samkvæmi. Þetta deiluatriði hefur verið lagt fyrir samvinnunefnd deilu- aðila. þar sem fjallað verður um það og þess freistað að ná sam- komulagi um það. Er þess vænzt að nýr sáttafundurjjeti orðið eftir helgina. I gær var tekin fyrir kjaradeila BMH, Bandalags háskólamanna og Tjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Er það mál í athugun, en einnig eru nokkur bæjar- og sveitarfélög með deilur við starfs- fólk sitt hjá sáttasemjara. í kjara- deilu BSRB, Bandalags starfs- manna ríkis og bæja við fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hefur verið haldinn einn sátta- fundur. Annar fundur hefur ekki verið boðaður. Að sögn Torfa Hjartarsonar verða nú tekin fyrir á næstu dögum mál starfsmannafélaga bæjarfélaganna og sveitarfélag- anna, en þau er að miklu leyti hliðstæð deilu fjármálaráðherra við BHM og BSRB. í gær var fundur vegna Mosfellshrepps og Sauðárkróks, Húsavíkur, Selfoss, Hafnarfjarðar og Kópavogs. Enn hefur enginn sáttafundur verið boðaður í deilu prent- iðnaðarins og Grafiska sveina- félagsins, en grafiskir hafa boðað vakta- og yfirvinnubann, sem hefjast á eftir helgina. Tveir fengu afla á Jan Mayen-svæðinu UNDANFARNA sólarhringa hafa allmörg skip tilkynnt loðnu- nefnd um afla, en veiði er þó enn mjög treg. Er t.d. algengt að það hafi tekið skipin allt að 5 dögum að fá þennan afla og 30—40 köst. Tvö þeirra skipa, sem tilkynntu loðnunefnd um afla í gær, fengu hann á Jan Mayen-svæðinu, örn fékk þar 570 lestir og Ililmir 540 lestir. Á Jan Mayen-svæðinu eru nú þrjú skip, Keflvíkingur, Magnús og óli Óskars. Flest eru hin skipin á miðunum úti af Vestfjörðum. Á mánudag tilkynntu eftirtalin skip um afla: ísleifur 300, Svanur 300, Faxi 100, Guðmundur 400, Gísli Árni 220, Bergur II 170, Pétur Jónsson 200, Kap II 60, Ljosfari 120, Albert 300, Skarðsvík 200, Óskar Halldórsson 250, Þórs- hamar 300, Jón Kjartansson 350, Húnaröst 280. Samtals: 3550 lestir tilkynntar á mánudag. Þriðjudagur: Örn 570, Hilmir 540, Helga II 200, Súlan 130, Sæbjörg 100 tonn. TORGSINS IÐNAÐARMANNAHÚSINU HALLVEIGARSTÍG .....*-J □ Herraskyrta kr. 2.500.- □ Kv. rúllukraga bolur kr. 1.490. □ Ullargarn □ Barnaúlpur kr. 18.500.- ■ ■ .............................................................-................................................- - -......................................................................................................................- ■ lönadarmannahúsinu, Hallveigarstíg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.