Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979 19 Hjálmar Jónsson: Pylsu veislan í Árbæjarhverfi Fyrir nokkrum dögum barst mér úrklippa úr Morgunblaðinu frá 4. ágúst s.l. sem ég tel þörf á að svara. Eðlilegt hefði verið að þessi athugasemd hefði birst fyrr, en góða veðrið undanfarnar vikur hefur orsakað að sumir eru hættir að gefa sér tíma til að lesa dagblöðin og ég er einn af þeim. I umræddri úrklippu gefur að líta myndskreytta frásögn af pylsuveislu sem fram fór í húsa- garðinum á Hraunbæ 62—70, en tilefni veislunnar er sagt vera að íbúar húsasamstæðunnar höfðu lokið við að mála húsið að utan og unnu verkið sjálfir. Ég geng þess ekki dulinn, að í Árbæjarhverfi býr dugmikið fólk sem hvorki skortir vilja né getu til að vinna saman að nýtum verkefn- um og á ég persónulega því láni að fagna að hafa verið þátttakandi í samstarfi við fjölmarga hverfis- búa á félagsmálasviðinu og skulu íbúar húsanna Hraunbæ 62—70 síst undanskyldir. Hinsvegar hef ég ekki fyrr kynnst áhuga þeirra og hæfni í ningar-verkfærum, enda hef ég ætíð litið svo á að málingingarv- inna væri fremur óheppileg frí- stundavinna fyrir óvana og þá ekki síst börn. En þrátt fyrir að ég sé á mörgum sviðum afskiptasamur, þá ber ekki að líta svo á að fólki í hverfinu sé ekki frjálst að nota húsagarða sína að eigin geðþótta án j)ess að ég blandi mér í málið. Ástæðan fyrir því að ég sendi frá mér þessa athugasemd, er sú að í frásögninni af garðveislunni fljóta með upplýsingar, sem hafn- ar eru eftir íbúðareigendum, sem ég tel vægast sagt vafasamar og þurfi nánari skýringa við. Á eftir upplýsingum um góða þátttöku og jafnrétti kynja í launamálum koma eftirfarandi klausur. „Við reiknum með því að með því að vinna þetta sjálf höfum við sparað um það bil 100 þúsund krónur fyrir hverja íbúð.“ og síðan „Það má reikna með því, að þetta komi til með að kosta 3—400 þúsund á hverja íbúð, en með því að vinna þetta hafa sumir getað borgað niður upphæðina um jafnvel 200—250 þúsund krónur." (ívitnun líkur). Síðan kemur ekki orð meira um hvernig þessar uppsláttartölur um sparnað eru fundnar. Nú vill svo til að ég hef fyrir framan mig kostnaðaráætlun við að mála Hraunbæ 62—70 að utan (og raunar frekar tvær en eina) og hafa báðar verið gerðar að beiðni húseigenda. Sú fyrri er dagsett í mars 1979. Þessi áætlun gerir ráð fyrir öllum máluðum flötum hússins nema þaki og er verklýsing mjög venjuleg, og niðurstöður þessar, samkvæmt þágildandi verðlagi: Vinnulaun kr. 3.903.121- Efni kr.l.846.828.- Samtals kr. 5.749.949.- Hin áætlunin er gerð af Mæl- ingastofnunni dagsett 10. apríl 1979, hún er reiknuð á sömu fleti og sú fyrri, en verklýsing er meiri og gert ráð fyrir viðgerðarvinnu og eru niðurstöður þessar: Vinnulaun kr. 5.430.198.- Efnib.kr. 2.606.495,- Samtals kr. 8.036.693.- Ef húsið Hraunbær 62—70 væri allt malað og ekki gert rað fyrir aukakostnaði vegna skemmda, þá yrði niðurstaðan þessi: Vinnulaun kr.4.996.305.- Efni kr. 2.398.226.- Samtals kr. 7.394.531.- Þessi kostnaður er byggður á fyrirliggjandi stærðareiningum að viðbættu þaki. Verklýsing er örlítið frábrugðin því sem fram kemur á fyrri áætluninni. Reiknað er með venju- legri plastmálingu (úti) á stein- fleti og olíumálningu á járn og tré. Kaupgjald miðast við ágústmánuð 1979. Eftir því sem ég best veit þá eru skráðar íbúðir í hverju stigahúsi í blokkinni Hraunbær 62—70 sex en auk þess tvær einstaklingsíbúðir í kjallara og sýnist því ekki óraun- hæft að reikna með deilitölunni 35 þegar rætt er um kostnað á íbúð. Samkvæmt þeirri reglu hefði í þessu tilfelli kostnaður á íbúð verið kr. 211.272.-. í nefndri blaðagrein er sagt að fleira hafi þurft að gera en að Ný frímerki 12. september Ný frímerki koma út þann 12. september næstkomandi, annað að verðgildi 140 krónur, en hitt að verðgildi 500 krónur, sam- kvæmt upplýsingum sem Morg- unblaðið hefur fengið hjá Póst- og sfmamálastofnuninni. Hundrað og fjörutíu króna merkið er með mynd af tveimur börnum og með merki Alþjóða- barnaársins 1979, en Nanna Huld , SHORNARRAÐ ISLANDS 75ÁRA I'KM 197ö r..................... ISLAND 140 íf) k . ...JiJui.... i mála og talað um alkalisskemmdir en saman við það er grautað málun á gluggum og þaki sem er að sjálfsögðu óaðskiljanlegur hluti þegar rætt er um málningarvinnu utanhúss. Algengt er að málarar fram- kvæmi minniháttar viðgerðir á steini um leið og málað er, án þess að það hafi í för með sér verulega röskun á verði. I nefndri blaðagrein felast raunverulega þær upplýsingar að það kosti 500 þúsund krónur á íbúð að kaupa fagmenn til að mála fjölbýlishús að utan, hér munar rúmum 57% á þeim útreikningi sem hér fylgir og ég tel vera venjulega vinnu við endurmálun utanhúss. Ef það fólk sem hefur hug á að láta mála hús sín að utan á næstunni, tæki þessar upplýsingar alvarlega, þá er hætt við að slíkt myndi ekki örva viðskipti við þá menn sem hafa málarastarfið að lífsviðurværi. Þá vekur það athygli að kaup- greiðslur eru rausnarlegar til þeirra er verkið unnu eða kr. 2.500.- á tímann sem er kr. 826.30 hærra en skráð tímalaun málara- sveina og kr. 994.52 hærra en reikningstala útseldrar ákvæðis- vinnu. Það kann í fljótu bragði að sýnast mál íbúðareigenda hvernig þeir ráðstafa sínum peningum í innbyrðis samskiptum, en þó eru þar atriði sem skipta aðra máli, og þá ekki síst vegna þess að uppgef- in kostnaður við að mála húsið er óeðlilega hár. Þótt ekki skuli efast um að samstaða hafi verið góð við framkvæmdina, þá er hætt við að einhverjir hafi unnið lítið, eða jafnvel ekki neitt við verkið og þá vilja málarar ógjarnan láta nota sig sem grýiu á það fólk, til að sætta það við óeðlilega háar greiðslur, og því fremur sem því er hampað að hverjum íbúðareig- anda hafi verið sparaðar 100 þúsund krónur með því að kaupa ekki málara til að vinna verkið. Við þetta má því bæta að tilsýndar séð virðist málningin á húsinu ekki vera gallalaus. Ekki skal um það dæmt hvort þessar upplýsingar eru rétt hafðar eftir, eða hvort kauðskum vinnu- brögðum fréttamannsins er að einhverju leyti um að kenna, reyndar er frásögnin öll fremur ruglingsleg, hugsanlegt að pylsu- átið hafi truflað dómgreindina. Að lokum vonast ég til að framvegis eigi ég eftir að sjá fleiri frásagnir og myndir af athöfnum íbúa í Árbæjarhverfi, því sannast að segja þá hefur mér oft fundist á skorta að fjölmiðlar sýndu störf- um okkar verðugan áhuga. En nú virðast íbúðar í Hraunbæ 62—70 hafa fundið lausnina, „bjóðið fréttamönnum pylsu þá koma þeir!“ Hjálmar Jónsson Ég undirritaður form. Málar- ameistarfél. Reykjavíkur hef haft samráð við form. Málarafélags Reykjavíkur um framangreint svar og útreikningar þeir sem fram koma í greininni eru unnir af okkur sameiginlega. Reykjavík, 20. ágúst 1979 Ólafur Jónsson Reykdal teiknaði merkið. Fimm hundruð króna merkið er aftur með mynd af flöttum þorski, skjaldarmerki íslands eins og það var til ársins 1904, og með mynd af íslenska fálkanum, skjaldar- merki Islands á árunum 1904 til 1919. Þetta merki teiknaði Þröstur Magnússon. Er fyrra frímerkið gefið út í tilefni alþjóðaárs barns- ins, en hið síðara í tilefni 75 ára afmælis Stjórnarráðs íslands. Samræmdur afgrdðslutími Frá 1. september 1979 verður almennur afgreiðslutími innlánsstofiiana sem hér segir: Mánudaga til föstudaga kL 9:15 - 16KX) Auk þess verða afgreiðslur flestra innlánsstofiiana opnar alla fímmtudaga W. 17:00 - 18KX) Tvö ný fslensk frímerki koma út hinn 12. september, að verðgildi 140 krónur og 500 krónur. Eru merkin tileinkuð alþjóðaári barnsins 1979, og 75 ára afmæli Stjórnarráðs íslands. Vióskiptabankar og sparisjóóir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.