Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979 11 Oskar Hartmann frá Þýskalandi: „Vini mínum var boðið að fara á vegum AIESEC til íslands, en þegar hann komst ekki, hljóp ég í skarðið og sé ekki eftir því,“ sagði Oskar Hartmann frá Þýskalandi, en hann lærir viðskiptafræði í Free-háskólanum í Vestur-Berlin. Free-háskól- inn er einn stærsti háskólinn í Þýskalandi, því hann telur um 33 þúsund nemendur, þar af 3 þúsund í hagfræði og viðskiptafræði. „Mig hafði lengi dreymt um að fara til íslands, og því var ekki til með að hjálpa mér til að ná betri einkunnum á próf- um, en persónulegur skilning- ur minn á þjóðhagfræði hefur aukist til muna.“ „Ég hafði heyrt að Norður- landabúar væru mjög þögul- ir,“ sagði Oskar, er hann var spurður að því hvernig hann kynni við íslendinga. „ís- lendingar eru mun líflegri og skemmtilegri en ég bjóst við og kann ég mjög vel við þá.“ Sagðlst Oskar hafa lesið íslandsklukku Laxness áður en hann kom til landsins til að kynnast íslenskum bókmennt- „ísland leggur of mikla áherslu á fiskveidar” þetta kjörið tækifæri til að láta þann draum rætast. Ég vissi þó ekki mikið um landið, aðeins að hér væru eldfjöll og miklar fiskveiðar," sagði Oskar. Oskar vinnur nú í Seðla- banka íslands og sagði hann að vinnan fælist einkum í því að lesa alls kyns hagfræði- skýrslur, til dæmis um fisk- veiðar. „Nú veit ég því ýmislegt um efnahagslíf landsins," sagði Oskar brosandi, og er hann var spurður að því hvað hon- um þætti um það sagði hann að hann teldi að íslendingar legðu of mikla áherslu á fisk- veiðar. „Þið fjárfestið allt of mikið í fiskveiðum og fiskiðnaði og i held ég að það væri mun ráðlegra fyrir ykkur að dreifa fjárfestingunni á fleiri svið atvinnulífsins." Að sögn Oskrs hefur vinnan verið honum mjög lærdóms- rík, því að mjög gott er að læra þjóðhagfræði á þennan hátt. „Vinnan kemur þó kannski um og við þann lestur hefði hann lært mikið um Island, sögu þess og trú á alls kyns yfirnáttúrulegar verur, s.s. drauga og álfa. „Þegar ég kom til íslands komst ég hins vegar að raun um að fólk trúir yfirleitt ekki á slíkt, en þeir einu, sem ég hef rekist á og segjast trúa á álfa og drauga, eru fararstjórar, sem segja erlendum ferða- mönnum alls kyns sögur um þessar verur, sennilega í þeirri von að þeir trúi þeim,“ sagði Oskar. Ingrid Kubin frá Austurríki: „Námið tekur fjög- uráreinsoghér,, \ Ingrid Kubin er fædd í Vín- arborg í Austurríki, en er nú við viðskiptafræðinám í Johannes Kepler háskólanum f Linz. Sagðist hún hafa sótt um að komast á vegum AIESEC til Skandinavíu, en ekki vitað að ísland tilheyrði Skandinavíu- löndum. sem það reyndar gerir ekki. En einhvern veginn æxl- aðist það þannig til að Ingrid var send til íslands. „Ég var mjög undrandi þegar ég heyrði að ég ætti að fara og vinna á íslandi, því ég vissi ekki mikið um landið. Ég fór því á ferðaskrifstofur og fékk þar alls konar upplýsingabæklinga um landið og talaði líka við fólk, sem hafði verið á íslandi og varð strax heilluð af landinu. Þegar ég kom hingað átti ég von á því að hér væri mun kaldara en ísland er ekki eins norðlægt land og ég bjóst við. Lituðu húsþökin komu mér und- arlega fyrir sjónir í fyrstu, en nú er ég farin að venjast þeim, því ég er búin að vera hér í næstum þrjá mánuði og líður nú alveg eins og heima hjá mér.“ Ingrid vinnur hjá Manscher hf., sem er bókhaidsskrifstofa og sagði hún að vinnan þar væri mjög skemmtileg og fræðandi og kæmi vel inn á það sem hún hefði lært áður. „Launin, sem ég fæ eru mjög góð miðað við það sem ég fengi heima í Austurríki, en hér er líka allt mun dýrara, þannig að það sem eftir verður er eflaust svipað og ef ég hefði unnið í ri Austurríki í sumar,“ sagði Ing- I rid. | Aðspurð um það hvort hún | teldi að námið hér væri að -j einhverju leyti frábrugðið við- | skiptafræðináminu í Austurríki I sagði Ingrid að hún teldi að svo !> væri ekki. „Námið í Austurríki er mjög ^ svipað uppbyggt og hér, þótt ef P til vill séu einstakar greinar 1 frábrugðnar. í Austurríki tekur | iTiAoþinlnffOoAtnómíA fi nnm *» ón Peter Van Avermaet frá Belgíu: „Hér þekkja allir alla” Peter Van Avermaet býr í hafnarborginni Ostende í Belg- íu, en er við nám í háskólanum í Gent. Sagði hann að það hefði komið sér mjög á óvart, þegar hann frétti að hann ætti að starfa á vegum AIESEC hér á íslandi, en hann sæi alls ekki eftir því að hafa komið, því dvölin hér hefði verið mjög ánægjuleg. „Það eina sem ég vissi um landið var, að það væri mjög norðarlega og að hér væru eld- fjöll, sem ættu það til að gjósa af og til og einnig vissi ég, að hér væru stundaðar fiskveiðar í stórum stíl, því mörg skip frá Ostende stunda veiðar á ís- landsmiðum. íslendingar eru allt öðruvísi en Belgar, því þeir eru ekki eins formlegir og allir þekkja alla, sem er ekkert skrýtið, því þeir eru svo fáir.“ Peter vinnur í Hampiðjunni við framleiðslustjórn, og í starfi sínu fæst hann við það, hvernig auka má hagkvæmni í rekstri og framleiðslu á arðbæran hátt. „Ég hef lært ýmislegt af starfinu, því hér er allt mjög ólíkt því, sem ég hef kynnst á þessu sviði áður. Til dæmis þarf að nota saman vélar með mis- munandi framleiðslugetu og getur það oft verið erfiðleikum bundið. Dvölin á íslandi hefur verið mjög fróðleg, bæði hvað viðkem- ur starfinu og eins því að kynn- ast landinu og íbúum þess, sem ekki hefði verið eins auðvelt, ef ég hefði komið hingað sem venjulegur ferðamaður. Ég er jafnvel farinn að líta á sjálfan mig sem hálfgerðan íslending, því hér líður mér eins og heima hjá mér. Allavega lít ég alls ekki á mig sem ferðamann,“ sagði Peter hlæjandi, „því að um daginn, er ég var að baða mig í heitri laug upp í Landmanna- laugum, kom þangað hópur er- lendra ferðamanna og hugsaði ég þá með mér: „sjá þessa útlendinga, en hvað það er gott að vera ekki einn af þeim.“ Martine Marraqni frá Frakklandi: rekinn er af verslunarráði Nice og er hann mjög nýtísku- legur, bæði hvað snertir kennsluaðferðir og alla að- stöðu. í raun er skólinn útibú frá HEC-skólanum í París og koma kennararnir þaðan,“ sagði Martine. „Þegar ég frétti að ég ætti að fara til Islands, las ég mér lítilsháttar til og fékk strax áhuga á landinu og sé alls ekki eftir því að hafa komið, því að ég kann ákaflega vel við mig hérna. Hér er allt svo kyrrlátt og hljótt og held ég að ísland var spurð að því í hverju starf hennar fælist. „Vinnan var nokkuð erfið í fyrstu, því það er ekki auðvelt að vinna að markaðskönnun fyrir franskan markað, á með- an dvalist er á íslandi. Ég geri því ekki ráð fyrir að ljúka við könnunina áður en ég fer, en býst við að halda áfram að vinna við hana þegar ég kem til Frakklands og stefni að því að ljúka henni þar í vetur.“ Sagðist Martine hafa búist við að íslendingar væru mjög kuldalegir og þögulir í fram- komu við aðra en nú hefði hún „Vinn að markaðskönnun fyrir franskan markað” „Tölvan sendi mig til íslands,“ sagði Martine Marraoni hlæjandi, er hún var spurð að því hvers vegna hún hefði valið að koma til íslands. „Ég sótti um að fá starf í Japan, en í rauninni varð ég ekkert hissa á því að verða send til íslands, því að í fyrra sótti ég um að fá vinnu í Skandinavíu, en var send til Tyrklands.“ Martine er af ítölskum ætt- um, fædd í Monaco, en stundar nú nám við Ceram-skólann í Antibes í suðurhluta Frakk- lands. „Skólinn er einkaskóli, sem eigi sér engan líka í heiminum. Nú, þegar ég hef vanist veðr- inu, líður mér svo vel hérna, að ég er næstum farin að kvíða fyrir að fara heim.“ Martine vinnur hjá Sambandinu og í sumar hefur hún unnið að því að gera markaðskönnun fyrir Frakk- landsmarkað á vegum Sam- bandsins. „Ég hafði aðeins lesið um slíkar markaðskannanir áður en ég kom hingað, en það hefur verið mjög lærdómsríkt fyrir mig að kynnast notkun slíkra kannana á hagnýtan hátt,“ sagði Martine er hún komist á þá skoðun að það væri bara til að byrja með. „Eftir að búið er að brjóta ísinn, eru íslendingar ákaflega vingjarnlegir og elskulegir í alla staði, en auðvitað hjálpar það mjög að hér tala allir ensku. Annars hafði ég ráð- gert að reyna að læra eitthvað í íslensku, en ég hef nú komist að raun um að það er of erfitt og tala því bara ensku, því hana skilja allir." Að sögn Martine eru min hér nokkuð hærri en • nst í Frakklandi, en allr kkert dýrara, því að í Suð Frakk- landi er allt mjög d- '.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.