Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979 23 „Amma í Reykjavík" er dáin. Hún var mikilvæg persóna í lífi okkar systkinanna. Við nefndum hana ömmu í Reykjavík til að- greiningar frá ömmu blessaðri sem bjó á sama bæ og við. Okkar fyrstu minningar um ömmu eru þegar hún kom upp í sveit til okkar til að hjálpa til, þegar nýtt barn bættist í syst- kinahópinn. Hún lét sér ekki nægja að hjálpa til við heimilis- verkin, heldur gaf hún sér líka tíma til að segja okkur sögur. Okkur er t.d. minnisstætt þegar hún sagði okkur söguna af Gili- trutt og datt á gólfið fyrir okkur eins og Gilitrutt gerði í sögunni. — Það skemmtilegasta sem við þekktum á þessum tíma var að fara i bæinn til afa og ömmu og fá að vera nokkra daga. Við fórum öll á sundnámskeið í Reykjavík á hverju vori. Var það alltaf tilhlökkunarefni, því þá bjuggum við hjá ömmu og afa, það var margt forvitnilegt í borginni t.d. að fara í sendiferðir út íbúð. Við stunduðum öll framhalds- skólanám í Reykjavík og nutum þá góðs af návist ömmu. Við bjuggum ýmist hjá henni eða í nágrenni við hana. Hún var sífellt að víkja að okkur einhverju góðgæti. Þá var einnig gott að koma til hennar og fá kaffisopa. Kaffið hennar ömmu var líka alveg sérstaklega gott. Aldrei kunni hún við sjálfvirku kaffikönnuna, heldur hellti alltaf upp á gömlu góðu könnuna sína. Aldrei máttum við leggja af stað i sveitina án þess að heilsa upp á hana og fá hressingu áður. Hún fylgdist af miklum áhuga og skiln- ingi með námi okkar. Þegar við eltumst og fórum að koma með börnin okkar „lang ömmubörnin hennar" í heimsókn fóru þau gjarnan með sokka eða vettlinga og guðsblessun með heim. Hún var alltaf prjónandi og mörg önnur börn nutu góðs af því. Daginn áður en hún veiktist hringdi hún til dótturdóttur sinn- ar og spurði hvort „telpan vildi bláa sokka eins og bróðir hennar"? Þetta sýnir að starfsviljinn var alveg fram í andlátið. Þótt 95 ára væri hélt hún andlegu þreki sínu því nær óskertu fram til hins síðasta. Hún hlustaði mikið á útvarp og lærði vísur sem farið var með þar. Hún fór svo með þær seinna öðrum til ánægju. Hún fylgdist líka vel með fréttum, bæði innlendum og er- lendum. Hún vissi t.d. alltaf þegar skákmennirnir okkar voru að keppa og hvernig þeim gekk og hvernig íþróttamennirnir stóðu sig í sinni keppni. í vor hafði hún áhyggjur af því að tengdadóttir hennar kæmist ekki heim frá New York vegna stöðvunar DC-10 þotn- anna. Svona var amma ótrúlega frísk og dugleg alveg þangað til hún veiktist fyrir tveimur vikum. Þau veikindi lifði hún ekki af og andaðist eftir skamma legu. Við munum alla tíð minnast hennar með þakklæti og hefðum gjarnan viljað að börnin okkar hefðu notið hennar lengur. Systkinin frá Hjalla. Heiður og bjartur svipur Ragn- heiðar Gísladóttur og fallegu bláu augun hennar gáfu ótvírætt til kynna þann yl skilnings, umburð- arlyndis og hjálpsemi sem svo mjög einkenndi fas þessarar ágæt- iskonu um langa ævi jafnt í mótlæti sem hinu gagnstæða. Þótt vinnulúnar hendur hennar væru svalar viðkomu, streymdi frá þeim sama hlýjan og úr augunum og öllu viðmóti hennar og verkum. Um miðjan síðasta áratug voru þau öll á lífi bðrn þeirra sr. Gísla Einarssonar í Stafholti og Vigdís- ar Pálsdóttur konu hans, sjö talsins og var meðalaldur þeirra 76 ár. Má telja það til einsdæma að svo mörg systkin nái öll svo háum aldri. Elst þeirra var Ragnheiður sem dó 21. þ.m. og fer útför hennar fram í dag. Hún fæddist 6. apríl 1884 og var því á nítugasta og sjötta áldursári, þegar hún lést. Lifði hún lengst þeirra systkina, en þau voru Sverrir bóndi í Hvammi i Norðurárdal, Efemía kennari bjó lengst af í Reykjavík, Kristín var löngum hjá systur sinni Sigurlaugu sem bjó í Hvassafelli í Norðurárdal, Vigdís kennari og forstöðukona í Reykja- vík og loks Björn bóndi í Sveina- tungu í Norðurárdal. Ragnheiður giftist Hermanni Þórðarsyni kennara frá Glitstöðum í Norður- árdal. Bjuggu þau á Glitstöðum í 14 ár og síðan á Sigmundarstöðum í Þverárhlíð í tæpan áratug. Stundaði Hermann kennslu í sveitinni og alþýðuskólanum á Hvítárbakka jafnframt búskapn- um. Þau flytjast til Reykjavíkur um miðjan fjórða tug aldarinnar og eiga þar heima síðan. Var Hermann kennari við Laugarnes- skólann. Þau Ragnheiður eignuðust 8 börn sem þau komu öllum til mennta á árum kreppu og fátækt- ar. Þau eru: Unnur kennari, Svav- ar efnaverkfr., Gísli vélaverkfr., Guðrún kennari, Vigdís kennari, Ragnar cand.ing. chemie, Valborg lyfjafræðingur, Ragnheiður deild- arstj. í Landsbanka íslands. Má nærri geta að ekki hefur húsfreyja setið auðum höndum og í mörg horn mátt líta ekki síst þegar börnin voru í bernsku og bóndinn sinnti öðrum störfum af bæ. Iðjusamari konu þekkti ég heldur ekki. Segja má að henni félli ekki verk úr hendi allt þar til yfir lauk. Litlir fætur og smáar hendur fjögurra sona okkar hafa á annan áratug yljað sér á fallegum og hlýjum sokkum og vettlingum frá Ragnheiði frænku, sem ætíð komu í góðar þarfir. Má nærri geta að hún hefur ekki gleymt þeim sem nær henni stóðu. Andstreymi hafði Ragnheiður ærið í lífinu af þeim toga, sem oftlegast fæst lítt við ráðið. Heilsa barna hennar hefði víst mátt vera betri. En æðruleysi hennar og kærleikur sem umber allt voru aðalsmerki þessarar góðu konu. Hún átti því láni að fagna að búa í skjóli dóttur sinnar og nöfnu síðasta skeið ævinnar. Hefur hún í ríkum mæli erft frábæra kosti móður sinnar og vegur umhyggjan og elskusemin þar ekki minnst. Það voru glaðir og ánægjulegir hátíðisdagar á vorin, þegar fjöl- skylda hittist að fagna afmæli Ragnheiðar. Þar fann maður ylinn hennar sjálfrar margfaldaðan streyma til sín frá öllu hennar fólki. Hann minnir á þá menningu hjartans, sem nóbelskáldið Hall- dór sagði „að hún amma hans væri gædd og lýsti sér m.a. í gaman- semi, elju, jafnaðargeði í sorgum, kurteisi við bágstadda, hugulsemi við ferðamenn, góðsemi við skepn- ur“. Við Nanna og börnin þökkum þér, Ragnheiður, alla þína tryggð, hlýjuna úr ullinni þinni, kærleik- ann og mildina, sem við geymum í hjörtum okkar. Hjálmar ólafsson. Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. t Minningarathöfn um HALLPÁLSSON fré Garöi í Hagraneai, sem lést 23. ágúst, verður í Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. ágúst kl. 10.30. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 3. september kl. 1.30. Guðrún Eiríksdóttir Ragnar J. Trampe Leifur Ingimarsson Steinunn Halldórsdóttir t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi, SIGMUNDUR EYVINDSSON, fisksali, Borgarholtsbraut 68, verður jarðsunginn fimmtudaginn 30. ágúst kl. 1.30 frá Kópavogs- kirkju. Blóm vinsamlega afþökkuð, þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavernd. Aðalheióur Guögeirsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS PÁLSSONAR fyrrv. tómstundarréóunauts Kambsvegi 17 fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 30. ágúst n.k. kl. 15. Vilborg Þórðardóttir, Dóra S. Jónsdóttir, Magnús Magnússon, Edda B. Jónsdóttir, Jón Ingi Sigurmundsson, Ragna K. Jónsdóttir, Oddur Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn HARALDUR GUNNLAUGSSON Laufésvegi 10, lézt aö heimlli sínu aöfaranótt 27. ágúst. Sessilía Valdimarsdóttir t Eiginkona mín, móðir og tengdamóöir, LARA HELGADÓTTIR, yfirsímritari Brú, sem andaöist í Borgarspítalanum 17. þ.m. verður jarðsungin í Dómkirkjunni miðvikudaginn 29. n.k. kl. 13.30. Jarösett verður í Fossvogskirkjugarði. Steingrímur Pélsson, Helgi Steingrímsson, Þórir Steingrímsson, Saga Jónsdóttir. t Elskulegur eiginmaöur minn, faöir og tengdasonur HAL LINKER, andaöist í Los Angeles 26. ágúst, 1979. Halla Guðmundsdóttir Linker David Þór Linker Daöína Jóhannsson. t Faðir okkar ÁSGEIR ÁSGEIRSSON, Bergþórugötu 29, lést 15. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram. Synir hins létna t EGILL ÓLAFSSON, Hétúni 10 A, éður Vesturgötu 37, lést á Landspítalanum 27. þ.m. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Þórunn Olafsdóttir. Ástkær eiginkona mín INGIBJORG TOPSÖE-JENSEN, f. Zimsen þ. 16 júní 1903 í Reykjavík, lést á orlofsferö í Englandi þ. 17. ágúst 1979. Útförin hefur átt sér stað frá Messiaskirkju í Hellerup mánudaginn 27. ágúst 1979. Aage Topsöe-Jensen Kommandörkaptajn t Þökkum innilega auðsýnda samuð við andlát og útför JÓHANNS VIGFÚSSONAR. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og hjúkrunarfólki lyfiækningadeildar Landspítalans. Aðalheiöur Ólafsdóttir, Ólafur Jóhannsson, Kristín Gunnarsdóttir. t Þakka sýnda samúö og hlýhug viö andlát og jarðarför bróður míns HALLS JÓNSSONAR bakarameistara Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Borgarspítalanum í Fossvogi og Heilsuverndarstöö Reykjavíkur. Álfheiöur Jóna Jónsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og velvild við fráfall og jarðarför fööur okkar, tengdafööur og afa. ALBERTS EINARSSONAR fré Súöavfk. Lúövík Albertsson Verónika Hermannsdóttir Asgrímur Albertsson Anna Jóhannsdóttir Sigríöur Albertsdóttír Jón Hjélmarsson Einar M. Albertsson Þórunn Guömundsdóttir Guörún Albertsdóttir Rögnvaldur Rögnvaldsson Margrét Albertsdóttir Einar J. Hallgrímsson börn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.