Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979 Utvarp kl. 21.45. íþróttir: / / Rætt við Agúst As- geirsson hlaupara _í þessum þætti ætla ég að ra‘ða við hinn þjoðkunna frjáísiþrótta- mann Ájfúst Ásjíeirsson," sajjði Hermann Gunnarsson fþrótta- fróttaritari útvarpsins, er Mbl. innti hann eftir efni íþróttaþátt- arins sem er á da«skrá útvarpsins í kvöld. _Auk þess að vcra einn fremsti hlaupari landsins. er Ágúst formaður frjáisfþrótta- deildar ÍR, en ÍR varð sem kunn- ujft er sijíurvejfari í bikarkeppni FRI sem var nú um helgina. Eins og mörjfum er kunnujft um skokkar Ájfúst ofan úr Breiðholt- inu dag hvern á leið sinni í vinnuna og hefur því meiri yfir- ferð en flestir aðrir," sajfði Herm- ann. _Við Ájfúst munum f þættin- um spjalla nokkuð um frjáls- íþróttirnar almennt og þá við- burði sem hæst hefur borið að undanförnu. Þá mun ég ræða um grein sem skrifuð var fyrir skömmu um íþróttameiðsli, en hana skrifaði Pálmi Frímannsson héraðslæknir á Snæfellsnesi. Pálmi er íþrótta- maður sjálfur og hefur mikinn áhuga á þessum málum. Það er nauðsynlegt að hafa sérmenntaðan íþróttalækni hér á landi, en hér er enginn slíkur, — aftur á móti er nóg af meiðslunum. Að lokum mun ég ræða um íslandsmótið í knattspyrnu, en nú eru aðeins þrjár umferðir eftir í mótinu og getur allt gerst. Nú eru efst og jöfn Valur og Vestmanna- eyjar, en Akurnesingar og KR-ing- ar eru ekki langt undan og verða síðustu umferðir mótsins vafalaust spennandi. Einnig mun ég víkja nokkuð að úrslitaleiknum í bikar- keppninni sem var um síðustu helgi og lýsa mínum skoðunum á leiknum," sagði Hermann Gunn- arsson að lokum. ■'Hafið þið heyrt um hjónin sem máhiðu húsið sitt með HRAUNI fyrit 12 ámm, os ætla nú að endurmála það í sumar bara til að breyta um lit" Sögurnar um ágaeti þessarar sendnu akrýlmálningar, HRAUN-málningarinnar frá Málningu h/f magnast með árunum, og hróður hennar eykst með hverju árinu, sem líður. Nú, eftir að HRAUN hefur tíaðið af sér íslenska veðráttu í rúmlega 10 ár, er enn ekki vitað um hinn raunverulega endingartíma þess, sé það notað rétt í upphafi. Þess vegna gerir þú góð kaup, þegar þú velur HRAUN á húsið. HRAUN málning'f Sjónvarp kl. 21.20. Heimsstyrjöldin síóari: Hver jir sigruðu? Sjónvarpið sýnir í kvöld breska heimildarmynd og íjallar hún um ýmsar afdrífaríkustu afleiðingar heimsstyrjaldarinnar síðari. Hinn fyrsta september nk. eru liðin 40 ár frá upphafi heimsstyrjaldarinnar, sem hófst með innrás Þjóðverja í Pólland. Styrjöldinni lauk sem kunnugt er með alger- um ósigri Þjóðverja og Jap- ana. Margt hefur breyst á umliðnum fjörtíu árum, hin- ar sigruðu þjóðir búa við góðan efnahag en Bretland er ekki lengur stórveldi, hins vegar eru Bandarikin og Sovétríkin óumdeilanlega öflugustu riki vorra daga. Þessi breska heimildar- mynd gerir upp reikninga styrjaldarinnar, ef svo má segja, og upplýsir ýmsar staðreyndir á kaldranalegan hátt. Meðal annars kemur fram í myndinni hve þjóðirn- ar sem stóðu í eldlínunni fórnuðu mörgum mannslíf-! um. Rússar fórnuðu um 20 milljón manns, en fengu í staðinn yfirráð yfir Austur-Evrópu. Bandaríkin misstu um 250 þús. menn en hlutu Evrópumarkaðinn í sárabætur. Bretar sem stóðu í eldlínunni allan tímann uppskáru varla eins og þeir sáðu því breska ljóninu hefur stöðugt farið hrakandi. Það má segja að Bandaríkin og Sovétríkin hafi verið hinir raunverulegu sigurvegarar styrjaldarinnar, þau tvö ríki eru mestu stórveldi nútím- ans. í mynd þessari lýsir bandarískur fræðimaður ástandinu í dag, með tilliti til úrslita styrjaldarinnar, á raunsæjan og kaldhæðinn hátt. Að sögn Baldurs Her- mannssonar hjá sjónvarpinu er þessi þáttur einn margra þátta um styrjöldina og getur farið svo að fleiri þættir verði sýndir í sjónvarpinu um ýmsa þætti stríðsins. Utvarp ReykjaviK A1IÐMIKUDKGUR 29. ágúst. MORGUNNINN___________________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. Dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tón- leikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Margrét Guðmundsdóttir heldur áfram lestri sögunnar _Sumar á heimsenda" eftir Moniku Dickens (13). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónieikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Tónleikar. 11.00 Víðsjá. Helgi H. Jónsson sér um þáttinn. 11.15 Kirkjutónlist: Ingeborg Reichelt, Lotte Wolf-Matt- haus, kór Kirkjutónlistar- skólans f Halle og Bach-hljómsveitin í Berlfn flytja „Dixit Dominus", sálm nr. 109 eftir Hándel; Eber- hard Wenzel stj. / Flor Peet- ers ieikur á orgel Jóhannes- arkirkjunnar f Gouda f Hollandi Preludfu og fúgu eftir Kerckhoven. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. SÍÐDEGIÐ 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar.Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Dorrell og sonur" eftir Warwick Deeping. Helgi Sæmundsson fslenzkaði. Sigurður Helga- son les (3). 15.00 Miðdegistónleikar. Fílharmonfusveitin í Lund- únum leikur _Um haust", konsertforleik op. 11 eftir Edvard Grieg; Sir Thomas Beechman stj. / Fíl- harmonfusveitin í Stokk- holmi leikur Sinfónfu í g-moll op. 34 eftir Wilhelm Stenhammar; Tor Mann stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn: Halldór Gunn- arsson kynnir. 17.20 Litli barnatfminn. Valdfs Óskarsdóttir sér um tfmann og spjallar við Ljós- brá Baldursdóttur (8 ára) um lífið og tilveruna. 17.40 Tónleikar. 18.00 Víðsjá. Endurtekinn þátt- ur frá morgninum. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Gestir f útvarpssal: Kammerkvintettinn í Málm- ey leikur Kvintett í es-moll fyrir fiðlu, víólu, selló, kontrabassa og píanó op. 89, eftir Johan Nepomuk Humm- el. Kammer kvintettinn skipa: Einar Sveinbjörnsson, Ingvar Jónasson, Guido Becchi, Kristina MArtensson og Janake Larson. 20.00 Pfnókonsert í C-dúr op. 26 eftir Sergej Prokofjeff. 20.30 „Leikvöllurinn", smá- saga eftir Leone Stewart. Ásmundur Jónsson á Húsa- vík fslenzkaði. Þórhallur Sig- urðsson leikari les. 21.00 Tónleikar. a. manuela Wiesler og Juli- an Dawson Lyell leika á flautu og pfnó Divertimento eftir Jean Francaiz-Calais. b. Nelson Freire leikur „Brúður barnsins", svítu fyr- ir pfanó og Prelúdfu eftir Heitor Villa Lobos. 21.30 Rímuð ljóð eftir Tryggva Emilsson. Þórarinn Friðjóns- son les. 21.45 fþróttir Hermann Gunnarsson segir frá. 22.05 Að austan. Birgir Stefánsson kennari á Fáskrúðsfirði segir frá. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Djassþáttur. í umsjá Jóns Múla Árnason- ar. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 29. ágúst. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.30 Barbapapa. Endursýnd- ur þáttur frá sfðastliðnum sunnudegi. 20.35 Barnið hans Péturs. Fjórði og síðasti þáttur. Efni þriðja þáttar: Skóla- systkini Péturs gera verk- fall og krefjast þess, að hann fái Lenu aftur. Pétur er hættur að hafa ánægju af því að skemmta sér með félögum sfnum. en er öllum stundum með Lenu. Kvöld nokkurt lyftir hann sér þó upp með kunningjunum. býðandi Dóra Ilafsteins- dóttir. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 21.20 Heimsstyrjöldin sfðari: Hverjir sigruðu? Bresk heimildamynd. Hinn 1. september í ár eru liðin 40 ár frá upphafi heimsstyrjaldarinnar síð- ari, en henni lauk sem kunnugt er með algerum ósigri Japana og Þjóðverja. Margt hefur breyst á þess- um tfma. Hinar sigruðu þjóðir búa við góðan efna- hag, en Bretland er ekki lengur stórveldi, og Banda- ríkjamenn og Sovétmenn hafa lengst af verið svarnir óvinir. I þessari mynd eru raktar ýmsar aldrifarfk- ustu afleiðingar styrjaldar- innar. Þýðandi og þulur Þorsteinn Helgason. 21.50 Nakinn, opinber starfs- maður. Bresk sjónvarps- mynd. Handrit Philip Mackie. Leikstjóri Jack Gold. Aðalhlutverk John Hurt. Mynd þessi er byggð á sjálfsævisögu Quentins Crisps. Hann ákvað á unga aldri að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum að hann hncigðist til kynvillu, og undanfarna fimm ára- tujd hefur hann staðið fast við sannfæringu sína og verið eðli sínu trúr. Myndin lýsir öðrum þræði, hverjar breytingar hafa orðið á þessum tíma á viðhorfum almennings til ýmissa minnihlutahópa, einkum kynvillinga. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Áður á dagskrá 30. janúar 1978. 23-10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.