Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979 Lokun Fiskiðjunnar í Keflavík: Setja verður ákveðnar regl- ur um mengunarvarnir segir Gunnar Ólafsson framkvæmdastjóri „ÞESSI ákvörðun ráðherra kemur okkur í sjálfri sér ekki á óvart, eftir þaer yfirlýsingar sem heilbrigðisnefndirnar í Keflavík og Njarðvík og Heilbrigðiseftirlit ríkisins hafa gefið um málið, þó það hafi óneitanlega komið okkur talsvert á óvart að sjá fyrst um lokunina í blöðum,“ sagði Gunnar ólafsson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar h.f. í Keflavík í samtali við Morgunblaðið í gær. Magnús H. Magnússon heilbrigðisráðherra segir í samtali við dagblaðið Vísi í gær, að ekki verði um frekari framlengingu starfsleyfis Fiskiðjunnar að ræða. Gunnar ólafsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að Fisk- iðjan í Keflavík væri ein 48 verksmiðja á landinu, sem væru misjafnlega staðsettar, hvað snerti mengunaróþægindi fyrir íbúa viðkomandi byggðarlaga. Sagði hann Fiskiðjuna líklega vera fremur illa staðsetta miðað við aðrar verksmiðjur, en þó væri það víða verra, svo sem í Siglufirði og á Norðfirði og Eskifirði. Mikilvægt væri hins vegar að íbúar hinna ýmsu byggðarlaga væru mjög misjafn- lega mikið viðkvæmir fyrir lykt frá fiskimjölsverksmiðjuiii. Færi það einna helst eftir því hversu mikilvægar verksmiðjurnar eru fyrir viðkomandi byggðarlög. Meiri skilningur væri ríkjandi á þeim stöðum sem allt sitt eiga undir fiskveiðum og fiskvinnslu. Því væri hins vegar ekki til að dreifa með nágranna Fiskiðj- unnar í Keflavík, og mætti til dæmis benda á að stór hluti íbúa Njarðvíkur hefur atvinnu sína af öðrum atvinnugreinum. Enda væri það svo að þar væri and- staðan gegn starfrækslu verk- smiðjunnar einna mest. Gunnar sagði að Fiskiðjan hefði ekki fjárhagslegt bolmagn til að gera þær mengunarvarnir sem krafist væri. Fyrst hefði verksmiðjunni verið lokað árið 1974, og hefði þess þá verið krafist að reistur yrði skorsteinn við verksmiðjuna. Síðar hefði þó verið fallið frá kröfum um skor- steinsbygginguna, þar sem hann væri ófullnægjandi. Raunar væri það svo að engar algildar reglur lægju fyrir um hvaða ráðstafan- ir í mengunarvörnum þyrfti að gera svo fullnægjandi væri. Mætti til dæmis nefna að ekki væri búið að „taka út“ hugmynd- ir Jóns Þórðarsonar, eða kveða endanlega upp úr með hvort hans aðferðir væru fullnægj- andi. Eftir að verksmiðjan hafði Gunnar ólafsson verið stopp í fimm vikur árið 1974 var síðan gefið starfsleyfi á ný, að sögn Gunnars. Það leyfi var þó háð því að vindátt væri hagstæð og að ástand hráefnis væri gott. Var lögreglustjóraem- bættinu í Keflavík falið að sjá um að þessum skilyrðum væri fullnægt, en annars ætti að stöðva reksturinn, og hefði það valdið tugmilljóna tjóni. í fyrra setti stjórn verksmiðjunnar síð- an fram tillögur um uppsetningu gufuþurrkara og brennslu til mengunarvarna, og var samið við danska fyrirtækið Atlas um uppsetningu tækjanna. Áttu þau tæki að kosta einn og hálfan milljarð króna. Var þá farið fram á að verksmiðjan fengi starfsfrið í eitt ár, þannig að áfallalaust mætti afla fjár til framkvæmdanna. Á það gátu heilbrigðisnefndirnar hins vegar ekki fallist. Á tímabilinu október til de'sember sl. var síðan verið að vinna viðkvæmt hráefni, og var þá sífellt verið að stöðva verksmiðjuna, og olli það' tug- milljóna tjóni. „Vegna þessara stöðvana og þess tjóns sem þær bökuðu okkur tilkynntum við Atlasfyrirtækinu að við gætum ekki ráðist í framkvæmdirnar fyrr en nú í haust," sagði Gunn- ar. „En á þennan frest gátu heilbrigðisnefndirnar ekki fall- ist, og vildu þær að tækin kæmu upp þegar siðastliðið vor eins og upphaflega hafði verið áætlað. Var okkur síðan tilkynnt að verksmiðjan yrði stöðvuð þann 15. maí sl.“ Sagði Gunnar að þá hefðu hafist viðræður við bæjaryfir- völd í Keflavík og Njarðvík, en án árangurs, þar sem heilbrigð- isnefndirnar væru sjálfstæður aðili, sem gæfi tillögur til Heil- brigðiseftirlits. Á tillögum það- an byggði ráðherra síðan sínar ákvarðanir. Það eru því fyrst og fremst kvartanir íbúa í nágrenn- inu sem áhrif hafa á heilbrigðis- nefndirnar," sagði Gunnar. „En mergurinn málsins er bara sá, að þessi iðnaður hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að ráðast í miklar fjárfest- ingar til mengunarvarna," sagði Gunnar ennfremur, „eins og rekstrarafkomu fyrirtækjanna er nú háttað, með tilliti til loðnuverðs, aukins olíukostnaðar og fleiri atriða. Með því að stöðva starfrækslu fyrirtækisins er því í raun og veru um eigna- upptöku að ræða að mínum dómi, enda er verið að setja skilyrði sem ekki er hægt að uppfylla. Ekki er til nein heildarreglu- gerð um mengunarvarnir þess- ara fyrirtækja, þó nú sé að vísu unnið að gerð reglugerðar um þessi mál. Væri að okkar mati eðlilegt að bíða þess að sú reglugerð liggi fyrir, og einnig þarf að finna fjáröflunarleiðir til að bera straum af kostnaðin- um. Ein leið í þá átt væri til dæmis að fella niður söluskatt, vörugjald og tolla af hreinsiút- búnaði. — Ætti þá að vera hægt að setja upp viðunandi búnað á næstu tveim til þremur árum, jafnvel fyrr. Á meðan verða heilbrigðisnefndirnar að sýna biðlund, og almenningur að hafa skilning á málinu og mikilvægi þessa atvinnureksturs," sagði Gunnar. Gunnar Ólafsson sagði að lok- um að Fiskiðjan hefði verið lokuð frá því í júlí vegna óvissu- ástandsins, og væri af því aug- ljóst tjón fyrir allt athafnalíf á þessu svæði. Hér væri um að ræða hagsmuni margra fyrir- tækja og byggðarlaga, og mikill fjöldi fólks ætti afkomu sína undir því að fyrirtækið gæti gengið áfallalaust. Því yrði að finna lausn á þessu máli hið fyrsta, en það tækist ekki nema fallið yrði frá ítrustu kröfum um mengunarvarnir nú þegar, og gefinn frestur á meðan málin verða könnuð nánar og fjáröfl- unarleiðir kannaðar. Fyrsta rétt haustsins í Miðfjarðarrétt 10. sept. FYRSTU réttir á þessu hausti verða mánudaginn 10. september n.k. en þá verður réttað í Mið- fjarðarrétt. Blaðið fékk eftirfar- andi upplýsingar um réttir haustsins hjá Guðmundi Jósa- fatssyni hjá Búnaðarfélagi íslands og aðspurður um stóð- réttir sagði Guðmundur að þeim hefði farið fækkandi á síðustu árum. Stóðið væri þó enn réttað í nokkrum réttum landsins en hann hefði ekki enn fengið upp- lýsingar um dagsetningar stóð- réttanna utan það að fyrri dag Stafnsréttar er réttað stóði, en undanfarin ár hefur fækkað í stóðinu sem þangað er rekið. Auðkúlurétt laugard. 15. sept. Brekkurétt mánud. 17. sept. Fellsendarétt mánud. 24. sept. Fljótstungurétt mánud. 17. sept. Gillastaðarétt mánud. 24. sept. Gjábakkarétt mánud. 17. sept. Hafravatnsrétt sunnud. 16. sept. Hraunsrétt í Aðald. miðv. 12. sept. Hrunam^nnarétt fimmt. 13. sept. Hrútatungurétt mánud. 17. sept. Kaldárbakkarétt mánud. 17. sept. Kaldárrétt sunnud. 16. sept. Kjósarrétt þriðjud. 18. sept. Klausturhólarétt miðv.d. 19. sept. Kollafjarðarrétt þriðjud. 18. sept. Landrétt (Rang.) föstud. 21. sept. Laugarvatnsrétt þriðjud. 18. sept. Miðfjarðarrétt mánud. 10. sept. Mælifellsrétt miðvikud. 19. sept. Oddsstaðarétt miðvikud. 12. sept. Rauðsgilsrétt föstud. 14. sept. Reynistaðarétt mánud. 17. sept. Silfrastaðarétt (Skag.) mánud. 17. sept. Skaftártungurétt miðv.d. 19. sept. Skaftholtsrétt fimmtud. 13. sept. Skeiðarétt föstud. 14. sept. Skrapatungurétt sunnud. 16. sept. Stafnsrétt miðvikud. 19.; fimmtud. 20. sept. Svarthamarsrétt miðv.d. 19. sept. Svignaskarðsrétt miðv.d. 19. sept. Tjarnarrétt Kelduhverfi þriðjud. 11. sept. Tungnarétt miðvikud. 12. sept. Undirfellsrétt laugard. 15. sept. Valdarásrétt föstud. 14. sept. Víðidalstungurétt laug.d. 15. sept. Þverárrétt miðvikud. 19. sept. Ölfusrétt fimmtud. 20. sept. Talið í dag I GÆR lauk tveggja daga allsherjaratkvæðagreiðslu í Grafiska sveinafélaginu um heimild fyrir stjórn og trúnað- armannaráð til boðunar verk- falls. Þátttaka í atkvæða; greiðslunni var um 60%. í gærkvöldi höfðu ekki borizt atkvæði frá Akureyri og var talningu atkvæða frestað þar til í dag. Grafiska sveinafélag- ið hefur boðað vakta- og yfir- vinnubann frá og með n.k. mánudegi. Bylgja seldi í Fleetwood BYLGJA frá Vestmannaeyjum landaði 55,4 tonnum í Fleetwood í gær og fékk 25,5 milljónir króna fyrir aflann. Meðalverð var því allgott, 469 krónur á kíló, sem er í samræmi við góðan fisk, sem skipið var með. Kveðja: PállA. Valdimarsson Fæddur 26. sept. 1898 Dáinn 16. ágúst 1979. Föstudaginn 24. ágúst s.l. var mágur minn Páll Aðalbjörn Valdi- marsson borinn til moldar að Lágafelli í Mosfellssveit. Mér brá við þegar ég heyrði andlátsfregn- ina, enda þótt við henni hefði mátt búast á hverri stundu. Það getur þó varla talist sorglegur atburður þegar menn falla frá eftir langan og gæfuríkan ævidag þrotnir að kröftum í erfiðri banalegu. Páll kvæntist systur minni Maríusdóttir árið 1946. Eignu þau eitt barn, soninn Ingvar Má. Páll var einkar nærgætinn eigin- maður og góður heimilisfaðir. Nú er skarð fyrir skildi hjá þeim Ástu og Ingvari Má. Sendi ég þeim ásamt börnum Ingvars Más, þeim Ástu Sigríði og Sigurði Rúnari mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Páll var Þingeyingur í húð og hár, sonur hjónanna Valdemars Guðmundssonar og konu hans Sigríðar Pálsdóttur. Hann var fæddur að Einarsstöðum í Reykja- dal og ólst upp í Svartárkoti, efsta bænum í Bárðdælahreppi, uppi undir rótum Ódáðahraun. Þar eru hin norðlenzku öræfi á flestar hliðar og ægifagurt. Drýgstan tíma ævinnar vann Páll við land- búnaðarstörf og þá einkum gripa- hirðingar. Hann var í vinnu- mennsku á ýmsum stöðum, lengst af í Mývatnssveit, en síðar fluttist hann til Reykjavíkur og gerðist þar verkamaður, kominn yfir miðjan aldur. Páll vann alla ævi hörðum höndum og þótti traustur og góður verkamaður. Til marks um verkkunnáttu og ástundun Páls má geta þess að Búnaðarfé- lag Islands veitti honum viður- kenningu árið 1934, fyrir vel unnin landbúnaðarstörf, og afhenti hon- um silfurbúna svipu því til stað- festingar. Páll var sjálfmenntað- ur, bókelskur og átti gott safn bóka. Hann var alinn upp í ramm- íslenzku umhverfi þar sem hin gamla bændamenning stóð styrk- um fótum. Setti þetta ásamt rólegu og hógværu eðlisfari sitt sérstaka traustleikamark á mann- inn. Með okkur Páli var sérstakur vinskapur frá fyrstu kynnum er þau Ásta systir mín gengu í hjónabandið. Á okkur var mikill aldursmunur en það hindraði ekki að með okkur skapaðist sérstakt vinarþel sem hélzt án þess að fundum okkar bæri mikið saman nema á fjölskylduhátíðum. Á slík- um fundum var Páll jafnan afar góður liðsmaður. Hann var gleði- maður að upplagi, hress, hlýlegur, hæfilega ræðinn og oft með skemmtilegar skoðanir á hlutun- um, sem hann kom á framfæri með sérstæðri og hljómmikilli rödd. Auk þess var Páll söngmað- ur mikill með þróttmikinn öræfa- bassa, sem hann kunni að beita af list og hógværð í samsöng. Mér er minnisstætt þegar ég heimsótti Pál á áttræðisafmæli hans á síðastliðnu hausti í Skíða- skálanum í Hveradölum þar sem hann var enn starfandi. Var þar samankominn mikill fjöldi manna, því að Páll var vinmargur. Ekki hafði ég staðið lengi við unz mér var kippt út undir vegg að góðum og gömlum íslenskum sið. Færði Páll mig upp í einka vista- veru í Skiðaskálanum, þar sem ég fékk að lyfta glasi með afmælis- barninu og skeggræða við hann smá stund á hinn notalegasta hátt. Það var hægt að greina að afmælisbarnið var tekið að lýjast líkamlega en andinn var hress og ræddi hann mikið um að komast norður í Mývatnssveit. Þar voru vinirnir bestir og ræturnar fastar. Reyndin varð sú að þetta varð okkar síðasti fundur. Þessari kveðju er ætlað að þakka fyrir hann og alla aðra er við áttum og einnig til að votta góðum dreng virðingu mína. Nú er Páll allur og með honum genginn mætur maður. Hans eink- unnarorð voru: Ég er bara maður, en ekki meistari. Upp undir hvelfing HelgafellH hlýlegum gelslum Htafar, frsenda sem þangað fór f kvttld fagna hans IIAnir afar. aitur aA teitt aveltin ttll aaman við langeld skrafar. meðan oes hlna hremmlr fast heikuldi myrkrar grafar. J.Helgason Jóhann Már Maríusson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.