Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979 Segðu mér í fullri einlægni: Hvar vildir þú vera í dag? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Baráttu sagnhafa og varnar- spilaranna má oft líkja við eig- vígi. ( spili dagsins taldi suður sig hafa náð undirtökunum en vestur átti þá síðasta orðið. Suður gaf, allir utan hættu. Norður S. 732 H. 653 T. Á743 L. K73 Vestur S. G96 H. KD4 T. KDG L. ÁD105 Austur S. 10854 H. 109872 T. 10 L. 862 Suður S. ÁKD H. ÁG T. 98764 L. G94 COSPER AJAX 6IN [ IAJAX 6INI &12.\ COSPER £.22. Allt annað en frelsi Sósíalistarnir í Rússlandi halda víst að þeir séu að fara eftir Helsinki-sáttmálanum þegar þeir neita vesalings ballettdans- meyjunni að tala frjálst við nokkra bandaríska embættismenn án þátttöku K.G.B. Er þeð kannski hótfyndni að spyrja forsvarsmenn Málfrelsissjóðsins hvað þeir vilji segja um meðferðina á dansmeyj- unni? Ég hefði gaman af að vita undir hvaða kringumstæðum móðir hennar hefur skrifað Carter. Hún veit að minnsta kosti hvernig farið er með aðstandendur þeirra sem flúið hafa og er þá rétt að minnast Korsnojs. Síðan þekkir hún kjör þessara heimsfrægu listamanna. Það hafa varla orðið stórkostlegar kauphækkanir í Rússlandi síðan á dögum Krússjoffs. Þá höfðu dansararnir við Kírovballettinn ekki aðgang að baði og 13 þeirra urðu að notast við einn krana. Launin voru slík að enginn gat eignast bíl nema hafa farið oft til útlanda og keypt eitthvað fyrir gjaldeyrinn til þess að selja á svörtum markaði er komið var aftur til Rússlands. Það var ekki frelsi sem Lenín vildi handa þjóðinni. Nei, það var sú blóðugasta harðstjórn sem heim- urinn hefur orðið vitni að og lítil er breytingin til batnaðar. Þetta stendur í bók eftir Hermod Lam- ung sem heitir á dönsku „Min russiske ungdom". Hann var á sínum tíma sendur til Rússlands til þess að bjarga ungverskum stríðsföngum og seinna sendur með mat með Nansen til að bjarga þjóðinni frá hungurdauða sem byltingin hafði í för með sér. Og enn er matarskortur í Rússlandi. Það stendur í frjálsu blaði í Pétursborg „Nú þegar þeir eru farnir að ráða, þessir sem sögðust vera að berjast fyrir friðinn og bræðralagið, þá ríkir hér hið blóðugasta einræði sem Péturs- borg hefur nokkurn tímann séð. Spyrjið Nevaen, Moikaen og Peturpál, þeir geta sagt hina verstu hluti um keisaratímann, en þeir munu segja að Nikulás annar sé eins og saklaust barn saman borið við þá sem nú ráða.“ Höfundurinn bætir svo við. „Blaðið kemur sjálfsagt ekki út á morgun." Og það reyndist rétt. I dag væri gaman að heyra eitthvað frá útlendum blaðamönn- um sem frjálsir voru bornir í Rússlandi og öðrum sósíalistísk- um ríkjum. Ætli fjölmiðlarnir okkar væru ekki fúsir til að miðla okkur þeim fróðleik. Og að lokum, á maður að trúa því, að Ólympíu- leikarnir verði haldnir í Rússlandi þar sem allir vita að það eru fleiri Sagnirnar urðu þessar: Suður Vextur Norður Austur 1 Tí*. I Gr. 2 Tfc. 2 Hj. 3 Tfglar oif allir paxx. Vestur spilaði út hjartakóngi. Suður tók slaginn og spilaði hjartagosanum til baka, drottning og vestur skipti í tíguikóng. Hann fékk að eiga slaginn, spilaði þá aftur tígli og þá var ekki rétt að geyma ásinn lengur. Sagnhafi trompaði þá siðasta hjarta blinds og tók spaðaslagina þrjá. Þegar hér var komið virtist sagnhafa spilið vera orðið upplagt ætti vestur laufdrottninguna. Hann fengi næsta slag á trompið, gæti tekið á laufásinn en yrði síðan að spila frá drottningunni og laufgosinn yrði níundi slagur- inn. Sagnhafi spilaði samkvæmt áætlun. Vestur var látinn fá næsta slag á trompið en hann var vandvirkur og féll ekki í gildruna, sem búið var að leggja. Með aðeins laufin fjögur á hendinni sá hann, að ekki var hægt að tapa á að spila drottningunni. Það reyndist laukrétt. Og ar var drottningin eina spil- hann mátti spila. Seinna s og tía fjórði og fimmti rinnar — einn niður. _ • *1 *l > > hftir Kvelvn Anthony Lausnargjald 1 Persiu^“~ 56 ingurinn innra með henni dvín- aði ekki. Hún reyndi að vera róleg og að suniu leyti vissi hún Hka að hún var róleg, bara ef þessi ytri ólga hefði ekki verið. Hún gekk aftur út að giuggan- um og greip höndum um riml- ana. Hún þrýsti á þá, en vita- skuid hreyfðust þeir ekki ögn. Þeir höfðu undirbúið þetta vandlega. Það þýddi að ránið á Lucy hafði verið skipulagt fyr- irfram. En hvers vegna Lucy? Hvers vegna hún skildi að ástæðan var að hún var gift Logan Field. Og frá Logan lágu hugsanatengslin að Imperial- oifufélaginu. En hvers vegna, HVERS VEGNA? Sú spurning leitaði á huga hennar í sífellu. Hún horfði út á bláan glitrandi sjóinn langt fyrir neðan. Hvað hafði Logan eða fyrirtæki hans gert eða hvað gátu hryðju- verkamenn búizt við að fá fyrir sinn snúð með því að halda henni í gíslingu? Upprunalega áætlunin hafði verið Lucy. Kannski lá eitthvað svar í því. Barni haldið sem gfsi. En gegn hverju? Það hlaut að vera um peninga að tefla. Hún heyrði dyrnar opnast og snerist á hæli. Konan stóð í herberginu. Hún var klædd f hvfta blússu og dökkbláar sfðbuxur. Hún leit út eins og ung stúlka f sumarleyfi. — Hafið þér lokið snæðingi? Madeleine var franskt nafn, en þessi stúlka var ekki frönsk. Það var einhver blær yfir hör- undi hennar sem var ekta og ekki kominn til fyrir sólar- áhrif. Eileen mundi eftir henni við dyr Lucyar, þegar hún kallaði til litlu stúlkunnar og sagði henni að koma nær. — Ég sagði að ég vildi ekki að þér kæmuð hingað, sagði hún. — Hypjið yður út! Takið þennan ófetis mat og farið. Stúlkan hló við. — Þér verðið ekki svona brött eftir nokkra daga. Þér getið taiizt heppin að vera ekki læst inni í kjallaranum. Þar hefði ég sett yður ef ég hefði fengið að ráða. Eileen leit á hana og hroka- svipurinn hvarf af andliti stúlk- unnar þegar hún sá ósvikna fyrirkitninguna og kvfðaleysið f svip hennar. — Þér mynduð hafa myrt barn, sagði hún seinlega. — Þér væruð til alls vfaar. Þér eruð ekki einu sinni kona. Hún sneri við henni baki. Án þess að vita það hafði hún snert þar.n eina auma blett sem á Madeleine var að finna, þegar dreginn var í efa kvenleiki hennar. Hún sá ekki haturs- svipinn á andliti stúlkunnar þegar hún tók hakkann og skundaði út. Ekki var hægt að svfvirða Ifbanska stúlku með neinu jafn mikið og að segja að hún væri ekki kona. Hversu frjálslynd og rauðsokkasinnuð sem viðkomandi var. Peters hafði sagt henni að færa fang- anum sápu og handklæði. Og vegna kvenlegs innsæis hafði hún ákveðið að láta það sem vind um eyru þjóta. Það fór í taugarnar á henni að hann skyldi hafa sinnu á þessum þörfum konunnar. Bezt væri að láta þetta algerlega eiga sig. Það voru engin þægindi í flótta- mannabúðunum. Hún arkaði niður og skellti bakkanum f eldhúsið. Resnais sat f setustof- unni. Hann leit upp til hennar og glotti. — Hvernig líður hinum töfr- andi gesti okkar? — Hún er ógeð: Hrokafuliur viðbjóður. Madeleine settist f einn hvfta stólinn. Eigandi villunnar var alsfrskur milljónamæringur sem hafði sterk tengsl við sam- tökin. Hann var með hvftt á heilanum og vildi helzt hafa allt í hvftu. — Ég skal afgreiða hana ef hún verður með derring. Svipur hennar var svo hatursfullur að Resnais horfði á hana og var hjartanlega skemmt. Konur höfðu aldrei komið honum á óvart þegar þær opinberuðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.