Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 32
á ritstióro og skrifstofu: 10100 JD«r0unbUibi>» MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979 Hækka búvörur um og yfir 20% á næstunni? VERULEG hækkun á verði búvara á að koma til framkvæmda á næst- unni. Ekki ligxja enn fyrir endan- legar niðurstöður um hverjar verði hækkanir á verði einstakra búvöru- texunda en ætia má að meðaihækk- un verði um eða yfir 20% og á þeim vörum, sem mest hækka gæti hækk- unin orðið meiri. Nýtt verð á mjólk og mjólkurvörum tekur að öllum likindum gildi um næstu helgi en nýtt verð á kjöti og fslenskum kartöflum tekur væntanlega gildi um 15. september n.k. Sexmanna nefnd hefur undan- farna daga setið á stöðugum fundum vegna þessa nýja verðs. Er nefndin nú að leggja síðustu hönd á samn- inga um verðlagsgrundvöll landbún- aðarvara og er vonast til þess að samningum um hann verði lokið fyrir næstu helgi. Þá tekur nefndin til við að ákveða vinnslu- og dreif- ingarkostnað mjólkurvara og er stefnt að því að nýtt mjólkurverð taki gildi strax eftir næstu helgi. Verð á kjöti hækkar vart fyrr en um miðjan september, eins og undanfar- in ár eða um það leyti, sem sláturtíð hefst. Um líkt leyti er þess að vænta að nýtt kartöfluverð taki gildi. Rússneskt njósna- dufl fannst á reki LjÓHm. Mbl.: RAX. Rússneska njósnaduflið, sem fannst á reki útaf Horni í síðustu viku. Dufiið er nú geymt í porti Landhelgisgæzlunnar við Seljaveg. UM MIÐJA siðustu viku barst Landhelgisgæzlunni tilkynning um dufl á reki 30 sjómflur austur af Horni. Varðskipið Þór var sent á staöinn og kom það með duflið til Reykjavfkur á laugardaginn. Við athugun reyndist hér vera um að ræða rússneskt njósnadufl sömu gerðar og þau rússnesku dufl sem hafa fundizt við landið öðru hverju á undanförnum árum, annað hvort á reki eða rekin á fjörur. Þetta dufl er níunda rússneska njósnaduflið, sem Landhelgisgæzl- unni hefur verið tilkynnt um á undanförnum árum. ítarleg rannsókn hefur farið fram á duflunum og leiddi hún ótvírætt í ljós að þau eru af rússneskum uppruna. Er það hlutverk þeirra að nema hljóð í sjónum og er þeim ætlað að vera á miklu dýpi. Munu duflin vera hluti er-n meiri njósna- búnaðar, sem Sovétmenn hafa komið fyrir í sjónum hér við land ög annars staðar. Prinsinn fór í gær — fékk nm 40 laxa KARL prins af Waies héit af landi brott um ellefuleytið í gærmorgun, tveimur dögum fyrr en áætlað var, og er það vegna morðsins á Mountbatten jarli, náfrænda prinsins. Karl prins mun hafa veitt tæplega 40 laxa þann tíma sem hann var við veiðar í Hofsá i Vopnafirði og lét hann sem fyrr mjög vel af dvölinni þar. Prinsinn ætlaði að fara frá Egilsstaðaflugvelli klukkan níu í gærmorgun en vegna svartaþoku var ekki taiið ráðlegt að fara Hellisheiði og var því farin lengri leiðin yfir Möðrudalsöræfi til Egilsstaða. Lögreglan á Vopnafirði ók prinsinum þessa 180 kflómetra leið og sýnir myndin prinsinn nýstiginn út úr lögreglubflnum á Egilsstaðaflugvelli. Ljósm. mu.: Jóhann d. Jónsson. Tómas Arnason um efnahagsmálatillögur Framsóknar: Erum komnir í þær stellingar að segia hingað og ekki lengra „ÞAÐ MÁ segja, að við séum komnir í þær steilingar að segja hingað og ekki lengra,“ sagði Tómas Arnason fjármálaráð- herra, er Mbl. spurði hann um starf sérstakrar efnahagsmála- nefndar Framsóknarflokksins, sem nú vinnur að tillögum um stefnuna í efnahagsmálum á næsta ári. Nefndinni var falið að afla upplýsinga frá Noregi um stöðvun kaupgjalds og verðlags þar í landi, taka til hennar afstöðu og reikna framvindu efnahagsmála með slíkri aðgerð og ná inn í efnahagsmálastefnu Framsóknarflokksins og upphaf- iegt efnahagsmálafrumvarp ólafs Jóhannessonar. Búist er við að nefndin ljúki störfum á næstu 7 til 10 dögum og að þá komi þingflokkur og framkvæmda- stjórn Framsóknarflokkssin sam- an tii fundar og kveði upp úr um það, hverjar tillögur flokksins í efnahagsmálum verði, en þær verði kynntar í byrjun september. I þessari sérstöku efnahags- málanefnd Framsóknarflokksins eru ráðherrarnir Steingrímur Hermannsson og Tómas Árnason, Vinstri flokkamir í borgarstjóm: Allt logandií iUdeiIum formaður og ritari flokksins, Guð- mundur G. Þórarinsson gjaldkeri, Einar Ágústsson varaformaður, og meðal annarra nefndarmanna eru Halldór Ásgrímsson, Helgi Bergs og Jón Skaftason. Megin- markmið nefndarinnar mun vera efnahagsstefna, sem hafi það mark að verðbólgustigið í lok ársins 1980 verði svipað því marki, sem upphaflega var sett fyrir þetta ár, eða um 30%. Til þessa munu Framsóknarmenn mjög að- hyllast einhverja útfærslu á verð- stöðvunarlögum Norðmanna með tengingu við viðskiptakjaravísi- tölu ásamt ákveðnum hámörkum eða „þökum" fyrir hinar ýmsu stærðir efnahagsmálanna á næsta ári. MIKLAR SVIPTINGAR eiga sér stað um þessar mundir í samstarfi meirihlutaflokkanna þriggja f borgarstjórn Reykjavíkur. Þannig er ágreiningur milli flokkanna um veitingu starfs framkvæmdastjóra Æskulýðsráðs Reykjavfkur eins og komið hefur fram f fjölmiðlum að undanförnu. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir borgarfulltrúi var varamaður Kristjáns Benediktssonar á fundi borgarráðs sfðastliðinn föstudag þar sem ráðið var f stöðuna. En sú fundarseta Sjafnar hefur vakið mikia reiði framsóknarmanna og alþýðubandalagsmanna f Reykjavfk. Jón Aðalsteinn Jónasson, for- maður fulltrúaráðs Framsóknar- félaganna í Reykjavík, segir í samtali við Tímann í gær, að hann telji afgreiðslu stöðuveitingarinn- ar algert ofbeldi og að grundvöllur samstarfsins í meirihluta borgar- stjórnarinnar sé þar með brost- irn. v nn Ágúst Friðfinnsson íiUi Framsóknarflokksins í Æskulýðsráði Reykjavíkur lét bóka á fundi ráðsins í gær, að hann telji „afgreiðslu Sjafnar og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á máli þessu óheiðarlega og lýsa vanvirðingu við borgarfulltrúa Kristján Benediktsson". í kjölfar þessarar bókunar áttu sér stað hörð orðaskipti milli fulltrúa meirihlutaflokkanna um málið. í grein í Morgunblaðinu í dag segir Sjöfn Sigurbjörnsdóttir borgarfulltrúi, að samkomulag sé um að hún sé varamaður Björg- vins Guðmundssonar í borgarráði og Adda Bára Sigfúsdóttir vara: maður Sigurjóns Péturssonar. í greininni segir Sjöfn að þar sem Kristján Benediktsson borgar- ráðsmaður sé eini borgarfulltrúi Framsóknarflokksins ráði vara- mannalistinn hver taki hans sæti í borgarráði þegar hann er fjarver- andi. Sigurjón Pétursson hafi ver- ið fjarverandi síðastliðinn föstu- dag og Adda Bára Sigfúsdóttir því verið varamaður hans. „Af skilj- anlegum ástæðum gat Adda Bára því ekki mætt fyrir Kristján Benediktsson. Var ég því daginn áður boðuð á þennan borgarráðs- fund sem varamaður Kristjáns Benediktssonar sem er í fríi,“ segir Sjöfn Sigurbjörnsdóttir í grein sinni. Hún svarar og gagn- rýni Guðrúnar Helgadóttur í Morgunblaðinu í gær og segir að Guðrún hafi mætt til leiks á þennan fund borgarráðs, „en hún mætti hins vegar óboðuð," segir Sjöfn í greininni. Loks hefur á síðustu dögum komið upp ágreiningur um hver skuli vera fulltrúi meirihlutans í stjórn dagvistunarstofnana í Reykjavík. I Morgunblaðinu í dag er greint frá innbyrðis deilum milli þeirra Guðrúnar Helgadótt- ur og Gerðar Steinþórsdóttur ann- ars vegar og Sjafnar Sigurbjörns- dóttur hins vegar um það hver skuli skipa sæti annars fulltrúa meirihlutans í stjórnarnefndinni. Sjá nánar miðopnu: „Vinstri stjórn í Reykjavík“. Alþýðuflokksmenn vinna nú einnig að endurnýjun tillagna sinna í efnahagsmálum, en þeir hafa lýst því yfir að þeir séu reiðubúnir til viðræðna um tillög- ur Tómasar Árnasonar um aukna tekjuöflun fyrir ríkisstjóð á þessu ári í tengslum við mörkun efna- hagsstefnu til lengri tíma. Þing- flokkur og framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins samþykkti formlega á fundi í fyrradag tillög- ur Tómasar um hækkanir óbeinna skatta til að brúa bil ríkissjóðs á þessu ári. Sjá samtal við Sighvat Björg- vinsson formann þingflokks Alþýðuflokksins: „Bfðum eftir- væntingarfullir tillagna for- sætisráðherra“, bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.