Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979 r Sparisjóðurinn Atak stofnaður í gærkvöldi STOFNFUNDUR nýs sparisjóðs var haldinn á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi. Fyrir fundinum lágu nokkrar tiliögur um nafn á nýja sparisjóðinn og varð nafnið Átak fyrir valinu. Stofnfélagar hins nýja spari- sjóðs eru 240 að tölu og er stofnframlag hvers og eins 100 Karl Þorsteins Karl Þorsteins í efsta sæti HINN ungi skákmaður Karl Þor- steins úr Taflfélagi Reykjavíkur tefiir um þessar mundir á skák- móti í Puerto Rico, sem helgað er barnaári Sameinuðu þjóðanna. Karl hefur staðið sig frábærlega vel á þessu móti. Þegar lokið er 7 umferðum af 9 er hann í 1,—2. sæti ásamt Adianti frá Indónesíu með 5% vinning. Þykir ljóst að keppnin um efsta sætið muni standa milli þeirra tveggja en þeir hafa teflt innbyrðis og lauk skák- inni með jafntefli. Keppendur eru 24 frá 20 þjóð- um. Eru þeir á aldrinum 12—15 ára. Karl Þorsteins er 14 ára gamall. þúsund krónur. Á fundinum í gær voru samþykkt lög fyrir sjóðinn og stjórn kosin. Auk almennrar sparisjóðs- starfsemi er Sparisjóðnum Átaki ætlað að eftir megni að beita sér fyrir hvers kyns aðstoð við ein- staklinga og félög, sem tengjast baráttunni við áfengisbölið. Þá eru uppi hugmyndir um að nýi sparisjóðurinn taki upp fjármála- ráðgjöf fyrir einstaklinga. Leyfi yfirvalda þarf til þess að hefja starfrækslu sparisjóðs og mun beiðni um slíkt leyfi verða lögð fyrir bankayfirvöld á næstu dögum. Stofnfundurinn kaus þrjá menn í aðalstjórn og jafn marga í varastjórn. í aðalstjórn hlutu kosningu Albert Guðmundsson, Hilmar Helgason og Guðmundur J. Guðmundsson og í varastjórn hlutu kosningu Ewald Berndsen, Jóhanna Sigurðardóttir og Guð- mundur G. Þórarinsson. Borgar- stjórn kýs síðan tvo menn í aðalstjórn og tvo menn í vara- stjórn þegar og ef sparisjóðurinn fær starfsleyfi. Bók fyrir þá sem vilja votta samúð MORGUNBLAÐIÐ spurðist fyrir um það hjá Brian Holt í brezka sendiráðinu f gær, hvort þar muni liggja frammi bók sem þeir, er votta vilja brezku konungsfjölskyldunni samúð vegna láts Mountbatt- ens jarls, dóttur hans, dóttur- sonar og tengdamóður dóttur hans, geta ritað nöfn sín f. Brian Holt kvað svo vera og gætu þeir, sem vildu rita nöfn sín í virðingarskyni við hina látnu og votta fjölskyldu þeirra samúð komið í sendiráðið við Laufásveg, en það er opið 10—12 og 2—4 á virkum dög- um. Bókin mun liggja frammi fram að jarðarförinni. Hinn landflótta rússneski ballett- dansari, Mikhail Baryshnikov, ræðir við blaðamann Morgun- blaðsins á Keflavfkurflugvelli f gærmorgun, áður en hann héit með þotu Flugleiða til London. Sighvatur Björgvinsson form. þingflokks Alþýðuflokksins: Bíðum eftirvæntingarfullir tillagna forsætisráðherra Hal Linker látinn HAL Linker andaðist á heimili sínu í Los Angeles í Bandarfkjun- um s.l. laugardag, 63 ára að aldri. Hal var kvæntur íslenzkri konu, Höllu Guðmundsdóttur Linker. Þau hjónin hafa á undanförnum áratugum ferðast um heiminn ásamt syni sínum David Þór og gert þætti um lönd og þjóðir, aðallega fyrir sjónvarp. Hlutu þau mikla frægð fyrir þætti sína, en margir þeirra hafa verið sýndir hérlendis. Heimsótti Linker-fjöl- skyldan flest öll þjóðlönd heims- ins og til Islands komu þau marg- oft. Hal Linker hefur verið ræðis- maður íslands í Los Angeles síðan 1973. Halla Linker lifir mann sinn ásamt David syni þeirra. „VIÐ alþýðuflokksmenn fylgj- umst af athygli með því starfi, sem framsóknarmenn eru nú að vinna f efnahagsmálunum og eftir því sem vinir mínir og kunningjar í Framsóknarflokkn- um hafa fortalið mér, þá falla nú hugmyndir framsóknarmanna nánast eftir sama farvegi og við kratar unnum eftir í fyrra. Allar lýsingar leiða í ljós sömu vinnu- brögð og bendir allt til þess að framsóknarmenn komist að sömu niðurstöðu og við, hvað heildina varðar, þótt einhver munur kunni að vera á einstökum stærð- um. Ég tel lfklegt að þegar framsóknarmenn hafa rekið smiðshöggið á þessar tillögur sínar í efnahagsmálum sem verði innan skamms þá geti þær orðið framlag forsætisráðherra í ríkis- stjórninni og að nú séu framsókn- armenn reiðubúnir til að standa fast á hlutunum,“ sagði Sighvat- ur Björgvinsson formaður þing- flokks Alþýðuflokksins f samtali við Mbl. í gær. „Við alþýðu- fiokksmenn erum svona f róleg- heitum sjálfir að endurskoða Stúlkan sem lézt STÚLKAN, sem lézt í dráttarvélarslysi í Syðra-Vallholti, í Skaga- firði s.l. sunnudag hét Að- alheiður Erla Gunnarsdótt- ir. Aðalheiður heitin var 12 ára gömul, fædd 4. febrúar 1967, dóttir hjónanna Stefaníu Þórunnar Sæ- mundsdóttur og Gunnars Gunnarssonar bónda í Syðra-Vallholti. okkar efnahagsmálaprógramm og fella það að þeirri þróun, sem orðið hefur, en mér vitanlega fer ekkert slíkt starf fram á vegum Alþýðubandalagsins,“ sagði Sig- hvatur. Sighvatur sagði að eftir þeim fréttum, sem hann hefði af starfi framsóknarmanna í efnahagsmál- um að dæma, þá væru þeir nú í meginatriðum að feta sig eftir tillögum alþýðuflokksmanna frá í desember sL „Það má segja, að spár okkar þá um hvað verða mundi, ef ekki yrði unnið í anda okkar tillagna, hafi gengið eftir svo nánast óhugnanlegt er,“ sagði Sighvatur. „Og öllum er nú ljóst, hvers vegna okkar stefna náðist ekki fram. Mér er sagt að forsætisráðherra sé nú þeirrar skoðunar, að ekki sé verjandi að halda út til nýs árs með alla enda lausa eins og síðast, og ég er honum algjörlega sam- mála“. Mbi. spurði þá Sighvat, hvort þetta benti til þess að samstaða væri að nást með framsóknar- mönnum og alþýðuflokksmönnum varðandi aðgerðir í efnahagsmál- um. „Við höfum alltaf haldið því fram að það yrði að byggja upp girðingu gegn verðbólgunni í einu lagi, en ekki vera að dunda við einn og einn staur í einu og láta sig þá engu skipta, þótt allir hinir staurarnir liggi niðri", sagði Sig- hvatur. „Nú virðast framsóknar- menn vera orðnir sama sinnis og við bíðum eftirvæntingarfullir til- lagna forsætisráðherra". Töluvert af síld og fituinnihald eykst „Hvemig skyldi þessi fliigferð enda, hugsaði ég á mðurleiðiraii” Ncskaupstað 28. ágúst. „HVERNIG skyldi þessi flug- ferð enda, hugsaði ég á niður- Ieiðinni“, sagði Hrafnkell Björgvinsson, 46 ára bóndi á Víðivöllum í Fljótsdal, er frétta- ritari Morgunblaðsins heim- sótti hann á sjúkrahúsið hér í bæ til þess að hafa tal af honum um þá lífsreynslu sem hann varð fyrir á Reyðarfirði s.l. fimmtudag, en þá féll Hrafnkell ofan af húsþaki og 9 metra niður á jörð. Þeir eru að byggja íbúðarhús við Austurveg, Hrafnkell og mágur hans, og þennan dag voru þeir að vinna við húsið um klukkan 9 að morgni, Hrafnkell, kona hans og sonur svo og mágurinn. Þau voru öll uppi á þaki að negla það og einangra en veður var þannig að gekk á með norðan strekkingi. Hrafnkel var með stóra plastplötu þegar mikil vindhviða kom, og skipti engum togum að Hrafnkell tókst á loft með plötuna í fanginu. Til Hrar hamingju lenti hann á malar- hrúgu, en öðrum megin við hana voru harðir steypuafgangar en hinum megin bárujárn. Kom Hrafnkell niður á hægri mjöðm og mjaðmagrindarbrotnaði en slapp ómeiddur að öðru leyti. „Ég tel það kraftaverk hve vel ég slapp, ef ég hefði komið niður á höfuðið hefði ég ekki verið hér til frásagnar svo ég tali nú ekki um ef ég hefði lent á harðri steypunni eða bárujárninu," sagði Hrafnkell að lokum. — Ásgeir. QornaíirAi, 28. áKÚst. REKNETABATURINN Gissur hvfti kom inn í bftið f morgun með um 100 tunnur af sfld eftir nótina. Sfldin var til muna fall- egri en í fyrsta farminum, sem báturinn kom með á mánudag. Reikna má með, að ef framhald verður á vaxandi fituinnihaldi sfldarinnar geti sfldarsöltun haf- ist innan tfðar. Skipverjar á Gissuri hvfta sögðu að þeir hefðu orðið varir við töluvert af síld á miðunum. Aflann fengu þeir f Hornafjarðardjúpi, um klukku- tíma stím beint út af Hornafirði. Síldarfrysting er á fullu í dag í frysihúsi KASK og reyndar er einnig unnið í dag í humri og fiski. Þrír nýir alþjóða- dómarar í skák ÞRÍR íslendingar voru útnefndir alþjóðlegir dómarar í skák á þingi Alþjóða skáksambandsins í Puerto Rico í gær. Eru það Þor- steinn Þorsteinsson, Jóhann Þórir Jónsson og Guðbjartur Guð- mundsson. Sex bátar eru enn á humarveiðum, en veiðileyfi bátanna renna út um mánaðamótin. Þeir bátar sem komu inn í dag voru með 5—6 tunnur af humri og 10—15 tonn af fiski. — Jens. Tían í lag í GÆR lauk í París viðgerð á DC 10 þotu Flugleiða. Var vélin væntanleg til Keflavíkurflugvall- ar seint í gærkvöldi frá Luxemburg. Það var á fimmtudaginn í síð- ustu viku að bilunar varð vart í vélinni að sögn Sveins Sæmunds- sonar blaðafulltrúa. Rör sem leið- ir hita frá hreyfli tvö losnaði og skemmdust rafmagnsleiðslur af völdum hitans. Bilun þessi er mjög óvenjuleg og var því ákveðin nákvæm athugun á vélinni. Að sögn Sveins olli bilun þotunnar mikilli röskun á flugleiðum og varð að fá leiguvélar frá Arnar- flugi, Evergreen og Martinair til að bjarga málunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.