Morgunblaðið - 25.09.1979, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979
3
Siglir
borgin
ALLAR líkur bentu til þess í gær
að Akraborgin myndi sigla að
nýju i dag eftir um það bil 10
daga stöðvun. Fundur stjórnar
Vélstjórafélagsins samþykkti í
gær að vinna að því að fá sam-
gönguráðuneytið til þess að fella
úr gildi þær undanþágur, sem
vélstjórar hefðu til vinnu á skip-
inu án fullrar mönnunar skips-
ins, en á meðan unnið yrði að því
og gerð nýs kjarasamnings
kvaðst stjórnin myndu beita sér
Helga
Marteins-
dóttir
látin
HELGA Marteinsdóttir veit-
ingakona lézt sl. sunnudag á
87. aldursári. Helga rak um
árabil veitingastaðinn Röðul
í Reykjavík, en hún hóf að
taka fólk í fæði árið 1921 er
hún var búsett á Akureyri og
rak um tveggja ára skeið
Hótel Norðurland.
Þá rak hún veitingastofu að
Laugavegi 44 og síðar Lauga-
vegi 28 í Reykjavík og rak um
skeið Vetrargarðinn áður en
hún hóf rekstur veitingahúss-
ins Röðuls. Þá tók hún þátt í
félagsmálastörfum, gekkst
m.a. fyrir stofnun Hvatar,
félags sjálfstæðiskvenna,
starfaði í Mæðrastyrksnefnd,
var í nokkur ár formaður
Húsmæðrafélags Reykjavíkur
og starfaði í Kvenréttindafél-
aginu.
Akra-
í dag?
fyrir því að skipið sigldi. Hér
mun þó vera um að ræða skamm-
vinnan vinnufrið á skipinu, þar
sem Stýrimannafélagið hefur
boðað verkfall á Akraborg frá og
með 26. september svo og á
Herjólfi. Þá hefur Vélstjórafélag-
ið og boðað verkfall á þessum
skipum frá og með 1. október, svo
og á Sandey, skipi Björgunar h.f.
Samkvæmt tilmælum ríkis-
stjórnarinnar kannaði kjaradóm-
ur hvort grundvöllur væri til þess
að deilan leystist með dómsupp-
kvaðningu. Formaður dómsins,
Guðmundur Magnússon háskóla-
rektor, ræddi af því tilefni við
málsaðila og samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins, kvaðst
Farmanna- og fiskimannasam-
band íslands fallast á kjaradóm,
ef Vinnuveitendasamband íslands
félli frá bótakröfum vegna stöðv-
unar skipsins. VSI mun hafa lýst
því yfir að það gæti ekki leyst
FFSI undan bótakröfuábyrgðinni,
sem það telur að FFSÍ beri sam-
kvæmt lögum um stéttarfélög og
vinnudeilur. Jafnframt lítur VSÍ á
stöðvun skipsins sem ólögmæta.
Elva Guðnadóttir.
Bflslysið á Akureyri:
Pilturinn
ennþámeðvit-
undarlaus
KRISTJÁN Jón Guðjónsson, sem
slasaðist lífshættulega í bílslysinu
við Akureyri aðfararnótt síðast-
liðins laugardags, liggur ennþá
meðvitundarlaus á gjörgæsludeild
Borgarspítalans.
Stúlkan sem lézt í sama bílslysi
hét Elva Guðnadóttir. Elva var
sextán ára að aldri, til heimilis að
Tjarnarlundi 13E á Akureyri.
Verður Landakots-
spítali stœkkaður?
„VIÐ teljum nauðsynlegt að
stækka spítalann til þess að
auka hagræði og þjónustu i
rekstri hans,“ sagði Óttarr
Möller stjórnarformaður
Landakotsspítala, en að undan-
förnu hefur verið unnið að
undirbúningsvinnu fyrir all-
mikla byggingu norðan við
núverandi sjúkrahús.
Óttarr Möller kvað þó of
snemmt að segja til um það,
hvenær unnt yrði að hefja fram-
kvæmdir. Spítalinn er rekinn
sem sjálfseignarstofnun, en hús-
ið er í eigu ríkisins. Stækkun
spítalans er því háð fjárveitingu
og leyfi yfirvalda.
Á meðfylgj-
andi mynd sést líkan af spítalan-
um eins og hann kemur til með
að líta út eftir áðurnefnda
stækkun.
„Hef hugleitt, hvort ég
ætti ekki að segja mig
úr sexmannanefndinni”
í UMRÆÐUM um búvöruhækkun
þá, sem nýverið kom til fram-
kvæmda hefur komið fram að
Gunnar Hallgrímsson, einn þriggja
neytendafulltrúa í sexmannanefnd,
tilnefndur af Sjómannafélagi
Reykjavikur, er starfsmaður
Vinnumálasambands samvinnufé-
laganna en aðild að Vinnumála-
sambandinu eiga flest öll sláturhús
i landinu. Þá hefur og komið fram
að Ingi Tryggvason, einn þriggja
fuiltrúa bænda i sexmanna-
nefndinni, fékk sem starfsmaður
við skinna- og ullarverkefni Út-
flutningsmiðstöðvar iðnaðarins það
verkefni hjá Útflutningsmiðstöð-
inni að kanna verð á gærum
erlendis. Var þessi könnun gerð að
ósk sexmannanefndar og niðurstöð-
ur könnunarinnar lagðar fram i
sexmannancfnd og við þær stuðst
við ákvörðun um gæruverðið.
Morgunblaðið sneri sér til þessara
tveggja manna og spurði þá, hvort
þeir teldu að þessi störf þeirra og
seta í sexmannanefndinni gætu farið
saman. „Mér finnst þetta ekki eðli-
legt,“ sagði Gunnar Hallgrímsson,
„og ég hef verið að velta þessu mjög
fyrir mér og hef hugleitt hvort ég
— segir Gunnar
Hallgrímsson
ætti ekki að segja mig úr nefndinni.
Eftir að ég tók við núverandi starfi
mínu hjá Vinnumálasambandinu um
síðustu áramót hefur mér fundist ég
standa nokkuð höllum fæti hvað
snertir starf mitt innan sexmanna-
nefndar og þá á ég við gagnvart
almenningsálitinu. Hins vegar hefur
núverandi starf mitt ekki haft nein
áhrif á gerðir mínar innan sex-
mannanefndarinnar."
Gunnar sagði að þegar hann hefði
verið skipaður í nefndina sem full-
trúi Sjómannafélagsins hefðu allir
talið að það færi að styttast í að
sexmannanefnd yrði lögð niður. „Það
hefur stöðugt verið rætt um að
breyta þessu kerfi og við héldum í
vetur sem leið að verðákvarðanirnar
þá yrðu þær síðustu, sem nefndin
þyrfti að semja um. Hefði ég séð það
fyrir hvernig þessum málum hefur
reitt af hefði ég dregið mig til baka
strax í fyrrahaust," sagði Gunnar er
blaðið ræddi við hann þar sem hann
var að störfum á vegum Vinnumála-
sambandsins í sláturhúsi Kaupfél-
ags Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Sagði Gunnar að störf hans á
Sauðárkroki væru fyrstu afskipti
hans af sláturhúsamálum á vegum
VMSI en fram að þessu hefði starf
hans einkum beinst að fiskvinnsl-
unni.
„Ég hef ekki áttað mig á því að
það þyrfti að vera óeðlilegt," sagði
Ingi Tryggvason, er hann var spurð-
ur, hvort fyrrnefnd störf hans færu
saman. „Ég var ekki einn um það hjá
Útflutningsmiðstöð iðnaðarins að
afla upplýsinga um gæruverð á
erlendum mörkuðum. Þessara upp-
lýsinga er að mestu aflað skriflega
og þau gögn eru fyrir hendi. Ég vil
geta þess að sexmannanefnd fékk
munnlegar upplýsingar hjá Búvöru-
deild Sambandsins og til þeirra
upplýsinga var tekið tillit engu síður
en upplýsinga Útflutningssmið-
stöðvarinnar. Þá vil ég geta þess að
bændur hafa engar sérstakar ástæð-
ur til að hækka gæruverðið sérstak-
lega og allra síst umfram markaðs-
verð, heildartekjur þeirra aukast
ekki við það. Ef einhverjir njóta
beins hags af háu gæruverði eru það
neytendur eins og verðlagningu
landbúnaðarvara er háttað," sagði
Ingi.
Ölfusá við Selfoss. Á myndinni sjást vel flúðirnar fyrir ofan Ölfusárbrúna, þar sem kajökunum
hvolfdi. LjóNm. Mbl. Kristján.
Drukknaði íÖlfusá
ÞRJÁTÍU og eins árs kennari
frá Hafnarfirði, Rúnar Már
Jóhannsson, drukknaði er kaj-
ak hans hvolfdi í ölfusá á
laugardag. Rúnar Már hafði
ásamt félaga sinum, Pétri Th.
Péturssyni, lagt af stað ofan frá
Sogsbrúnni i kajakferð niður
ána.
Skammt fyrir ofan Ölfusárbrú
á Selfossi hvolfdi báðum bátun-
um og tókst Pétri að losa sig úr
sínum og komast á land skammt
frá Selfosskirkju. Þetta mun
hafa verið um kl. 16.35 á laugar-
dag. Lögreglunni á Selfossi var
strax tilkynnt um slysið og hófst
þá þegar leit af Rúnari Má. Sú
leit hefur enn engan árangur
borið.
í leitinni hafa tekið þátt
björgunarsveitir úr Hafnarfirði
og frá Selfossi, einnig þyrla frá
Landhelgisgæzlunni.
Rúnar Már Jóhannsson lætur
eftir sig konu og tvö börn.