Morgunblaðið - 25.09.1979, Page 12

Morgunblaðið - 25.09.1979, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979 r • • Arið 1979 það mannskæðasta í Olpunum frá upphafi: í lok hins raunverulega skíða- og fjallgöngutímabils í Ölpunum nú,er ljóst að aldrei fyrr hafa orðið eins mörg og alvarleg slys á mönnum. A tímabilinu frá byrjun janúar til miðs september létust alls 600 fjallgöngu- og skíðamenn í löndunum fjórum, Frakklandi, Sviss,Italíu og Austurríki og tæplega 300 slösuðust nokkuð alvarlega. — Það er því ekki óeðlilegt þótt menn spyrji hvernig stendur á öllum þessum ósköpum? Forystumenn hinna fjölmörgu björgunarsveita sem starfandi eru svara allir á sama hátt: „Þeir sem verða fyrir slysum og láta jafnvel lífið, eru fyrst og fremst viðvan- ingar sem ekki hlíta ráðum sér reyndari manna og svo er þetta fólk á engan hátt nægilega vel búið til fjallaferða við þær að- stæður sem ríkja í Ölpunum". „Við fengum eitt sinn kall um „fjallgöngumann" sem var í ógöngum í miðjum hlíðum Matter- horntinds.. Þegar var útbúinn tíu manna flokkur til að fara honum til hjálpar. — Viti menn þegar við komum að kappanum í rúmlega 3500 metra hæð, sat hann þar skjálfandi í gallabuxum, einni þunnri skyrtu, dralonpeysu og þunnum anorakk, sem aðeins er nothæfur á jafnsléttu. Til að kóróna vitleysuna var maðurinn í strigaskóm og „krepsokkum" og að „sjálfsögðu" vettlingalaus. Bless- aður maðurinn komst hvorki aftur á bak né áfram því að á miðri leið hafði gert smá snjókomu þannig að allir klettar voru hálir og blautir," sagði Rene Arnold, einn fremsti fjallabjörgunarsveitar- maður Svisslendinga eitt sinn í samtali við mig. Þessi lýsing sýnir mjög glöggt hvernig málum er nú komið á þessum slóðum. Algengasta orsök dauðaslysa eru snjóflóð, sem eru mjög algeng í Öipunum. Þau voru orsök um þriðjungs framangreindra slysa. Sérfræðingar telja að koma mætti í veg fyrir flest þessi snjófloða- slys, einfaldlega ef fólk kynnti sér betur hvernig ferðast ber á svæð- um þar sem hætta er á snjóflóð- um, enda hefur setningin: „Fræð- sla er bezta vörnin gegn snjóflóð- um,“ oft verið nefnd í þessu sambandi. Yfir sumartímann þegar flestir stunda fjallgöngur er ekki óal- gengt að fréttir berist af því að tíu til fimmtán manns farist yfir eina helgi. T.d. fórust sjö fjallgöngu- menn í einu sama daginn á Mount Blanc hæsta fjalli Evrópu, 4807 m, fyrir skömmu. Þar var um að ræða hóp af algjörlega óvönu fóki, sem hafði engan búnað og var illa fatað. Allir voru bundnir saman í eina líflínu og gátu sér enga björg veitt þegar sá sem fyrstur fór missti fótanna. Ef nauðsynlegur búnaður hefði verið meðferðis, svo sem ísaxir og mannbroddar hefði það reynst þeim sex sem eftir stóðu leikur einn að stöðva fall Þegar vanir fjallgöngumenn ferð- ast á svæði eins og Mount Blanc, þar sem mikil sprunguhætta er, eru þeir yfirleitt bundnir saman 3—4 í líflínu, þar sem einn maður gæti tæplega haldið hinum ef hann félli í sprungu. Menn ferðast að vísu hægar yfir þrír eða fjórir, en það er mun öruggara. Ef rétt er að farið geta tveir eða þrír menn í flestum tilfeilum stöðvað fall eins og komið honum til hjálpar hvort sem er að hann er með meðvitund í fullu föri eða þá meðvitundar- laus. Flest þessara slysa á fjallgöngu- mönnunum yfir sumartímann ger- ast á fjallaslóðum, þar sem tiltölu- lega lítill bratti er, það er þar sem yfirferð er tiltöluleg greið fyrir þjálfaða og vel búna fjall- göngumenn. Því er oft sagt, að þeir sem verða fyrir slysum séu í MATTERHORN, mannskæðasta fjallið á þessu ári. Þar hafa alls 35 menn farist það sem af er árinu. lM600íjaIlgöngu-ogskíðamenn hafa látið lífw það sem af er Hér sækir þyrla frá Schweizer Rettungsflugwach slasaðan fjallgöngu- mann í hinn hrikalega Norðurvegg Eigertinds. Meðalbrattinn þar sem hinn siasaði er ásamt björgunarmanni sinum sem slakað er niður úr þyrlunni er 60 gráður. flestum tilfellum annað tveggja, viðvaningar án búnaðar, eða þá fífldjarfir ofurhugar sem leggja til atlögu við hinar erfiðustu leiðir, sem varla er í mannlegu valdi að sigra. A þessu eru auðvit- að undantekningar, en þó hverf- andi í samanburði við þennan hóp. í öllum Alpalöndunum eru starfandi mjög fjölmennar og þrautþjálfaðar fjallabjörgunar- sveitir. Þar er annað hvort um að ræða sveitir á vegum hersins eins og í Frakklandi, þar sem það er mjög eftirsótt að komast í sveit- irnar. I frönsku sveitinni eru starfandi um 500 manns víðs vegar um frönsku alpana og hafa þeir vakt allan sólarhringinn, því að slysin gera ekki boð á undan sér. I hinum löndunum er um að ræða sveitir atvinnufjallamanna í Fjallgöngur vaxandi íþróttagrein hér á landi og má því allt eins búast við fjölgun óhappa í fjöllum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.