Morgunblaðið - 25.09.1979, Síða 13

Morgunblaðið - 25.09.1979, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979 1 3 Frönsku alpafjallabjörtfunarsveltirnar að störfum á Mount Blanc. hæsta fjalli Evrópu. Eftir að mennirnir á jörðu niðri höfðu gengið frá sjúklinttnum á sjúkrabörur er hann fluttur i sjúkrahús með þyrlu. Svissneskir Björgunarsveitarmenn leita í snjóflóði. Hór má sjá hvernig björgunarsveitarmaður fer niður með sjúkling á til þess Kerðum fjaliasjúkrabörum sem sjúklintturinn er hundinn niður á. Félagar hans sjá um að slaka honum niður. viðkomandi alpaklúbbum, sem eru gífurlega fjölmennir í þessum löndum. í Sviss er um að ræða samvinnu björgunarsveitar Svissneska Alpaklúbbsins og fyrirtækis er nefnist Schweizer- ischer Rettungsflugwacht, sem hefur yfir að ráða þyrlum og sjúkraflugvélum auk þess að hafa innan sinna vébanda sérþjálfað sjúkralið, lækna og hjúkrunarkon- ur. — Til þess að komast í þessar björgunarsveitir þurfa viðkom- andi umsækjendur að ganga gegn- um mjög stranga þjálfun, þar sem þeir þurfa að sýna fram á af- burðahæfni í fjallgöngum, við allar aðstæður og í flestum tilfell- um verða menn ennfremur að ráða yfir mikilli kunnáttu á skíðum, en ennfremur eru til sérstakar sveitir björgunarsveitarmanna, sem sérhæfa sig í björgunaraðgerðum við skíðastaði. Þess má til gamans geta hér, að íslendingar hafa haft nokkurt samstarf við þessa aðila, þegar björgunarsveitarmenn frá Fíug- björgunarsveitinni í Reykjavík og Hjálparsveit skáta í Reykjavík hafa tekið þátt í æfingum þeirra, sem eru mjög fjölþættar. Þar er um að ræða námskeið og æfingar í snjóflóðabjörgunum og svo „venjulegum" björgunaraðgerðum í fjalllendi. Eins og áður sagði, er yfirstand- andi ár það versta í sögunni, aldrei hafa svo margir farist eða slasast. Þessi óhugnanlega þróun hófst að marki fyrir um tíu árum, en árið 1969 fórust 156 menn í löndunum fjórum. Síðan hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina og það sem af er þessu ári hafa sexhundruð manns þegar farist. Forsvarsmenn björgunarsveit- anna telja að ekki verði nein breyting á fyrr en stjórnvöld grípa í taumana og setja mun strangari reglur en nú gilda reglur sem eru þannig, að ef menn fara ekki eftir þeim, verða þeir að greiða háar fésektir og látnir greiða björgun- araðgerðina. í því sambandi má nefna að í Noregi gilda mjög strangar reglur um hvaða búnað menn eiga að hafa meðferðis til þess að geta talist fullgildir á fjöll. Sé ekki farið eftir þessum reglum verða menn að borga allan kostn- að við leit og björgun. Hér á landi eru fjallgöngur mjög vaxandi íþrótt svo það má allt eins búast við að slysum fjölgi í fjöllum í náinni framtíð. Engar reglur eru til um það hvernig menn eiga að vera búnir, né nein tilkynningarskylda þar sem menn gætu látið vita hvert ferðinni væri heitið og hver væri áætlaður komutími, en slíkt myndi auðvelda málið mjög ef til leitar- eða björgunaraðgerðar kæmi. í sam- tali við forráðamenn Islenzka Alpaklúbbsins, sem er eini aðilinn hér á landi sem stendur fyrir beinni fræðslu fyrir fjallamenn, bæði fyrir félaga og utanfélags- menn, sögðu þeir að áhugi á fjallamennsku færi mjög vaxandi hér á landi og væri tala félaga í klúbbnum til að mynda komin yfir 200, en hann var stofnaður fyrir rúmlega þremur árum. Á vegum klúbbsins eru haldin fjölmörg námskeið á ári, þar sem kennd ehu öll helztu undirstöðuatriði fjalla- mennsku og fólki bent á heppi- legastan klæðnað. Til dæmis stæði yfir nú um helgina námskeið þar sem farið væri yfir helztu atriði í sambandi við klettaklifur og fjallgöngur á klettóttum svæðum og væru þar rúmlega tuttugu þátttakendur. í næsta mánuði er svo fyrirhugað námskeið þar sem undirstöðuatriði í fjallamennsku á jöklum verða til umfjöllunar. Það námskeið fer að mestu leyti fram í falljökli Eyjafjallajökuls, sem er eitt vinsælasta æfingasvæði fjallamanna hér á landi. Björgun- arsveitir landins eru til að mynda tíðir gestir þar. Að lokum eitt heilræði til fjall- amanna. FRÆÐSLAN ER BEZTA VÖRNIN, ásamt góðum búnaði. — sb. BALLETTSKÓLI EDDU ^ SCHEVING Skúlagötu 34 og félagsheimili Seltjarnarness /----------------------------------N Kennsla hefst 2. október í byrjenda- og framhaldsflokkum. Innrltun og upplýslngar f síma 76350 kl. 2—5 e.h. __________________________________> ^^danskennarasambaniHs^nds Danski rithöfundurinn og listfræöingurinn POVL VAD ræöir um ritverk sín og les upp þriöjudaginn 25. sept. kl. 20:30. Verið velkomin Norræna húsið NORR4NA HUSIO POHJOLAN TALO NORDENS HUS 80 wött Verd: 497.660.- Greiðslukjör Eitt glæsilegasta tækiö á markaðinum BUÐIN Skipholti19 " / 29800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.