Morgunblaðið - 25.09.1979, Side 19

Morgunblaðið - 25.09.1979, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979 19 Islenska sveitin rak lestina á Italíu ÍSLENSKA sveitin sem þátt tók í FIAT-keppninni í golfi hafn- aði i 18. og siðasta sætinu i landskeppninni. Lék sveitin samanlagt á 1119 höggum. íslensku piltarnir, þeir Björgvin Þorsteinsson og Hannes Eyvindsson, höfnuðu í 14. sæti. Lék Hannes á 241 höggi og Björgvin á 240, sam tals 481 höggi. Spánn sigraði í karlaflokki á 446 höggum. Skotar urðu í öðru sæti með 451 högg og írar hrepptu þriðja sætið með 457 högg. í kvennaflokki lék Jóhanna Ingólfsdóttir á 302 höggum og Kristín Þorvaldsdóttir á 336 höggum, eða samanlagt 638 höggum. Spánn bar hér einnig sigur úr býtum, sló samanlagt 461 högg. Svissneska kvenna- sveitin varð önnur á 469 höggum og sænsku dömurnar urðu í þriðja sæti með 472 högg. Ólafur fararstjóri Tómasson tók þátt í golfkeppni fararstjóra og lék hann í sveit með tveimur öðrum, báðum stórsnjöllum at- vinnumönnum. Varð sveit sú sem Ólafur skipaði í öðru sæti, hörkuárangur, því að mótið var í rauninni geysisterkt. Stórliðin hætta við TÖLUVERT hneyskli er í gangi þessa dagana, varðandi þátt- töku sovéskra, rúmenskra og austur-þýskra handknattleiks- liða í Evrópubikarkeppnunum í ár. Málið er það, að þessar þjóðir hafa dregið lið sín út úr keppnunum. Astæðan er sú, að þessar þjóðir koma allar sterklega til greina sem sigurvegarar á ðlympíuleikunum í Moskvu næsta sumar og ætla þær þess vegna að leggja alla áherslu á að undirbúa landslið sín fyrir keppnina og gera það á kostnað félagsliðanna. Þetta verður til þess að lið ýmissa minni handboltaþjóða, t.d. Noregs, eiga nú góða mögu- leika á að komast nokkuð áleiðis í keppnunum. En fyrir vikið verður hér ekki um sömu keppni að ræða, heldur aðra og mun veikari. Island mætir Finnum á fimmtudag ÍSLENSKA unglingalandsliðið í knattspyrnu leikur fyrri leik sinn gegn Finnum i undan- keppni Evrópukeppni ungl- ingalandsliða á Fögruvöllum á fimmtudaginn næstkomandi og hefst leikurinn klukkan 17.30. Siðari viðureign iiðanna fer fram í Finnlandi 27. október næstkomandi. Það liðið sem ber hærri hlut frá borði í viðureign- um þessum keppir fyrir vikið í lokakeppninni sem fram fer i Austur-Þýskalandi. Landsliðsþjálfarinn Lárus Loftsson hefur valið hópinn sem mætir Finnum og skipa hann eftirtaldir leikmenn: Stefán Jóhannsson KR Kristinn Árnason Vík.Ól. Benedikt Guðmundsson UBK Hafþór Sveinjónsson Fram Guðmundur Torfason Fram Ómar Rafnsson UBK Sigurjón Kristjánsson ÍA Lárus Guðmundsson Vík. Ragnar Margeirsson ÍBK Sigurður Grétarsson UBK Óskar Þorsteinsson Vík. Ásbjörn Björnsson KA Einar Ólafsson ÍBÍ Valur Valsson FH Jósteinn Einarsson KR Gísli F. Bjarnason KR Svo sem sjá má, skipa þennan hóp allmargir reyndir 1. deildar- leikmenn og aðrir úr 2. deild, meira að segja hafa vel flestir piltanna þá reynslu á bak við sig þó að ungir séu að árum. Krist- inn Árnason markvörður frá Ólafsvíkur-Víkingum er eini leikmaðurinn sem kemur úr 3. deild og er hann jafnframt fyrsti leikmaðurinn með Víkingi sem leikur með landsliði. íslensk unglingalandslið hafa oft gert stóra hluti í undan- keppnum þessum og þá slegið út sterkari lið en það finnska. Finnar hafa þó verið á uppleið með knattspyrnuna og er því fjarri því að leikurinn sé þegar unninn. Þegar í lokakeppnirnar hefur komið, hefur ísland jafnan staðið fyrir sínu og meira að segja vel það, þó að ekki hafi verðlaunapallurinn verið hlut- skipti liðsins. • Pétur Pétursson heldur uppteknum hætti í hollensku úrvalsdeildinni og skorar í hverjum leik. Pétur er nú markhæstur í deildinni með níu mörk. Hefur skorað þremur mörkum meira en Daninn Henning Jensen sem er næstur. Þetta er ekki lítið afrek hjá Pétri þar sem hollenska deildin er ein sú besta í Evrópu. Sjá allt um erlenda knattspyrnu á bls. 22. Viggó leikur ekki landsleiki LJÓST ER að krafta Viggós Sigurðssonar mun ekki njóta með íslenska handknattleiks- landsliðinu í vetur. Handknatt- leikslið FC Barcelona gefur hann ekki lausan og sjálfur hefur Viggó ekki áhuga á að leika með liðinu meðan hann dvelst á Spáni. Þetta er auðvitað slæmt fyrir landsliðið, því að Viggó er í mjög góðri æfingu um þessar mundir og myndi styrkja lið Islands mjög mikið. Viggó lék sinn fyrsta leik í 1. deildinni á Spáni um helgina gegn Malaga og stóð sig vel. Til stóð, að handboltalið Barcelona kæmi með knatt- spyrnuliðinu til Islands og var mál það komið svo langt, að búið var að setja á leikdag norður á Akureyri, þar sem Barcelona átti að keppa við KA. Ekkert varð hins vegar úr heimsókn handboltaliðsins og var skýring- in sú, að ekkert pláss var í þeim tveim flugvélum sem liðið kemur til lands í, ásamt áhangendum sínum, en áhangendurnir höfðu forgang að sætum. ógnvaldur markvarö- anna Krankl leikur hér á miðvikudag með liði sínu FC Barcelona. Sjá viðtal við þennan fræga leik- mann á bls. 16—17. Osgood rekinn! GEOFF Hurst, fyrrverandi miðherji enska landsliðsins i knattspyrnu, tók við fram- kvæmdastjórastöðu Chelsea í þrjár vikur til reynslu. Kappinn byrjaði með lát- um, rak Peter Osgood fyrir að bregða sér í golf i stað þess að mæta á æfingu og neitaði síðan að leika góð- gerðaleik. Siðan setti hann aðra sjö leikmenn á sölu- lista. Ærslabyrjun það! Malmö keypti markvörð SÆNSKA stórliðið Malmö FF keypti nýlega til sín markvörð, Hansen nokkurn. Aðalmarkvörður liðsins, Jan Möller, hefur átt við meiðsli að striða að undanförnu. Talið var að Malmö hefði áhuga á því að fá Þorstein Ólaísson. markvörð ÍBK og islenska landsliðsins, til liðs víð sig. Nú virðist fara lítið fyrir þeim áhuga, hafi hann á annað borð verið fyrir hendi.________ Tap hjá Barcelona BARCELONA, mótherjar ÍA i Evrópukeppninni töp- uðu deiidarleik sinum gegn Real Madrid á sunnudaginn, skoruðu leikmenn Real þrivegis, en Barcelona svar- aði með tveimur mörkum. Þrem umferðum er nú lokið á Spáni og er Barcelona í 6. sæti með þrjú stig. Gijon, Real Madrid og Espanol hafa öll unnið alla leiki sina til þessa og hafa því fullt hús stiga efst á töflunni. Úrslit leikja í spænsku knattspyrnunni um helgina urðu þessi: Malaga — Sevilla 2—1 Burgos — Atletico Mad. 1—1 Gijon — Las Palmas 4—1 Hercules — Bilbao 2—1 Real Socied. — Valencia 0—0 Salamanca — Rayo Vall. 3—0 Real Mad. — Barcelona 3—2 Betis — Almeria 0—0 Espanol — Zaragoza 2—0 Asensi kemur ekki SPÆNSKA stórliðið Barce- lona kemur hingað til lands án tveggja af betri leikmönn- um sínum, sem léku landsleik fyrir Spán gegn Portúgal í gær og komust því ekki með tii íslands. Þð eru þeir Migueli og sjálfur fyrirliðinn Asensi sem hér um ræðir, en í þeirra stað koma tveir margreyndir landsliðsmenn, Olmo og Martinez. Stefán með met Stefán Stefánsson, ungur ÍR-ing ur, setti um helgina nýtt Islandsmet í tugþraut í unglingaflokki. Hlaut Stef- án 5333 stig, góður árangur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.