Morgunblaðið - 25.09.1979, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979
23
Svo sem kunnugt er af fréttum hafa bændur víða um land átt í miklum erfiðleikum
með heyskap í sumar vegna ótíðar. Hafa sumir bændur á Norður- og Norðausturlandi
ekki náð inn neinu heyi en aðrir allt að helmingi venjulegs heyfengs. í samtölum við
bændur hér á eftir kemur í ljós að til nokkurs niðurskurðar verður að koma, jafnvel þótt
hægt verði að ná inn heyi, en til þess þurfa bændur nokkra samfellda þurrkdaga.
Mesta ótíð
er ég man
— segir Benedikt
Sigurðsson
— Hér hefur gengið bolvanlega
og rikt ein mesta ótið, sem ég
man og menn eru ákaflega illa
settir með allan heyskap, sagði
Benedikt Sigurðsson á Grims-
stöðum á Fjöllum.
— Tveir góðir dagar komu þó
núna um helgina, laugardagur-
inn nýttist þó ekki vel þar sem
snjór var yfir og síðan var barist
á sunnudeginum, en um nóttina
haugrigndi síðan ofan í allt
saman og var því til einskis
barizt. Við erum búnir að flytja
sláturfé til Kópaskers og hefst
slátrun þar á þriðjudag, en búið
hefur verið svo um hnútana að
við getum slátrað frekar í lok
sláturtíðar, um miðjan næsta
mánuð, þannig að komi þurrkur
fram að því væri hægt að ná inn
frekari heyjum. Þegar er vitað
að fækka mun talsvert, en eng-
inn hefur þó enn getað tekið
ákvörðun um hversu mikið það
verður. Búið er að flytja í hrepp-
inn talsvert af kjarnfóðri og
graskögglum og menn hafa verk-
að í vothey, en það dugar að
sjálfsögðu ekki til.
Grímur P. Jónsson (t.v.) og Benedikt Sigurðsson.
G jörbreytir ástandinu ef
við f áum 3 þurrkdaga
-segir Jóhann
Helgason
—ÞURRKADAGARNIR um
helgina urðu ekki nógu marg-
ir og því var litlu hægt að ná
inn, en þó má segja að aðeins
hafi þokast, sagði Jóhann
Helgason á Leirhöfn í samtali
við Mbl.
— Snjór var yfir fyrst í stað
sem tók ekki upp fyrr en langt
var liðið á dag og síðan var
hægt að vinna á sunnudag, ná
flötu heyi upp í garða, en síðan
tók að rigna aðfararnótt mánu-
dags og nokkuð fram eftir á
mánudag. Nú er hann genginn í
Jóhann Helgason
norðanátt aftur og er vart búist
við þurrki strax, en fengjum við
3—4 þurra daga samfleytt
myndi það gjörbreyta ástand-
inu hér og hefðum við haft
mánudaginn þurran líka hefði
það einnig gjörbreytt öllu.
— Menn eru búnir að ná
mismiklu og heyið er alls ekki
ónýtt þótt það hafi legið svo
lengi þar sem búið er að vera
svo kalt og vona menn því enn
að bregði til betri tíðar, á
næstu einni til tveimur vikum.
Slátrun er hafin og eru dilkar
rúmum 2 kg léttari til frálags
en venjulega.
Lítið í hlöðum
— segir B jörgvin
Þórodsson
— FYRRI þurrkdagurinn um
helgina var góður undirbúning-
ur fyrir seinni daginn, sem menn
gátu notað að nokkru og náð inn
einhverju til viðbótar af heyi, en
sumir voru þó fjarverandi þar
sem nú standa yfir göngur, sagði
Björgvin Þóroddsson bóndi að
Garði i Þistilfirði.
— En heyskaparfréttir héðan
eru mjög daprar og víða er lítið í
hlöðum ennþá þótt tröppugangur
sé í því. Menn halda enn í þá von
að úr rætist og hægt verði að ná
inn einhverju af þeim hrakning-
um sem á túnum liggja. Heyið er í
mjög mismunandi ástandi; þar
sem nýlega hefur verið slegið er
það nokkurn veginn í lagi ennþá,
en víða hafa hey legið í mánuð og
þola þau vart lengri hrakninga.
Illa hefur gengið að ná fénaði af
heiðunum og fundust á einni
heiðinni dauðar kringum 30 kind-
ur í fönn eða öðrum hættum.
Mikill snjór er á heiðunum og
verður að nota vélsleða við leitirn-
ar.
Aldrei lengri þurrkur
en nokkra tíma í senn
-segir Grímur P. Jónsson
— HÉR hefur enginn getað
stundað neinn heyskap i sept-
embermánuði. örlítið náðist þó
inn um helgina, en í heildina er
sennilega óhætt að segja að
búið sé að ná inn 40—50% af
þvi sem menn þurfa, sagði
Grímur P. Jónsson i Ærlækjar-
seli í Öxarfirði er Mbl. ræddi
við hann i gær.
— Segja má að þurrkur hafi
aldrei staðið lengur en nokkra
tíma í senn að undanförnu og
menn hafa lítið getað notfært
sér hann. Ástandið er þó mjög
misjafnt, hjá sumum hefur ekki
náðst inn tugga, en aðrir eru
heldur betur settir og fer það
nokkuð eftir því hvernig súg-
þurrkunin hefur nýst. Menn
hafa löngum verið bjartsýnir hér
um slóðir, en eru þó kannski
farnir að þreytast á því núna.
Það er óhugur í mönnum að
reyna heyflutninga, bæði vegna
kostnaðar og umfangs og verður
reynt að skoða aðrar leiðir, en
það er alveg ljóst að fækka
verður fénu til muna, svo að því
miður eru engar góðar fréttir
héðan ennþá, sagði Grímur að
lokum.
Þurrkdagamir notuð-
ust misjafnlega vel
— segir Vigfiis Jónsson
Vigfús Jónsson á Laxamýri
hafði þetta að segja:
Þessir þrír þurrkadagar frá
föstudegi til sunnudags notuð-
ust mjög misjafnlega i Þingeyj-
arsýslu. Þurrkarnir voru dauf-
ir nema í gær, en þó setti þá
niður skúrir sums staðar. Bárð-
dælingar gátu ekkert notað
þessa daga vegna snjóa og sömu
sögu er að segja úr Mývatns-
sveit, að örfáum bæjum undan-
skildum, og af Mið-Tjörnesi.
í lágsveitunum komu mikil
hey inn í gær, enda stóð vel á að
því leyti að margir fengu hjálp
frá Húsavík af því að það var
sunnudagur, sem munaði miklu.
í nótt rigndi mikið og fengu
magir ofan í.
Tiltölulega fáir hafa lokið
heyskap í lágsveitunum, en lang-
víðast eru hey úti og ástandið
uggvænlegt, ef ekki koma þurrk-
ar, sérstaklega í Bárðardal og á
Tjörnesi. Heyin reyndust ótrú-
lega lítið skemmd eftir svona
langan tíma og það gerir kuld-
inn. Ef það koma þurrkar, getur
ástandið því lagast mikið.
, .. _ Ljósm. Anton Arnarson.
Vigfus Jonsson Laxamýri.