Morgunblaðið - 25.09.1979, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 25.09.1979, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979 Slátursala hefst í Reykjavík um miðja vikuna SALA á nýju slátri í Reykjavík hefst væntanlega upp úr miðri vikunni. Hjá Sláturfélagi Suður- lands hefst sala á slátri væntan- lega á miðvikudag eða fimmtu- dag og verður slátrið selt i húsnæði félagsins við Skúlagötu. Hvert heilslátur með sviðnum og söguðum haus, hreinsaðri vömb og kilói af mör kostar i haust hjá Siáturfélaginu 1875 krónur. Hjá Afurðasölu Sambandsins á Kirkjusandi hefst slátursalan ekki fyrr en undir lok vikunnar en gert er ráð fyrir að þar verði á boðstólum fryst slátur eins og undanfarin haust. Slátur frá Afurðasölunni verður einnig selt i nokkrum verzlunum i Reykjavík. Ekki lá í gær fyrir hvert verðið yrði á slátrinu hjá Afurðasölunni. Nefnd skip- uð til að meta heyskap- arástandið LANDBÚN AÐARRÁÐ- HERRA hefur skipað nefnd þriggja manna til að meta heyskaparástand- ið í landinu og finna leiðir til úrbóta, þar sem heyf- engur er ekki nægur. Jafn- framt er nefndinni ætlað að hlutast til um að óhjákvæmileg fækkun í bústofni vegna fóðursk- orts verði í samræmi við markaðsaðstæður í hverj- um landshluta. í nefndinni eiga sæti Hákon Sigur- grímsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra, Helgi Jónasson, bóndi Grænavatni, tilnefndur af Stéttarsambandi bænda og Aðaibjörn Benediktsson, ráðunautur á Hvammst- anga, tilnefndur af Búnað- arfélagi íslands. Hákon Sigurgrímsson, sem er formaður nefndarinnar, sagði í gær að enn væri engan veginn vonlaust að bændur á þeim svæð- um, þar sem heyskapur hefur gengið erfiðlega í sumar, næðu inn þeim heyjum, sem þeir hefðu þegar slegið. Síðustu daga hefði komið þurrkur víða á Norðaust- urlandi og næstu dagar gætu því breytt miklu. Búnaðarfélag íslands hefði hins vegar þegar hafist handa við að kanna heyfeng á Suðurlandi, Vesturlandi og Vest- fjörðum, þar sem heyskap væri lokið með tilliti til þess, hvort unnt væri að flytja hey frá þessum svæðum til Norðausturlands. Sagði Hákon að þrátt fyrir þetta óvissuástand hefði nefndin ákveðið að koma saman til fundar í dag og ætti þá sérstaklega að ræða hvernig staðið yrði að fækk- un í bústofni í landinu og með hvaða hætti mætti hafa áhrif á það að bændur á sunnan- og vestanverðu landinu felldu frekar sauðfé en héldu í kýrnar þar sem litlu mætti muna til að neyslu- mjólk yrði ekki næg á Suðvestur- landi yfir vetrarmánuðina. Hákon sagði að reynt yrði að fá bændur á norðanverðu landinu, frekar til að fækka kúm en sauðfé. Fram kom hjá Hákoni að með öllu er óljóst hvort og hversu mikið fjármagn þarf hugsanlega til að létta undir með þeim bændum, sem verst yrðu úti vegna erfiðleika við fóðuröfl- un. Hákon sagðist þó gera ráð fyrir að nauðsynlegt yrði að út- vega Bjargráðasjóði viðbótar- fjármagn til að styrkja heyflutn- inga. Minnkandi rafmagnsframleiðsla vegna vatnsskorts á hálendinu Landsvirkjun: Skipar stærstu orkukaupend- um að draga úr raforkunotkun LANDSVIRKJUN hefur tilkynnt þremur stærstu raforkukaup- endum í hópi iðnfyrirtækja landsins, Álverinu við Straums- vik, Járnbiendiverksmiðjunni og Áburðarverksmiðjunni i Gufu- nesi, að þau verði að draga úr raforkunotkun i vetur vegna erfiðleika á að framleiða nægi- legt rafmagn, sem rekja má til vatnsskorts á miðhálendinu, að þvl er Eirikur Briem forstjóri Landsvirkjunar staðfesti i sam- tali við biaðamann Morgunbiaðs- ins i gær. „Útlitið er mjög slæmt,“ sagði Eiríkur, „enda var samfellt frost frá síðustu áramótum til 25. maí. Okkur þykir því vissara að fara að gera ráðstafanir til að takmarka raforkunotkunina til að vera við öllu búnir og þá verður að sjálf- sögðu byrjað á stóriðjunni og eru þeir aðilar að draga úr notkun sinni núna. Ekki hafa þó verið lagðar fastar línur í þessu máli ennþá en unnið er að því, og einnig er rétt að geta þess að væntanlega verður að frumkvæði iðnaðarráðuneytisins farið í al- menna orkusparnaðarherferð meðal landsmanna, bæði hvað varðar raforku og olíu. En þau stórfyrirtæki sem þetta snertir fyrst og fremst eru Islenska álfé- lagið, Islenska járnblendiféiagið og Áburðarverksmiðja ríkisins." Eiríkur kvað enn ekki ljóst hversu mikill samdrátturinn yrði að vera hjá hverju einstöku fyrir- tæki, en viðbrðgð forráðamanna umræddra fyrirtækja hefðu verið mjög jákvæð, og yrði þegar í stað um einhvern samdrátt að ræða. „Við höfum í lengstu lög vonast eftir haustrigningum," sagði Ei- ríkur ennfremur, „en nú teljum við okkur ekki geta reiknað með þeim lengur. Miklar haustrign- ingar og mildur vetur gætu hins vegar breytt ástandinu mjög til hins betra. Við höfum raunveru- lega verið að halla á okkur síðan haustið 1977, og er miklar frost- hörkur og úrkomuleysi í ár bætt- ust við urðu erfiðleikar óumflýj- anlegir. Frost var samfellt frá áramótum og langt fram á vor, og síðan var kuldinn svo mikill í sumar að jökulbráð var engin þrátt fyrir sólskin." Að lokum sagði Eiríkur Briem, forstjóri Landsvirkjunar, að þetta sýndi vel þá nauðsyn sem væri á að fá Hrauneyjarfossvirkjun í gagnið sem fyrst, og æskilegt hefði verið að hún yrði fyrr á ferðinni. Veturinn í vetur hefði þó alltaf orðið slæmur, en menn bæru ekki síður kvíðboga fyrir næsta vetri, 1980 til 1981. Nú væri hins vegar Ijóst að virkjunin kæmist ekki í gagnið fyrr en haustið 1981. r Alverið dregur úr orkunotkun: Markaðurinn hagstæður og því slæmt að minnka framleiðsluna” 99 STJÓRNENDUR Álversins i Straumsvik hafa að beiðni Landsvirkjunar ákveðið að draga úr orkunotkun fyrirtækis- ins sem nemur 5%. _ , ... Framleiðiu- tap Álversins af þessum sökum mun verða um 1000 tonn af áli þrjá siðustu mánuði ársins að söluverðmæti um 550 miiljónir króna ef miðað er við markaðs- verð 14—1500 dollarar tonnið og skráð gengi 380 krónur hver dollar. Framleiðslutap á heilu ári miðað við sömu forsendur yrði 4000 þúsund tonn að sölu- verðmæti um 2200 milljónir króna. — Okkur barst bréf frá Lands- virkjun fyrir helgi þar sem farið var fram á viðræður um það hvernig við gætum dregið úr orkunotkun vegna vatnsskorts og lágs vatnsborðs Þórisvatns, sagði Ragnar S. Halldórsson’ forstjóri ísal hf. í samtali við Mbl. í gær. — Við áttum fund með fulltrú- um Landsvirkjunar í morgun og þar var okkur tjáð að horfurnar væru þannig að það gæti skapast mjög alvarlegt ástand næsta vor ef ekki yrði dregið almennt úr orkunotkuninni. Við ákváðum að verða við þessum tilmælum og munum draga úr orkunotkuninni í þessari viku sem nemur 5% og það verða síðan viðræður aftur i næstu viku hvort við eigum að gera eitthvað meira og þá hvernig, sagði Ragnar. Ragnar sagði að straumur yrði lækkaður á kerjunum og þannig dregið úr framleiðslunni en ekki yrði slökkt á kerjum fyrst um sinn. Hins vegar kynni svo að fara að slökkva yrði á kerjum ef ástandið yrði áfram erfitt og mætti búast við fækkun starfs- manna ef svo færi. — Álverð á heimsmarkaði er hagstætt nú sem stendur og þvi kemur það sér illa að þurfa að minnka framleiðsluna. Við erum þegar búnir að selja alla fram- leiðslu þessa árs fyrirfram, sagði Ragnar. Hann sagði að lokum að ísal myndi halda sínu striki með stækkun verksmiðjunnar, en 40 ný ker verða væntanlega tekin í notkun í maí n.k. og verða kerin í Álverinu þá orðin 320 að tölu. H jálmar Finnsson, framk væmdast jóri Áburðarverksmið junnar: Leiðir óhjákvæmilega til hækkandi áburðarverðs „ÞESSI samdráttur í raforku- framleiðslu leiðir óhjákvæmi- lega til þess að við verðum að auka innflutning á ammoniaki, þvi sú orka sem við notum fer að mestu leyti til ammoniaks- framleiðslu, eða um 85% þeirr- ar orku sem við kaupum.“ sagði Hjálmar Finnsson fram- kvæmdastjóri Áburðarverk- smiðju rikisins i samtali við Morgunblaðið i gær. Hjálmar var að þvi spurður hvaða áhrif minnkandi raforka frá Lands- virkjun hefði á rekstur Áburð- arverksmiðjunnar. Hjálmar sagði, að þegar Áburðarverksmiðjan væri rekin með fullum afköstum notaði hún um 18 þúsund megawött en nú þegar væri búið að minnka þá raforku, sem verksmiðjan fengi, niður í 12 þúsund megawött. Sagði Hjálmar, að svo liti út, sem tvöfalda verði innflutning- inn á ammoníaki af þessum sökum, en efnið hefur verið flutt inn frá Noregi. Ekki ætti því endilega að koma til þess að dregið verði úr áburðarfram- leiðslu, en innflutningur amm- oníaks hefði óhjákvæmilega í för með sér hækkun á verði áburðar frá verksmiðjunni. Sagði Hjálm- ar ammoníak hafa hækkað mjög mikið í verði erlendis vegna orkukreppunnar, og sem dæmi sagðist hann geta nefnt, að efnið hefði hækkað frá í fyrra um 34 til 35%, og væri þar átt við fobverð, án þess að gengissig væri reiknað með. Hjálmar sagði að jafnan hefði verið flutt inn eitthvað af amm- oníaki til þess að geta rekið verksmiðjuna á fullu og væri fyrir hendi geymir fyrir efnið frá því á árum áður er búið var við raforku úr Þingvallavatni, áður en vatnsmiðiun kom við Steingrímsstöð. Járnblendiveirksiniðjan: Hafa minnkað orkuneyslu úr 31mw í 24 Ekki hætta á uppsögnum starf sfólks „ÞETTA heíur þau áhrlí að ofninn sem keyrður hefur verið á 31 megawatti verður færður nið- ur á 24 metawött, og hefur það raunar þegar verið gert,“ sagði John Fenger fjármálastjóri ís- lenska járnblendifélagsins 1 sam- taii við Morgunblaðið í gær- kvöldi, er hann var spurður um áhrif rafmagnsleysisins á rekst- ur verksmiðjunnar á Grundar- tanga. John sagði að þetta væri gert i fullu samráði við stjórn verk- smiðjunnar og í samræmi við þá samninga sem giltu um raforku- sölu Landsvirkjunar til Járn- blendifélagsins. Væri Landsvirkj- un jafnvel heimilt að draga enn úr raforkusölunni teldist það nauð- synlegt. En þar sem hér væri um að ræða orkuskort en ekki afl- skort (þ.e. skortur á vatni en ekki vélabúnaði), þá gæti verksmiðjan nokkuð ráðið því hvenær raf- magnið væri tekið út, vegna vatnsskortsins í Þórisvatni. í samráði við Landsvirkjun hefði raforkumagnið verið lækkað nið- ur í 24 mw, og sagði John Fenger það hafa áhrif á framleiðslu verksmiðjunnar í sömu hlutföll- um. Sagði hann möguiegt að keyra verksmiðjuna með 21 til 22 megawöttum, en öllu neðar yrði ekki farið. Það væri að vfsu tæknilega mögulegt, en yrði mjög óhagkvæmt fyrir reksturinn. Því yrði verksmiðjan sennilega stöðv- uð ef svo lágt yrði að fara. Ef góðir rigningardagar kæmu sagði John hins vegar unnt að fara upp í full afköst inn á milli. John Fenger kvaðst ekki gera ráð fyrir að raforkuskorturinn hefði þau áhrif að segja þyrfti upp starfsfólki. Þetta væru hlutir sem alltaf hefði verið gert ráð fyrir að kæmu upp, enda væru nokkuð reglulegar sveiflur í vatnsárum sem hefðu þessar verkanir á raforkuframleiðslu Landsvirkjun- ar. Því væri hins vegar ekki að leyna að þetta væri mjög bagalegt fyrir verksmiðjuna einmitt nú, þegar mikilvægt væri að fá sem mest út úr ofninum. Nú er aðeins fyrri ofninn kominn í gang að Grundartanga, en væntanlega verður sá síðari tekinn í notkun 1. september 1980. Þá verður raf- orkuþörf verksmiðjunnar um 65 megawött. Ekki væri gott að segja hvernig raforkumálin standa þá sagði John, þar væru óvissuþættir eins og Krafla, en Hrauneyjar- fossvirkjun kemur ekki í gagnið fyrr en ári síðar. Rigningarsumar næsta sumar sagði John því að yrði vel þegið, hvað þennan iðnað snerti að minnsta kosti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.