Morgunblaðið - 25.09.1979, Page 29

Morgunblaðið - 25.09.1979, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979 29 Pétur Pétursson þulur: Það fer ekki milli mála að Sviss er það land þar sem flestar klukkur standa. A.m.k. er svo ef marka má ógrynni auglýsinga- mynda er dreift er um víða veröld og segja frá svissneskum úrum. Hver minnist ekki óteljandi aug- lýsinga í Time og Newsweek, segjum. Var nú gengið í stórmark- aðsbúð og svipast um eftir tíma- glasi af hóflegri stærð. Eftir nokkra íhugun völdum við haglega gerða smáklukku í leðurhulstri. Auðvelda í flutningi og lipra í liðamótum. Þóttumst við þess full- viss að þar flyttum við í farangri lero og öðrum er sigrað höfðu í lögþingskosningum á Spáni á fjórða áratug aldarinnar. Sven Backlund bauð mér góðfúslega að þiggja far með sér í bifreið er hann lét aka sér til fundarins. Þangað var drjúgur spölur. Að lokinni snjallri ræðu er Backlund hélt við frábærar viðtökur fór fram söfnun vegna Spánar. Til stuðnings stjórnarhernum og mál- efni hans. Svíar létu góðmálm sinn fúslega af hendi. Nokkrir skildingar söfnuðust. Að ógleymd- um seðlum Gústafs Vasa, er var skíðakóngur þeirra og Dalakappi og rann skeið sitt á núll komma einhverju, í baráttu sinni um völd á miðöldum. Að loknum fundi ókum við Sven Backlund sem leið lá heim til skólans, þar sem við ungir jafnað- armenn lærðum fræði Marx og ...og allar klukkur standa frægum og virtum vikuritum á heimsmarkaði, ómissandi frétta- aukafrægðarmönnum og fróð- leikspostulum er mæla af speki og dul, engu síður en véfréttin í Delfi, blessuð sé minning hennar. Öll vísa úrin og klukkurnar á 8 mínútur yfir 10. Mátti ekki tæp- ara standa. Þetta kallar maður nú að vera á elleftu stundu. Armbandsúrin, glitrandi og gulli slegin, vekjaraklukkur sem lofa þér englahljómi í eyrum hvað sem líður háttatíma og hátterni. Allt sem nöfnum tjáir að nefna í klukkusmíð og kólfagerð. Utan eitt. Ekki minnist höfundur þessa pistils að hafa litið augum kirkju- klukku í vikuritaauglýsingum þeirra Svisslendinga. Og hljóta þeir þó einnig að hafa getið sér frægðarorð á því sviði. En sem sagt. Maður freistast næstum til þess að veðja gegnumhúlluðum Svæsarosti. Og má vera stór og feitur. Allt að 45%. Eins og Óðalsosturinn heima, sem er gerð- ur að fyrirsögn Grétars rjómabús- stjóra á Selfossi. Eða er ekki svo. Hann er eitthvað svo óðalslegur á vöxt. Að öllu athuguðu er bezt að hafa hóflegan fyrirvara hvað veð- málum viðvíkur þegar Svisslend- ingar og klukkusmíð er á dagskrá. Minnisstætt verður þá er leiðin lá til frægrar úra og klukkuborgar í grennd við Sviss, Besancon, Frakklandsmegin. Uppsláttár- bækur láta þess getið að borgar- búar þar hafi einkum atvinnu af klukku— og úrasmíð. Nú vill svo til að armbandsúr það er taldi tímann er okkur ferðafélögum var mældur gleymdist heima í Reykjavík, Ásvallagötu 17, fjórða sal, eins og við magister Björn listasmíð borgarbúa er bæri iðn þeirra fagurt vitni. Er heim á hótelið kom var tekið til við að trekkja gangverk klukkunnar og stilla dagatal. Kom þá í ljós að hér höfðu Japanir verið að verki. Það sást greinilega. Made in Japan. Hér var enn ein sönnun þess að hrísgrjónakenning Hauks Jacob- sen á við rök að styðjast. Hógværð hrísgrjónamanna í daglegri neyzlu ósambærileg við venjur þeirra er hrína á svínakótelettur og rauðkál eða hamborgarhryggi og sveppasósur í hvert mál. Með harðfylgi og útsjónarsemi, samfara láglaunastefnu er tjóðrar japanskan verkalýð á akurlendi nástráa hefir iðnjöfrum Japans tekist að brjótast inn á vestrænan markað og ógna með ýmsum hætti aldagrónum iðnaði heimamanna. Hvað sem öðru líður er Sviss eitt tignarlegasta land veraldar. Eða eigum við að sættast á Evrópu, svo ekki sé tekið of djúpt í árinni. Þó hefir þjóðin ekki alltaf átt upp á pallborðið hjá valda- mönnum álfunnar. Hvað sagði ekki Göbbels, útbreiðslumálaráð- herra Hitlers um Svisslendinga: Hvern fjandann vilja Svisslend- ingar upp á dekk. Lýðræðissinnað- ir gistihúsaeigendur. Við kunnum vel við okkur, þessa einu nótt er við gistum á Hotel de la Suisse í Genéve, eða Genf. Tíminn leyfir ekki að við heim- sækjum heimsþekktar og fagrar hallir Þjóðabandalagsins er hér hafði aðsetur sitt. Við látum nægja að hugurinn leiti einhverra er hér hafa numið eða starfað, þeirra er við kunnum einhver skil á. Þykjumst vita að sendiherra íslands í París, Einar Benediktss- on, nafni og sonarsonur skáldsins Einar Benediktsson Björn magister víðkunna, eigi tíðar ferðir til háborgar alþjóðaviðskipta, auðs og athafna. Fleiri nöfn koma í hugann. Er það rangminni að Finnbogi Rútur Valdimarsson, hinn fjölgáfaði og menntaði rit- stjóri, hafi numið hér alþjóðarétt? Sé svo, bið ég að það sé leiðrétt. Hér verður samt einkum stað- næmst við sænskan niann sem þrátt fyrir erlent þjóðerni er tengdur íslandi á sinn hátt. Þá er átt við Sven Backlund, tengdaföð- ur dr. Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings. Backland var á sínum tíma ritari Hjalmars Branting er var forsætisráðherra Svía á undan Per Albin Hansson. Hann dvaldist langdvölum í Gen- éve, sem ritari Brantings og full- trúi, er hann sat ráðstefnur og nefndafundi þar syðra og einnig utanríkismálafréttaritari sænskra blaða, með aðalsetri í Genéve. Með Backlund átti ég því láni að fagna að vera viðstaddur er hann hélt ræðu á fundi sænskra sósíal- demókrata í smábæ nokkrum í Svíþjóð 1938. Fundurinn var hald- inn til styrktar spænskum stjórn- arher og sjálfboðaliðum* er börð- ust gegn málaliðum Francós og hjálparmönnum er Hitler og Mussolini sendu til höfuðs Cabal- Árni Þórarinsson. Einar sendiherra. Engels, útvötnuð af hagfræðing- um og Mýrdælingum Per Albins þáverandi forsætisráðherra Svía. Ég þóttist veita því athygli að Backlund fékk enga greiðslu fyrir ræðu sína. Er heim kom greiddi hann leigubílinn er beðið hafði meðan á fundinum stóð. Er við gengum heim garðflötina að snot- urri skólabyggingu þeirra félaga í Bommersvik spurði ég Backlund: Ég veitti því athygli að þú tókst enga borgun fyrir ræðu þína. Nú greiðir þú bílinn sjálfur. Hvernig víkur því við? Backlund svaraði að bragði: Þá hefði nú ekki orðið mikið eftir handa Spáni, ef ég hefði tekið borgun fyrir ræðuna. Svo gengum við heim til kvöld- verðar. Hann hristi gráan makk- ann og stakk dálítið við á leiðinni heim. Ekki ósvipaður Ása í Bæ. Sterkur persónuleiki, þótt ekki væri hann hávaxinn. Einstakur mælskusnillingur og hugsjóna- maður sem lifir í minningunni þrátt fyrir örstutt og áratugagöm- ul kynni. En við erum í Sviss. Hvaða land er minnst skrifað um í landafræðinni sagði Einar Benediktsson skáld við skólabróð- ur sinn og herbergisfélaga Árna Þórarinsson, síðar prófast, er þeir Svissnesk auglýsingamynd af úri er sýnir tímann kl. 10,08. lásu undir landafræðipróf í Lat- ínuskólanum í Reykjavík á liðinni öld. Sviss, svaraði Árni án um- hugsunar. Hann kunni landafræð- ina næstum utanbókar. Það eru ekki nema fáar línur, bætti hann við. Þá ætla ég að koma upp í Sviss sagði Einar einbeittur á svip. Réttu mér bókina. Ég ætla að lesa þessar fáu línur áður en við förum í háttinn. Þarflaust er að orðlengja um það hvernig ákvörðun verðandi skálds og fjármálasnillings er prýðir 5000 króna seðil lands síns orkaði á kraftaverkamann af gerð Árna Þórarinssonar. Næsta morgun gengu þeir félag- ar til Latínuskólans. Röltu sem leið lá upp brekkuna í átt til hátimbraðs menntaseturs. Eða kannske hina leiðina þar sem þeir bjuggu austan við Læk. Fyrir þeim fór háaldraður fjöl- fræðingur og heimsmaður, skáld, dráttlistarmaður og rómantíker, Benedikt Sveinbjarnarson Grönd- al. Ljúfmenni, háðfugl og hroka- gikkur er bar ben í barmi og harm í hjarta. Misskilinn og móðgunar- gjarn. Drepinn í dróma af smá- bæjarslúðri og slaðri um einsk- isverðar yfirsjónir. Heiðraður þá fyrst er hann var nærri hættur að anda. Sonur göfugmennis er vildi að námsmenn sinntu fræðum sínum og pensúmi, en sætu ekki að drykkju á síðkvöldum með emb- ættismönnum og faktorum. Er Einar verður þess vísari hver fer þar fyrir þeim, félögum, segir hann við skólabróður sinn, svo hátt að hann þykist þess viss að það heyrist: Ég er alveg á gati ef ég kem ekki upp í Sviss. Svo ganga þeir áfram á vit örlaga sinna við prófborð virtrar stofnunar. Þar kemur sögu að Einar er kvaddur að púlti prófdómara. Prófdómarinn, skáldið og fjöl- fræðingurinn ávarpar verðandi skáldbróður sinn. Segir: Hvað getið þér sagt okkur um Sviss? Ekki er að orðlengja það. Einar Benediktsson fer á kostum í ræðu sinni um Sviss. Þylur þessar fáu línur er landafræðibók þeirra tíma greindi frá Alpalandi og ostagerðar. Takk. Þetta er nóg, segja kenn- ari og prófdómari. Þeir bera sig saman um einkunn handa mál- snjöllum skólasveini. Það má ekki minna vera en 5 komma 2. Krafta- verkamaðurinn verðandi prófast- ur Snæfellinga, og sagnamaðurinn mikli, sá er kunni landafræðina spjaldanna á milli varð að láta sér nægja 5 komma 1 og kunni þó alla landafræðina. En, bætir Árni við: Einar stóð sig venjulega vel á prófum og var afskaplegur examínasjónskjaftur. Við þykjumst þess fullviss að Einar Benediktsson, sonarsonur skólapiltsins og skáldsins, sem fyrr var getið kunni sín fræði um Sviss uppá 10. Svo oft sem hann hefir dvalist þar að ræða málefni EFTA — EBE og önnur flókin mál er varða viðskipti, gengissig og skráningu gjaldmiðils, kvóta og kúrs. Og þá er við hæfi að ljúka þessum pistli með tilvitnun í magister Björn frá Steinnesi er við nutum gistivináttu hans á helgum jólum fyrir fáum árum. Gestur hans þá stundina var Einar sendiherra er kom í jóla- leyfi. Sögumaður kom í heimsókn til Björns, eins og tíðum, bæði fyrr og síðar. Að vanda tók hann gestum sínum vel. Er hann vék sér frá stutta stund ræddum við Einar hugðarefni. Er magister Björn kom til stofu, að liðinni skammri stund vorum við Einar niðursokknir í umræðuefnið. Rétt sem Björn kom inn svaraði ég máli Einars með nokkrum orðum. Birni fannst biðin löng. Brá sér fram í eldhús. Sótti kökubox til hátíðabrigða. Bauð okkur báðum. Við tókum sína kökuna hvor. Ég hélt áfram máli mínu. Björn segir: viltu ekki hafa kökurnar tvær, Pétur? Það er þá kannski einhver von til þess að þú þagnir ein- hverntíma. Og hérmeð skal þagnað að sinni. Með osta- og úrakveðjum frá Sviss. „Þar sem eldurinn aldrei deyr og allar klukkur stand .“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.