Morgunblaðið - 09.10.1979, Side 1

Morgunblaðið - 09.10.1979, Side 1
48SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 221. tbl. 66. árg. ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. (Ljósm. RAX). Varaði íslendinga við hlutleysi og kvað komm- únista í lýðræðislöndum bernska og auðtrúa. Sovézki andófsmaðurinn Vladimír Búkovskí flytur mál sitt á fjölmennum fundi í Reykjavík. Sjá nánar frétt á baksíðu og viðtal og frásögn á miðopnu. Fyrrverandi ráðherra fékk sex ára fangelsi Pretórlu, 8. október. AP. Reuter. HÆSTIRÉTTUR Suður-Afriku dæmdi i daj? Eschel Rhoodie fyrrum upplýsingaráðherra landsins i sex ára fangelsi fyrir svik og þjófnað i starfi i sambandi við áróðurshneykslið sem upp komst á siðasta ári. Var Rhoodie sekur fundinn i fimm ákæruatriðum af sjö. Er hann eini embættismaðurinn sem bendlaður hefur verið við málið er hlýtur dóm. Hefur Rhoodie verið veitt heimild til afrýjunar dóminum, en stjórnin hefur lýst sig andviga þvi að hann verði látinn laus gegn tryggingu. Rhoodie hefur lýst því yfir að þáverandi forsætisráðherra lands- ins, John Vorster, og aðrir ráðherr- ar hefðu haft fulla vitneskju um einstök atriði fimm ára áróðurs- áætlunar stjórnarinnar. Áróðrinum var ætlað að bæta almenningsálitið í garð stjórnar S-Afríku erlendis. í áætluninni fólst m.a. að kaupa eignaraðild í blöðum og fréttastof- um í Bandarikjunum og Bretlandi. Komið var á fót blaði, The Citizen, heima fyrir, og tilraun gerð til að kaupa blað sem er andsnúið stjórn- völdum, The Rand Daily Mail. Kostnaður við áróðursáætlunina, sem Rhoodie var aðalhöfundur að, var um 100 milljónir Bandarikja- dala, og var Rhoodie sakaður um að hafa látið jafnvirði 99,000 dollara renna í eigin vasa. Skömmu eftir að blöð fóru að skýra frá sumum atriðum hneyksl- ismálsins sagði Vorster af sér sem forsætisráðherra og tók við embætti forseta landsins, en frá því embætti hvarf hann fyrr á þessu ári. Rhoodie flýði land í nóvember 1978, eða mánuði áður en opinber rannsókn- arnefnd kærði hann fyrir aðild að málinu. Settist hann að í Frakklandi í sumar, en var fram- seldur í ágúst vegna málaferlanna yfir honum. Hefur Rhoodie haldið fram samsekt háttsettra manna og heitið að opinbera 40 segulbands- spólur með upptökum er drægju af allan efa í máiinu og leiddu til falls stjórnar Pieters Botha, ef hann hlyti ekki réttláta málsmeðferð. Páfínn heima Vatlkanlnu, 8. október. AP. Keuter. JÓHANNES Páll páfi annar kom i dag heim úr för sinni til írlands og Bandarikjanna og var honum vel fagnað á Rómarflugvelli. í ræðu við heimkomuna sagðist páfi vilja reyna að efla enn tengsl við bandarísku þjóðina, en ýmis ummæli páfa í Bandaríkjaförinni urðu til þess að hann fékk klerka, nunnur og óbreytta upp á móti sér. Einkum urðu framfarasinnaðir menn innan kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum óánægðir vegna ummæla páfa og lýstu þeir hann of þráheldinn á trúarbókstafinn. Næsta utanferð páfa verður að öllum líkindum til Filipseyja, en tímasetning þeirrar ferðar hefur ekki verið ákveðin. Sjá „Páfi kveður Bandarik- in“... bls. 47. Sovézkur sjómaður strauk Tampa, Flórída, 8. október. AP. Reuter. UNGUR sovézkur sjómaður strauk af skipi sinu þar sem það lá við bryggju i Tampa siðastlið- inn þriðjudag. að þvi er skýrt var frá i dag. Sjómaðurinn, sem er 19 ára, bað um hæli sem pólitískur flótta- maður. Hann hafði ekki lokið námi frá vélstjóraskóla í Sovétríkjunum og hyggst Ijúka námi í Bandaríkjunum og helga sig sjómennsku. Ekki var fyrr skýrt frá flótta sjómannsins, sem heitir Igor Aleksandrovich Pono- makenko, þar sem staðið hafa yfir viðræður diplómata um framtíð flóttamannsins. Talsmaður skrifstofu alríkis- lögreglunnar (FBI) í Tampa sagði i dag að svo virtist sem Ponomak- enko hafi notið liðsinnis tengiliða í landi við flóttann frá borði. LJóem. Eailiau Haustdýrð er nú með fádæmum i Reykjavik, en slagveðrið fyrir helgi feykti nokkru af laufskrúðinu af trjánum. 8 manns fórust með leiguflugvél Cincinnati, Ohio, 8. okt. AP. Reuter. ÁTTA manns fórust er leiguflugvél af gerðinni Piper Navaho hrapaði til jarðar nokkrum sekúndum eftir flugtak af flugvellin- um i Cincinnati í morgun. Einn farþeganna lifði brot- lendinguna, en lézt klukku- stundu síðar á sjúkrahúsi af sárum sínum. Flugvélin var á leið til Nash- ville, en er hún hafði klifrað í 400 feta hæð ofreis vélin. Fór hún kollveltu og lenti á hvolfi. Sjónarvottar sögðu að hægri hreyfill vélarinnar hefði misst afl skömmu eftir flugtak, og við það hefði vélin ofrisið. Dollar eflist London, 8. október. AP. reuter. BANDARÍKJADALUR var í hærra verði en nokkru sinni fyrr síðustu 12 mánuðina á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu í dag, og ekki hefur hann verið hærri gagnvart jeninu í 17 mánuði. Gullúnsan lækkaði og seld- ist á 382 dollara í London og 372,5 dollara í Zurich. Lö fe )greglu lldir á Madrid, 8. október. AP. Reuter. ÞRÍR lögreglumenn í norðurhér- uðum Spánar féllu í dag fyrir kúlum hryðjuverkamanna úr að- skilnaðarsamtökum Baska (Eta) og sex særðust alvarlega, að sögn yfirvalda. Morðingjarnir, sem búnir voru vélbyssum og skammbyssum, létu til skarar skríða gegn lögreglu- menn Spáni mönnunum á þremur stöðum í Baskahéruðunum. Er talið að að- gerðirnar standi í sambandi við yfirstandandi ferðalag innanríkis- ráðherra landsins og yfirmanna lögreglu Spánar um Baskahéruð til þess að skipuleggja öryggis- gæzlu við kosningar um heima- stjórn Baska 25. óktóber næstk- omandi. Nato kannar einhliða brottflutning Rússa Vln, 8. október. AP. NATO ætlar að leggja fast að Rússum i þessari viku að gefa skýringu á fyrirætlunum þeirra um að flytja heim allt að 20.000 her- menn og 1.000 skriðdreka frá Austur-Þýzkalandi, samkvæmt vestrænum heimildum i Vin i dag. Heimildarmennirnir segja að ein- hliða brottflutningur sá sem Leonid Brezhnev forseti boðaði i Aust- ur-Berlín um helgina væri skref i rétta átt, en þó mundu Rússar haida yfirburðum sinum i mann- afla og skriðdrekum i Mið-Evrópu. Samningamenn NATO vilja kom- ast að raun um hvernig fyrirætlan- irnar tengjast viðræðum þeim sem hafa staðið yfir í sex ár í Vín, fækkun herja og niðurskurð her- gagna í Mið-Evrópu Brezhnev minntist ekki á Vínar-viðræðurnar í ræðu sinni og Rússar virðast snið- ganga viðræðurnar þótt áformin hafi alvarleg áhrif á þær. Vestræn ríki hefja tilraunir sínar til að kanna áform Rússa á regluleg- um, vikulegum fundi samninga- nefndanna í Vín sem eru undir forsæti Jonathan Dean frá Banda- ríkjunum og Nikolai Tarasovs frá Sovétríkjunum. Á fundinum mun Tarasov veita nánari upplýsingar um fyrirætlanirnar og á fimmtudag verður 214. fundur 12 NATO-ríkja og sjö Varsjárbandalagslanda um fækkun herja haldinn. Starfsmenn NATO vona að ákvörðun Rússa tákni ekki að þeir hafi ekki lengur áhuga á samninga- viðræðum við Vesturveldin um fækkun herja. Hingað til hafa tilboð frá Rússum um brottflutníng hersveita frá Austur-Þýzkalandi verið háð því skilyrði að Bandaríkjamenn lofuðu 8vipuðum brottflutningi frá Vest- ur-Þýzkalandi. Að sögn NATO hefur Varsjár- bandalagið um 950.000 hermenn og 15.500 skriðdreka í Austur-Þýzka- landi, Póllandi og Tékkóslóvakíu. Á það er bent að Rússar geta flutt aftur hermenn sem þeir kalla heim og að það sé mögulegt en ólíklegt að Austur-Þjóðverjar kalli út aukalið til að hlaupa í skarðið. Sjá frétt á bls. 46.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.