Morgunblaðið - 09.10.1979, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 09.10.1979, Qupperneq 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 Þetta gerðist 9. október 1976 — Val Hua Kuo-fengs sem eftirmanns Mao Tse-tungs kunngert. 1972 — Leyniviðræður Henry Kiss- ingers við Norður-Víetnama í París. 1962 — Uganda fær sjálfstæði. 1945 — Pierre Laval dæmdur til dauða fyrir samvinnu við Þjóðverja. 1934 — Alexander Júgóslavíukon- ungur ráðinn af dögum í Marseilles. 1914 — Fyrsta orrustan við Ypres hefst. 1875 — Alþjóða póstsambandið (UPU) stofnað. 1806 — Prússar segja Frökkum stríð á hendur. 1804 — Hobart, Tasmaníu, stofn- sett. 1801 — Tyrkir ná aftur Egyptalandi formlega með samningi við Frakka. 1760 — Rússar taka Berlín. 1561 — Sáttafundur kaþólskra og mótmælenda í Poissy út um þúfur. 1514 — Loðvík XII af Frakklandi kvænist Maríu Túdor. Afmæli — Alfred Dreyfus, franskur liðsforingi (1859-1935) - Karl Wil- helm, hertogi af Brúnsvík (1735— 1806). Andlát - Píus páfi XII 1958 - André Maurois, rithöfundur, 1967. Innlent — Síðasti ríkisráðsfundur Sveins Björnssonar forseta 1951. — Tilkynnt um eldhræringar við Öskju 1961 — TF-Eir brotnar í lendingu í Rjúpnafelli 1971. — f. Jakob Jóh. Smári 1889. — d. Jón Pétursson læknir 1801. — Einar bp Þorsteins- son 1696. — Lárus Rist 1964. Orð dagsins — í stjórnmálum skaltu hafa formsatriðin í lagi; skítt með siðgæðið — Mark Twain, banda- rískur rithöfundur (1835—1910). Skæruliðar Polisario í Vestur-Sahara. Skæruliðar ná bæ í Sahara Algeirsbors. 8. okt. Reuter. SKÆRULIÐAR hreyfingarinnar Polisario, sem berst fyrir sjálfstæði Vestur-Sahara, sögðu i dag að þeir hefðu náð á sitt vald bænum Smara, öðrum stærsta bæ landsins, sem er auðugt af fosfati. Smara féll eftir næturlanga orrustu fyrir tveimur dögum og mikið mannfall varð i iiði Marokkómanna segir í tilkynningu frá hreyfingunni. En harðir bardagar halda áfram samkvæmt tilkynningunni. Lítil systkini brenndust til bana í baðinu í NORSKA blaðinu Aftenposten er sagt frá hörmulegum atburði sem varð i Nydalen á dögunum, er tvö litil systkini brenndust til bana undir sjóðandi sturtuvatni i baðherberginu á heimilinu. Börnin voru þriggja og fimm ára gömul. Móðirin hafði farið frá börnunum og hún hafði skilið þau eftir i leikkari úr plasti með volgu vatni, þar sem þau skemmtu sér konunglega. Þau hafa siðan teygt sig upp i sturtukranann og skrúfað kröft- uglega frá heitavatnskrananum og ekki getað skrúfað fyrir hann aftur. Börnin eru af tyrknesku for- eldri og frændi barnanna gekk framhjá húsinu síðdegis og heyrði óhljóð og vein innan úr húsinu. Hélt hann fyrst, að börn- in væru að rífast eða í fjörugum leik en sá síðan, að vatn fossaði út úr baðherberginu og kvaddi föður þeirra á vettvang sem vann skammt frá. Þeir komu tíu mínútum síðar og var þá allt hljótt. Þeir brutu upp baðher- bergisdyrnar en hitinn var svo mikill að þeir komust ekki að sturtunni fyrr en eftir nokkrar mínútur. Börnin voru bæði látin þegar á sjúkrahúsið kom. Smara er mikilvægur setuliðsbær á varnarsvæði því sem er á valdi Marokkó í Vestur-Sahara ásamt E1 Aaiun, höfuðborg héraðsins, og Bu Craa þar sem fosfatsvæðin eru. Fall Smara væri alvarlegasta áfall Marokkómanna síðan stríðið hófst 1976 ef fréttin fæst staðfest. Skæruliðar Polisario hafa að und- anförnu hert á baráttu sinni fyrir sjálfstæði Vestur-Sahara sem Spán- verjar afsöluðu sér í hendur Mar- okkó og Máritaníu. En herforingja- stjórnin í Máritaníu afsalaði sér öllu tilkalli til héraðsins samkvæmt friðarsamningi sem hún gerði við Polisario, sem Alsírsmenn styðja, í ágúst. Þegar Máritaníumenn hörf- uðu innlimuðu Marokkómenn suður- hlutann sem var áður stjórnað frá Noukchott. Síðan hefur Polisario aukið árásir sínar inn í Vestur-Sahara. Sam- kvæmt tilkynningu, sem var birt í gærkvöldi, voru 120 Marokkóher- menn felldir og 80 særðust í árás á herbækistöðvarnar í Zak sem er rammlega víggirtur bær. Kohut svipt- ur ríkisfangi Vínarborg, 8. október. AP. Reuter. PAVEL Kohut, hinn frægi tékkn- eski leikritahöfundur, sem var neitað um að snúa heim til Tékkóslóvakíu fyrir helgina, hef- ur nú verið sviptur rikisborgara- Brezhnev lofar að kalla heim hermenn Moskvu, 8. október. AP. Reuter. LEONID Brezhnev forseti kom aftur ti) Moskvu f dag frá Austur- Berlin þar sem hann var viðstadd- ur hátiðahöld á 30 ára afmæli austur-þýzka kommúnistarikisins. f rseðu scm Brezhnev hélt í Austur-Berlin gerði hann nokkrar tillögur um hernaðarástandið i Evrópu og hét því meðal annars að kaila heim einhliða allt að 20.000 sovézka hermenn og 1.000 skrið- dreka frá Austur-Þýzkalandi inn- an 12 mánaða. Viðstaddir hátiðahöldin voru leiðtogar annarra kommúnista- landa. Á gifurlegri hersýningu á sunnudag var meðal annars sýnd- ur sovézk-smiðaður T-72-skrið- dreki, fullkomnasta tegundin sem tefit er fram i Austur-Evrópu. Hann hefur ekki áður sézt á austur-þýzkum hersýningum. Vestrænn fulltrúi sagði að her- sýningin hefði verið „dálítið her- skárri" en aðrar nýlegar hersýn- ingar Austur-Þjóðverja. Austur- þýzkur sjónvarpsfréttamaður sagði að þetta væri mesta hersýning í sögu Austur-Þýzkalands. Brezhnev hefur hlotið mikið lof í Austur-Evrópu fyrir loforð sitt, en bandaríska stjórnin og NATO-ríki hafa tekið varkára afstöðu. Hófleg bjartsýni kemur fram í opinberum yfirlýsingum, en brezkt blað sagði að loforð Rússa væri „ekkert annað en sniðugt áróðursbragð". Brezhnev skoraði á vestræn riki að fara að dæmi sínu, en bandaríska utanríkisráðuneytið benti á í svari sínu að Rússar hefðu í svipinn hernaðarlega yfirburði í Evrópu. í viðræðunum í Vín um fækkun herja í Mið-Evrópu hafa Bandaríkjamenn hvatt til brott- flutnings 65.000—70.000 hermanna og 1.700 skriðdreka í staðinn fyrir brottflutning 1.000 bandarískra kjarnaodda, 29.000 manna, 54 flug- véla og 36 stuttdrægra eldflauga. En bandaríska utanríkisráðuneytið segir að tillaga Brezhnevs „virðist hafa að geyma nokkra jákvæða þætti". I Bonn sagði talsmaður vestur- þýzku stjórnarinnar, Klaus Bölling, að fagna bæri nýjum vilja Brezh- nevs á samningum um hergagnatak- markanir. En hann sagði að NATO þyrfti að láta fara fram „nákvæma könnun" á loforði Brezhnevs. Starfsmaður NATO í Briissel sagði að loforð Brezhnevs kynni að vera marklaust ef hermennirnir yrðu aðeins fluttir til Póllands. En ef Rússar vildu sýna góðan vilja með loforðinu mætti ekki vísa því á bug og ræða Brezhnevs yrði skoðuð orð fyrir orð. rétti sinum. Kohut greindi frétta- mönnum frá þessu cftir að hann hafði verið kvaddur i sendiráð Tékkóslóvakiu i Vín og þar sagt frá þessu. Hann sagði, að kona hans Jelena héldi rikisborgara- rétti sinum. I bréfi því sem Kohut var afhent í sendiráðinu voru gefnar þrjár ástæður fyrir þessu: að hann hefði haft tengsl við tékkneska útflytj- endur, þar á meðal Zdenek Mlynar, fyrrverandi ritara meðnefndar kommúnistaflokksins og Premysl Janyr, blaðamann, en þeir hafa báðir búið í útlegð í Austurríki í nokkur ár. Þá var hann einnig sakaður um að hafa gefið tvö eða þrjú viðtöl meðan hann var í Austurríki sem væru fjandsamleg. En að sögn Kohuts var þá meginástæðan fyrir því útgáfa skáldsögu hans á Vesturlöndum, nánar tiltekið á þýzku, „Die Henk- erin“, og var henni lýst sem and-tékkneskri og ruddalegri að efni til. í þriðja lagi var sagt að tékkn- esk stjórnvöld hefðu komizt að því hjá vestur- þýzkum lögmanni, Dieter Lattmann, að Kohut ætlaði að „taka að sér stjórn andstöðunn- ar“ í Bæheimi. Tékkneska sendiráðið staðfesti síðan frásögn Kohuts með yfirlýs- ingu sem gefin var út um málið. J.P. Narayan lézt í gær LEONIP Brezhnev (tv.) forseti Sovétrikjanna og Erich Honecker leiðtogi Austur-Þýzkalands kyssast við athöfn þar sem Brezhnev var öðru sinni sæmdur heiðurstitlinum „Hetja Þýzka alþýðulýðveldisins“. Við sama tækifæri var Brezhnev einnig sæmdur öðru sinni Karl Marx medaliunni. Portisch er efstur Rio de Janeiro. 8. október. AP. PORTISCH vann Rússann Balas- hov á millisvæðamótinu í Rio de Janeiro á sunnudaginn og komst þar með i efsta sætið. Hbner sem leiddi mótið þar til á sunnudaginn gerði jafntefli við Ungverjann Holn. Velimirovic frá Júgóslavíu vann Harandi frá Iran. Aðrar skákir enduðu með jafntefli eða fóru í bið. Staðan eftir 11. umferð: Port- isch 7'A v., Hubner 7, Vaganian 6 (ein biðskák), Petrosjan og Sax 6, Sunye 5'h (tvær biðskákir), Smejkal 5'/i (ein), Balashov 5, Ickov 4‘/2 (ein), Timman 4 (ein), Shamkovich, Velimirovic og Herbrt 3'A, Torre 3'h, Bronstein og Garcia 2'/2, Harandi 2, Kagan l'h (ein biðskák). Nýju Delhi, 8. okt. Reuter. AP. JAYAPRAKASH Narayan, einn þekktasti og áhrifamesti stjórn- málamaður i Indlandi langar tíðir og sá sem leiddi stjórnarandstöðuna gegn Indiru Gandhi á árunum milli 1960—1970, lézt i dag á heimili sinu i Patna. Hann var 76 ára gamall. Narayan sat i fangelsi þegar Gandhi setti á undanþágulög 1975 og mun heilsufar hans þá hafa beðið mjög alvarlegan hnekki, en hann hefur lengi verið nýrna- og hjarta- veill. Narayan, sem hjá Indverjum var venjulega aðeins kallaður „J.P“, var um hríð talinn líklegur eftirmaður, Jawaharlal Nehru, eftir að hann lézt 1964. Narayan dró sig út úr stjórn- málavafstri upp úr 1950 og kom ekki aftur fram á sjónarsviðið fyrr en árið 1974 til að berjast gegn spillingu, hækkandi verðlagi og atvinnuleysi og hann varð einn helztur talsmaður þeirra sem vildu Indiru Gandhi úr valdastóli. Eftir að Narayan var sleppt úr fangelsi sagðist hann ekki mundu hafa afskipti af stjórnmálum fyrr en hann hefði náð heilsu. En þegar Janataflokkurinn bar svo sigurorð af Kongressflokknum 1977 þótti Narayan koma mjög til álita J.P. ávarpar útifund i júni 1975. Hann var þá sjúkur maður og hefur siðan lengst af verið mjög veikur. sem forsætisráðherra. Hann neitaði því og hvatti til að Desai tæki við starfinu. Hann mun fljótlega hafa orðið fyrir vonbrigðum með stjórn Desai og sagði í viðtali á sl. ári, að hann væri mjög ólukkulegur yfir þróun mála innan Janataflokksins. „Indira Gandhi gæti jafnvel komizt aftur til valda — og það mætti rekja til mistaka Janatabandalagsins, en ekki hennar verðleika," sagði hann. Nú er komið í ljós að Indira Gandhi nýtur og langmest stuðnings og líkur sterkar fyrir því að hún vinni kosn- ingarnar í desember eða snemma janúar. Naryan naut virðingar langt út fyrir mörk lands síns. Carter Banda- ríkjaforseti hafði boðizt til að sjá um að hann fengi læknismeðferð í Bandaríkjunum þegar hann veiktist hastarlega í marzmánuði. Desai varð þá á sú hrapalega skyssa að segja frá því í indverska þinginu, að „J.P“ væri andaður. Síðar baðst hann afsökunar á því og sagðist hafa fengið rangar upplýsingar. Vakti þetta feiknalega gremju meðal Indverja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.