Morgunblaðið - 09.10.1979, Side 41

Morgunblaðið - 09.10.1979, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 21 „Möguleikarnir eru fyrir hendi“ „VIÐ STEFNUM að sjálfsögðu að því að sýna góðan leik gegn Tékkunum og ef vel tekst til, eru möguleikar á góðri út- komu,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson einvaldur íslenska handboltalandsliðsins aðspurð- ur um möguleika íslands gegn Tékkum. Ein spurning sem vaknar er sú hvort íslendingar hafi nokk- uð í tékkana að gera i byrjun keppnistímabilsins hérlendis. Því svaraði Jóhann á þá leið, að islenskir handboltamenn hefðu liklega aldrei verið í jafngóðri æfingu að haustlagi og væri það þvi að þakka að flest liðanna hafa æft meira og minna i allt sumar. Það er óhætt að taka undir þau orð landsliðsþjálfarans, handboltinn hefur sennilega aldrei verið jafn frískur að hausti hérlendis og nú, um það vitna 1200 áhorfendur á úrslita- leik Reykjavíkurmótsins milli Víkings og Vals, en það er 100 prósent aukning á ahorfenda- fjölda miðað við samsvarandi leik í fyrra. Almenningur er fljótur að taka við sér þegar eitthvað er að sjá. Þá kvaðst Jóhann Ingi hafa legið yfir mynd-spólum af tékkn- eska liðinu í leik. Hann sagði að liðið skipuðu margir góðir leik- menn, en tékkneskur handknatt- leikur hefði síður en svo yfir- burði yfir íslenskan eins og staðan er í dag. Á það má minna í þessu sambandi, að leikir íslands og Tékkóslóvakíu hafa oft verið hinir eftirminnilegustu, jöfnunarmörk á lokasekúndum og fleira í líkum dúr. Er skemmst að minnast B-keppn- innar á Spáni þegar liðin skildu jöfn í hörkuleik, 12—12! Bjarni Guðmundsson skoraði þá tólfta mark íslands og jöfnunarmarkið á síðustu sekúndunum. ólafur H. Jónsson fyrirliði hafði þetta að segja um horfurn- ar: „Þær eru góðar. Ég er undrandi yfir því hve góður handknattleikurinn hefur verið í haust og vona að það speglist í landsleikjunum. Við getum allt- af skorað mörk, stóra spurningin er hvernig til tekst með varnar- leikinn." KK Arni hættir landsliðinu ÁRNI Indriðason, fyrirliði islenska landsliðsins i hand- knattleik, hefur ákveðið að leika ekki fleiri landsleiki fyrir íslands hönd. I Ákvörðun Árna mun vera óhagganleg og verður sjónar- sviptir að þessum baráttuglaða leikmanni. Árni lék um 60 lands- leiki og er í dag einn snjallasti varnarmaður á landinu og drjúgur línumaður að auki. Árni verður þó áfram á fleygi- ferð með liði Víkings og ef að líkum lætur, mun honum þykja nóg um það álag sem fylgir því að æfa með félagsliði, þótt ekki bætist við hinar rosalegu æf- ingatarnir og ferðalög með landsliðinu. • Árni í kröppum dansi i landsleik. Hann hefur leikið sinn siðasta landsleik. Viggó Sigurðsson stendur sig mjög vel með liði sinu F.C. Barcelona i handknattleik. Á myndinni er Viggó með tveimur heimsþekktumstjörnum sem einnig eru atvinnumenn hjá sama félagi, þeim Allan Simonsen og Hans Krankl. Sjá spjall við Viggó á bls. 23. Ljósmynd ÞR. Fyrstu handfcnattleiks landsleikir haustsins FYRSTU landsleikirnir i handknattleik á vetrinum fara fram í næstu viku, mánudaginn, þriðjudaginn og miðvikudaginn. Mót- herjarnir eru ekki af lakara taginu, Tékkar. Svo kann að fara, að f jórði leikurinn bætist við, en á þessu stigi er ekki hægt að fullyrða um það. Fyrsti leikurinn fer fram mánudaginn 15. október i Laugar- dalshöllinni og daginn eftir verður einnig leikið i Höllinni. Á miðvikudaginn verður hins vegar breytt til og leikið á Selfossi og mætir þá landslið íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri hinum sterku Tékkum. Landsliðsþjálfarinn og einvaidurinn Jóhann Ingi Gunnarsson hefur valið 14 manna hóp fyrir A-landsleikina. Hópinn skipa eftirfarandi leikmenn (landsleikjafjöldi og mörk innan sviga): Markverðir: Jens Einarsson Víkingi (14) Kristján Sigmundsson Vík. (25) Aðrir leikmenn: Bjarni Guðmundsson Val (48-48) Erlendur Hermannsson Vík. (2-7) Þorbjörn Guðmundsson Val (52-104) Steinar Birgisson Vík. (0—0) Hörður Harðarson Haukum (6-10) Ólafur H. Jónsson Þrótti (116-290) Steindór Gunnarsson Val (28-26) Ölafur Jónsson Vík. (32—39) Bjarni Bessason ÍR (0—0) Stefán Gunnarsson Val (55—29) Þorbergur Aðalsteinsson Vík. (23-29) Páll Björgvinsson Vík. (44—114) Svo sem sjá má, eru í hópnum tveir nýliðar, þeir Bjarni Bessa- son og Steinar Birgisson. Báðir eru þeir skyttur, en líklega eru skiptar skoðanir um það, hvort val þeirra megi kallast óvænt. Vafalaust leggja þeir þó allt af mörkunum. Margir sakna eflaust Árna Indriðasonar af listanum, en hann gefur ekki kost á sér í landsliðið. Ákvörðun hans mun vera óhagganleg og því hefur Jóhann Ingi skipað Ólaf H. Jónsson fyrirliða, en hann er ekki ókunnugur þeim starfa. Þá er eftirtektarvert, að í hópnum eru aðeins 14 leikmenn, en ekki 16 eins og að öllu jöfnu. Skýringuna á þessu kvað Jóhann vera þá, að með svo litlum undirbúningi sem landsliðið fær fyrir leiki þessa, væri betra að byggja upp samstilltan hóp með fáum mönnum. Landsleikir þessir gegn Tékk- um eru fyrsta viðfangsefni nýs landsliðskjarna, þess kjarna sem á að keppa á undankeppni HM 1981. Kjarnann munu skipa þeir, sem koma vel út úr leikjunum svo og efnilegustu unglingarnir á HM unglinga í Danmörku í lok þessa mánaðar. Síðan er Baltic- keppnin svokallaða á dagskrá í janúar næstkomandi og mætir Island þar firnasterkum mót- herjum. Annað, sem menn reka augun í varðandi landsliðshópinn, er fjarvera þeirra leikmanna sem leika erlendis og má þar nefna Axel Axelsson, Jón Pétur Jóns- son og Viggó Sigurðsson. Það er skoðun Jóhanns Inga, að ekki sé rétt að sækja menn út fyrir landsteinana fyrir leiki sem þessa. Það kæmi aðeins til greina fyrir meiri háttar mót, þannig að viðkomandi leikmenn gætu æft með hópnum. Og þá aðeins að ljóst væri að ekki væru til jafngóðir leikmenn í viðkom- andi stöður hér heima. Þess má að lokum geta, að Ólafur H. Jónsson mun jafna landsleikjamet Geirs Hall- steinssonar. Geir hefur leikið 118 landsleiki og mun vera hættur þeirri iðju. Ólafur hefur hins vegar leikið 116 og honum því allir vegir færir að setja nýtt íslenskt landsleikjamet. Ný stjarna til KR-inga • Kapparnir þrír fyrir miðri mynd koma allir mikið við sögu í herbúðum KR-inga þessa dag- ana. Svertinginn vinstra megin er Dakarsta Webster, eða spóinn eins og hann hefur verið nefndur. Við hlið hans er Marw- in Jackson, nýjasti svertinginn. Hann mun taka stöðu spóans, sem mun vera á förum héðan áður en langt um líður. KR-ingar munu þó hafa i hyggju að tefla báðum fram í Evrópukeppninni. Spóinn hefur ekki staðið undir vonum KR-inga. Hann er víst ágætur varnarmaður. en ekki eins sprækur sóknarmaður. Jackson mun vera af öðru sauðahúsi. Hann kann vist svo mikið fyrir sér, að Hariem Globetrotters, sýningarliðið fræga, bauð hon- um að ganga til liðs við sig. Verður spennandi að sjá til kappans i vetur. Til hægri við Jackson situr Jón Sigurðsson, sem hefur ekki getað leikið síðustu vikurnar vegna meiðsla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.