Morgunblaðið - 09.10.1979, Síða 15

Morgunblaðið - 09.10.1979, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 15 Götumynd frá Bolungarvík. Ljósm.: Gunnar Hallsson. Um 87% gatna í Bolungarvík med bundnu slitlagi Bolungarvík, 5. okt. UNDANFARIN ár hefur ver- ið unnið markvisst að því á egum bæjarfélagsins að setja bundið slitlag á götur bæjar- ins. í upphafi þessa árs var búið að setja bundið slitlag á um 4800 metra og í sumar var lokið við tæplega 1700 metra þannig að í dag eru 6540 metrar af gatnakerfinu með bundnu slitlagi af 7490 metra heildargatnakerfi, sem þýðir að 87,3% gatna í Bolungarvík eru frágengnar. Eftir er að steypa kantsteina við þær götur, sem lagðar voru í sumar. Öll undirbúningsvinna í sumar var unnin af starfs- mönnum bæjarins en verktak- afyrirtækið Miðfell hf. sá um útlagninguna. í sumar var unnið að ný- byggingu gatna sem lengja gatnakerfið 400 metra og eru þær götur unnar að fullu undir lagningu varanlegs slitlags. — Gunnar. minntist á, því hana afhenti ég formanni þingflokks sjálfstæðis- manna s.l. vor. Hitt verður fróðlegt að sjá, hvernig sjálfstæðismenn ætla sér að hækka lánin strax í 80% án nokkurs útgjaldaauka fyrir ríkissjóð eins og þingmaðurinn staðhæfði. Það hljóta að vera mikil töfrabrögð, því það eitt, að ná þessu marki fyrir venjuleg nýbyggingalán á 10 árum, kostar væntanlega um 32 milljarða krónaí auknum framlögum til sjóðsins og annað eins í auknum lántökuheimildum á tímabilinu. Auk þess arf verulegt viðbótar- fjármagn inn í félagslega lána- kerfið. Þar verður þó að töluverðu leyti byggt á lánsfé frá lífeyris- sjóðunum, sem þannig verður endurlánað láglaunafólki fyrir milligöngu Byggingarsjóðs verka- manna. Eg vona þó, þjóðarinnar vegna, að þessi staðhæfing þingmannsins sé haldbetri en annað, sem fram kemur í viðtalinu. Það verður einnig forvitnilegt að sjá útfærða í frumvarpi sjálf- stæðismanna þá snjöllu hugmynd, að þessi nýju 80% lán fylgi lánþegum en ekki íbúðum. Hvað skeður þegar lántakandi skiptir á stóru húsnæði fyrir minna og ódýrara, selur húseign eða missir án þess að eignast aðra í staðinn, flytur af landi brott eða jafnvel yfir „móðuna miklu?" Með hvaða hætti á þafað tryggja lánin eða á bara einfaldlega að hætta slíkum kúnstum? Fyrst ég er ánnað borð farinn að syndga upp á náðina hjá Morgun- blaðinu langar mig til að koma að einni lítilli leiðréttingu í viðbót. A.m.k. tvívegis hefur Morgun- blaðið gefið það í skyn, í ritstjórn- argreinum, að ég hafi beint eða óbeint lagt blessun mína yfir síðustu útreikninga hinnar svo- kölluðu sexmanna-nefndar á verð- lagningu landbúnaðarvara. Þetta er með öllu rangt. Þegar útreikningar nefndarinn- ar voru lagðir fyrir ríkisstjórnina (til samþykktar eða synjunar) þótti öllum ráðherrunum, að mjög svo hafi verið yfir markið skotið. Málinu var frestað, en mér ásamt viðskiptaráðherra og land- búnaðarráðherra falið að kanna það nánar Sem lið í þessari könnun kvaddi ég og viðskiptaráðherra fulltrúa neytenda á okkar fund til að fá útskýringar á ýmsum þeim atrið- um, sem okkur þóttu vafasöm. Við fengum svör við spurningum okk- ar, en mikið vantaði á, að við teldum öll svörin fullnægjandi og þaðan af síður lögðum við blessun okkar yfir útreikningana, hvorki beint né óbeint. Ég vil sérstaklega taka það fram, að þetta var eftir að sex- mannanefndin hafði gengið frá og undirritað „samning" um verð- lagninu landbúnaðarvara. I framhaldi af þessu lagði ég til, fyrst í fyrrnefndum 3ja ráðherra hóp, síðan í ríkisstjórninni, að ríkisstjórnin notaði heimildir verðstöðvunarlaga tilað fresta gildistöku samningsins þar til þing kæmi saman, en tíminn þangað til yrði notaður til að freista þess að finna lausn, sem allir gætu sætt sig við, á þeim þrefalda vanda, sem landbúnaður- inn (og neytendur) stæðu frammi fyrir, þ.e. vanda vegna harðinda, vegna ónógra útflutningsuppbóta (v/10% reglunnar) og vanda verð- lagningarinnar. Þessa tillögu mína samþykktu aðrir ráðherrar og þingflokkur Alþýðuflokksins. Mér er því með öllu óskiljanlegt hvers vegna ritstjórar Morgun- blaðsins telja, að ég hafi á ein- hverju stigi málsins fallist á niðurstöður sexmanna-nefndar- innar. Með þakklæti fyrir birtinguna Magnús H. Magnússon félagsmálaráðherra. Suomi-félagið 10.40 O irn m ntnfn Árið 1949, 9. október, var stofn- að i Tjarnarcafé i Reykjavik félag til eflingar samvinnu Finna og tslendinga. Þar mættu um sjötiu áhugamenn. — Eiríkur Leifsson þáverandi aðalræðismaður Finn- lands á tslandi setti fundinn og gat þess i ávarpi, að undirbún- ingsfundur hefði þá nýlega verið haldinn með nokkrum mönnum á heimili sinu með félagsstofnun i huga. Til fundarstjóra kvaddi Eirikur Benekikt G. Waage, en til fundarritara Friðrik K. Magnús- son. — Nokkrar umræður urðu um nafn félagsins og komu f jórar tillögur fram. Við atkvæða- greiðslu hlaut nafnið Suomi fiest atkvæði eða 41. — Á fundinum vor lögð fram drög að félagslögum. Voru þau samþykkt grein fyrir grein. Nýlcga hafa lögin verið endurskoðuð og á þeim gerð minni háttar breytingar. Þá var gengið til stjórnarkosninga. Formaður var kjörinn Jens Guðbjörnsson, en meðstjórnendur Marja Pietilð, Benedikt G. Waage, sr. Sigurbjörn Á. Gíslason og Sveinn K. Sveins- son. Endurskoðendur voru kosnir: Friðrik K. Magnússon og Magnús Jochumsson. Við lok fundar færði fundarstjóri Eiriki aðalræðis- manni þakkir fyrir frumkvæði að stofnun félagsins. SkOmmu eftir félagsstofndag hélt stjórn sinn fyrsta fund. Skipti stjórnin þá með sér verkum: Sveinn K. Sveinsson varð ritari, sr. Sigurbjörn Á. Gislason gjald- keri, Benedikt G. Waage varafor- maður og Marja Pietila bréfritari. Allt fram undir miðja yfirstand- andi öld voru tengsl Finnlands og íslands næsta lítil, enda áttu stop- ara nokkrir Finnar dvöldu hér árum saman, en mest kvenlyfjafræðing- ar, sem störfuðu í apótekum í Reykjavík og víðar um land. Með þessu var jarðvegur nokkuð undirbúinn til stofnunar vináttu- 9g menningarfélags Finna og Islendinga. Og það sagði til sín 9. okt. 1949 með stofnun Suomifélags- ins sem enn lifir góðu lífi. Eftir að félagið hafði verið stofn- að gekkst það fyrir árshátíð 6. des. á fullveldisdegi Finna. Hefur hún aldrei fallið niður í þrjátíu ára sögu félagsins. Sr. Sigurbjörn Á. Gíslason sagði sig úr stjórn félagsins ekki löngu eftir stofnfundinn. í hans stað var kosinn Guðmundur Einarsson frá Miðdal, kunnur Finnlandsvinur, er oft sýndi myndir sínar í Finnlandi við góðan orðstír. — Þeir Guðmundur og Benedikt G. Waage áttu sæti i stjórninni til dauðadags. En hinir tveir: Jens og Friðrik til 1968 og Sveinn til 1976. Eftir fundargerðarbók að dæma virðist hafa verið býsna mikið líf í félaginu fyrstu árin. Hingað hafa komið frá Finnlandi góðir gestir og skemmt landsmönnum með mynd- list og sönglist, þjóðdönsum og fróðlegum erindum. Þá skal því eigi gleymt, að félagið, sem annars bjó við þröngan fjárhag, gaf húsgögn í finnska stúdentaherbergið í Gamla Stúdentagarðinum. Núverandi stjórn Suomi, sitjandi írá vinstri: Barbro Þórðarson formaður og Christell Þorsteinsson spjaldskrárritari. Standandi frá vinstri: Sigurjón Guðjónsson ritari, Hjálmar Ólafsson varaformaður og Benedikt Bogason gjaldkeri. ular samgöngur sinn þátt í því. Helzt voru þau viðskiptalegs eðlis. íslendingar keyptu töluvert af tim- bri frá Finnlandi og Finnar síld af íslendingum. Kynni þjóðanna voru því nær engin. Að vísu stunduðu Finnar hér síldveiðar um skeið fyrir Norðurlandi og allt fram að síðari heimsstyrjöld og hófu þær að nýju eftir að stríðinu var lokið enn um sinn. Kynni íslendinga af Finn- um voru því mest bundin við síldveiðisjómenn. — Að íslending- ar dveldu í Finnlandi á þessum árum heyrði næst til undantekn- inga, helzt ein og ein hjúkrunar- kona, er stundaði þar nám. Áhugi íslendinga fyrir Finnlandi óx mjög í vetrarstríðinu veturinn 1939—1940. Finnar nutu þá hér á landi geysimikillar samúðar. Fjár- söfnun var hleypt af stað um land allt til styrktar Finnum. í þessari söfnun gekk sr. Sigurbjörn Á. Gíslason fram fyrir skjöldu, enda sæmdu Finnar hann síðan heiðurs- merki fyrir hans ósérplægna starf. Eftir stríðið, meðan Finnland var enn í sárum, varð til vísir að fyrstu menningartengslum milli þjóðanna. — Flokkar íþróttamanna sýndu Finnlandi fimleika og íslenzka glímu og einstakir íslenzk- ir listamenn gistu landið við góðar viðtökur. Og þegar lengra leið fram fóru íslenzkir stúdentar að leita þangað til náms, einkum í verk- fræði og húsagerðarlist, sem Finn- ar eru frægir fyrir. Þannig fjölgaði smátt og smátt þeim Islendingum sem höfðu kynnst Finnum. Auk þess sem Svo er að sjá sem nokkurrar lægðar gæti í starfsemi félagsins frá ofanverðum sjötta áratug og allt til jafnlengdar hins sjöunda. — En frá því og til þessa dags verður ekki annað sagt en að félagslífið hafi verið blómlegt. Hafa finnskir lektorar hér við Háskólann átt sinn þátt í því, enda hafa þeir verið stjórn félagsins mjög innan handar um margskonar fyrirgreiðslu. Þó hefur fjárskortur jafnan verið félaginu fjötur um fót en oft hefur það notið stuðnings velviljaðra manna hér í borginni. Þá hefur finnska menntamálaráðuneytið hlaupið undir bagga síðustu árin fyrir milligöngu finnsku sendiherr- anna í Osló, sem einnig gegna sendiherrastöðu hér. Við fráfall Guðmundar frá Mið- dal d. 1963 var Hjálmar Ólafsson kosinn í stjórn Suomifélagsins og var hann ritari stjórnar þess næstu árin. — Þegar Benedikt G. Waage dó 1967 var Sigurjón Guðjónsson kjörinn í hans stað. Á aðalfundi Suomifélagsins 1968 var Sveinn K. Sveinsson kosinn formaður. Hafði hann þá verið í stjórn frá upphafi, lengst af ritari. Formannsstörfum gengdi Sveinn síðan til 1976, er hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs. — Fyrir störí sín í þágu félagsins um 27 ára skeið sæmdi Finnlandsforseti Svein heiðursmerki. — Aðrir í stjórn 1968 voru kosnir: Sigurjón Guðjónsson ritari, Benedikt Boga- son gjaldkeri, Hjálmar Ólafsson varaformaður og frú Barbro Þórðarson meðstjórnandi. Sitja þau öll í stjórn enn í dag. Árið 1976 var frú Barbro kjörin formaður en frú Christell Þorsteinsson kom inn í stjórnina og er hún spjaldskrár- ritari. Varamenn í stjórn eru: Sigurður Thoroddsen og Valdemar Helgason, endurskoðendur Jón Ólafsson og Jón Þorsteinsson. Suomifélagið hefur ávallt gengist fyrir veglegri samkomu á full- veldisdegi Finna, 6. desember. Þá hefur það frá og með 1971 haldið samkomu á fæðingardegi J.L. Runebergs, sem er ástmögur og höfuðskáld finnsku þjóðarinnar. Á þessum samkomum hafa jafnan verið beztu skemmtikraftar, sóttir til Islendinga og Finna í senn. Þar hafa komið fram sönglistamenn, skáld, rithöfundar, leikarar, upp- lesarar og snjallir ræðumenn. Auk þess hafa verið sýndar finnskar kvikmyndir af beztu tegund. — Hafa þessar samkomur oftast nær verið vel sóttar og þeim fagnað af öllum viðstöddum. Geta má þess, að félagið hefur innt af hendi margskonar fyrir- greiðslu við þá Finna, sem hér hafa dvalið lengri eða skemmri tíma. Sem áður gat hefur félagið jafn- an búið við þröngan fjárhag, en þá hefur það átt hauk í horni þar sem finnsku konurnar eru, sem búsettar eru hér, en þær skipta nú tugum. Á seinustu árum hafa þær nokkrum sinnum efnt til basars af miklum dugnaði og með því aflað fjár til að greiða skuldir félagsins, þegar illa hefur árað. Það er ánægjulegt, hve samstarf Finna og íslendinga hefur tekist með ágætum í félaginu. — Ekki hefur þótt ástæða til að hafa tvö félög samtök Finna annars vegar og Finnlandsvina hins vegar. Þátt- ur Finnanna hefur farið sívaxandi hin síðari ár í félagsstarfinu og er það vel. Félagsmenn líta framtíðina björtum augum og vona að Suomi- félagið eigi eftir að eflast og tengja Finna og Islendinga enn traustari böndum en orðið er. Þeir munu heita því á þessum afmælisdegi að leggja sig alla fram að svo megi verða. Jens Guðbjörnsson formaður félagsins frá 1949 til 1968. Sveinn K. Sveinsson formaður félagsins frá 1968—1976.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.