Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 Alþýðuflokkurinn slítur stjórnarsamstarfinu... Alþýðuflokkurinn slítur stjórnai Lúðvik Jósepsson um stjórnarslitin: „Það furðulegasta sem ég hef heyrt frá stj órnarsamstarfi’ ’ MORGUNBLAÐIÐ ræddi við Lúðvik Jósepsson formann Al- þýðubandalagsins i gærkvöldi þegar endanleg niðurstaða Al- þýuðflokksmanna um stjórnar- slit lá fyrir, en Lúðvik hefur ekkert viljað tjá sig um málið fyrr en sú niðurstaða lægi fyrir. „Ákvörðun Alþýðuflokksins," sagði Lúðvík, „er sú furðulegasta •sem ég hef heyrt frá stjórnarsam- starfi um langa hríð. Alþýðuflokk- urinn sprengir ríkisstjórnina án þess að geta tilgreint neinn sér- stakan árekstur í samstarfinu. Sá ágreiningur sem oftast hefur kom- ið upp er afstaða til stefnunnar í efnahagsmálum og sú stefna lá fyrir s.l. vetur. Skynditiífelli Alþýðuflokksins Ef stefnan í efnahagsmálum hefði verið ástæðan átti þing- flokkurinn að taka slíka ákvörðun, sem hann hefur gert nú, á s.l. vetri eða í vor þannig að unnt hefði verið að bjóða fólki upp á vor- eða sumarkosningar. En flokkurinn fær þetta tilfelli rétt áður en þing kemur saman og sýnir af sér einstakt ábyrgðarleysi um leið og hann fer fram á vetrarkosningar á ákaflega óhentugum tíma. Ekki dæmi um önnur eins ólíkindi Ef þingrof verður samþykkt verður landið fjárlagalaust fram á næsta ár. Þá hleypur Alþýðuflokk- urinn frá yfirlýsingu sinni sem hann gaf ásamt öðrum flokkum um breytingu á kosningalögum og kjördæmaskipan, en þá breytingu átti samkvæmt gefnum loforðum að framkvæma áður en gengið yrði til kosninga á ný. Allt er þetta mál með slíkum ólíkindum að ekki eru dæmi um annað eins fyrr. Þetta er þó aðeins sönnun á því sem við höfum fengið að reyna á s.l. ári, að margir Alþýðuflokksmenn voru andvígir þessari ríkisstjórn frá upphafi. Fögnuður á fögnuð ofan Það er því hlægilegt að Alþýðu- flokksmenn skuli bera því við að þeir hafi ekki fengið sitt fram í stjórnarsamstarfinu. Alþýðu- flokkurinn fagnaði frumvarpi Ól- afs sem lagt var fram í marz s.l. og lýsti því yfir að hann gæti sam- þykkt það óbreytt. Síðar þegar efnahagslögin voru samþykkt, fagnaði Alþýðuflokkurinn því og taldi þau marka tímamót. Þegar þeir hins vegar sáu að þær tillögur sem þeir höfðu komið í gegn í efnahagsmálunum urðu aðeins til þess að magna verðbólg- una til muna, þá hlaupa þeir til og reyna að kenna öðrum um. Má þarna nefna t.d. vaxtahækkunina og stefnu þeirra í fjármálum. Lúðvik Jósepsson 4 beinar kauplækkunar- tillögur á ári Ágreiningurinn á milli Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalagsins í ríkisstjórninni var ítrekaður vegna tillagna Alþýðuflokksins um bindingu kaupgjalds án tillits til verðlagsbreytinga og þannig reyndu þeir að knýja fram beina kauplækkun. Fjórum sinnum á árinu hafa þeir lagt fram beinar tillögur þar að lútandi. Alþýðuflokkurinn verður að bera ábyrgð á tillögum sínum. Hafi hann meirihluta á Alþingi fyrir nýjum kosningum þá verður sá meirihluti að koma fram til þess að knýja þær fram og sá meirihluti tekur þá á sig ábyrgð á stjórn landsins meðan þær kosn- ingar fara fram.“ Mbl. spurði Lúðvík hvort Al- þýðubandalagið hefði tekið af- stöðu til þingrofs? „Það verður miðstjórnarfundur hjá okkur ann- að kvöld (þriðjudag)," svaraði Lúðvík, „og hann mun taka form- lega afstöðu til þingrofs." Stilltu flokksstjórn- inni upp við vegg „Maður gat búizt við að flokks- stjórn Alþýðuflokksins staðfesti ákvörðun þingflokksins," hélt Lúðvík áfram, „það hefði verið erfitt að reka þingflokkinn aftur, en eðlilegra hefði ég talið að þingflokkurinn hefði komið með tillögu sína beint á flokksstjórn- arfund í stað þess að stiila flokks- stjórninni upp við vegg eins og gert var. Allt er þetta mál furðu- legt fljótræði af hálfu Alþýðu- flokksins og ábyrgðarleysi að fara fram á kosningar eins og nú er ástatt." Steingrímur Hermannsson: „Annað hef ði lýst herfilegri fljótfærni þingflokks krata” „ÉG get ekki séð að flokksstjórn- arfundur Alþýðuflokksins hafi átt um annað að velja en stað- festa ákvörðun þingflokksins um stjórnarslit, önnur niðurstaða hjá flokksstjórn hefði upplýst svo herfilega fljótfærni þingflokks krata,“ sagði Steingrímur Her- mannsson formaður Framsókn- arflokksins í samtali við Mbl. í gærkvöldi þegar forystumenn flokksins komu saman til fundar til þess að ræða málin fyrir þingflokksfund sem verður kl. 4 í dag og taka mun formlega af- stöðu til þingrofs. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra var ekki á umræddum fundi framsóknarmanna í gær- kvöldi þar sem hann hafði boðað forföll og var ekki hægt að ná sambandi við hann. Steingrímur sagði að ef Alþýðu- flokkurinn drægi ráðherra út úr ríkisstjórninni hefði flokkurinn engan tillögurétt um þingrof og þar með væri ríkisstjórnin orðin minnihlutastjórn og það væri for- sætisráðherra að ákveða framhald málsins. Frá fundi Framsóknarmanna í gaarkvöldi. Frá vinatri: Jón Halgaaon (anýr baki), Jónaa Jónaaon, Eyateinn Jónaaon, Kriatján Banadiktaaon, Jón Siguröaaon ritatjóri, Ingvar Gíalaaon, Staingrímur Harmannaaon og Eiríkur Tómaaaon. Ljóamynd Mbl. ÓI.K.M. Karl Steinar Guðnason alþm.; Björn Jónason og Bjarni Guönason flytja sig milli hœöa í lönó ásamt öörum flokksstjórnarmönnum. Ljósm. Mbl. Ól. K.M. Fluttu sig í leikhúsið FLOKKSSTJÓRNARFUNDUR Alþýðuflokksins var vegna fjöl- mennis fluttur af efri hæð í Iðnó niður í leikhúsið. Fundinn í gærkvöldi sóttu 76 flokksstjórnarmenn, en í flokksstjórn eru 102; 31 aðalmaður í kjördæmum og 31, sem kosinn er án tillits til búsetu, 16 varamenn þeirra fyrrtöldu og 10 varamenn hinna síðartöldu, og þingmennirnir 14 talsins. Á sviðinu í Iðnó unnu leiksviðsmenn við leikmynd Ofvitans, en þeir viku fyrir flokksstjórnarmönnum en engar leiksýningar eru á mánudagskvöldum. Engar sviptingar, en deilt í bróðerni „ÞESSI flokksstjórnarfundur var jákvæður og ég er ánægður með hann,“ sagði Karl Steinar Guðna- son, alþingismaður og formaður verkalýðsmálanefndar Alþýðu- flokksins eftir flokksfundinn i gærkveldi. „I umræðum á fundin- um kom mjög greinilega fram, að menn töldu nauðsyn einingar inn- an flokksins. Þeir, sem töldu að reyna hefði átt meir að ná sam- stöðu innan ríkisstjórnarinnar, lýstu og vonbrigðum sínum. Þeir töldu þó ljóst, að ckki væri unnt að vera í samstarfi, þar sem hver höndin væri uppi á móti annarri.“ Morgunblaðið spurði, hvort mikl- ar sviptingar hefðu verið innan verkalýðshreyfingarinnar um helg- ina, en spurzt hafði, að áhrifamenn innan verkalýðsarms Alþýðubanda- lagsins hefðu reynt að hafa áhrif á verkalýðsarm Alþýðuflokksins vegna stjórnarslitamálsins. Karl Steinar kvað engar sviptingar hafa Karl Steinar orðið og hann kvaðst ekki hafa orðið var neins þrýstings vegna þessa. Um flokksfundinn sagði hann einnig, að þar hefðu heldur ekki verið svipt- ingar, en deilt hefði verið í bróðerni. Hvað varð um skeytíð? PÉTUR Sigurðsson, formaður Al- þýðusambands Vestfjarða gat ekki komið því við að sækja flokksstjórnarfund Alþýðuflokks- ins, sem haldinn var i gærkveldi. í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist Pétur hins vegar hafa sent fundinum skeyti. Að sögn Péturs var efni skeytisins svohljóðandi: „Ég skora á flokksstjórnarfund- inn að samþykkja að óska eftir því, að þingflokkurinn reyni ennþá einu sinni í ríkisstjórn að ná samkomulagi og brotthlaup á þess- um forsendum, án úrslitatilraunar, eru svik við verkalýðshreyfing- una.“ Er Pétur hafði skýrt Morg- unblaðinu frá efni skeytisins, sagði blaðamaður: „Þetta eru stór orð.“ „Já,“ svaraði Pétur, „en ég stend við þau.“ Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins af fundinum í gærkveldi, var skeyti Péturs Sigurðssonar ekki lesið upp á fundinum. Fundar- stjóri var Kjartan Jóhannsson varaformaður Alþýðuflokksins. Morgunblaðinu er ekki kunnugt hvað varð um skeytið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.