Morgunblaðið - 09.10.1979, Síða 2

Morgunblaðið - 09.10.1979, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 Ljóftm. Rax. Þá munaði ekki mikið um að sveifla pokunum upp á stæðuna á brettunum, sem siðan fóru út á bíl. Víetnamarnir vel liðtæk- ir við hvers kyns störf NOKKRIR úr hópi flóttamann- anna frá Víetnam sem nú eru búsettir hérlendis hafa þegar tekið til við vinnu auk þess sem þeir stunda islenzkunámið. Hjá saltfiskverkun Bæjarút- gerðar Reykjavíkur voru nokkrir þeirra í gær við að ganga frá saltfiski til útflutnings. Sögðu íslenzkir samstarfsmenn þeirra að þeir væru vel liðtækir til allrar vinnu og greinilegt að þeir vildu gjarnan taka til hendinni. Ekki kváðu þeir litla málakunn- áttu vera til trafala, þeir gætu vel gert þeim skiljanlegt á íslenzku með aðstoð bendinga og „fingramáls" hvað gera skyldi. Ekki var annað að sjá en þeim líkaði vel vistin í saltfiskvinn- unni en fyrst í stað vinna þeir hálfan vinnudag, þ.e. fyrir há- degi, en eftir hádegi er tekið til við íslenzkunámið, sem standa mun yfir næstu vikurnar, en að því loknu er gert ráð fyrir að þeir vinni fullan vinnudag. Geir Hallgrímsson um kjördæmamálið: Gera mætti einfaldar brey tingar fyrir desemberkosningar MORGUNBLAÐIÐ spurði Geir Hallgrímsson að því í gærkvöldi hvort hann teldi unnt að gera breytingar á kosningalögum og kjördæmaskipan fyrir hugsan- legar kosningar í desember og einnig hvað hann vildi segja um afgreiðslu f járlaga eins og staðan er í dag. „Óvíst er,“ sagði Geir, „að það tækist að afgreiða fjárlög með nokkrum skynsamlegum hætti fyrr en nýr þingmeirihluti hefur verið myndaður að loknum kosn- ingum og þess eru mörg dæmi að fjárlög hafi ekki verið samþykkt á Alþingi fyrr en að áliðnu ári sem það átti að taka til, þótt auðvitað sé það miður, en þó, í þessu tilviki, betri kostur en fyrirsjáanlegur er án kosninga í desember. Víst væri æskilegt að taka kjördæmamálið til meðferðar og einföldustu aðgerðir í þeim efnum mætti jafnvel framkvæma fyrir desemberkosningar ef nægileg samstaða næðist. Má þar nefna til dæmis breyttar reglur um úthlut- un uppbótarþingsæta. Þó má kjör- dæmamálið ekki tefja kosningar að einu eða neinu leyti og það verður að bíða betri tíma í heild, en í raun er ekki víst að framgang- ur kosninga- og kjördæmamálsins tefjist meira en ella hefði orðið þar sem útilokað væri þótt kosn- ingum yrði frestað til vors, að hafa aðrar kosningar næsta haust til þess að staðfesta væntanlega kjördæmabreytingu. Með þeim hætti væri ekki hægt að snúa sér að efnahagsmálunum fyrr en næsta haust og sjá allir í hvaða voða yrði þá stefnt." kkert tilfit tekið til kostn- aðarauka verksmiðja YFIRNEFND Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins ákvað á fundi sinum í gær lágmarksverð á loðnu veiddri til bræðslu frá 1. október til Ioka haustvertíðar. Nýja verð- ið er 21.40 kr. fyrir hvert kg., en þetta jafngildir 25,47 kr. heildar- verði til fiskiskipa og er þá gert ráð fyrir 9% olíugjaldi og 10% stofnfjársjóðsgjaldi. Verðið er miðað við 16% fituinnihald og 15% fitufrítt þurrefni. Verðið breytist um 1,20 kr. til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem fituinnihaid breytist frá viðmið- un. Verðið breytist um 1,30 kr. fyrir hvert 1% sem þurrefnis- magn breytist frá viðmiðun. í yfirnefndinni áttu sæti Ólafur Davíðsson, sem var oddamaður, Ingólfur Ingólfsson og Páll Guð- mundsson af hálfu seljenda, Guð- mundur Kr. Jónsson og Jón Reyn- ir Magnússon af hálfu kaupenda. Verðið var ákveðið af oddamanni og fulltrúum seljenda gegn at- kvæðum kaupenda. Fulltrúar kaupenda létu bóka svofellda greinargerð með atkvæði sínu. „Við áteljum einhliða málsmeð- ferð oddamanns við þessa verð- ákvörðun, þar sem hann hefur ekki gefið fulltrúum kaupenda nokkurn valkost um loðnuverðið, en samþykkt verðkröfur seljenda án þess að taka nokkurt tillit til mikils kostnaðarauka verksmiðj- anna vegna hækkunar á svartolíu og annarra breyttra forsenda við Bílar skemmdir með loftriffílkúlum UM helgina voru skemmdir unn- ar á bifreiöum, sem stóðu við Mariubakka i Reykjavík. Voru bifreiðirnar dældaðar og skemmdir urðu á lakki. Er taiið fullvist að skotið hafi verið á bifreiðirnar með loftriffli og þær skemmdar á þann hátt. — segir í bókun kaupenda við ákvörðun nýs loðnuverðs vinnslu og veiðar frá síðustu verðákvörðun. Teljum við rekstrargrundvöll verksmiðjanna svo skertan með þessari verðákvörðun að álitamál er hvor kosturinn verður skárri að hætta allri loðnuvinnslu og loka verksmiðjunum eða halda uppi takmarkaðri vinnslu." I verðákvörðuninni er gert ráð fyrir að sett verði lög er ákveði 9% olíugjald til fiskiskipa á verð- tímabilinu og auk þess greiðir kaupandi 10% gjald til stofn- fjársjóðs fiskiskipa, sem ekki kemur til skipta. Á grundvelli verðákvörðunarinnar ber verk- smiðjunum því að greiða til veiði- skipa 25,47 krónur fyrir hvert kíló af loðnu miðað við 16% fituinni- hald og 15% fitufrítt þurrefni. Frávik um 1% að fituinnihaldi hækkar eða lækkar ver.ðið um 1,55 kr. og kr. 1,43 fyrir hvert 1% frávik á þurrefnisinnihaldi, þegar olíugjald og stofnfjársjóðsgjald eru meðtalin. Svartolíuverð aldrei hærra SKRÁÐ svartolíuverð á mark- aðnum í Rotterdam hefur aldrei verið hærra en um þessar mund- ir. Er svartolían nú skráð á 156 dollara hvert tonn en þegar olíuverðið fór hæst s.l. vor var svartoliutonnið skráð á 147 doll- Skráð verð á bensíni og gasolíu hefur einnig farið háekkandi að undanförnu en er samt mun lægra nú en í vor þegar það fór hæst. 2. október s.l. var tonn af bensíni skráð á 348 dollara, en hafði verið 325 dollara 21. sept- ember. Sama dag var verð á gasolíu skráð 333 dollarar hvert tonn en hafði verið 325 dollarar 21. september. Hins vegar var svartolíuverðið 140 dollarar tonn- ið 21. september. Þegar olíuverðið var hæst s.l. vor var bensínið skráð á 412 dollara og gasolían skráð á 395 dollara. Verðfall varð svo í sumar og fór verðið niður í rúma 300 dollara en hefur farið stígandi aftur undanfarnar vikur. Olíuviðskipti okkar við Sovét- menn eru sem kunnugt er miðuð við skráð verð í Rotterdam hverju sinni og hafa Sovétmenn ekki verið til viðtals að breyta þeirri viðmiðun eins og fram hefur komið í fréttum. Mokveiði og Eldborg aftur með fullfermi ENN ER mokveiði á loðnu á miðunum úti af Norðurlandi og er heildaraflinn á vertíðinni nú lið- lega 240 þúsund tonn. í gærmorgun tilkynnti Eldborgin um fullfermi, 1630 lestir, i annað sinn á 9 dögum. Löndunarbið er alls staðar á höfn- um í nánd við veiðisvæðið og margir þeirra, sem fengu afla um helgina, héldu til Vestmannaeyja. Eftirtalin skip hafa tilkynnt um afla síðan á hádegi á laugardag þar til síðdegis í gær: Laugardagur: Dagfari 530, Hrafn 650, Hákon 750, Keflvíkingur 520, Ljósfari 540. Samtals á laugardag 7 skip með 5080 lestir. Sunnudagur Jón Kjartansson 480, Seley 420, Skarðsvík 620, Helga Guðmundsdóttir 650, Sigurfari 600, Svanur 700, Albert 600, Hilmir 520, Gísli Árni 650, Bergur 510, Þórður Jónasson 460, Faxi 320, Súlan 700. Samtals á sunnudag 7230 lestir fraí3 bátum. Mánudagur: Helga II 520, Nátt- fari 510, Kap II 680, Víkingur 1350, Fífill 580, Huginn 580, Óskar Hall- dórsson 410, Hafrún 600, Grindvík- ingur 1000, Eldborg 1630, Óli Óskars 1200, Örn 580, Sæbjörg 630, ísleifur 440, Guðmundur 900, Harpa 630, Júpiter 1150. Þar til síðdegis í gær 17 skip með 13390 lestir. „Umbrotín gætu farið saman hér við Kröflu og á þingi” LANDRIS við Kröflu er nú að nálgast það sem það var fyrir umbrotin 13. maí í vor. Þá stóð hrinan i 4 — 5 daga og var allmikil, en hraunkvikan hljóp þá i norðurátt án þess að koma upp á yfirborðið. Landsigið var þá um 70 sm við Kröflu og landið hefur nú risið sem þvi nemur. Hjörtur Tryggvason sagði í gær, er Morgunblaðið hafði sam- band við hann nyrðra, að enda þótt landrisið væri orðið þetta mikið nú, benti fátt annað til að umbrotahrina væri á næsta leyti, t.d. væru skjálftar enn fáir og smáir. Jarðvísindamenn frá Norrænu eldfjallastöðinni voru nyrðra í síðustu viku við athug- anir og í dag er væntanlegur þangað bandarískur jarðvísinda- maður til að endurbæta tæki, sem mæla vetni í gasi. Þá er reiknað með því að vakt í Reynihlíð verði aukin á næst- unni. Á fimmtudaginn fyrir rúmri viku magnaðist gufa mjög í nýjum hver í suðurhlíðum Kröflu, aðeins austar en akveðið hafði verið að bora. Eins og áður í landrisi hefur orðið gliðnun í sprungum á svæðinu. Hiti í Stórugjá er nú um 40 gráður, en var í fyrra um 26 gráður. í Grjótagjá er hitinn hins vegar 57—58 gráður. Hjörtu™ var að því spurður í gær hv' rt hann byggist við umbroti m næstu daga. Hann svaraði þ ví til, að hann hefði oft á síðustu mánuðum verið spurð- ur hvenær reikna mætti með nýrri hrinu. — Ég hef svarað því til að umbrotin verði 10. október, en þó ekki fyrr en eftir hádegi, svaraði Hjörtur. Blaðamaður spurði þá hvort sú dagsetning væri í einhverju sambandi við sétningu Alþingis. — Ekki var það nú upphaflega, en umbrotin gætu farið saman hér við Kröflu og á þingi. Landrisið verður a.m.k. komið í sömu hæð og síðast hér á Kröflusvæðinu, en það getur þó allt eins dregist að nokkuð gerist hér um slóðir, sagði Hjörtur Tryggvason að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.