Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 'CM', vl«» KAtriNu 'ir GRANI GÖSLARI Z32<? MOVL£- Fyrirtœkið gengur sæmilega, en það er árangurinn á golfvell- inum! Gerðu eitthvað, maður. — Þú mátt ekki standa undir trjá- krónunni þegar þrumur eru og eldingar — þetta vita allir! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Er hægt að vinna alslemmu i tígli á spil dagsins? Líta má á allar hendurnar f jórar og reyndu nú. Vestur Norður S. 4 H. Á632 T. KD104 L. D976 Austur S. K1085 S. D962 H. 10987 H. 54 T. 3 T. 8652 L. G1053 L. K82 Suður S. ÁG73 H. KDG T. ÁG97 L. Á4 COSPER Heyrðu ég verð að fá að tala við lögfræðinginn minn strax. — Hann er hérna í næsta klefa! Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur Ágæti Velvakandi! Ekki þarf að efast um að í daglegu lífi sést okkur ótrúlega oft yfir óréttlæti sem aðrir mega þola. Eða hvernig víkur því við, að á sama tíma og lækkaðir eru tollar á íþróttavörum skuli fatlaðir þurfa að sligast undan kostnaði við að kaupa og reka bifreið. Það hafa orðið stórkostleg viðbrigði fyrir margt lamað og fatlað fólk að geta, vegna fullkominnar tækni, ekið sjálft sínum bíl. Ljóst má vera hvaða þáttaskil hljóta að verða í lífi manns sem alla tíð hefur þurft að vera bundinn við hjólastól, að geta farið einn allra sinna ferða í sérhönnuðum bíl. Trúlega vita engir hvers virði heilsan er nema þeir sem hafa misst hana. Það er með ólíkindum að í dag skuli t.d. lamaður maður Vestur spilar út hjartatíu gegn 7 tíglum. Lausnin er dálítið flókin. Suður tekur slaginn, síðan spaðaás, trompar spaðaþristinn með tíunni og spilar fjarkanum frá blindum á sjöið heima. Næst trompar hann spaðasjöið með drottningu og spil- ar sig heim á hjarta. Fjórða spaðann trompar sagnhafi með síðasta trompi blinds, kóngnum, og spilar laufdrottningu. Austur verður að leggja kónginn á og ásinn sér um slaginn. Og eftir ás og gosa í trompinu verður staðan þessi: Norður S. - H. Á6 T. - L. 9 Vestur Austur S. - S. - H. 98 H. - T. - T. 8 L. G L. 82 Suður S. - H. G T. 9 L. 4 Og þegar trompníunni er spilað lendir vestur í eymdarkröm. Eins og sjá má hann ekkert spil missa og allir slagirnir verða í húsi. Lausnargjald 1 Persíu Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslenzku 82 — Hún segir honum frá því, sagði stúlkan. — Þú skalt ekki reita hann til reiði Resnais. Það er mjög hættulegt. — Hún gerir það sem henni er sagt, sagði Resnais og lagði af stað upp stigann. — Eg hef auk þess lag á konum. Ég skal ábyrgjast að hún segir ekki orð. Eileen hafði sofnað út frá skáldsögunni. Sólin skein inn i herbergið og hitinn var óbæri- legur. Þegar Rcsnais lauk upp dyrunum gerði hann það hljóð- lega og hún vaknaði ekki við. Hún lá á rúminu i þunnum silkikjól. Hann lokaði dyrun- um, færði lykilinn og læsti. Svo gekk hann að henni. Kjóllinn var blautur af svita og limdist við hana. Brúnn og þrýstinn likami Madeleine niðri fyrir stundu hafði ekki vakið með honum neinar girndir. En þetta ljósa hörund og fingerða gerði hann æran af þrá. Hann hallaði sér yfir hana, og sem hún vaknaði lagði hann höndina yfir munn- inn á henni. — Hæ, madame, sagði hann. — Nú skulum við eiga saman smástund. — Ég veit, sagði Said Homsi, — hversu mikið þetta skiptir fyrirtæki yðar. En — þegar allt kemur til alls — er það líf eiginkonu yðar sem er í veði. Logan Field sneri baki í stóra glerkassann með keisaraskart- inu. Hann hafði margsinnis komið til Teheran og aldrei að honum hvarflað að skoða þessa gimsteina. — Ég get það ekki, sagði Logan. — Guð veit að ég get það ekki. Mennirnir sem höfðu rænt Eileen Field hefðu eins getað krafist jaínvirði þessara demanta sem við honum blöstu. — Hr Field, sagði Said — ég veit að þetta virðist útilokað í yðar augum. En gefið mér ekki svar núna. Hugsið um það. Hugsið um hvað kemur fyrir konu yðar, ef þér neitið. Logan fannst eins og einhver höfgi væri yfir honum. Hann gat ekki hugsað skýrt lengur. Iivers vegna gátu þeir ekki heimtað peninga? Hverja krónu sem hann átti. Allt hefði hann gefið þeim. En ekki Imshan. Ekki að hann gæfi upp á bátinn Imshan — olíuauðugustu svæði heims sem hann hafði nú innan seiiingar. — Eg get ekki talað hér, sagði hann stuttlega. — Ég verð að fá tíma til að hugsa mig um. — Hversu langan tíma? spurði Sýrlendingurinn. — Þetta fólk hefur ekki til að bera mikla þolinmæði. Það vill lof- orð yðar. Og sönnun fyrir því að þér standið við það, annars... — Þér kref jist þess sem ekki er fært að verða við, sagði Logan. Ilann ruddi sér braut gegnum skarann af ferðamónn- um, sem göptu andagtugir á gimsteinana. Sýrlendingurinn rölti á eftir honum. Logan var kominn að útihurðinni, þegar hann náði honum. Hann greip i ermi hans. — Gefið mér svar á morgun, sagði hann. — Við getum hitzt hér aftur þá. — Ég get gefið yður svarið núna, sagði Logan. — Ég get ekki orðið við þessu. Ég get ckki geíið Imshan upp á bátinn. Sýrlendingurinn stóð grafkyrr. Honum leizt ekki á svipinn á Englendingnum. Hann hafði búizt við motmælum, móðgun- um, jafnvel hótunum, en nú hljómaði þetta eins og Field hefði gert upp hug sinn. — Hr. Field, sagði hann ofur- lágt. — Það er dálítið annað sem ég verð að segja yður. Ég vonaði það reyndist ekki nauð- synlegt. Ef þér gefið ekki já- kvætt svar á morgun verður skorinn fingur aí konu yðar. Það er mér sársaukaefni að verða að tjá yður þetta. Vinsam- legast ihugið málið. Siðan verð- ur henni misþyrmt frekar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.