Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 11 Allsekki brjálaðir Ort utangarðs TIL þess að geta ort nægir ekki að fyrirlíta smáborgara eða raða saman klúryrðum. Að skáld séu í uppreisn gegn kerfinu er ekki nýtt. Þótt gefinn sé skítur í allt eða hjalað um byltingu er ekki þar með sagt að menn séu orðnir skáld. Ekkert er venjulegra en þetta allt saman. En að geta tjáð hug sinn með gildum hætti er nokkurs um vert. Skáldskapurinn spyr ekki um skoðanir heldur tilfinningu, kunn- áttu til að gefa öðrum hlutdeild í hugsunum sínum. Arthur Rimbaud er dæmigerður fyrir skáld sem í senn var uppreisnarmaður og sá þann heim sem hann ýmist hataði Bðkmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON eða unni í skáldlegu ljósi. Hann megnaði að skapa nýja og óvænta veröld sem aðrir gátu skoðað sig í. í því lá snilld hans. Þetta ætti að vera óþarft að rifja upp svo sjálfsagt er það. En ekki verður hjá því komist þegar lesin er ný bók sem nefnist Heima í héraði. Á kápusíðu eru höfundar bókarinnar myndaðir fyrir framan Alþingishúsið og sýnilega í víga- hug. Einn er með anarkistamerkið málað á brjóstið. Þetta er táknræn mynd fyrir afstöðu höfundanna sem allir iðka ljóðagerð af því tagi sem kalla má utangarðs. Að slepptum öllum herhvötum og stefnuyfirlýsingum höfundanna eru í Heima í héraði drög að ljóðum og öðrum skáldskap sem gera bókina vel þess virði að eftir henni sé tekið. Það háir að vísu höfundunum að þá skortir baga- lega tilfinningu fyrir máli. Ljóð sumra þeirra geta varla talist á boðlegri íslensku og auk þess er stafsetningu ábótavant, þess verður að krefjast af þeim sem leggja fyrir sig ljóðagerð að þeir hafi sæmilegt vald á því máli sem þeir yrkja á. Auk þess eru í bókinni ljóð af því tagi sem flokkast ekki undir annað en leirburð. Martin Götuskeggi mun ekki vera af íslenskum uppruna. Ljóð hans eru full af kynórum, en í sumum skynjun sem lýsa má með orðum hans sjálfs: alls ekld brjáladur bara sérstaklega næmur i dau I ljóðum Martins Götuskeggja örlar á skáldlegri upplifun sem eflaust á eftir að ná meiri þroska, einkum ef það gerist sem hann orðar svo: „finn tré/ sem vex og/ vex inni í mér/ rætur sem/ binda mig/ við jörðina”. Hann segir að vísu á öðrum stað: „titlaðu mig ekki skáld/ í guðanna bænum þá held- ur/ miðil og fyrirbæri". Ljóð Arnar Karlssonar eiga lítið erindi í Heima í héraði þótt segja megi að í þeim sé einhvers konar tjáning eða vitnisburður og þau hafi gildi sem slík. Bragi Bergsteinsson virðist vera handgenginn Jónasi Svafár, kannski er aðeins um skyldleika að ræða. Hann er vandvirkastur höf- undanna og ekki svo gaiinn þótt Listvið- burður A öðrum tónleikum Norrænu menningarvikunnar komu fram bariton-söngvarinn Jorma Hynninen og píanóleikarinn Ralf Gothóni. Efnisskráin var fjórskipt og fluttu þeir fyrst lagaflokk eftir Ralp Vaughan Williams, Songs of Travel, en því næst söngva við kvæði úr Kanteletar eftir Yrjö Kilpinen. Ensku söngvarnir voru vel fluttir og af kunnáttu en það kvað við annan og voldugri tón í finnsku lögunum, rétt eins og söngvarinn heði tekið hamskipt- um. Á seinni hluta tónleikanna söng Hynninen ekki aðeins vel Jorma Hynninen. heldur blátt áfram sagt stórkostlega svo til fárra tónleika verður jafnað hér á landi. Á seinni hluta efnisskrár voru söngvar eftir Sibelíus og Hugo Wolf og var söngur hans þrunginn karlmann- legum þrótti en jafnframt mýkt. Píanóleikarinn Ralf Gothóni átti stórkostleg augnablik og var sam- spil og túlkun þessara ágætu listamanna sannkallaður list- viðburður, sem flestir íslenskir söngvarar og aðdáendur söngs hefðu mátt til með að vera við- staddir. Jón Ásgeirsson. Ralf Gothóni. ilfira ..... K E*!i lllifl llkJ i#l Bjr hann láti svo. Sum ljóð Braga eru vel heppnuð eins og til dæmis í ástandinu: á HÓltculum Studebaker vðrubll ek ég Vetrarbrautina á enda og reyki Lucky Strike syngjandl hástöfum Ama Pola og slyddan er ástkona min aftan á palllnum leikur englaakarinn harmljéð á hörpur og lútur um mann sem getinn var i skafli austur á f jörðum fyrir strið i áfangastað situr foratjérinn uppl i tré á grænni greln og yddar nokkra verkamenn i matinn Þetta ljóð er trúverðug þjóðlífs- lýsing. önnur eru leikur að orðum og hugsunum, ekki frá því að vera dálítið fyndin, en eintóna um of. Framlag Jóns Bergsteinssonar er ádeilukennt og upp á móti andleg- um og veraldlegum máttarvöldum. Jón yrkir á súrrealísku ljóðmáli um umkomuleysi sitt meðal manna, en er innst inni móralskur og vill bæta heiminn (samanber prós- ann)jafnvel fús til að kasta frá sér draumi sínum um heróinista inn á hvert heimili. Ljóð Jóns þurfa að verða agaðri og markvissari til að hægt sé að taka mark á þeim. En honum er ekki alls varnað. Hér er stutt ljóð sem lýsir dvöl hans í vertíðarnlássi: glugginn minn: kolamoll rafljén ollubrák lækjaruytra grasté Meat Loaf its only rock and roll Bat out of Hell glugginn minn i sjébéðunum Guðrún Edda Káradóttir á ljóð sem kallast Lífeðlisfræði. Hún segir í því að ljóð séu „óstýrilátustu innyfli líkamans", en sleppi þau úr prísundinni verði þau ófrjáls og geti litlu ráðið um ferðir sínar. Gaman hefði verið að sjá meira eftir hana í Heima í héraði því að tónninn er ferskur og lofar góðu. Guðrún Edda hefur myndskreytt bókina ásamt þeim Erni Karlssyni, Jóni Bergsteinssyni, Braga Berg- steinssyni og Sigurði Erlendssyni sem er höfundur ljósmynda. Þessar myndir eru yfirleitt í fremur gáskafullum stíl og setja óhátíðleg- an blæ á bókina. Oadge fyrsti litli lúxusbíllinn frá Ameríku Nú í fyrsta sinn getum við borðið hinn margfaida verðlaunahafa DODGE OMNI frá bandarísku CHRYSLER-verksmiðjunum. DODGE OMNI er fimm manna, fimm hurða, framhjóladrifin fjöl- sky Idubíll. í DODGE OMNI er 4 cyl. 1,7 lítra vél, sjálfskipting, vökva- stýri, útvarp og önnur amerísk þægindi. ísland er eina landið utan Bandaríkjanna sem fengið hefur DODGE OMNI afgreiddan, vegna metsölu bílsins í framleiðslularidinu. DODGE OMNI er bíli framtíðarinnar - lítill, spameytinn og dug- mikill fjölskyldubíll. — Látið ekki happ úr hendi sleppa, tryggið ykkur DODGE OMNI strax í dag. CHRYSLER Rmnmmnmm in ðiíl. Í3L1 J1 _ SUÐURLANDSBRAUT 10. SÍMAR: 83330 - 83454 ð Ifökull hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.