Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 31 Óheimilt að greiða skuldir Réttarverkun slíks úrskurðar er sem hér segir: Á meðan greiðslustöðvun stend- ur er skuldara óskylt og reyndar óheimilt að greiða gjaldfallnar skuldir. Ekki má hann heldur stofna til verulegra skuldbindinga Úrskurðurinn Úrskurður skiptaréttarins frá 26. september s.l. er svohljóðandi: „Með bréfi dags. 17. september s.l. fór stjórn Ferðaskrifstofunnar Sunnu h/f, nafnnr. 8545-3483, þess á leit við skiptaráðandann í Reykjavík, sbr. rskj. nr. 1, að hann heimilaði félaginu greiðslustöðvun Úrskurður um greiðslustöðv- un ferðaskrifstofunnar Sunnu Fyrirtækið freistar þess að ná nauðarsamningum við skuldheimtumenn HINN 26. september s.l. var kveðinn upp i skiptarétti Reykjavíkur úrskurður um greiðslustöðvun ferðaskrifstofunnar Sunnu hf. i allt að þrjá mánuði frá uppkvaðningu hans. Eins og fram hefur komið i Morgunblaðinu hefur Sunna átt i miklum fjárhagserfiðleikum og hefur fyrirtækið nú ekki verið starfrækt um mánaðarskeið. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér eru skuldir fyrirtækisins verulegar umfram skuldir. Mun ætlun eigenda fyrirtækisins að nota næstu þrjá mánuði til þess að ná samkomulagi við lánadrottna um nauðarsamninga en takist það ekki blasir gjaldþrot við fyrirtækinu samkvæmt upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér og verður það þá tekið til opinberra skipta. Lögmaður Sunnu, Þorsteinn Júliusson hrl., hefur sent öllum lánardrottnum fyrirtækisins, sem vitað er um, afrit af úrskurði skiptaréttar Reykjavíkur um greiðslustöðvunina og boðar að haft verði samband við þá fljótlega vegna samkomulagsumleitana út af skuld Sunnu við þá. til suðursV'með SUNNU [Bankastræti lO sími wm1 I lögum um gjaldþrot, sem gildi tóku 1. janúar 1979, er ákvæði um greiðslustöðvun. Samkvæmt lögun- um getur sá sem á í verulegum fjárhagserfiðleikum en vill freista þess að koma nýrri skipan á fjár- mál sín með aðstoð lögmanns eða löggilts endurskoðanda óskað eftir því að skiptaráðandi heimili hon- um greiðslustöðvun í allt að þrjá mánuði. Slík ósk barst frá Sunnu hf. í september s.l. undirrituð af . öllum stjórnarmönnum fyrirtækis- ins, þeim Guðna Þórðarsyni, Mar- gréti Guðnadóttur og Sigrúnu Höllu Guðnadóttur. Var úrskurður um greiðslustöðvun kveðinn upp í skiptaréttinum 26. september s.l. eins og fyrr segir af Helgu Jóns- dóttur fulltrúa. Gildir greiðslu- stöðvunin í allt að þrjá mánuði eða til 26. desember, annars dags jóla. Slíkur úrskurður hefur ekki áður verið kveðinn upp í skiptarétti Reykjavíkur. umfram það sem hann þarf til þess að halda áfram starfsemi sinni og til þess að gæta með sanngjörnum hætti hagsmuna lánardrottna sinna, til að forða verulegu tjóni og til þess að afla sér og fjölskyldu sinni daglegra nauðsynja. Á meðan greiðslustöðvun stendur er óheim- ilt að taka bú skuldara til gjald- þrotaskipta, gera fógetagerðir í eignum hans eða selja eigur hans á nauðungaruppboði. Ákvæði í samn- ingum eða réttarreglur um afleið- ingar vanefnda taka ekki gildi á þeim tíma sem greiðslustöðvun er. Þetta þýðir í raun og veru að greiðslustöðvunarbeiðandi, í þessu tilfelli Sunna hf., fær svigrúm í þrjá mánuði til þess að gera upp stöðu sína og leita nauðungar- samninga við lánardrottna án til- stillis skiptaráðanda. Er hugsan- legt að tilboð komi frá eigendum Sunnu að þeir greiði ákveðna prósentu af skuldunum, en óvíst er um viðbrögð lánardrottna við slíku, þó að eflaust megi telja að ein- hverjir kjósi að ganga að slíku tilboði í stað þess að eiga það á hættu að tapa allri kröfunni, sem kann að gerast þegar bú er tekið til gjaldþrotaskipta. skv. II. kafla gjaldþrotalaganna nr. 6 frá 1978. I beiðninni kom fram, að félagið hefur um nokkurn tíma átt í miklum fjárhagsörðugleikum vegna samdráttar, er orðið hefur í skipulögðum hópferðum til sólar- landa, en þær hafa verið aðaluppi- staðan í starfsemi ferðaskrifstof- unnar undanfarin ár. Greiðslustöðvunarbeiðandi hefur nefnt þau rök fyrir beiðni sinni, að fyrirhugað sé vegna rekstrarörðug- leikanna að endurskipuleggja alla starfsemi ferðaskrifstofunnar, og hafi meðal annars verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri í því skyni. Meginmarkmið endurskipulagn- ingarinnar verði að byggja upp starfsemi ferðaskrifstofunnar, þannig að hún geti skilað arði að nýju. Til þess að ná því markmiði þurfi greiðslustöðvunarbeiðandi nauðsynlega að fá starfsfrið, til þess að kanna til hlítar stöðu fyrirtækisins og freista þess að ná samkomulagi við skuldheimtu- menn. Starfsstöð félagsins hafi nú verið lokuð um því sem næst hálfs mánaðar skeið, og félagið ekki haft með höndum neinn rekstur á því tímabili. Félagið eigi engar úti- standandi skuldir, og ekki hætta á að eignir félagsins rýrni á greiðslu- stöðvunartímabilinu, verði greiðslustöðvun heimiluð. I réttarhaldi í gær voru lagðir fram bráðabirgðalistar yfir inn- lendar og erlendar skuldir félags- ins, sbr. rskj. nr. 2 og 3, þar sem skuldir eru sundurliðaðar og gerð grein fyrir skuldheimtumönnum. Samkvæmt rskj. nr. 2, nema inn- lendar skuldir félagsins kr. 21.830.988, auk skulda við Flug- leiðir h/f, ferðaskrifstofuna Úrval, ferðaskrifstofuna Útsýn og tryggingafjár skrifstofunnar hjá samgöngumálaráðuneytinu, en þær skuldir eru allar tryggðar með veði í eignum hluthafa. Jafnframt var gerð grein fyrir skuld við gjald- heimtuna í Reykjavík að fjárhæð ca. kr. 45 milljónir, sem væri að mestu vegna aðstöðugjalda, er mótmælt hefði verið, og launa- skuldum að fjárhæð ca. kr. 5 milljónir. Samkvæmt rskj. nr. 3 nema erlendar skuidir félagsins ísl. kr. 97.018.000. í áðurnefndu réttarhaldi í gær lýstu þeir Guðjón Eyjólfsson löggiltur endurskoðandi og Þor- steinn Júlíusson hæstaréttar- lögmaður yfir því, að þeir yrðu greiðslustöðvunarbeiðanda til að- stoðar við tilraunir til þess að koma nýrri skipan á fjármál Sunnu h/f, ef greiðslustöðvun yrði heim- iluð. Samkvæmt framansögðu er ljóst, að Ferðaskrifstofan Sunna h/f á í verulegum fjárhagsörðugleikum. í réttinum hefur verið lýst ákveðnum ’nugmyndum um, hvern- ig leita megi nauðasamninga við skuldheimtumenn og koma nýrri skipan á fjármál félagsins. Löggilt- ur endurskoðandi og lögmaður hafa verið ráðnir til aðstoðar í því skyni. Þykir því rétt með vísan til 7. gr. laga nr. 6 frá 1978 að kannað verði til fullnustu, hvort ekki megi ná samningum um skuldir greiðslustöðvunarbeiðanda. Veitist því umbeðin greiðslustöðvun í þrjá mánuði frá uppkvaðningu þessa úrskurðar að telja, með þeim rétt- arverkunum, er í 8. gr. laga nr. 6 frá 1978 segir. Úrskurð þennan kvað upp Helga Jónsdóttir, fulltrúi yfirborgar- fógeta. Urskurðarorð: Umbeðin greiðslustöðvun veitist Ferðaskrifstofunni Sunnu h/f, Reykjavík, nafnnr. 8545-3483, sam- kvæmt 7. gr. laga nr. 6 frá 1978 með þeim réttarverkunum, sem í 8. gr. sömu laga greinir, í þrjá mánuði frá uppkvaðningu þessa úrskurðar að telja. Rétti slitið. Helga Jónsdóttir. Vottar: A.L. Kolbeins. H. Gunnarsdóttir." Það skal tekið fram, að þær skuldir sem í úrskurðinum eru sagðar tryggðar með veði í eignum hluthafa Súnnu hf. og ekki eru nefndar í tölum munu vera mun hærri, en þær skuldir sem í úr- skurðinum eru nefndar í tölum, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. aflaði sér í gær. Iðnþing íslendinga 1979; Lmlendir aðilar megi vera 20—30% hærri en erlendir í tilboðum opinberra aðila Sigurdur Krist- insson endur- kosinn forseti Landsambands iðnaðarmanna IÐNÞINGI Íslendínga. þrítug- asta og áttunda í röðinni, lauk síðdegis á laugardag. Mjög mörg og margvísleg mál voru til umfjöllunar á þinginu, en hæst bar þó umræður um iðnaðar- stefnu og iðnþróun, útflutn- ingsmál, skattamál og lánamál iðnaðarins. Þá bar f járveitingar til iðnaðar mjög á góma, en framlg til iðnaðarmála sem hlut- fall af fjárlögum hafa allt frá árinu 1973 farið lækkandi, og má reyndar segja að framlög til iðnaðar breytist í öfugu hlutfalli við allt tal stjórnmálamanna um eflingu iðnaðar segir í frétt frá Landsambandi iðnaðarmanna. Um verðlagsmálin er það að segja, að á iðnþingi kom fram eindregin ósk um að gildistaka nýju verðlagslaganna kæmi til framkvæmda án frekari frestana. Þá hefðu vinnubrögð verðlags- yfirvalda að dómi iðnþings verið mikill skaðvaldur íslenzku at- vinnulífi um áraraðir. Þar virtist mest áherzla lögð á að fresta og fela verðhækkanir og þá gjarnan beitt handahófskenndum reglum og öllum rökum sleppt. Helzti leiksoppurinn í þessum leik verð- lagsyfirvalda væru svo að sjálf- sögðu innlendir framleiðendur. Þá spunnust umræður um inn- kaup opinberra aðila, og beindi iðnþing þeirri áskorun til allra opinberra aðila að setja fastar viðmiðunarreglur um viðskipti og val verktaka, þannig að opinber- um innkaupum yrði markvisst stefnt til innlendra aðila innan ramma raunhæfs samanburðar á verði og gæðum. Ennfremur benti iðnþing á að hið opinbera hefði oft með sinni ákvörðunar- töku beint eða óbeint úrslitaáhrif á ýmis stórinnkaup, sérstaklega mætti þar nefna innflutning og viðgerðir skipa, val verktaka og innkaup vegna stórframkvæmda svo sem orkuvirkja eða stóriðju- framkvæmda. Þá þyrftu opinber innkaup að vera skipulögð þannig að þau gætu stuðlað að vöru- þróun, nýsköpun og vexti í inn- lendum iðnaði. Nauðsynlegt væri að innkaupa- stofnanir og innkaupastjórar settu sér þá almennu reglu að athuga hvort vara eða þjónusta væri fáanleg innanlands og gæfu innlendum aðilum ævinlega kost á að gera tilboð. Setja bæri reglur um mat og samanburð á innlend- um og erlendum tilboðum opin- berra aðila, þar sem tekið væri mið af fleiri atriðum en tilboðs- upphæð, og væri eðlilegt að innlend tilboð mættu vera ákveð- inni hlutfallsupphæð hærri en erlend, t.d. 20—30%, og raunar Sigurður Kristinsson, íorseti Landsambands iðnaðarmanna. mætti leiða mörg rök að því, að það hlutfall væri síst of hátt. Að venju voru fræðslumálin mjög í sviðsljósinu á iðnþingi. Kom þar fram m.a. að stór vandi væri, hve litlu fjármagni hefði verið veitt til uppbyggingar iðn- fræðslukerfisins og væri þessi stefna stjórnvalda í andstöðu við þá skoðun manna að iðnaðurinn yrði að taka við auknum mann- afla umfram aðrar atvinnugrein- ar landsmanna. Þá taldi iðnþing brýna nauðsyn til þess að nú þegar yrði mótuð heildarstefna í verkmenntun landsmanna. Slík heildarstefna þyrfti að ná til sem allra flestra þátta í verkmenntun lands- manna, t.d. menntunar í löggilt- um iðngreinum, menntun aðstoð- arfólks í iðnaði og eftirmenntun- ar iðnaðarmanna. Þafvar ályktun um svonefnda svarta atvinnustarfsemi sam- þykkt einróma af fulltrúum. Var þar skorað á stjórnvöld að reyna að hafa upp á þeim aðilum, sem slíka starfsemi stunduðu utan við lög og rétt, og því jafnframt beint til almennings að leita ekki á náðir þessara vafasömu aðila. Kom fram í umræðum, að til greina kæmi að Landssamband iðnaðarmanna leitaði til neytendasamtakanna um sam- starf í þessu máli. Á síðasta degi þingsins fóru síðan fram stjórnar- og nefnda- kjör. Sigurður Kristinsson mál- arameistari úr Hafharfirði var endurkjörinn forseti Landssam- bandsins. Varaforseti var kjörinn Sveinn Sæmundsson, blikksmíða- meistari úr Kópavogi, og aðrir í stjórn voru kjörnir: Gunnar Björnsson, Gunnar Guðmundss- on. Ásgrímur Lúðvíksson, Árni Guðmundsson, Garðar Hinrikss- on, Markús Sveinsson og Harald- ur Sumarliðason. Framkvæmda- stjóri Landssambandsins er Þór- leifur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.