Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÖBER 1979 23 • Viggó ásamt eiginkonu sinni Evu Haraldsdóttur, sem er dóttir hins kunna íþróttafrömuðar Haralds Sigurðssonar á Akureyri. Ljósm. ÞR. Barcelona í efsta sæti LIÐ Viggós Sigurðssonar er nú í efsta sæti i 1. deildinni á Spáni ásamt Atletico Madrid. sem er spænskur meistari. í fyrsta leik sinum sigraði Barcelona Granol- lers 24—18, á heimavelli og skoraði Viggó þá 4 mörk. í næsta leik vannst stórsigur á Jaen frá Granada á útivelli 31—22. Viggó skoraði þrjú mörk i þeim leik. Og á sunnudag var Viggó maðurinn á bak við sigur Barcelona á móti erkióvininum Calpisa, sem varð spænskur meistari á árunum 1974—1978. Sigraði Barcelona í leiknum 24—23, eftir æsispenn- andi leik. Viggó skoraði þrjú siðustu mörkin i lciknum en alls sendi hann boltann sjö sinnum i netið. Viggó hefur því skorað 14 mörk í þremur fyrstu leikjum sinum með liðinu. Viggó sagði í viðtali við Mbl. í gær að hann hefði ekki lent í annarri eins stemningu og var á leik liðsins á sunnudaginn. Sjö þúsund áhorfendur voru bókstaf- lega að rifna af spenningi. „Við vorum lengst af undir í leiknum. Og þegar þrjár mínútur voru til leiksloka var staðan 23—21 þeim í hag. Mér tókst þá að skora tvívegis með gegnumbrotum og jafna leikinn. Og á lokamínútunni fékk ég það hlutverk að taka vítakast. Sem betur fer heppnað- ist það og sigurinn varð okkar. Það er nefnilega skammt öfganna á milli hér. Maður er hafinn upp til skýjanna þegar vel gengur og hampað heil ósköp. En gangi illa þá eru þeir ósparir á að láta finna fyrir gagnrýninni. Þetta var besti leikur minn með liðinu til þessa. Næsti leikur okkar er á útivelli á móti liði sem Barcelona hefur aldrei sigrað. Við erum því hálf- smeykir við það, sagði Viggó. —þr. skoraði Asgeir Lokeren Ásgeir Sigurvinsson skoraði eitt af mörkum Standard Liege, er liðið vann hörkugóðan útisig- ur, 4—1, gegn Beringen í belgísku deildarkeppninni um helgina. Á sama tíma tapaði Lokeren sinum fyrsta leik, féll á útivelli gegn FC Brugge. Loker- en heldur þó enn í efsta sætið, en nú er stigamunur enginn á Lok- eren, Standard og Molenbeek, Lokeren hefur einfaldlega betri markatölu, svo naumt er það. Úrslit leikja um helgina voru þessi: Molenbeek — Winterslag 3—1 Waterschei — Hasselt 4—0 Antwerp — Lierse 3—1 Charleroi — Beerschot 0—1 FC Brugge — Lokeren 2—0 tapaði Waregem — Anderlecht 1—1 Beveren — Berchem 2—1 FC Liege — Cercle Brugge 5—1 Berlingen — Standard 1—4 Eftir leiki þessa eru þrjú lið með jafn mörg stig á toppi deild- arinnar eins og áður sagði, Loker- en, Standard og Molenbeek, en öll hafa hlotið 13 stig. Berschot hefur 12 stig og FC Brugge 11 stig. „Stórkostlegt að fá þetta tækifæri" — Það er hreint út sagt stórkostlegt að hafa fengið þetta tækifæri. Ég á aldrei eftir að sjá eftir þessu. Svo mælti handknattleiksmaðurinn góðkunni Viggó Sigurðsson við undirritaðan er við vorum að spjalla saman í mjög svo vistlegri íbúð Viggós og konu hans Evu Haraldsdóttur á Spáni í septembermánuði síðastliðnum. Viggó hafði fyrr á árinu leikið með íslenska landsliðinu í Barcclona í undankeppni Olympiuleikanna og vakti þar mikla athygli fyrir góða frammistöðu. Forráðamenn stórfélagsins F.C. Barcelona sem fylgdust grannt með öllum leikmönnum, sáu að þarna var á ferðinni maður sem þeir gátu haft not fyrir. Þeir gerðu Viggó tilboð um að koma út eftir að keppninni væri lokið og leika með félaginu. En gefum nú Viggó orðið. — Um tíma leit út fyrir að samningar milli okkar myndu ekki takast. Eg fór út til Barcel- ona ásamt lögfræðingi mínum Sigurði Sigurjónssyni. Þetta voru þrautreyndir samningamenn og erfitt við þá að eiga. Eg stóð samt mjög fast á mínum kröfum og við gáfum ekkert eftir. En þeir vildu heldur ekki gefa sig. Það varð því úr að við þökkuðum fyrir okkur og bjuggum okkur undir að fara heim. Við vorum komnir út götu og búnir að ná okkur í leigubíl og vorum um það bil að renna burtu frá skrifstofum Barcelona þegar einn Spánverjanna kom hlaupandi á eftir okkur og bað okkur að koma inn aftur, það hefði verið ákveðið að ganga að kröfum okk- ar. Eftir á kunnu þeir að meta mig betur fyrir að vera svona harður. Eg gerði góðan samning og er mjög ánægður hér, með það sem ég hef. Að vísu eru þetta nokkur við- brigði fyrir okkur hjónin, en Spánverjarnir hafa tekið okkur afskaplega vel og verið okkur innan handar. Þeir eru vingjarn- legir og hjálplegir. — Sem dæmi get ég nefnt, skýtur kona Viggós inn í, að þegar Viggó er á keppnisferðalögum þá heimsækja eiginkonur hinna leik- mannanna mig, og við förum þá gjarnan út að borða og höldum hópinn. Þá er algengt að eiginkon- urnar fari með mönnum sínum á æfingar og horfi á. Það þætti sjálfsagt skrýtið heima á Fróni. — Við höfum æft reglulega tvisvar á dag og leikið æfingaleik einu sinni í viku. Þá tókum við þátt ,í hraðkeppni áður en 1. deildar keppnin hófst. Það eru mikil viðbrigði að þurfa ekki að stunda neina vinnu. Geta ein- göngu einbeitt sér að æfingum og kappleikjum, segir Viggó. Það er með ólíkindum hvað íþróttamenn heima á íslandi leggja mikið á sig við íþróttaæfingar á sama tíma og þeir vinna langan vinnudag og eru með heimili. Og oftast bera þeir sáralítið úr býtum umfram ánægj- una. Það var jafnvel erfitt aö fá vinnutap greitt þegar leikið var með landsliðinu. Hvað eru mörg lið í spænsku 1. deildinni og hver cr styrkleiki þeirra? — Liðin eru 12. Leikið er heima og heiman. Við ferðumst því um allan Spán. Fjögur lið bera nokkuð af í deildinni. AT Madrid, C.B. Calpisa, Pepsi Ademar, og svo við hér F.C. Barcelona. Þessi lið eru mun betri en Valur og Víkingur. Hin liðin eru ekki mjög sterk. Svona svipuð og miðlungs 1. deild- arlið heima á Islandi. Við gerum okkur góðar vonir um að sigra í deildarkeppninni í vetur. Stjórn Barcelona setti um 360 milljónir íslenskra króna í handknattleik- inn, og gerði stórátak. Keypti nýja leikmenn, og eins var fenginn nýr þjálfari. Sá er mjög strangur og er með erfiðar æfingar. Hann minnir mig á Janus Cervinski sem þjálf- aði íslenska landsliðið á sínum tíma. Hvað gerir þú hér í frístundum þinum? Það er ýmislcgt. Við erum hjónin að koma okkur inn í tungumálið. Þá förum við oft út að borða með vinum okkar í liðinu. Nú ég reyni ef ég mögulega get að sjá alla heimaleiki Barcelona í knattspyrnunni, og þar sem við búum nálægt aðalleikvanginum er ekki langt að fara. Ég les svo tii allt í íslensku blöðunum þegar ég fæ þau send að heiman. Og jafnframt lesum við bæði mikið af bókum. En mest allur tíminn fer þó í æfingar, kappleiki og ferðalög í sambandi við handknattleikinn. Við leikum oftast nær um hverja helgi. Ég á til dæmis enga mögu- leika á að koma heim og leika landsleiki, færi svo að þeir hefðu áhuga á að fá mig heim í leiki. Hvað gerðir þú langan samn- ing við félagið? Ég gerði aðeins samning út keppnistímabilið, eitt ár. Standi ég mig vel með liðinu, get ég gert meiri kröfur fyrir næsta tímabil, hafi ég þá áhuga á að vera hér áfram, sem ég reikna nú frekar með. Við fáum að vísu heimþrá einstöku sinnum, en það er nú bara eðlilegt. Hvaða hlutverki gegnir þú í liðinu? I vörninni er ég látinn leika á miðjunni. En við leikum flata vörn. I sókninni spila ég fyrir utan, og reyni þá gjarnan upphopp og skot eða gegnumbrot. Þá hef ég átt töluvert af góðum línusending- um í leikjunum að undanförnu. Ég hef verið markheppinn og ætla að vona að ég verði það áfram. Spánverjar elska þá sem skora mörk. Nú var Viggó farinn að taka íþróttadótið sitt saman. Kvöldæf- ingin var ekki langt undan. Undir- ritaður fylgdist með æfingunni og var greinilegt að Viggó var í góðri æfingu og lék stórt hlutverk í liði Barcelona. Íþróttasíða Mbl. óskar þessum fyrsta íslenska atvinnu- manni í íþróttum á spænskri grund góðs gengis í leikjum vetr- arins með liði sínu. — þr. • í handknattleiksliði Barcelona eru sex landsliðsmenn, þar á meðal fyrirliðinn, Myndin hér að ofan er tekin í hinni glæsilegu íþróttahöll félagsins sem tekur um 7000 manns í sæti. í sömu höll er glæsilegt skautasvæði og veitingastaður. Viggó Sigurðsson er lengst til hægri í neðri röð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.