Morgunblaðið - 09.10.1979, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 09.10.1979, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 34 Hvers má ég vænta? Ar barnsin8 1979 UMSJÓN: AWr*é Haróaraon kannarí. GuAmundur Ingi Laltsaon ikóla- atjórt. Halldór Ámaaon vióakíptafriaó- ingur. Karl Hajgaaon Wgfcraaóingur. Sigurgair Uorgrimaaon sambönd sem eru 18 talsins. Alls voru skráðir félagar um síðustu áramót 21.804 og þar af 8.598 15 ára og yngri. Þessar tölur segja þó lítið þar sem venjulega starf- ar fjöldi barna og unglinga í félögunum þótt þau aldursins vegna teljist ekki félagar og greiði ekki félagsgjöld. Aldurs- mörkin eru svo mismunandi t.d. 12, 14 eða 16 ár. Hvar starfa svo ungmennafé- lögin? Því er best að svara með því að segja að þau starfi nánast alls staðar í dreifbýlinu og í öllum kaupstöðum landsins nema Siglufirði, ísafirði, Vestmanna- eyjum og Hafnarfirði, enda sést það af tölunni 196 félög að þau koma víða við og hafa gert síðan hið fyrsta þeirra var stofnað á Akureyri árið 1906. Það á því ekki að vera vandi að finna þau. Hvað starfa þau? Ungmennafélögin eru oftast í hinum dreifðari byggðum þar sem þau starfa langflest sem eina æskulýðsfélagið í sínu sveit- arfélagi og er starfsvettvang- urinn því afar breiður. Hópurinn af seinna námskeiðinu 11 — 14 ára úr sumarbúðum HVÍ 1979. öll ár að meira eða minna leyti bamaár Undir þessu kjörorði var ég beðinn að taka saman nokkra punkta um starfsemi ungmenna- félaganna með börnum og ungl- ingum og skal fúslega við því orðið, en varðandi margnefnt barnaár skal það tekið fram að á því er ekki svo mikill munur og öðrum árum hjá okkur enda öll ár að meira eða minna leyti barnaár. Fyrst nokkur orð um ung- mennafélagshreyfinguna í dag. Starfandi ungmennafélög í landinu eru nú 196 talsins og er skemmst frá því að segja að þau starfa öll meira eða minna með börnum og unglingum. Ung- mennafélögin mynda síðan Landssamtök sín, Ungmennafé- lag íslands, í gegn um svokölluð héraðssambönd eða ungmenna- Hér má telja til dæmis leik- list, íþróttir og útilíf, þjóðdansa, námskeið og fræðslustarfsemi margskonar, skák, spil og alls konar skemmtanir og skógrækt og náttúruvernd svo eitthvað sé nefnt. Raunar má segja að þetta fari eftir aðstæðum og áhuga á hverjum stað. Við höfum yfirleitt ekki þann háttinn á að segja, þetta er starfsemin i dag og þú mátt taka þátt í henni eins og hún er, heldur bjóðum við unglingana að sjálfsögðu velkomna til að taka þátt í því starfi sem fyrir er, en leggjum áherslu á að þeir eigi sjálfir að móta starfið, og eru velkomnir með öll sín áhugamál ef þeir vilja vinna að þeim á félagslegum grundvelli. Þetta hefur skapað síaukna fjölbreytni í félagsstarfinu, öllum aldurs- skeiðum til mikillar ánægju, enda erum við ungmennafélagar lítt hrifnir af að skipa félögum okkar í sér deildir eftir aldri og forðumst það. Bæði ný og gömul reynsla sýna og okkur að félags- starfið gengur best þar sem allir aldurshópar vinna saman. Við reynum að fylgja þeirri stefnu að tala sem minnst um það sem við gerum „fyrir" börn og unglinga en viljum stefna að því að gera sem mest „með“ þeim, e.t.v. sem mótvægi við hina vafasömu mötun sem víða er að verða allsráðandi. Varðandi umfang starfsem- innar get ég látið nokkrar tölur fljóta með til glöggvunar. Samkvæmt starfsskýrslum fé- laganna fyrir árið 1977 tóku alls 17.317 unglingar og börn þátt í íþróttaæfingum á vegum ung- mennafélaganna þar af 11.417 piltar og 5.900 stúlkur. Af þess- um hópi voru 7.522 félagsbundn- ir, en hinir hafa eflaust verið of ungir til að teljast formlegir félagar. í öllum þessum tölum miða ég við 15 ára og yngri. I stjórnum og nefndum störfuðu alls 379 unglingar, þátttakendur í leiklist á þessum aldri voru 59, og 24 í þjóðdönsum. Þátttakend- ur í félagsmálanámskeiðum þetta ár voru um 900. Þá ber að nefna Sumarbúða- starfsemi ungmennafélaganna sem er mjög vinsæl og rekin á nokkrum stöðum, t.d. 6 stöðum nú í sumar. Ég hef ekki tölur frá þessu sumri en í fyrrasumar dvöldu í ungmennabúðum okkar 243 börn. Þá mætti nefna erlend sam- skipti fyrir þessa aldurshópa, mikið samstarf við skóla, útgáfu leikþátta og kvöldvökuefnis, unglingamót í íþróttum, útgáfu tímaritsins Skinfaxa o.m.fl. Ungmennafélögin öll mynda landssamtökin, Ungmennafélag ísland eða UMFÍ eins og það er skammstafað. UMFI hefur skrifstofu og rekur þjónustu- miðstöð fyrir aðildarfélögin að Mjölnishoiti 14 í Reykjavík. Þangað eru allir velkomnir sem vilja kynna sér þessa umfangs- miklu starfsemi nánar eða kom- ast í samband við einstök félög eða héraðssambönd. Að lokum má svo geta þess að bæði einstök félög og héraðs- sambönd hafa mikið samband og samstarf sín á milli og stuðla þannig að kynnum félaganna á milli byggðarlaga og landshluta. Við höfum í rúm 70 ár starfað undir kjörorðinu „Ræktun lands og lýðs“ og teljum gömiu dyggð- irnar enn í fullu gildi, og teljum að svo sé einnig um allan þorra æsku þessa lands. íslandi allt. Sig. Geirdal, framkvæmdastjóri UMFÍ. Gömul sumarbúðamynd frá UMSK Þátttakendur i knattspyrnumóti fyrir 6. flokk i Þrastarskógi í sumar. Musica Quatro á kreik JAZZFLOKKURINN Musica Quatro hefur byrjað vetrarstarf- semina. Fyrstu tónleikar vetrar- ins verða í kvöld fyrir nemendur Verzlunarskólans og Mennta- skólans í Reykjavík. Flokkurinn var stofnaður í fyrravetur en hann skipa Gunnar Ormslev, Reynir Sigurðsson, Helgi áný E. Kristjánsson og Alfreð Al- freðsson. S.l. vor lék flokkurinn í Færeyjum við góðar undirtektir. Ennfremur hefur hann hljóðritað fyrir útvarp og leikið á tónleikum í Norræna húsinu. Ætlunin er að flokkurinn leiki í vetur á tónlist- arkvöldum í skólum og fyrir aðra aðila, sem þess kunna að óska.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.