Morgunblaðið - 09.10.1979, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 09.10.1979, Qupperneq 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 Pétur kominn með 12 mörk LEIK Feyenoord og Nac Breda um helgina lauk á frekar sðgu- legan hátt. Annar línuvörðurinn i leiknum fékk matardisk i höfuð- ið og skarst svo illa að leikurinn var flautaður af. Þá var staðan 2—2. Nac Breda hafði nýlega jafnað leikinn. Pétur Pétursson skoraði bæði mörk Feyenoord. Það fyrra með skalla en hið siðara úr vitaspyrnu. Pétur hefur nú skorað 12 mörk i 1. deildar- keppninni og er iangmarkahæsti leikmaðurinn. Með sama áfram- haldi er ekki óliklegt að Pétri takist að næla sér i hin eftirsóttu verðlaun gullskóinn. Til að for- vitnast um atvikið i leiknum slógum við á þráðinn til fram- kvæmdastjóra Feyenoord, P. Stephans, og inntum hann eftir leiknum. — Það er rétt að svona lagað er sem betur fer sjaldgæft í Hol- landi. Leikurinn hafði staðið í um 63 mínútur þegar línuvörðurinn fékk matardisk í höfuðið og dóm- arinn flautaði leikinn af þegar í stað. Leikurinn verður samt ekki dæmdur ógildur. Heldur verður leikið aftur á föstudaginn, en þá aðeins í 27 mínútur. Leikurinn verður semsagt kláraður. Mörk Péturs teljast því lögleg og er hann markhæstur með 12 mörk og vonandi tekst honum að bæta fleirum við á föstudaginn kemur. Knattspyrna) Aganefnd hefur ekki tekið þetta alvarlega mál fyrir ennþá og ég get ekki sagt neitt um hvaða afleiðingar þetta hefur. Hins veg- ar get ég sagt, að Pétri virðist fara fram með hverjum leik og hefur aldrei verið betri en einmitt nú. Þar tek ég ekki of djúpt í árinni. Samkvæmt fréttaskeytum var mikil ókyrrð á leik Nac Breta og Feyenoord. Áhorfendur höfðu sig mjög í frammi og hentu miklu drasli inn á völlinn á meðan á leiknum stóð. Helstu úrslit í Hollandi urðu þessi: Sparta — PEC Zwolleqbl—0 Den Haag — NEC Nijmegen 2—0 Deventer — Utrecht 0—0 Maastricht — PSV 2—1 Haarlem — Willem Tilburg 3—1 Arnhem — AZ’67 Alkmaar 1—1 Excelsior — Twente 2—2 Staða efstu liða er þessi: Feyenoord 9 54 0 20:8 14 Ajax 9 62 1 19:13 14 AZ’67 9 61 2 19:9 13 PSV 9 52 2 21:10 12 Go Ahead Eagles 9 51 3 17:10 11 FC Den Haag 9 42 3 11:13 10 FC Twente 9 42 3 12:16 10 FC Utrecht 9 25 2 10:9 9 Vitesse 9 33 3 14:16 9 Excelsior 9 33 3 14:16 9 Haarlem 9 32 4 13:17 8 MVV 9 23 4 12:13 7 Sparta 9 31 5 9:11 7 Willem II 9 23 4 9:16 7 NEC 9 30 6 12:15 6 Roda Jc 9 22 5 11:16 6 Pec Zwolle 9 22 5 7:12 6 Nac 9 04 5 7:17 4 Vestur-þýska knattspyrnan: Nýja „spútnikliðið" hefur goða forystu ÞAÐ steínir allt í gifurlega baráttu í vestur-þýsku knatt- spyrnunni, þar sem lítil þrjú stig skilja að fimm efstu liðin og mjög skammt er í heilan skara ann- arra liða. Nýja „spútnik" liðið Borussia Dortmund hélt sigur- göngu sinni áfram og er í efsta sæti deildarinnar, tveimur stig- um á undan Hamburger SV og Bayern Múnchen. Dortmund sótti VFC Stuttgart heim og hirti bæði stigin. Manfred Burgsmúll- er skoraði fyrst fyrir BD, en Klotz tókst að jafna fyrir hlé. Sigurmarkið skoraði Frank 12 minútum fyrir leikslok. Áður en lengra er haldið, skulum við líta á úrslit leikja um helgina. Bayer Leverkausen — Bayer Uerdringen 1—1 Hertha — MSV Duisburg 0—1 Hamburger SV — Köln 3—0 Brunswick — 1860 Munich 0—0 Stuttgart — Dortmund 1—2 Dússeldorf — Bochum 1—4 Bayern — Kaiserslautern 2—0 B. Mönchengladbach — Frankfurt 4—1 Schalke 04 — Werder Bremen3—0 Kevin Keegan var í essinu sínu er Hamburger rassskellti Köln- ara. Hann skoraði fyrsta mark HSV og átti heiðurinn af mörkum þeirra Jimmy Hartwig og Horst Hrubesch. HSV skaust í annað sætið með þessum sigri, en Bayern hefur sama stigafjölda, en lakari markatölu, eftir sigur gegn Kais- erslautern á heimavelli. Varnar- maðurinn Kurt Niedermayer skoraði bæði mörk Bayern, hvort í sínum hálfleik. Eintrakt Frankfurt var í öðru sæti fyrir helgina, en liðið maga- lenti gegn BMG. Frankfurt náði forystunni þegar á 2. mínútu með óvæntu marki bakvarðarins Helmut Múllers, en BMG lét það ekkert á sig fá og lék Frankfurt- liðið sundur og saman allt til leiksloka. Nielsen, Lienen, Nickel og Wohlers skoruðu mörk BMG. Fortuna Dússeldorf sýndi greinileg þreytumerki eftir hinn erfiða Evrópuleik vikunnar gegn Glasgow Rangers, er liðið fékk Bochum í heimsókn. Bochum er ekki sterkasta lið Þýskalands, en þurfti ekki að leika vel til að sigra Dússeldorf. Kneweuve, Abel, Blau og Gerland skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins, en Sommer minnk- aði muninn skömmu fyrir leikslok. Berkemeier, Bittcher og Fischer skoruðu mörk Schalke gegn Wer- der Bremen og Krefeldt skoraði sigurmark Duisburg gegn Herthu. Staðan í vestur-þýsku deildar- keppninni er nú þessi: Borussia Dortmund 8 611 19:10 13 Hamburger SV 8 512 15:1111 Bayern Munchen 8 4 31 12:7 11 Vfb Stuttgart 8 4 22 14:9 10 Eintracht Frankfurt 8 503 15:11 10 Fc Schalke 04 8 3 3 2 12:9 9 MSV Duisburg 8 413 13:12 9 Bayer Verdingen 8 413 9:9 9 FC Cologne 8 3 2 3 16:13 8 Borussia Múnchengl. 8 323 16:13 8 FC Kaiserslautern 8 314 14:13 7 Werder Bremen 8 314 10:17 7 Bayer Leverkusen 8 2 3 3 9:16 7 Vfl Bochum 8 2 2 4 8:10 6 1860 Munich 8 22 4 7:11 6 Fortuna Dússeld. 8 215 15:21 5 Hertha BSC Berlin8 12 5 7:14 4 Eintracht Brunswick 8 123 6:17 4 Hasar í ÞAÐ VERÐUR mikill hasar í lokaspretti norsku deildarkeppn- innar i knattspyrnu, svo mikið er víst. Heil umferð fór fram um helgina, sú næst síðasta. Lítum á úrslit: Bodö Glint — Víkingur 0—2 Bryne — Brann 3—1 Hamkam — Vaalerengen 2—0 Rosenborg — Lilleström 0—1 Skeid — Moss 0—2 Start — Mjöndalen 0—2 Noregi Moss og Víkingur hafa bæði hlotið 29 stig, Start hefur 27 stig, Bryne hefur 23 stig og kemur því ekki til áiita í síðustu umferðinni. En Víkingur á einn leik til góða og leikur í vikunni gegn Lilleström. Sigur í þeim leik myndi vera ómetanlegur. Ein umferð er eftir og allt á suðupunkti. [ Knatlspyrna ] Stenmark á kreik a INGIMAR Stenmark hefur nú náð sér að fullu af þeim meiðslum sem hann hlaut, er hann var að æfa brun fyrir skömmu. Féll hann illa og var afleiðingin heilahristingur. Stenmark er farinn að æfa brunið á nýjan leik, en gerði það ekki siðustu árin sökum hættunn- ar sem er því samfara. Nýjar ný reglur Alþóða skíöasambandsins gerðu það að verkum að Sten- mark gat ekki unnið heimsbikar- inn i fyrra án þess að keppa i bruni. Peter Luscher varð því heimsbikarhafi, þrátt fyrir að Stenmark sigraði i flestum svig- keppnum vetrarins. Nú ætlar Stenmark sér að krækja i heims- bikarinn á nýjan leik. Sirio sigraði BRASILÍSKA körfuboltaliðið Sirio vann heimsbikarinn í körfu- knattleik með þvi að sigra Evrópumeistarana Bosna frá Júgóslavíu með 100 stigum gegn 98. Staðan i hálfleik var 39—35 fyrir Bosna, en staðan eftir venjulegan leiktima var 88—88. Var þá framlengt i fimm minútur og tókst þá brasiliska liðinu að merja sigur. Góðar lyftur fyrir noröan SVOKALLAÐ úrtökumót í lyft- ingum fyrir unglingalandslið fór fram á Akureyri um helgina. Norðurlandameistaramót ungl- inga i lyftingum er á næstu grösum og hlutu keppendur stig fyrir frammistöðu sína að þessu sinni. Þórhallur Hjaltason sigraði í 52 kg flokkinum. Hann snaraði 52,2 kg, jafnhattaði 72,5 og lyfti þvi samanlagt 135 kílógrömmum. í 60,0 kílógramma fiokkinum sigraði Þorvaldur B. Rögnvalds- son, en hann snaraði 85,0 kg, jafnhattaði önnur 100 kíló, sam- tals 185 kíló. Viðar Edvarðsson sigraði í 67,5 kílógramma flokkinum. Viðar snaraði 95 kílógrömmum, jafn- hattaði 122,5 kíló og lyfti því samanlagt 217,5 kílógrömmum. Haraldur Ólafsson, Þór, varð sigurvegari í 75 kílógramma flokkinum, hann snaraði 105 kílógrömmum, jafnhattaði 140 og lyfti allt í allt 245 kílógrömmum. Þorsteinn Leifsson, KR, varð hlutskarpastur í 82,5 kílógramma flokkinum. Snaraði hann 115 kílógrömmum, jafnhattaði 150 kíló og lyfti samanlagt 265 kílóum. Guðmundur Helgason hlaut efsta sætið í 90 kílógramma flokk- inum, snaraði 125 kílógrömmum, jafnhattaði 155, samtals 280 kíló. Sem fyrr segir, hlutu piltarnir stig fyrir frammistöðuna og var stigagjöf til efstu manna þessi. Þórhallur 129,87 Þorvaldur 162,99 Viðar 177,48 Haraldur 187,43 Þorsteinn 191,60 Guðmundur 192,64 sor. • Klaus Fischer og félögum hans hjá Schalke 04 gekk prýðilega um helgina og Fischer var á skotskónum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.