Morgunblaðið - 09.10.1979, Page 45

Morgunblaðið - 09.10.1979, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 25 ri röð frá vinstri: Steinar Birgisson, Eysteinn Helgason, Páll % Eggert Guðmundsson, Sigurður Gunnarsson, ólafur Jónsson, ur Aðalsteinsson, Árni Indriðason, Kristján Sigmundsson, Jens on- Ljósm. Guðjón. ir leikur neistarar að jafna, 15—15. Þá misnotaði Árni Indriðason vítakast, en Vals- mönnum tókst ekki að skora úr upphlaupi sínu. Sigurður Gunn- arsson sem var mjög atkvæðamik- ill í síðari hálfleiknum kom Vík- ingum tveimur mörkum yfir, 17-15. Þrátt fyrir að Valsmenn börðust vel, tókst þeim ekki að ná að jafna metin. Áð vísu var mikill darraðardans í lok leiksins þegar staðan var 19—18, þá léku Vals- menn maður á mann. En þeir Ólafur Jónsson og Sigurður Gunn- arsson innsigluðu sigur Víkings með fallegum mörkum og tveggja marka sigur Víkings var í höfn, 21-19. Vel leikinn leikur Af hálfu beggja liða var leikur- inn mjög vel leikinn. Ljóst er að liðin eru í mjög góðri líkamlegri æfingu og búa yfir fleiri leikbrell- um en oft áður. önnur 1. deildar lið mega spjara sig ef þau ætla að standast Val og Víkingi snúning- inn í vetur, þar sem aðall liðanna í leiknum var mikill hraði og fastur varnarleikur sem á köflum jaðraði við að vera grófur. Liðin Bestu menn Víkings í þessum leik voru hornamennirnir Erlend- ur og Ólafur Jónsson. Þá átti Sigurður Gunnarsson góðan leik, svo og Páll Björgvinsson sem er primus mótor í spili Víkinga. Þeir Steinar Birgisson og Árni Indriða- son léku vel í vörninni og er hægara sagt en gert að komast framhjá þeim. Lið Vals var gott í þessum leik þó svo að þeim tækist ekki að sigra. Þorbjörn Guðmundsson átti góðan leik og skoraði fimm mörk, öll með miklum þrumuskotum. Nafni hans Jensson var sterkur í vörninni. Brynjar varði vel í síðari hálfleiknum og Steindór er leik- maður sem berst ávallt vel. Dómgæslan Dómgæslan var að þessu sinni í höndum Einars Sveinssonar og Jóns Hermannssonar. Dæmdu þeir leikinn mjög vel. Það gætti fyllsta samræmis í dómum þeirra, en þeir leyfðu nokkuð mikið. Það varð til þess að leikurinn gekk hratt fyrir sig og bauð upp á mikla skemmtun. Það er að sjálfsögðu oft túlkunaratriði hversu mikið á að leyfa en sé sífellt verið að flauta á smábrot, er hætt við að það minnki hraðann í leiknum. í stuttu máli: Úrslitaleikurinn í Reykjavíkurmótinu í handknatt- leik. Laugardalshöll 7. okt. 1979. Valur—Víkingur: 19—21 (9—9). Mörk Vals: Þorbjörn Guðmundsson 5, Stefán Halldórs- son 5, öll úr vítaköstum, Steindór Gunnarsson 2, Þorbjörn Jensson 2, Bjarni Guðmundsson 2, Björn Björnsson 2, Gunnar Lúðvíksson 1. Mörk Víkings: Sigurður Gunn- arsson 6 (2v), Erlendur Hermannsson 5, Ólafur Jónsson 3, Páll Björgvinsson 3, Þorbergur Aðalsteinsson 2, Steinar Birgisson 1. Brottvísun af leikvelli: Stefán Gunnarsson, Björn Björnsson, Þorbjörn Jensson allir í Val, út af í tvær mínútur. Þorbergur Aðal- steinsson, Víkingi, í 2 mín. Misnotað vítakast: Brynjar Jensson varði skot Árna Indriða- sonar á 49. mínútu. — ÞR. „Vió tökum þá örugglega í næsta leik okkar u segir Hilmar Björnsson þjáifari Valsmanna — ÞETTA var hörku- leikur. En það var grát- legt að tapa honum, það er svona þegar leikmenn gera ekki eins og fyrir þá er lagt, sagði Hilmar Björnsson þjálfari Vals, eftir leikinn. í raun og veru er enginn munur á þessum liðum. og því getur sigurinn hafnað hvoru megin sem er. Við gátum stöðvað öll leik- kerfi þeirra, en horna- mennirnir okkar ná ekki að stöðva þeirra menn í hornunum þegar leikið er maður á móti manni. Það var dýrkeypt. Nú, við átt- um sex dauðafæri í leikn- um sem ekki nýtast. — Við tökum þá örugglega í gegn þegar liðin mætast næst, sagði Hilmar að lok- um. - Þr. • Hornamaðurinn sterki Ólafur Jónsson kominn í gegn og skorar framhjá Bryr.jari Kvaran markverði Vals, sem virðist leggja sig allan fram. Auðveldur sigur IR Fylkir 23 >19 ÍR þurfti ekki mikið að hafa fyrir þriðja sætinu i Reykjavik- urmótinu i handbolta, Fylkir reyndist furðuléttur mótherji. Sigur ÍR var öruggur, 23—19, eftir að ÍR hafði haft sjö mörk yfir í leikhléi, 15-8. ÍR-ingar voru mjög áberandi sterkari í leiknum og sigurinn þar af leiðandi meira en sanngjarn. En handknattleikurinn sem á boðstólum var, var ekki upp á marga fiska, einkum af hálfu Fylkis. Ótímabær skot voru mörg auk þess sem niðurstungur og feilsendingar tröllriðu leiknum. Jafnt var framan af, Fylkir hafði meira að segja forystu þegar staðan var 5—4 fyrir liðið, eftir að ÍR hafði komist í 3—1. Síðan fór að halla undan fæti hjá Fylki og þegar hálfleikur rann upp voru engar horfur á spennandi síðari hálfleik enda staðan þá 15—8 fyrir ÍR. Fylkismenn hleyptu pínulitlu lífi í leikinn með því að skora fjögur fyrstu mörk síðari hálf- leiks, en lengra náði það ekki hjá þeim og hélst 3—4 marka munur út leikinn. Brons til ÍR. Lítið er um liðin að segja, skipulagt samspil fyrirfannst vart, varnarleikurinn, einkum hjá Fylki, var slakur. Markvarsla beggja liða var fyrir neðan meðal- lag. Hjá Fylki bar einna mest á þeim Ragnari Hermannssyni og Sigurði Símonarsyni. Hjá ÍR fór Bjarni Bessason hamförum í fyrri hálfleik og skoraði þá eins og hann lysti. í síðari hálfleik hugðist hann síðan halda áfram upptekn- um hætti, en þá brá svo við að ekkert gekk upp. Auk Bjarna skoruðu mikið nafni hans Hákon- arson og Guðjón Marteinsson, en allir þrír áttu samanlagt urmul skota sem rötuðu ekki á leiðar- enda. Mörk ÍR: Bjarni B. 6, Guðjón Marteinsson 6, Bjarni Hákonarson 5 (2 víti), Ársæll Hafsteinsson 3, Hörður Hákonarson 2, Sigurður Svavarsson 1 (víti). Mörk Fylkis: Magnús Sigurðs- son 5 (2 víti), Ragnar Hermanns- son og Sigurður Símonarson 3 hvor, Guðni Hauksson, Gunnar Baldursson og Ásmundur Kristinsson 2 hver, Stefán Hjálmarsson og óskar Ásgeirsson eitt hvor. gg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.