Morgunblaðið - 09.10.1979, Page 22

Morgunblaðið - 09.10.1979, Page 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 INNLENT Kaupfélagsstjórar á Austurlandi: Vel heppnað námskeið fyrir útgefendur landsmálablaða FRÆÐSLUNEFND Sjálfstæðis- flokksins gekkst fyrir nám- skeiði fyrir útgefendur og blaðamenn landsmálablaða dagana 5.-6. okt. s.l. Á nám- skeiðinu var fjallað um rekstur landsmálablaða, fréttaöflun og fastaþætti, frétta- og greina- skrif o.fl. Námskeiðið var vel sótt. Formaður fræðslunefndar, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, flutti setningarræðu, leiðbeinendur voru Sverrir Kaaber, Markús örn Antonsson, Andri Hrólfss- on, Hörður Einarsson og Stefán Friðbjarnarson. Birgir ísl. Gunnarsson flutti ávarp í hádeg- isverðarboði og einnig gafst námskeiðsfólki tækifæri á að spyrja formann flokksins, Geir Hallgrímsson, spurninga á blaðamannafundi, sem hann hélt i tilefni af námskeiðinu. Námskeiðið stóð í tvo daga, eins og fyrr segir, og voru þátttakendur sammála um að þeir hefðu haft mikið gagn af því. Eins og fram hefir komið i blaðinu hefir að undanförnu verið unnið að þvi að ieggja bundið slitlag á Garðskagaveg. Þessa mynd tók Hreggviður Guðgeirsson er verið var að leggja siðustu hönd á veginn að norðanverðu þ.e. að tengja saman Garðbraut og Garðskagaveg. Það er verktakafyrirtækið Loftorka sem sér um framkvæmdirnar. Allt tal um óeðli- lega milliliðastarf- semi rangtúlkanir ÁRLEGUR fundur kaup- félagsstjóra á Austurlandi var haldinn á Stöðvarfirði 5. þ.m. I ályktun fundarins er varað við þeim háska- lega misskilningi sem kem- ur fram í áróðri vissra afla í þjóðfélaginu gegn bænd- um og afurðasölufélögum þeirra. Telur fundurinn brýna nauðsyn á því, að hinn almenni neytandi kynni sér sjálfur launamál bænda og Óskiljanleg yfirlýsing MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Ferðaskrifstof- unni Sunnu: „LEIÐRÉTTING VEGNA FRÉTTATILKYNNINGAR ÚTSÝNAR Af gefnu tilefni vegna frétta- tilkynningar Ferðaskrifstofunnar Útsýnar, sem birtist í dagblöðum, laugardaginn 6. okt. s.l., sjáum við okkur tilneydda til þess að koma á framfæri leiðréttingu vegna rangra fullyrðinga Ingólfs Guð- brandssonar um heimflutning far- þega Sunnu. Ferðaskrifstofan Útsýn flutti enga farþega Sunnu, hvorki heim eða annað, nema áður hefði verið gengið að fullu frá greiðslum og/eða tryggingum fyrir greiðsl- um, sem Útsýn tók gildar. Er því óskiljanleg sú yfirlýsing af hálfu Útsýnar að ferðaskrifstofan hafi flutt farþega Sunnu á sinn kostn- að, nema Ingólfur Guðbrandsson sé að gefa í skyn að hann ætli að gefa Sunnu einhverja farþega- flutninga. Tölur þær sem forstjóri Útsýnar nefnir í fréttatilkynningu sinni eru svo víðsfjarri raunveruleikan- um að óskiljanlegt er hvernig því bókhaldi er háttað, sem slíkar tölur eru fengnar úr. í þessu sambandi viljum við þó ekki láta hjá liða að þakka þeim aðilum sem þakkir eiga skildar fyrir lipurð og aðstoð við flutning farþega Sunnu í síðustu ferðum. Er hér átt við samgönguráðuneyt- ið og Ferðaskrifstofuna Úrval, þó að þessir aðilar verði að sjálfsögðu ekki fyrir neinum fjárútlátum, þar sem aðstandendur Sunnu ann- ast greiðslur á öllum kostnaði vegna heimflutnings Sunnufar- þega. Virðingarfyllst. Ferðaskrifstofan Sunna“. afurðasölumálin í heild sinni en myndi sér ekki skoðanir eftir órökstuddum fullyrðingum andstæðinga bænda og samvinnuhreyf- ingarinnar í landinu. Fundurinn bendir á, að með verðlagningu landbúnaðaraf- urða nú ná bændur aðeins þeim launum sem þeim ber eftir lögum og að allt tal um óeðlilega og dýra milliliða- starfsemi afurðasölufélag- anna byggist á rangtúlkunum. Benda má á að ef vinnslu- og dreifingarkostnaður verður lægri en áætlað er af Fram- leiðsluráði landbúnaðarins kemur mismunurinn fram í hærri lokagreiðslu afurða til bænda. Fundurinn vill einnig vekja athygli á þeirri miklu afurða- rýrnun sem verður nú í haust vegna harðinda og óttast að hún og stóraukin olíu- og vaxtakostnaður valdi því að bændur geti ekki staðið við þær fjárskuldbindingar sem þeir verða að taka á sig af þeim sökum. (Fréttatilk.) Hafnarsamband sveitarfélaga um hafnir landsins: Helmingurinn rekinn með greiðsluhalla á þessu ári 10. ÁRSFUNDUR Hafnasam- bands sveitarfélaga var haldinn að Hótel Sögu i Reykjavík dagana 27. og 28. þ.m., en sambandið var stofnað 12. nóvember 1969. Fundurinn hófst með setning- arávarpi formanns sambandsins, Gunnars B. Guðmundssonar, hafnarstjóra i Reykjavik. Siðan fluttu ávörp ólafur Steinar Vaidi- marsson, skrifstofustjóri i sam- gönguráðuneytinu og Jón G. Tóm- asson, formaður Sambands islenzkra sveitarfélaga, og minnt- ust þeir sérstaklega 10 ára starf- semi hafnasambandsins og fluttu þvi kveðjur og heillaóskir. í ávarpi ólafs Steinars kom fram, að áætlaður kostnaður við hafnar- framkvæmdir á öllu landinu á þessu ári væri 3.100 milljónir króna og væri það um 10% hærri f járhæð en á árinu 1978. Meginefni fundarins var að fjalla um fjárhagsstöðu og gjaldskrármál hafnanna. Lagt var fram yfirlit um fjárhag hafna árin 1978 og 1979, sem Gylfi Isaksson, verkfræðingur, hafði samið. Kom þar m.a. fram, að afkoma hafnanna verður á þessu ári lakari en stefnt hafði verið og gera mætti ráð fyrir, að helmingur hafnanna yrði rekinn með greiðslu- halla á þessu ári jafnvel þótt gjaldskrárhækkun fengist 1. nóv- ember n.k., en höfnunum var synj- að um 16% gjaldskrárhækkun 1. ágúst s.l. í fjárhagsyfirlitinu komu fram ýmsar upplýsingar um fjárhag og rekstur hafnanna, m.a. um skipt- ingu tekna og gjalda. 30% af tekjum hafnanna fara til greiðslu afborgana og vaxta af stofnlánum. Megintekjustofn hafnanna eru vöru- og aflagjöld, sem hjá mörg- um höfnum nema um 75% af rekstrartekjum. Rúmlega 50% af rekstarútgjöldum hafna eru launa- greiðslur. Á fundinum fóru fram hring- borðsumræður um aðstöðu atvinnutækja á hafnarsvæðum. í umræðunum kom fram, að hafnar- gerðir almennt á landinu eru svo skammt á veg komnar, að innra skipulag hafnarsvæða á langt í land, en víða er knýjandi, að skipulagstillögur verði unnar bæði vegna aðstöðu atvinnufyrirtækja og tengsla við bæjarskipulag. Á ársfundinum flutti Aðalsteinn Júlíusson, hafnarmálastjóri, erindi um fjögurra ára áætlun um hafn- argerðir. í erindi hafnamálastjóra kom fram m.a., að áætlunin væri nú fyllri og betur unnin en áður. Taldi hafnamálastjóri, að fram- kvæmdafjármagn dreifðist á alltof margar hafnir hverju sinni, þannig að ekki næðist æskilegust hag- kvæmni við framkvæmdir. Á fundinum var samþykkt að leggja til við hafnarstjórnir, að þær sæki um 43% hækkun á gjaldskrám hafna frá og með 1. nóvember n.k. Á fundinum var samþykkt áskorun til samgönguráðherra, að hann láti fara fram endurskoðun á gildandi hafnalögum. Bent var á eftirfarandi atriði í því sambandi: 4. að hafnir verði flokkaðar eftir afkomumöguleikum og ríkis- framlag ákvarðist mismunandi í samræmi við slíka flokkun, sem endurskoða þyrfti á vissu tíma- bili. Þá var samþykkt tillaga um skipulagsmál hafna, þar sem lögð var áhersla á aukið samstarf Hafnamálastofnunar og Skipulags ríkisins um skipulag hafnarsvæða, þannig að atvinnurekstur eigi við sem hagkvæmust skilyrði að búa. Fundurinn fagnaði vinnubrögð- um Hafnamálastofnunar við undir- búning og skipulag hafnarmann- virkja, er snerta rannsóknarstarf- semi og líkanagerð. Fundinn sóttu 67 fulltrúar frá nær öllum aðildarhöfnum sam- bandsins, en þær eru nú 56. Auk fulltrúa voru allmargir gestir á fundinum, þ. á m. 7 fulltrúar frá hafnasamböndum á hinum Norður- löndunum, en náið samstarf er meðal hinna norrænu hafnasam- banda. í stjórn Hafnasambands sveit- arfélaga voru kjörnir til eins árs: Gunnar B. Guðmundsson, Reykjavík, Alexander Stefánsson, Ólafsvík, Guðmundur H. Ingólfs- son, ísafirði, Stefán Reykjalín, Akureyri og Sigurður Hjaltason, Höfn í Hornafirði. í tilefni 10 ára afmælis Hafna- sambandsins þáðu fulltrúar og gestir síðdegisboð forsetahjónanna að Bessastöðum. Geir Hallgrímsson svarar hér spurningum útgefenda og blaðamanna landsmálablaða. Ljósm. Mbl. Emiliia. Fræðslunefnd Sjálfstæðisflokksins: 1. ákvæði um meðferð Alþingis á 4ra ára áætlunum um hafnar- gerðir. 2. nauðsyn á að auðvelda gjald- skrárbreytingar 3. að landshafnir verði lagðar niður og hlutaðeigandi sveitar- félögum verði gert kleift fjár- hagslega að taka við þeim. éa£k

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.