Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 47 Walter Mondale varaforseti sagði þegar hann kvaddi páfa í Andrews-flugstöðinni í gær- kvöldi að heimsóknin mundi lifa í hugum okkar árum saman, en hugsanirnar sem hann hefði tendrað mundu lifa að eilífu. Þegar páfi flutti messu undir beru lofti fyrr um daginn hvatti hann enn til þess að endir yrði bundinn á fóstureyðingar, að hjónabandið yrði eflt og að þeir sem væru minni máttar fengju að njóta sanngirni. Páfi hefur hvað eftir annað talað um þetta þrennt á ferð sinni. Hann hvatti áheyrendur sína til að hugsa um „eðli hjóna- bandsins, fjölskylduna og verð- mæti lífsins". Hann sagði að enginn hefði rétt til að eyða ófæddu lífi. Hann lýsti yfir fylgi við hjónabandið sem mætti ekki slíta þegar frelsi væri notað til að ráða yfir hinum veiku, til að sóa náttúruauðæfum og orku og til að neita fólki um grundvallar- nauðsynjar yrði staðið upp og ítrekaðar kröfur um réttlæti. „Þegar hinir sjúku, öldruðu og dauðvona eru yfirgefnir i ein- manaleika munum við standa upp og lýsa því yfir að þeir séu verðugir ástar okkar, umönnunar og virðingar." Seinna hvatti Jóhannes Páll II leiðtoga annarra trúflokka í Bandaríkjunum að „vinna saman til varnar mannréttindum, að markmiðum þjóðfélagslegs rétt- lætis og friðar og á sviðum almenns siðgæðis". Bæði í ferð sinni í Bandaríkjunum og á írlandi hefur páfi predikað hefð- bundin, íhaldssöm sjónarmið og Krefjast afsagnar Ohira eftir ósigur Tokyo, 8. október. Reuter. AP. ÞESS var krafizt i dag að forsætisráðherra Japans, Masayoshi Ohira, segði af sér eftir tap flokks hans, Frjálslynda demókrataflokksins í þingkosn- ingum í gær. Frjálslyndir demókratar sem hafa verið við völd síðan flokkur þeirra var stofnaður fyrir 24 árum hlaut 248 þingsæti af 511, einu færra en á siðasta þingi. Ohira hafði stefnt að þvi að fá 261 þingsæti til að gera rikisstjórninni kleift að gripa til umdeildra ráðstafana til þess að ráðast gegn pólitiskum og efnahagslegum erfiðleikum sem von er á snemma á næsta áratug. SLÆR TAKTINN — Jóhannes Páll páfi II slær taktinn er hann er hylltur á æskulýðsfundi i Madison Square Garden í New York. Fundinn sóttu um 19.000 ungmenni úr rúmlega 200 kaþólskum skólum og öðrum skólum í New York og New Jersey. Páfi heldur á einni af gjöfum þeim sem honum voru færðar á fundinum. Páfi kveður Bandaríkin Washlngton, 8. október. AP. JÓHANNES Páll páfi II kvaddi Bandaríkjamenn í gær og lauk heimsókn sinni meÖ því að ítreka gagnrýni sína á fóstureyðingar og þá afstöðu sína að konur eigi ekki að vera prestar. „Guð blessi Ameríku“ voru síðustu orð páfa til bandarísku þjóðarinnar. Talið er að 10 milljónir manna eða fleiri hafi séð Jóhannes Pál á ferð hans um sex bandarískar borgir, fyrstu slíkri ferð sem nokkur páfi hefur farið. Takeo Miki fyrrverandi forsætis- ráðherra sem varð að segja af sér eftir tap flokks sins í kosningunum 1976 sagði í dag að Ohira ætti að segja af sér sem leiðtogi flokksins og ríkisstjórnarinnar vegna ósigurs hans í kosningunum. Ohira sagði að hann væri að hugleiða afsagnaráskorun Mikis, en bætti því við að hann hefði enn í hyggju að fara í heimsókn til Kína snemma í desember. Annar fyrrverandi forsætisráð- herra, Takeo Fukuda, hvatti til hafnað tilraunum til að gera kenningar kirkjunnar frjálslegri. Hvert sem páfi hefur farið hefur honum verið forkunnarvel tekið og með miklum fögnuði. í ferðinni minnti hann áheyrendur sína á þörf þess að varðveita mannréttindi, þörfina á því að binda endi á kjarnorkuvopna- kapphlaupið og þörfina á friði um allan heim. En Bandaríkjaferð páfa hefur aukið klofning innan kirkjunnar og í uppsiglingu virðist vera uppgjör milli frjálslyndra og íhaldssamra arma kirkjunnar. Margir höfðu búizt við að ferð páfa yrði til þess að efla einingu innan kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum, en eindregin rétttrúnaðarstefna páfa kom á óvart. Veður víða um heim Akureyri S alskýjaö Amsterdam 19 bjart Aþena 25 heiðskírt Barcelona 25 skýjaö Berlin 16 skýjað BrUasel 20 bjart Chicago 15 skýjað Denpasar, Bali 30 skýjað Feneyjar 17 helðakírt Frankturt 16 skýjað Qenf 14 skýjað Helsinki 10 skýjað Hong Kong 28 bjart Jerúsalem 31 bjart Kairó 29 bjart Kaupmannah. 12 bjart Lissabon 22 rigning Las Palmas 27 alskýjað London 19 skýjað Loa Angeles 26 skýjað Madrid 17 skýjað Majorka 27 lóttakýjað Malaga 24 skýjað Miami 30 heiðskírt Moskva 5 skýjað Nýja Delhi 39 bjart New York 16 bjart Ósló 8 skýjað Parls 20 skýjaö Reykjavfk 8 léttskýjaö Rio de Janeiro 35 skýjað Rómaborg 25 bjart San Francisco 18 skýjað Stokkhólmur 10 bjart Sydney 21bjart Tel Aviv 29 heiðskírt Tókió 26 bjart Toronto 13 bjart Vancouver iSakýjaö Vinarborg 13 bjart breytinga á flokknum og sagði að hann hefði meiri áhuga á því að fylkja liði en að fórna Ohira. Forseti voldugs sambands efna- hagssamtaka (Deidanren), Toshiwo Doko, sagði á blaðamannafundi áð frjálslyndir demókratar hefðu klúðr- að skattamálum í kosningabarátt- unni. Þetta er talin gagnrýni á Ohira sem beitti sér fyrir skattahækkun- um sem vöktu megna reiði kjósenda og þingmanna en lét síðan undan. Þekkt japanskt fjármálablað, Ni- hon Keizai Shimbun, sagði að kosn- ingaúrslitin væru mesta kreppa flokksins frá stofnun hans. Frjáislyndir demókratar geta haldið áfram að stjórna landinu með því að fá til liðs við sig nokkra af 19 óháðum íhaldsmönnum í neðri deild. Búizt er við að um 10 þeirra muni styðja frjálslynda demókrata þannig að þeir hefðu þaí258 atkvæði í fulltrúadeildinni, og tveggja at- kvæða hreinan meirihluta. Kommúnistar bættu við sig mestu fylgi í kosningunum með baráttu gegn sköttum og fengu 39 þingsæti miðað við 19 áður. Búizt er við að tveir óháðir þingmenn gangi í þing- flokk kommúnista þannig að hann yrði skipaður 41 þingmanni. Aðal andstöðuflokkur stjórnar- innar, japanski sósíalistaflokkurinn, tapaði 10 þingsætum og hlaut 98, en verið getur að hann fái 99 ef einn óháður þingmaður kemur til liðs við flokkinn. Lýðræðislegi sósíalistaflokkurinn sem er miðjuflokkur og andvígur kommúnistum hlaut 35 þingsæti miðað við 28 áður. Ósigur tveggja helztu stjórnmála- aflanna og sigur miðjumanna og kommúnista er talinn geta leitt til breytinga á því stjórnmálakerfi sem Japanir haf búið við síðan 1955. Astandið skýrist í sumar þegar kosið verður til efri deildar þingsins þar sem frjálslyndir demókratar og jafnaðarmenn ráða einnig lögum og lofum. Kosningaúrslitin stönguðust á við allar skoðanakannanir og óánægja frjálslyndra demókrata með lélega frammistöðu beinist að Ohira þar sem hann ákvað að efna til kosniriga rúmu ári áður en það var nauðsyn- legt samkvæmt stjórnarskránni. Nýtt njósna- mál í Svíþjóð Stokkhólmi, október. Reuter. AP. FYRRVERANDI leyniþjónustu- maður i Stokkhólmi, sem starfaði i gæzluliði Sameinuðu þjóðanna i ísrael fram á þetta ár, var nýlega formlega ákærður fyrir njósnir í þágu Sovétrikjanna. Maður þessi, Stig Bergling að nafni, sem starf- aði með sænsku öryggislögregl- unni á síðasta áratug, er sakaður um að hafa ljósmyndað leyni- skjöl, sem hann hafði aðgang að, og selt umboðsmönnum Sovét- rikjanna i Miðausturlöndum á árunum 1973—78. Ákærð með honum var unnusta hans, Inger Sperr, og er henni gefið að sök að hafa vitað um athæfi hans en ekki ljóstrað upp um það. Bergling á lífstíðarfang- elsi yfir höfði sér, verði hann fundinn sekur, en Sperr tveggja ára fangelsi. Bergling var hand- tekinn í Israel í marz á þessu ári, en hann hafði þá lagt drög að því að flytjast frá Svíþjóð og setjast að í Miðausturiöndum. Talið er að mál þetta sé eitt alvarlegasta njósnamál, sem komizt hefur upp um í Svíþjóð í langan tíma. ERLENT Flugslysið við Aþenu: „Sem við geystumst ef tir brautinni heyrðust skruðningar og eldtung- urnar spýttust að úr öllum áttum” Aþenu, 8. okt. Reuter. „ÞAÐ VIRTIST allt með felldu í aðfluginu, en þegar vélin var lent og geystist eftir brautinni heyrðust allt í einu skruðn- ingar og áður en við var litið spýttust eldtungur um alla vél- ina. Flugfreyjurnar stóðu sig mjög vel, þær reyndu að hjálpa farþegunum út, en tókst ekki að opna allar neyðardyrnar, svo að þröng varð. Margir stukku niður og varð dálítil kös fyrir neðan vélina. Sú leið lokaðist og það var sama hvert litið var, eldur var hvarvetna.“ Þetta sagði einn farþeganna, Guy Stafford, í svissnesku DC-8 vél- inni sem kviknaði í í lendingu á Hellinkon-flugvelli við Aþenu á sunnudagskvöld. Fréttir voru mjög óljósar um tölu þeirra sem hefðu látizt en nú virðist ljóst að 14 létuzt, 14 slösuðust og 118 voru ómeiddir eftir. Vélin var á leið frá Genf og Zúrich til Peking með viðkomu í Aþenu og Bombay. Mikil ringulreið varð á flug- vellinum eftir atbuðrinn. Fréttir stönguðust á og farþegar sem komust af voru meira og minna illa á sig komnir vegna tauga- a^a^s' Rannsókn er nú hafin á málinu. Flugstjórinn og áhöfn hans, sem öll er svissnesk, hefur verið kyrrsett og verður reynt að kanna orsakir slyssins. Einn farþeganna, prófessor A.J. Zuckermann, sagði að ekki væru þær fréttir réttar, að allt hefði farið vel fram í vélinni. Hann sagði, að við borð hefði legið að fólkið hefði gripið full- komið æði. Það hefði ætt að framdyrunum, en þar hefði verið fyrir mikil þröng. Hefðu sumir þá reynt að komast út um aftari dyr en eldhafið verið mest þar. Slysið varð kl. 22.16 að stað- artíma. Rigning var og brautin blaut nokkuð. Flugstjóri vélar sem lenti skömmu á undan kvartaði yfir því að erfiðlega hefði gengið að bremsa og segja sjónarvottar að eldurinn hafi blossað upp þegar flugstjórinn reyndi að stöðva vélina á braut- arenda. Willy Walser flugrekstrar- stjóri Swissair sagði á fundi með fréttamönnum í Zurich að Aþenuflugvöllur væri kunnur fyrir það að þar þyrftu flugstjór- ar að sýna sérstaka varfærni í vatnsveðri. Hann sagði að flugvélin hefði verið í fullkomnu lagi, þ. á m. bremsubúnaður og hjólbarðar. Flugstjórinn hefði yfir 20 ára starfsreynslu. Walser sagðist gruna að slysið hefði orðið fyrir tilverknað margra þátta, en skýrði mál sitt ekki nánar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.