Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 5 Munir af Þjóðminjasafni: Á víkingasýningu íLondon ogNew Y ork á næsta ári MIKIL Víkingasýning verður opnuð í British Museum í London í febrúar á næsta ári og verður sýningin síðan flutt til New York þar sem hún verður opnuð í Metropolitan Museum haustið 1980. öll Norðurlöndin standa að þessari Vikingasýningu, þar sem sýndir verða munir og minjagripir frá vikingatimanum. Reiknað er með að framlag Svia og Norðmanna verði mest, en af Islands hálfu verða m.a. á sýningunni munir fengnir að láni úr Þjóðminjasafn- inu. Ræðismenn Norðurlandanna í New York hafa mikið unnið að undirbúningi sýningarinnar og sagði ívar Guðmundsson ræðismaður Islands í New York í gær að hann liti á þessa sýningu sem möguleika á stórkostlegri landkynningu. Enn er nokkuð óljóst hvert framlag íslend- inga verður til þessarar sýningar, en ívar sagði að Islendingar þyrftu að leggja sérstaka áherzlu á siglingar, landafundi, og þá einkum Leif Eiríksson, og að sjálfsögðu bók- menntirnar, en íslendingar hefðu skráð mest af því, sem hefði verið skrifað um þennan tíma. Þess má geta að SAS flytur alla muni sýningarinnar á milli landa og American-Scandinavian-Foundation hefur lagt fram 100 þúsund dollara til þess að gera sýningu sem þessa mögulega. Stjórnmálaskóli Sjálf- stæðisflokksins mun starfa 5.—10. nóvember Fyrstu tónleikar Sinfón- íuhljómsveitarinnar veröa á fimmtudaginn og veröur þá Jean-Pierre Jacquillat hljómsveitarstjóri. sem einn af fremstu bariton- söngvurum í heiminum í dag og hefur sungið í flestum stærstu óperuhúsum í Evrópu og Banda- ríkjunum. Um hljómsveitarstjórann, Jean-Pierre Jacquillat segir m.a. í frétt Sinfóníunnar: Fæddur árið 1935 í Versölum, nam slag- verksleik og hljómsveitarstjórn Hermann Prey syng- ur á fyrstu tónleikunum FYRSTU tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands verða fimmtudaginn 11. október í Háskólabiói og hefjast kl. 20:30. Hljómsveitarstjóri er Jean- Pierre Jacquillat og einsöngv- ari Hermann Prey. Efnisskrá tónleikanna verður sem hér segir: Eftir Mozart: Forleikur að óperunni Brúð- kaupi Fígarós, tvær aríur úr henni og verk hans Eine kleine Nachtmusik, eftir Rossini: For- leikur að óperunni Rakaranum í Sevilla og kavatina úr sömu óperu, Haydntilbrigðin eftir Brahms og verkið Lieder eines fahrenden Gesellen eftir Mahler. í frétt frá Sinfóníuhljómsveit- inni segir m.a. um Hermann Prey: Hann er fæddur í Berlín árið 1929, stundaði nám við Tónlistarháskólann þar og kom fyrst fram sem ljóðasöngvari þar 1950 og síðar í Wiesbaden. Hermann Prey er viðurkenndur við Tónlistarháskólann í París og má segja að eftir að hann lauk námi þaðan hafi hann verið á stöðugum tónleikaferðalögum. Hefur hann stjórnað fjölda hljómleika í Bandaríkjunum og Evrópu m.a. verið einn af aðal- stjórnendum Orchestre de Paris. Hann hefur margoft stjórnað Sinfóníuhljómsveit íslands og kemur hingað nú eftir tónleika- ferðir til Suður-Ameríku og Suður-Afríku. STJÓRNMÁLASKÓLI Sjálfstæð- isflokksins mun starfa dagana 5,—10. nóvember n.k. og verður heilsdagsskóli. Að venju verður lögð áherzla á það í skólastarfinu að kynna almenn félagsstörf, ræðu- mennsku, efnahagsmál, uppbygg- ingu launþega- og vinnuveitenda- samtaka ásamt því að flokksstarf- ið er kynnt. Daglega verður hafist handa klukkan 9.00 og verið að fram til klukkan 18.00. Þeim, sem hyggja á þátttöku, er bent á að snúa sér til forráðamanna skólans hið fyrsta því færri hafa komist að en viljað hafa. Skipaskiptin kosta Síldar- vinnsluna um 600 millj. kr. Söngskólinn: Rögnvaldur leikur á hádegistónleikum SÖNGSKÓLINN í Reykjavík efn- ir á morgun, miðvikudag, til svonefndra hádegistónleika i tónleikasal skólans að Hverfis- götu í Reykjavík. Hefjast þeir kl. 12:10 og leikur Rögnvaldur Sig- urjónsson píanóleikari þar verk eftir Beethoven, Schumann og Chopin. —Þetta verða kringum 40 mínútna tónleikar og verkin létt og auðmelt og held ég að geti verið um nokkuð skemmtilega tilraun að ræða hjá skólanum. Það verður gaman að sjá hvernig menn taka þessu og kannski verða tónleikar sem þessir fastur liður í bæjarlíf- inu ef vel tekst til, sagði Rögn- valdur Sigurjónsson er Mbl. ræddi stuttlega við hann. —Þetta er tilraun, sem gaman er að taka þátt í og vona ég bara að menn geti tekið sér tíma í hádeginu til að setjast niður um stund og hlusta á tónlist, en gert er ráð fyrir að tónleikunum ljúki kannski 10 mínútum fyrir eitt. Rögnvaldur kvaðst ekki hafa spil- að opinberlega í sumar, en væri nú að undirbúa sig fyrir að leika með Sinfóníuhljómsveitinni í næsta mánuði. Verkin sem Rögnvaldur Sigur- jónsson leikur eru 32 tilbrigði í c-moll eftir Beethoven, 4 fanta- síu-verk eftir Schumann, nokt- úrna í F dúr op. 15 nr. 1 og ballaða í g moll op. 23 eftir Chopin. FORMLEGA verður væntanlega 1 dag gengið frá kaup- og sölusamn- ingum milli Síldarvinnslunnar i Neskaupstað og fransks útgerðar- fyrirtækis. Franska fyrirtækið kaupir skuttogarann Barða, en Sildarvinnslan fær i staðinn nýrri og fullkomnari togara og verður að greiða um 600 millj. kr. á milli og eru breytingar á nýja skipinu þá meðtaldar. Franski útgerðarmað- urinn Del Pierre skoðar Barðann NK 120 i dag austur á Neskaup- stað, en skipið hefur verið i klössun undanfarnar vikur. Þessi skipaskipti Norðfirðinga fara fram án lána frá Fiskveiðasjóði, þar sem Kjartan Jóhannsson sjávar- útvegsráðherra hefur lagst gegn kaupum á skuttogurum til landsins, jafnvel þó um endurnýjun eldri skipa sé að ræða. Svavar Gestsson viðskiptaráðherra gaf heimild til ábyrgðar erlendra lána og mun Síldarvinnslan eiga von á láni í enskum banka. Söluverð Barða NK er 4 millj. franka eða rúmlega 368 millj. ísl. kr. og kaupverð nýja skipsins 8,5 millj. franka, eða rúmlega 783 millj. ísl. kr. Reiknað er með að endurbætur á nýja skipinu muni kosta um 2 millj. franka, þ.e. 184 millj. ísl. kr. Kostn- aður við endurnýjunina verður því tæpar 600 millj. ísl. kr. og er þá ekki meðtalinn kostnaður við viðgerð á Barða. Barðinn verður settur á flot í dag og er undirritun endanlegra samn- inga hefur farið fram er ætlunin að Barði fari til veiða. Síðan siglir hann til franska hafnarbæjarins Boulogne þar sem aflinn verður seldur og skipaskiptin fara formlega fram í lok októbermánaðar. Nýja skipinu verður síðan siglt til Englands þar sem klössun fer fram og er það væntanlegt heim til íslands um eða upp úr áramótum. I Boulogne er stærsti ferskfisk- markaður í löndum Efnahagsbanda- lagsins og er þetta í fyrsta skipti, svo vitað sé, að íslenzkt skip selur afla sinn þar. Linnulausar verðhækkanir stefna heimilum í vanda Rögnvaldur Sigurjónsson pianó- leikari. Á fulltrúaráðsfundi Bandalags kvenna i Reykjavik 2. október s.l. var einróma samþykkt eftirfar- andi áskorun, borin fram af fulltrúa Húsmæðrafélags Reykja- víkur: „Fundur fulltrúaráðs Bandalags kvenna i Reykjavik, haldinn á Hallveigarstöðum 2. október 1979, skorar á stjórnvöld að sporna við þeirri óðaverð- bólgu, sem nú geisar í landinu. Linnulausar verðhækkanir á nauðsynjavörum stefna heimilum landsmanna i fyrirsjáanlegan fjárhagsvanda, er leitt getur til gjaldþrots þeirra, ef ekki verður tekið i taumana.“ í Bandalaginu er 31 félag með um 14.500 félaga. Hljomplotuutsalan Viö bætum viö nýjum plötum daglega. POPP, JAZZ, COUNTRY, LÉTT TÓNLIST, ÍSLENSKAR PLÖTUR KLASSIK OG KASSETTUR. Afslátturinn er allt að e> INNLENT KOMIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP FALKIN N ® Suðurlandsbraut — sími 84670 Laugavegi — sími 18670 Vesturveri — sími 12110

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.