Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.10.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA I0100KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI •jm/jMnosaB'iJU þurfa að borga ríkissjóði milljónir í tolla fyrir þann „munað“ að geta eignast bíl, sem í hans tilviki er ekkert annað en fætur hins fatl- aða. Tómas Árnason: Ég veit að þú ert maðurinn til að kippa þessu í lag. Ragnar Tómasson, • Morðvopn í líki leikfanga Mig langar til að þakka Sig- ríði Gottskálksdóttur fyir bréf hennar í Mbl. 30. 9. s.l. Það var góð og þörf ábending. Eg á sjálf dreng, tæplega 3ja ára og hann hefur hvorki eignast byssu né önnur drápsleikföng og mun ekki fá þau í hendur meðan við foreldrar hans getum ein- hverju ráðið. En það verður sjálfsagt þungur róðurinn hjá okkur þegar vinirnir og leikfélagarnir eiga yfirleitt þess konar leikföng. Við munum ekki pakka byssu í jólapappír til að gefa syni okkar og ég á ekki von á slíkri sendingu frá hans nánustu enda höfum við ekki farið dult með álit okkar á slíkri fram- leiðslu. En ég þekki fólk sem er undr- andi á afstöðu okkar. Ég tel að það væri mjög gott að banna innflutn- ing og sölu á hvers kyns stríðstól- um og morðvopnum í líki leik- fanga eins og Svíar hafa gert. En það þarf fleira að koma til ' en bara að banna. Það þarf að reyna að sjá til þess að þetta verði ekki eftirsóttir hlutir. Á sjálfu barnaári ætti áróður gegn slíkum leikföngum að vera sjálfsagður. Senn skellur jólagjafaflóðið yfir og á jólum barnaárs ættu ekki að finnast stríðstól í formi leikfanga í einum einasta jólapakka. Því ég vona að allir þeir er gefa börnum jólagjafir hugsi um að gjöfin gleðji barnið eða að það hafi þörf fyrir hana. Drápstól ættu hvorki að vera barni þörf eða gleðigjafi. Vinsamlegast staldrið því við og hugsið. Finnst ykkur ekkert óhugnanlegt eða athugavert við að jafnvel 2ja ára gömul börn „skjóti" foreldra sína. H.H. Hafnarfirði • Pennavinir í Suður-Kóreu Velvakanda hefur borist bréf frá Miss Park, Jeong Yi, sem er SKÁK Umsjón: Margeir Pitursson Á samsovézka úrtökumótinu í ár, sem fram fór í Beljzakh kom þessi staða upp í skák þeirra Kajumovs og Marjasins, 26. . .Hhl+! 27. Kxhl Hf6 28. Bxf4 Hg6+ og hvítur gafst upp. Þeir Rashkovsky og Lerner urðu jafnir og efstir á mótinu. Sigur- vegarinn á mótinu fær sæti í úrslitum Skákþings Sovetríkj- anna, en átta næstu menn öðlast rétt til þátttöku í 1. deildarkeppn- inni, þar sem þeir ásamt tlu öðrum tefla um réttinn til þátt- töku í skákþinginu. kennari í Seoul, höfuðborg Suður- Kóreu. í bréfi sínu segir Park meðal annars: „Ég kenni ensku og er skátafor- ingi í Gang won-unglingaskólan- um hér í Seoul. Um 2.500 ungl- ingar af báðum kynjum eru við nám í skólanum. Marga þeirra langar til að skrifast á við erlenda unglinga og biðja mig oft um að reyna að útvega sér pennavini. Þær einu upplýsingar sem ég þarf að fá með hverju bréfi er nafn, heimilisfang, kyn, aldur, áhugamál og mynd ef mögulegt er. Ég vona að ég eigi eftir að fá mörg bréf frá þeim lesendum þínum sem langar til að skrifast á við kóreanska unglinga." Heimilisfang Miss Park Jeong Yi er: Gang won high school K.P.O. Box 141 Seoul 110, Kórea. Þessir hringdu . . . • Þakkir Maria hringdi til Velvakanda og vildi þakka fyrir ánægjulega miðdegissögu í s.l. viku, „Eftir- minnilega Grikklandsferð í sumar", sem Sigurður Gunnarsson fyrrverandi skólastjóri las. Kvað hún söguna hafa verið skemmti- lega og vel lesna og sagðist hafa haft ánægju af að hlusta á lestur- inn. Einnig vildi María lýsa ánægju sinni með þátt Jónasar Jónasson- ar, „Daga á Norður-írlandi" sem fluttur var s.l. sunnudag. Hversvegna ad burðast með allt í fanginu fötu sbrúbb þvottaefni og flr. Hvað með tveggja fötu skruggukerru. sem eyðir engu. kemst yfir 20 km/klst. og erótrúlega lipur í umferðinni? STÁLHÚSGAGNAGERÐ STEINARS HF. SKEIFUNNI 6 simar: 335 90-3 5110 varahiutir i bílvélar Stimplar, slífar og hringir Pakkningar Vélalegur Ventlar Ventilstýringar Ventilgormar Undirlyftur Knastásar Tímahjól og keðjur Olíudælur Rokkerarmar ÞJÓNSSON&CO Skeifan17 s. 84515 — 84516

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.