Morgunblaðið - 09.10.1979, Síða 16

Morgunblaðið - 09.10.1979, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 Frá réöstofnu Kaupmanna- samtakanna. Fyrir anda borösins situr Gunnar Snorra- son, formaöur Kaupmanna- samtaka islands. Ljósm. Mbi. Emilia mestan tilkostnað, svo sem fryst- ingu, hafa lægstu álagninguna. Austfirzkir kaupmenn eiga flestir í harðri samkeppni við kaupfélög. Ég tel þá samkeppni eðlilega og til góðs. Hvorki kaup- félögin né kaupmennirnir óska eftir einokun. En því er ekki að leyna að kaupmenn sitja ekki við sama borð og kaupfélögin, t.d. í skattamálum. Álagningu skatta er allt öðru vísi háttað á kaupfélög og samvinnufélög en kaupmenn. Viljum við fá leiðréttingu þar á, og ekki sízt viljum við að nýtil- kominn skattur á verzlun og verzl- unarhúsnæði verði lagður niður. Kupmenn á Austurlandi eru mjög ánægðir með að þjónusta „Kominn tími til að menn skilji að á íslandi býr ein og sama þjóðin” Kaupmannasamtök íslands gengust fyrir ráðstefnu kaupmanna utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem tekin voru til umfjöllunar vandamál strjálbýlisverzlana. Á ráðstefnuna komu 27 kaupmenn víðs vegar að af landinu og tók Mbl. nokkra þeirra tali og ræddi við þá um málefni verzlunarinnar í þeirra heimahéruðum. Birgir Skarphéðinsson form. Kaupmanna- félags Akureyrar: „Aðal vandamál okkar á Akur- eyri er veikur samtakamátturinn. En það stendur til bóta þar sem við höfum verið að reyna að byggja samtök okkar upp. Fyrr er ekki hægt að reikna með árangri í baráttunni við hið opinbera fyrir bættum aðbúnaði verzlunar í strjálbýli en allir kaupmennirnir standa saman sem einn. I þessu sambandi hefur Kaupmannafélag Akureyrar fest kaup á húsnæði í nýrri verzlunarmiðstöð í Glerár- hverfi. í dag eru 32 kaupmenn í félaginu, en alls munu þeir vera um 70 á Akureyri, og er það næsta skref okkar að ná þeim öllum í félagið. Einnig hefur komið til mála að stækka félagið þannig að félagssvæðið verði allur Eyja- fjörður. Það er hagsmunamál akur- eyrskra kaupmanna að landflutn- ingar verði efldir, að þeir verði ekki látnir drabbast niður með litlu sem engu viðhaldi á vegakerf- inu. Við forðumst sjóflutninga eins og heitan eld, fáum okkar vörur með vöruflutningabifreiðum heim að dyrum, enda er sá máti ódýrastur fyrir okkur og þar með neytendur. Annað hagsmunamál okkar er að verðlagslöggjöfinni verði breytt, núverandi skipan verðlags- Rætt við þátttakendur í ráðstefnu kaup- manna utan höfuð- borgarsvæðisins um vandamál strjálbýlisverzlana mála hefur gengið sér til húðar. Kaupmenn eiga að geta selt vör- una á því verði sem þeir þurfa að fá fyrir hana. Einnig sníða vaxta- og lánamálin strjálbýlisverzlun þröngan stakk. í sjálfu sér er ekki svo erfitt að fá peninga, en þeir kosta bara svo mikið. Það er betra að draga saman seglin eða að hægja ferðina. Verðbólgan er annað vandamál og hafa akureyrskir kaupmenn, svo og allir aðrir kaupmenn, orðið fyrir stórtapi af hennar völdum. Verðbólgan er ekki vatn á myllu kaupmannsins, eins og fólk held- ur, heldur þveröfugt. Verðbólgan er eiginlega á góðri leið með að gera út af við verzlunina. Á henni er að líkindum ekki til nein pat- entlausn, en hún er stórpólitískt mál sem enginn þorir að taka á af ótta við fylgistap. Hið sama má segja um embættismannakerfið sem hleðst upp og stendur flestu fyrir þrifum. Ég skil t.d. ekki hvers vegna við erum að halda úti 60 þingmönnum, sem eingöngu þrasa um smámálin, en taka ekki á þeim stóru sem máli skipta. Ég er sannfærður að hægt er að leysa þessi mál með samstilltu átaki. Efnahagsvandi okkar er að mestu heimatilbúinn vandi sem hægt er að leysa. Við gætum lifað hér við litla eða enga verðbólgu, en gall- inn er að enginn þorir að taka á hlutunum eins og taka þarf á þeim. Akureyrskir kaupmenn starfa við hliðina á miklu kaupfélags- veldi. Við vitum hver af öðrum og ræðumst jafnvel við um okkar vandamál. En ég held að KEA stæðist ekki samkeppnina við kaupmennina ef það hefði ekki landbúnaðarvörurnar, en þau mál eru eitt stórsvindlið, eins og flestir vita.“ Gísli Blöndal, formaður Kaupmanna- félags Austfjarða: „Kaupmannafélag Austfjarða var stofnað fyrir 13 mánuðum og er félagssvæði þess frá Þórshöfn á Langanesi til Hafnar í Hornafirði. í félaginu eru 25 kaupmenn, eða þorri kaupmanna á félagssvæðinu. Vegna stærðar félagssvæðisins hafa samskipti að mestu farið fram í gegnum síma eða bréflega. Kaupmenn hafa nú þegar fundið hag sinn í því að vera í félaginu, þar sem þeir hafa frekar getað skipst á skoðunum og lært hver af öðrum eftir stofnun þess. Stofnun félagsins markaði tvímælalaust tímamót í sögu verzlunar á Aust- urlandi. Samtök af þessu tagi hafa ekki áður verið til á þessu svæði, þó að sú hafi verið tíðin að Austfjarðaverzlunin hafi verið afar þýðingarmikil fyrir verzlun um allt land. Þau vandamál sem verzlun í strjálbýli á við að glíma, og þá einkum verzlun á Austfjörðum, eru ekki svo frábrugðin þeim vandamálum sem verzlun í Reykjavík og nágrenni á við að glima. En við höfum þó ákveðna sérhagsmuni. Sterkrar viðleitni gætir hjá kaupmönnum úti á landi til að bjóða vörur á sama verði og þær kosta í verzlunum í Reykjavík. Einnig vilja þeir geta boðið svipað vöruúrval. En í okkar verðbólgu er það óhugsandi, þar sem birgða- hald getur aldrei verið nema takmarkað. Vaxtamálin koma hér einnig mikið inn í, og ef ekki verður breyting hér á, svo og á verðlagsgjöfinni, þá leggst verzlun kaupmanna í strjálbýli niður. Þetta gerir fólk á landsbyggðinni sér ljóst, og er það því andvígt því að kaupmenn selji vöruna undir raunverulegu verði. Strjálbýliskaupmenn hafa kom- izt að sömu niðurstöðu og aðrir kaupmenn verzlunarálagningin er óraunhæf. Einn vöruflokkurinn er látinn bera annan uppi. Dæmi eru um að þær vörur sem heimta Nokkrir fulltrúar á róðstefnu Kaupmannaaamtakanna um vanda atrjálbýlisvarzlunarinnar. skipaútgerðar ríkisins hefur verið endurskoðuð. Það yrði mikið ör- yggi fyrir okkur ef hægt yrði að treysta á a.m.k. eina skipaferð í viku, og viðhorfin til verzlunar myndu gjörbreytast. Birgðahald mundi lagast og bætt skipaþjón- usta mundi verða hagkvæm bæði fyrir þjóðarbúið og neytendur. Vöruflutningar með bifreiðum eru of miklir og dýrir. Þá eru það fyrst og fremst stórir vöruflutningabíl- ar sem fara illa með vegina, en ekki litlir fólksbílar. Viðhald vega verður dýrara og dýrara vegna vöruflutningabifreiðanna." Þorbjörn Pálsson for- maður Félags kaupsýslumanna i Vestmannaeyjum: í okkar félagsskap, sem stofnað- yr var í október 1944, eru tæplega 40 aðilar. Félagið er öflugt og með merka sögu, t.d. eru allar fundar- gerðir og öll skjöl viðvíkjandi félaginu til. Félagið gekk í Kaup- mannasamtökin á þessu ári. Lengi var talsverð andstaða gegn því, þar sem menn þóttust ekki sjá neinn tilgang með inngöngu í samtökin. En breyting hefur orðið á okkar félagi við inngönguna. Samtakamátturinn er talsvert meiri og hinn almenni félagi er betur upplýstur um verzlun al- mennt. Eitt aðal baráttumál okkar er að viðurkenndur verði einhvers konar jöfnunarflutningskostnaður fyrir allt landið. Þótt flutnings- kostnaður sé viðurkenndur höfum við engan áhuga á að selja vörur dýrar en gert er í Reykjavík. Þá erum við óhressir með að neytendur í strjálbýli þurfi að borga tvöfaldan söluskatt. Á flutningsgjaldið er lagður sölu- skattur og þegar gjaldið er komið inn í vöruverðið kemur söluskatt- ur aftur þar ofan á. Við erum yfirleitt ánægðir með samgöngur, sérstaklega varð mikil breyting með tilkomu Herjólfs. En flutningsmátinn er samt nokkuð stirður, hvað snertir Herjólf. Vör- ur sem koma eftir kl. 16 á fimmtu- dag náum við t.d. ekki út fyrr en á þriðjudag. Dreifbýlisverzlunin þarf að standa undir miklum símakostn- aði, og er það vel þekkt í Eyjum. Þá fáum við Eyjamenn sáralitla fjárhagslega fyrirgreiðslu. Þegar menn verða að vera með vöru- birgðir upp á 40 milljónir, en velta ekki nema 12 milljónum á mánuði er ljóst að margir líða sult af þessum sökum. Það er af sem áður var að verzlanir eigi sinn lager. Fyrir 7—8 árum áttu verzlanir yfirleitt sinn lager, en í dag eiga þær í mesta lagi 10% af honum, hitt eru skuldir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.