Morgunblaðið - 09.10.1979, Síða 29

Morgunblaðið - 09.10.1979, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 37 Minning: Sveinn Ögmundsson prestur íÞykkvabœ Fæddur 20. mai 1897. Dáinn 1. október 1979. Þegar mér barst sú fregn, að síra Sveinn væri látinn, rifjaðist upp í huga mér löng saga, sem ekki verður sögð hér nema að litlu leyti. En við sr. Sveinn vorum samverkamenn, nágrannar og vin- ir um langa hríð. Mér þykir því eðlilegt að ég minnist hans með nokkrum orðum. Hér er kvaddur maður sem vann sitt ævistarf svo að segja á sama stað, vann það af trúmennsku og velvild til allra samferðamanna sinna. Hann var maður sem lét lítið á sér bera og sóttist ei eftir vegtyllum. Hann var svo yfirlætislaus sem nokkur maður getur verið. Sveinn Ögmundsson var fæddur í Hafnarfirði hinn 20. maí 1897. Voru foreldrar hans ögmundur Sigurðsson skólastjóri í Flens- borg, d. ’37, og fyrri kona hans, Guðrún Sveinsdóttir prests Skúla- sonar. Hún lézt, er Sveinn var á öðru árinu aðeins. Fljótlega eftir að ögmundur missti konu sína, kvæntist hann á ný og gekk að eiga Guðbjörgu Kristjánsdóttur frá Snæringsstöðum í Svínadal, systur Jónasar læknis. Gekk Guð- björg Sveini í móður stað, enda nefndi hann hana ætíð móður sína. ögmundur skólastjóri var rómaður stjórnandi skóia síns, eins og kunnugt er. Sveinn var ungur til mennta settur. Hann varð gagnfræðingur aðeins fjórtán ára og stúdent fjórum árum síðar. Að stúdents- prófi loknu hugði Sveinn á nám erlendis til þess að takast síðar á hendur kennarastarf við æðri skóla. En fjárstyrkur til námsins var ekki fáanlegur. Innritaðist þá Sveinn í guðfræðideild háskólans og stundaði nám sitt í rúm fjögur ár og lauk því í febrúar 1920. Veturinn að námi loknu kenndi Sveinn við gagnfræðaskólann í Flensborg. En prestlærður maður á venjulega þá köllun að takast á hendur prestsembætti og vinna ötullega á akri mannlífsins að boðun Orðsins og að bæta mánnlífið. Haustið 1921 vígist svo Sveinn til Kálfholts í Holtum, sem þá hafði staðið laust um ársskeið eftir lát sr. Ólafs Finnssonar, en verið þjónað af nágrannaprestum. í Kálfliolti bjó sr. Sveinn í áratug, en fluttist þaðan niður í Þykkva- bæ. Bjó hann þar á nokkrum stöðum, unz byggt var prestssetrið Kirkjuhvoll 1943. Þar bjó hann til hausts 1969, að flutt var til höfuðstaðarins, þar sem dvalizt var til æviloka. Auk prestsstarfsins sinnti sr. Sveinn kennslu. Þannig var hann barnakennari í Þykkvabæ í sex ár og kom oft nálægt kennslu í barnaskólanum sem stundakenn- ari. Á heimili sínu kenndi hann unglingum flest prestskaparárin. Fór mikið orð af kennslu sr. Sveins. Hann var virtur af nem- endum sínum, en ekki aðeins það, heldur elskaður. Prófdómari var hann við skólann alla sína prestskapartíð. Áttum við þar mikið saman að sælda, og er þess gott að minnast. Aldrei minnist ég þess að hlaupið hafi snurða á okkar samstarf, sem varaði á annan áratug. Sr. Sveinn ávann sér tryggð safnaða sinna, sem bezt sást á því, að þegar hann varð sjötugur og átti lögum samkvæmt að láta af embætti, skoraði meirihluti safn- aðarbarna hans á hann að vera prestur enn um sinn. Varð hann við þeim tilmælum. Heimild er fyrir þessu, góðu heilli, en hefur ekki oft verið notuð. Ég bað sr. Svein oft að koma í skólann, og einnig kom hann af eigin hvötum til að tala við börnin og láta þau syngja. Mest var sungið eftir sr. Friðrik, en hj'á honum hafði sr. Sveinn • notið leiðsagnar í æsku og dáði hann umfram aðra menn. Minnist ég með ánægju margra slíkra stunda. Er von mín og trú, að eitthvað hafi fest rætur af því, sem presturinn reyndi að gróðursetja í hjörtum barnanna af hinum bjarta boð- skap kristninnar. En sr. Sveinn predikaði ekki aðeins í kirkju og skóla, heldur einnig á stéttunum, þ.e. með dagfari sínu öllu, mótuðu af prúðmennsku og yfirlætisleysi. Er sr. Sveinn lét a prestskap, var honum og frú hans haldið veglegt samsæti í samkomuhúsinu í Þykkvabæ. Þar var að vonum margt um manninn, því verið var að keðja prest, er þjónað hafði sama prestakallinu í tæpa hálfa öld, og sem verið hafði prófastur sex síðustu árin. Mér var falið að flytja ræðu í hófi þessu, en þá var ég nýfluttur úr plássinu. Auk þess las ég þarna nýort kvæði prestin- um og frúnni til heiðurs og þakka fyrir löng og góð kynni. Sr. Sveinn var tvíkvæntur. hann kvæntist árið 1921 Helgu Sigfús- dóttur prests á Mælifelli Jónsson- ar. Eignuðust þau fjögur börn, og eru nú þrjú á lífi. Helga lézt langt um aldur fram árið 1935. Síðari kona sr. Sveins sem nú sér á bak eiginmanni sínum eftir rúmlega 41 árs hjónaband, er Dagbjört Gísladóttir frá Suður- Nýjabæ í Þykkvabæ. Eignuðust þau þrjár dætur, sem allar eru á lífi. Síðasta prestsverk sem sr. Sveinn vann, var er hann jarðsöng tengdamóður sína, Guðrúnu Magnúsdóttur frá Suður-Nýjabæ, í janúar s.l. Guðrún varð 93 ára. Nokkru síðar lést maður Guðrún- ar; Gísli Gestsson, rúmlega hundrað ára. Við jarðarför hans gat sr. Sveinn ekki verið viðstadd- ur sökum lasleika. í dag verður öðlingurinn síra Sveinn Ögmundsson jarðsettur í kirkjugarðinum í Þykkvabæ. Þar vildi hann hvíla. Þá er hann kominn heim í byggðina, þar sem hann átti sín starfsár og naut lífsins í faðmi fjölskyldunnar. Ég og mitt fólk sendir innilegar samúðarkveðjur aðstandendum síra Sveins og þakkar liðnar stundir. Auðunn Bragi Sveinsson. Einn góðvinur minn er genginn. Sveinn ögmundsson, sóknar- prestur í Kálfholtsprestakalli og prófastur í Rangárvallaprófasts- dæmi, er nú lagður til hinstu hvíldar í vígða grafreitnum hjá kirkjunni í Þykkvabænum. Hugur minn knýr mig til að festa á pappír nokkurn minningaþátt þrunginn einlægri þökk fyrir að fá að vera svo lánsamur að dvelja tvo vetrartíma í návist þessa manns og njóta traustvekjandi áhrifa hans og hlýhugar. Sunnudaginn 26. júní 1966 lá leið mín í fyrsta sinn á ævinni austur í Þykkvabæ. Ég átti þangað ákveðið erindi. Kennarastaða við barnaskóla byggðarlagsins hafði verið auglýst til umsóknar. Ég hafði áhuga á að kynna mér viðhorfin á þessum stað, og af þeirri ástæðu var ferðin farin. Fyrsti maðurinn, sem ég fann þarna til viðtals, var séra Sveinn ögmundsson. Hann bauð mér til stofu sinnar,-og við ræddum saman nokkra stund. Samtalið var ekki langt, en ég kunni þarna vel við mig og ég tók fljótlega þá ákvörðun að sækja um kennara- stöðuna, sem bar þann árangur, að ég átti eftir að dvelja í þessu byggðarlagi í fjögur skólaár. Tvo fyrri veturna, sem ég stundaði kennslu í Þykkvabænum, var séra Sveinn ögmundsson prestur þar, en eftir það hvarf hann frá prestsstarfi vegna aldurs. Hann var skólamaður í eðli og kenndi oft við barna- skólann, var formaður skóla- nefndar og prófdómari. Annan veturinn, sem við séra Sveinn vorum þarna saman, var mér falin kennsla í kristnum fræðum við barnaskólann. Ég geymi enn próf- verkefnið, sem hann bjó til fyrir vorprófið í umgetinni námsgrein, það verkefni var bæði lærdóms- ríkt og skemmtilegt. Ég sýndi þetta verkefni seinna skólastjóra annars barnaskóla og lauk hann miklu lofsorði á það. En framangreint samband mitt við séra Svein ögmundsson er ekki nema hálfsögð saga. Hann bjó í prestsseturshúsinu að Kirkjuhvoli. Þar fann ég mig alltaf velkominn gest. Þar ríkti höfðingsskapur í orðsins fyllsti merkingu. Eiginkona séra Sveins, Dagbjört Gísladóttir frá Suður-Nýjabæ, hlaut verð- skuldaða virðingu í eigin átt- högum. Yngsta dóttir prest- hjónanna, Guðbjörg var í föður- garði. Hún naut á athyglisverðan hátt erfðauppistöðu sinnar ásamt ívafi kærleiksríks bernsku- heimilis. Hún bar með sér náms- hæfni og gleðibirtu inn í hóp jafnaldranna og prýddi þannig skólabekkinn sinn. Mér fannst ég vaxa í hvert sinn sem ég kom að Kirkjuhvoli. Eitt íslenskt orð getur táknað bæði lítið og stórt, það er orðið augnablik. Það líður oftast hjá í smæð sinni án verulegrar eftir- tektar, en stundum rista áhrif þess djúpt í sjóð minninganna og ylja hugann, þegar ljós þess skín. Mig langar til að greina frá einu augnabliki, sem mér er sér- staklega minnisstætt frá veru minni í návist séra Sveins Ögmundssonar. Sumardagurinn fyrsti 1967 var haldinn hátíðlegur í Þykkvabænum á vegum barna- skólans. Laust fyrir hádegi gengu yfir 40 skólabörn ásamt kennurum í skrúðgöngu frá barnaskólanum til kirkjunnar. Hempuskrýddur sóknarpresturinn stóð í forkirkju og fagnaði hópnum með mildu brosi. Veðri var svo háttað, að framan af degi var nópur norðan- kæla og þéttskýjaður himinn. Það var nokkuð svalt í kirkjunni. En svo kom augnablikið. Skýjum var snögglega svipt frá sólu, geislarnir liðu inn um kirkjugluggana og kirkjan var eitt ljóshaf horna á milli. í miðju ljóshafinu stóð sjötugur öldungur í predikunar- stólnum og flutti fögur bænarorð í nafni barnanna. Sterkir sólar- geislar gylltu höfuð hans og færðu á það eins konar bernskublæ. Sumarið var að heilsa. Vináttu séra Sveins og fjöl- skyldu hans var ekki lokið í minn garð, þótt að staðsetningunni væri lokið í Þykkvabænum. Þar var alltaf sama hlýhugann að finna. Ég leit aldrei svo yfir jólakortin mín á aðfangadagskvöldum undanfarin ár að ekki væri þar á meðal hin styrka rithönd séra Sveins, sem lét lítið á sjá, þótt árin liðu. Ég votta frú Dagbjörtu og öðrum persónulega nærstöddum innilega samúð. Geir Sigurðsson frá Skerðingsstöðum. Kallið kom óvænt öllum hans nánustu, en mörgum þykir aldur yfir áttrætt hár aldur. Hann var þó einn þeirra, sem með afstöðu sinni og viðhorfum brúaði alþekkt kynslóðabil, ekki síður hér eftir en hingað til. Sr. Sveinn Ögmundsson fæddist 20. maí 1897 í Hafnarfirði. Faðir hans var ögmundur, skólastjóri í Flensborg í Hafnarfirði, Sigurðs- son Gíslasonar bónda að Krögg- ólfsstöðum í Ölfushreppi, Eyj- ólfssonar. Móðir sr. Sveins var Guðrún fyrri kona Ögmundar, dóttir Sveins Skúlasonar, alþing- ismanns og ritstjóra Norðra á Akureyri, og konu hans, Guðnýjar Einarsdóttur snikkara í Reykjavik Helgasonar. En Einar var broðir sr. Árna Helgasonar prófasts í Görðum, en hann skrifaði Helgi- dagapredikanir eða „Árnapost- illu“, sem lengi hefir verið vel þekkt. Börn þeirra Ögmundar og Guðrúnar voru: Ingibjörg, símstjóri í Hafnarfirði, látin árið 1977, og sr. Sveinn, sem hér er minnst. Síðari kona Ögmundar var Guðbjörg Kristjánsdóttir frá Snæringsstöðum í Svínadal, en hún ólst upp hjá föðurbróður sínum, sr. Benedikt Kristjánssyni á Grenjaðarstað. Börn Ögmundar og Guðbjargar voru Þorvaldur og Jónas, sem báðir drukknuðu ungir að árum; Guðrún, leát af völdum bifreiðaslyss í des. 1977; en elztur þeirra barna er Benedikt, fyrrum skipstjóri í Hafnarfirði, sem einn er á lífi þeirra systkina og lætur enn ekki ellina ráða ferðum, þrátt fyrir 77 árin um þessar mundir. Hér að framan hafa verið rakin nokkur ættarbönd sr. Sveins ög- mundssonar. Hann ólst upp í Hafnarfirði. Móðir hans lézt er hann var á öðru ári, en Guðbjörg stjúpa hans gekk honum í móður stað. Hann lauk stúdentsprófi 18 ára gamall árið 1915 og guðfræð- iprófi árið 1920. Sr. Sveinn var frábær fræðimaður og náði guð- fræði hans til allra þátta mann- legra samskipta. Hann lét sig mjög miklu varða allar stefnur í trúfræði og var um leið eindreginn stuðningsmaður hinnar íslenzku þjóðkirkju. Nú hinn 9. október 1979, á uffarardegi hans,eru liðin 58 ár frá því að hann hlaut vígslu til Kálfholtsprestakalls, eða 9. októb- er 1921. Hann sat í Kálfholti í 10 ár, en síðan í Þykkvabæ, þar til hann fékk lausn frá embætti haustið 1969. Hann varð prófastur í Rangárvallaprófastsdæmi 1963 og gegndi því til hausts 1969. Hann var í nokkur ár kennari við barnaskólann í Þykkvabæ, en síðar pródómari alla tíð. Þau hjónin sr. Sveinn og Dagbjört héldu mörg ár heimili og skóla fyrir fjölmargt fólk, jafnt innan sveitar sem utan, á heimili sínu. Svo sem títt er um embættismenn voru honum falin fleiri trúnað- arstörf, svo sem að vera sátta- semjari og í yfirkjörstjórn. Sr. Sveinn kvæntist 15. okt. 1921 Helgu Sigfúsdóttur þingmanns og presta að Mælifelli. Hún lézt árið 1935. Þeirra börn voru: Guðrún, gift Arnóri Sigurðssyni. Þau búa á Sauðárkróki. Steindór, ókvæntur, hann drukknaði árið 1947. Ástríð- ur, gift Ólafi Sigurðssyni, Akra- nesi. Hann lezt árið 1964. Eiður, kvæntur Sigríði Sæmundsdóttur. Þau búa í Reykjavík. Sr. Sveinn kvæntist aftur 2. júlí 1938 Dagbjörtu Gísladóttur, dótt- ur Gísla bónda í Þykkvabæ Gests- sonar og konu hans Guðrúnar Magnúsdóttur. Þau hjónin létust bæði á þessu ári, hann á 101. aldursári, en hún á 94. ári. Þeirra börn eru Guðrún Gyða og Guð- björg, búsettar í Reykjavík, og Helga, einnig búsett í Reykjavík, gift Sigfinni Sigurðssyni. Með Dagbjörtu og sr. Sveini var ætíð mikill kærleikur og jafnræði, en hún hafði að gömlum sið mikla og góða forystu um búsforráð. Þau eldri börn sr. Sveins hafa alla tíð þakkað Dagbjörtu hina miklu tryggð, sem hún hefir sýnt þeim í gegnum árin. Þegar leiðir skilja rifjast upp hinar margvíslegustu minningar úr sameiginlegri lífsreynslu síðustu átján ára. Upp koma myndir úr ferðalögum, samræðum um hin margvíslegustu efni og þó einkum trúmál; bridge-kvöldin, sem stundum enduðu í birtingu næsta dags; eða þá allar þær stundir sem setið var að tafli. Þar yrðu örugglega taldar nokkur þús- und skákir. Góðir samferðamenn eru hluti farsældar í lífi hvers manns. Óbilandi traust og vinátta Dag- bjartar og sr. Sveins hafa verið hið ómetanlega veganesti sem ég hefi notið af þeirra hálfu. Hann hafði stórt hjarta og eitt það bezta sem ég hefi þekkt. Guð blessi sr. Svein okkur öllum minninguna um hann. Sigfinnur Sigurðsson. Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, aö berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu linubili. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég las gagnrýni um yður, þar sem þér eruð sagður vera „postuli kerfisins“, og þar var bent á vináttu yðar við forsetana og aðra stjórnmálaleiðtoga. Hvernig svarið þér þessu? Menn þeir, sem stjórna landinu okkar, þarfnast þess, að við biðjum fyrir þeim, engu síður en aðrir. Þó að kirkja og ríki séu aðskilin, felur það ekki í sér, að allir leiðtogar landsins séu aðskildir frá Guði. Ég hef komizt að raun um, að menn í háum opinberum stöðum gera sér betur grein fyrir þörf sinni á guðlegri handleiðslu en reyndin virðist vera um alþýðu manna. Forsetarnir fara yfirleitt ekki í kirkju til þess eins að vekja aðdáun eða sýna fordæmi, eins og sumir ætla. Þeir snúa sér til Guðs, af því að þeir eiga ekki í annað hús að venda. Margir halda, að forsetar eigi ráð undir rifi hverju og hristi þau fram úr erminni átakalaust. En mér er kunnugt um, að þeir taka margar ákvarðanir eftir mikla íhugun og bæn. „Stjórnvöld" bera ábyrgð á okkur öllum, og þó erum við stundum ákaflega tómlát. Biblían segir: „Virðið alla menn. Elskið bræðrafélagið. Óttizt Guð. Heiðrið konunginn (stjórnvöld)." (1. Pét. 2,17).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.