Morgunblaðið - 23.10.1979, Page 5

Morgunblaðið - 23.10.1979, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979 5 Fundur hjá Hvöt: Sjálfetæð- iskonur í framboði kynntar HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, efnir til almenns fundar annað kvöld, þar sem þær konur sem bjóða sig fram til prófkjörs Sjálfstæðisflokks- ins, verða kynntar, þ.e. Bessí Jóhannsdóttir, Björg Einars- dóttir, Erna Ragnarsdóttir, Elin Pálmadóttir, Jóna Sigurð- ardóttir og Ragnhildur Helga- dóttir. Þær munu allar flytja stuttar ræður og listamennirnir Ing- veldur Hjaltested og Jónína Gísladóttir munu flytja hluta af efnisskrá þeirri er þær fluttu í velheppnaðri för um Norðurlönd fyrir skömmu. Síðan verða frjálsar umræður og veitingar. Fundarstjóri verður Margrét Einarsdóttir og fundarritari Hildur Einarsdóttir. Það hefur ætíð verið stefna Hvatar að veita þeim konum sem hyggja á stjórnmálastörf á vegum Sjálfstæðisflokksins sem bezta aðstoð, sérstaklega fyrir kosningar eins og nú. Fundurinn verður í Sjálfstæð- ishúsinu að Háaleitisbraut 1 og hefst klukkan 20.30. Wolfgang Schneiderhan fiðlu- leikari leikur á næstu tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar íslands. Saltað og kryddað á Akranesi Akranesi. 22. október í DAG er síld söltuð og krydduð á öllum „plönum“ hér á Akranesi. Sólfari AK kom með 98 lestir, Haraldur AK 10 66 lestir og Reynir AK með 47 lestir af fallegri síld eftir því sem um er að ræða nú til dags. Togarinn Krossvík landar hér í dag 140 lestum af karfa. Hér er suðvestan stormur og óvíst um hvort skip halda á veiðar að svo komnu máli. — Júlíus. Yfir þrjú þúsund barnabókatitlar ALÞJÓÐLEG barna- og ungl- ingabókasýning var opnuð á Kjarvalsstöðum s.l. laugardag. Á sýningunni sem fyrst var sett upp í Frankfurt á alþjóðlegri sýningu 1978 eru yfir 3 þúsund bókatitlar frá yfir 70 löndum. Að sögn Önnu Torfadóttur er þetta farandsýning sem sérstak- lega er helguð barnaári og hefur farið víða um heim. Það eru íslenzkir bókasafnsfræðingar, bókaverðir og Rithöfundasam- band Islands sem standa að sýn- ingunni hér. Þá sagði Anna að allar bækur á sýningunni væru frumútgáfur, gefnar út á árabilinu 1970—1978. í tengslum við sýninguna er starfandi bókasafn, sem almenn- ingsbókasöfnin á höfuðborgar- svæðinu standa að. Þar er börnun- um auk þess að fá bækur lánaðar gert kleift að leika sér, lita og leira. Þá er sérstök Nonnadeild þar sem teikningar úr Nonnabók- um eru sýndar, auk þess sem litskyggnusýning er þar á hverj- um degi. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Schneiderhan leikur á næstu tónleikum AÐRIR áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar Islands verða á fimmtudaginn kemur kl. 20.30 í Háskólabíói. Efnisskráin verður sem hér scgir: Beethoven Egmont forleikur og fiðlukonsert og Holmboe sinfónía nr. 5. Stjórn- andi er danski hljómsveitarstjór- inn Eifred Eckart-IIanscn og ein- leikari Wolfgang Schnciderhan. Wolfgang Schneiderhan er fæddur árið 1915 í Vín og hóf hann tónlistarnám þriggja ára og kom fyrst fram aðeins fimm ára að aldri, en ellefu ára var hann þegar hann kom fyrst fram sem einleik- ari með hljómsveit í Kaupmanna- höfn. Árin 1933—1949 lék hann sem konsertmeistari í Sinfóníu- hljómsveit Vínar og Fílharmóníu- hljómsveit Vínar. Hafði hann þá þegar unnið til Schubert-verðlaun- anna og hóf hann árið 1937 að einbeita sér meira að flutningi kammertónlistar, segir í frétt frá Sinfóníuhljómsveitinni. Hefur honum verið sýndur margvíslegur heiður, m.a. verið veittur riddara- kross Dannebrog-orðunnar og unn- ið til ' fjölda heiðursverðlauna. Hann hefur starfað sem prófessor við margar tónlistarstofnanir í Austurríki og Sviss og er viður- kenndur sem einn af mestu einleik- urum í dag. Þá hefur hann komið fram með fjölmörgum virtustu hljómsveitum heimsins. Eifred Eckart-Hansen kom fyrst fram árið 1949 að loknu prófi í tónlist frá Konunglega danska tónlistarháskólanum með hljóm- sveitarstjórn sem aðalgrein og stundaði síðan framhaldsnám í Mílanó. Stjórnaði hann um skeið Kammersveit ungra tónlistar- manna og var árið 1961 ráðinn stjórnandi tónlistarsals Tívolí- skemmtigarðsins og ári síðar tón- listarstjóri Tívolí og hefur gegnt því starfi síðan. Gagnvarin fura endist von úrviti 1. 2. 3. 4. Eingöngu er notuð góð fura og nær gagnvörnin alveg að kjarna viðarins. Viðnum er síðan rennt inn í þar til gerða tanka. Tankurinn er síðan fylltur með Boliden saltupplausn og henni þrýst inn í viðinn undir 7 kg/cm þrýstingi. Viðurinn er síðan tilbúinn til notkunar en þarf þó að þorna í ca. 2 vikur. Tilraunir sýna, að gagnvarinn viður endist a.m.k. f jórum sinnum lengur en óvarinn viður. Við erum eina fyrirtækið á íslandi, sem höfum tæki til að gagnverja við undir þrýstingi. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.