Morgunblaðið - 23.10.1979, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979
21
Jón G. Sólnes fyrrv. alþm.:
Að leikslokum
Á fundi kjördæmisráðs Sjálf-
stæðisflokksins í Norðurlandskjör-
dæmi eystra, sem haldinn var í
gær, var fellt með yfirgnæfandi
meirihluta atkvæða að verða við
skriflegum óskum 451 flokksbund-
ins stuðningsmanns flokksins um
að prófkjör verði viðhaft við val
frambjóðenda flokksins í kjör-
dæminu við íhöndfarandi Alþing-
iskosningar. Að fengnum þessum
úrslitum eru örlög mín ráðin á
þann veg, að fyrirfram er vitað, að
kjörnefnd sem gera mun tillögu
um skipan á væntanlegum lista
mun ekki gera tillögu um að ég
skipi það forystusæti sem ég hefi
gert sl. tvö skipti er kosningar
hafa farið fram.
Við þessu er að sjálfsögðu
kannski ekki mikið að segja, þó
óneitanlega kunni það að koma
mörgum skringilega fyrir sjónir,
að í stjórnmálaflokki þar sem
ítrekaðar samþykktir hafa verið
gerðar um að hafa sem mesta
breidd í því að hinn almenni
stuðningsmaður flokksins geti haft
áhrif á val væntanlegra frambjóð-
enda, þá sé svo gersamlega vísað á
bug ósk, sem studd er hartnær
meirihluta sannanlegra flokks-
bundinna meðlima flokksins í kjör-
dæminu.
Vegna þeirra fjölmörgu fylg-
ismanna Sjálfstæðisflokksins, sem
sýnt hafa mér vinsemd, uppörvun
og stuðning, einmitt nú þessa
síðustu og verstu daga þegar ekki
hefur linnt árásum í fjölmiðlum
þar sem dróttað hefur verið að mér
öllum hugsanlegum vömmum og
skömmum, er þetta greinarkorn
sett fram.
Á fundi kjördæmisráðsins í gær
gerði einn af framámönnum Sjálf-
stæðisflokksins í kjördæmi mínu
að umtalsefni „ógæfu“ þá, eins og
hann orðaði það, sem mig hefði
hent og átti þá auðsjáanlega við
margumtalað „símareikningsmál"
og bréf yfirskoðunarmanna ríkis-
reikninga til Alþingis þaraðlút-
andi.
í sambandi við þetta margum-
talaða mál, þá hafði ég spurnir af
því fyrir nokkru að hjá yfirskoðun-
armönnum ríkisreikninga væru
þessi mál til athugunar og að þeir
litu þessi mál svo alvarlegum
augum, að uppi væru hjá þeim
áform um að skrifa forsetum
Alþingis um málið og jafnvel að
rétt væri þá þegar að senda málið
til saksóknara ríkisins til meðferð-
ar. Lítum svolítið nánar á þróun
þessa máls. Um helgina 6. og 7.
þ.m. var haldið Kjördæmisþing
sjálfstæðismanna í N-landskjör-
dæmi eystra. Að loknu þessu þingi
er það á vitorði flestra fulltrúa
sem sátú þingið til enda, en því
lauk sunnudagsmorgun 7. okt., en
þá höfðu þó nokkrir fulltrúar
yfirgefið fundarstaðinn, í hverju
þessar athugasemdir yfirskoðun-
armanna ríkisreikninga væru
fólgnar. Höldum áfram. Ég þurfti
nauðsynlega að fara erlendis
þriðjudaginn 10. okt. til stuttrar
dvalar á fundi sem hafði verið
ákveðinn fyrir rúmum 4 mánuðum.
Mánudaginn 9. okt. átti ég tal við
einn af yfirskoðunarmönnunum og
tjáði honum að ég óskaði eindregið
eftir því að fá að koma á fund
yfirskoðunarmanna til þess að
ræða þessi mál við þá og skýra mín
sjónarmið (Yfirskoðunarmenn
höfðu ekki að fyrra bragði séð
ástæðu til þess að gefa mér
tækifæri til þess að koma á þeirra'
fund til þess að skýra mér frá í
hverju athugasemdir þeirra væru
fólgnar — að ég tali ekki um, að
gefa mér kost á því að láta þeim í
té umsögn mína.) en ástæður
mínar væru þannig, að ég yrði
fjarverandi væntanlega til sunnu-
dags 14. okt. og að ósk mín væri að
fundur minn með yfirskoðunar-
mönnum gæti orðið þriðjudaginn
16. eða miðvikud. 17. okt. Ég tók
það skýrt fram í þessu samtali við
umræddan yfirskoðunarmann, að
ef ekki væri hægt að verða við
þessari ósk minni um timasetn-
ingu viðræðnanna, myndi ég
hætta við fyrirhugaða ferð mína.
Umræddur yfirskoðunarmaður
tjáði mér í þessu símtali að
starfsmenn sínir væru mjög erfiðir
viðfangs, en hann skyldi samt
orðfæra þetta við þá, og eftir því
sem ég skildi samtal okkar þá
myndi hann mæla með því að orðið
yrði við þessari beiðni minni um
tilhögun viðræðnanna. Síðar um
kvöldið 9. okt. tjáði umræddur
yfirskoðunarmaður mér, að sam-
starfsmenn sínir hefðu fallist á
ósk mína og ég gæti því farið eins
og hann oröaði það um leið og
hann óskaði mér góðrar ferðar.
Ég hraðaði ferð minni allt hvað
ég gat og kom laugardaginn 13.
þ.m. Á heimili mínu í Reykjavík
beið þá umslag til mín boðsent frá
Alþingi, en í umslaginu var bréf til
mín undirritað af öllum yfirskoð-
unarmönnum ríkisreikninga, dags.
12. þ.m., þar sem þeir senda mér
afrit af margumræddu bréfi þeirra
til forseta Alþingis. Samkvæmt
dagsetningu umrædds bréfs gæti
það verið vélritað um svipað leyti
og verið var að prenta forsíðufrétt
Þjóðviljans, sem út kom 13. þ.m.
Svona er sambandið náið milli
þingkjörinna trúnaðarmanna
ríkisins við fjölmiðla, þegar til-
gangurinn er að koma höggi á
pólitískan andstæðing.
Á síðasta fundi Alþingis sem
rofið var 17. þ.m. notaði ég hið eina
tækifæri sem gafst, en það var í
heyranda hljóði að lesa umrætt
bréf yfirskoðunarmanna ríkis-
reiknings og skýrði þá um leið með
nokkrum orðum viðhorf mitt til
málsins.
í þessu margumrædda „síma-
reikningamáli" eru staðreyndir
þessar:
a) Alþingi hefur ekki greitt mér
sem þingmanni eina krónu fram
yfir það sem mér bar að fá. Enda
öllum kunnugt sem þekkja ráð-
deild og reglusemi skrifstofustjóra
Alþingis, að hann innir ekki af
hendi gfeiðslur umfram það sem
honum ber.
Með þessa staðreynd í huga, var
þess vegna alveg tilefnislaust að
vera að sriúa sér til forseta Alþing-
is viðvíkjandi þessu máli.
b) Að mismunur sá sem myndast
hafði sem skuld hjá mér við
Kröflunefnd vegna þess að um-
ræddir reikningar höfðu verið
greiddir henni, var með mjög
auðveldum hætti hægt að jáfna út
í sambandi við óuppgerðar kröfur
mínar til nefndarinnar vegna
notkunar einkabifreiðar o.fl., t.d.
má benda á, að sem lausráðnum
starfsmanni mun ég eiga rétt á
greiðslu orlofsfjár af launum.
Þá má geta þess, að áður en ég
fór umrædda ferð, hafði ég að
fullu endurgreitt Kröflunefnd áð-
urnefnda simreikninga, þar sem
ég taldi rétt að úr því að málið
hafði tekið þessa leiðindastefnu
hjá yfirskoðunarmönnum, þá
skyldi ég greiða upphæðina, en
bíða hins vegar eftir endanlegum
úrskurði um kröfur mínar gagn-
vart nefndinni. Vegna nýlegra um-
mæla sem fallið hafa í fjölmiðlum
um að ég sé að krefjast margfaldr-
ar greiðslu vegna notkunar einka-
Jón G. Sólnes
bifreiðar, vegna þeirrar greiðslu
sem þingmenn fá vegna bifreiða-
notkunar í kjördæmi sínu, þá er
því til að svara að ein ferð fram og
til baka Ak/Krafla/Ak er 250—300
km, svoleiðis að miðað við slíkar
aðstæður tel ég óskir mínar um
greiðslu fyrir notkun einkabifreið-
ar fyllilega á rökum reistar, enda
ekki farið fram á annað en það,
sem gildir hjá því opinbera í
þessum efnum.
Af því sem hér hefur verið sagt
að framan um þetta „símareikn-
ingamál“ þá leyfi ég mér að vonast
til þess, að hægt sé að fallast á, að
ef einhver vilji hefði verið til þess
að sýna snefii af sanngirni í þessu
máli, þá hefði það verið mjög
auðleysanlegt, þannig að hér sé
ekki um neina „OGÆFU“ að
ræða.
Því verður svo hins vegar ekki
neitað, að óhjákvæmilega vaknar
hjá manni grunur um, að eins og
haldið hefur verið á þessu máli,
því hampað í f jölmiðlum. i skúma-
skotum, á bak við tjöldin, að þá
hafi þótt meira í mun að spilla
fyrir erfiðum keppinaut um þing-
sæti og pólitiskum andstæðingi,
heldur en að réttlætistilfinningin
eingöngu hafi ráðið ferðinni, og lái
mér hver sem vill, þó að slíkur
grunur læðist að mér í sambandi
við þetta mál. Ég get vel lýst því
yfir að trúaröryggi mitt og traust
á handleiðslu fullvissar mig um að
örlaganornirnar spinna enga
ógæfuþræði hvort heldur að því
mig sjálfan snertir eða fjölskyldu
mína. Þessu vildi ég hér með leyfa
mér að koma á framfæri viö þá
sem þetta kunna að lesa og þá
alveg sérstaklega þann ágæta
ræðumann á kjördæmisráðsfund-
inum í gær, sem lét sér svo tíðrætt
um „ÓGÆFU“ mína.
Launamál mín hjá Kröflunefnd
Fjölmiðlar hafa mjög miklað
launagreiðslur til mín, það tímabil
sem ég gegndi framkvæmdastjóra-
störfum og sá um allt skrifstofu-
hald hjá Kröflunefnd. Kannski er
það rétt, að hér er um allstórar
upphæðir að ræða. En ég vil þá í
þessu sambandi leggja áherslu á,
að ég innti af hendi gífurlega
umfangsmikið starf og lagði oft
nótt við dag og það ekki síður
þegar ég var staddur í Reykjavík
en á Akureyri. Um yfirvinnuna er
það að segja, hvort menn kjósa að
trúa því eða ekki, að það er ekki
nema lítill hluti af þeirri vinnu
sem ég innti af hendi umrætt
tímabil, sem ég hefi gert reikninga
fyrir. Það vill svo vel til, að ég á
dagbækur sem ég hefi fært á
þessum árum. Þessar bækur bera
það greinilega með sér hvernig
tíma mínum var varið vegna
Kröflumála. Ég er reiðubúinn að
afhenda þær bækur hlutlausum
aðilum til athugunar en mun að
sjálfsögðu krefjast þess að slíkum
aðilum sé treystandi til þess að
fara með slíkar heimildir sem
dagbækur hljóta að vera sem
trúnaðarmál.
I sambandi við þessi launamál,
vil ég leyfa mér að benda á, að ég
mun með þeirri tilhögun sem ég
hafði á þessum málum, hafa spar-
að Kröfluvirkjun tugmilljóna
króna greiðslur sem annars hefðu
fallið til, ef stofnað hefði verið til
þess skrifstofuhalds sem ekki hefði
talist óeðlilegt, með hliðsjón af
þeim umsvifamiklu framkvæmd-
um sem Kröflunefnd hafði með að
gera. Ég er reiðubúinn að sæta
hlutlausri athugun á þeim málum
og óttast ekki, að niðurstöður
slíkra athugana myndu sanna mál
mitt.
Þessi grein er orðin lengri en ég
hafði hugsað mér í upp.hafi. Ég bið
lesendur að virða mér til nokkurr-
ar vorkunnar að mér svellur móður
út af þeim stanslausu ofsóknum og
lygaáróðri sem hafður hefur verið
frammi gagnvart mér nú um
margra ára bil. Aðilar sem þar
hafa átt drýgstan hlut að verki, og
sem ég kannast ekki við að ég hafi
nokkru sinni að fyrra bragði gert
hið minnsta til miska, geta nú
fagnað sigri. Þeim hefur tekist að
ná takmarki sínu með því að bola
mér út af lista sjálfstæðismanna í
N-lands-kjördæmi eystra. Verði
þeim sá sigur að góðu eftir því sem
þeir hafa til unnið.
Akureyri, 21. okt. 1979.
Á hestum frá
hjónavígslu
ÞARFASTI þjóninn fékk ör-
litla uppreisn æru s.l. laugar-
dag. Þá voru gefin saman i
hjónaband f Fríkirkjunni í
Hafnarfirði Pálína Margrét
Jónsdóttir og Sveinn Haukur
Jónsson, bæði miklir hesta-
menn. Að lokinni vigslu í kirkj-
unni héldu þau hjónin á brott á
tveimur gæðingum. Eins og sjá
má á meðfylgjandi myndum,
sem ljósm. Mbl., Kristján tók,
sat frúin í söðli eins og kvenna
var siður fyrr á timum.
Islenzk málnefnd fái
að fastráða sérfræðing
Ályktun aðalfundar Samtaka móðurmálskennara
Eftirfarandi tillaga var borin
fram á aðalfundi Samtaka móður-
málskennara sl. vor og hlaut þar
einróma samþykki:
Aðalfundur Samtaka móðurmáls-
kennara, haldinn í Kennaraháskóla
íslands laugardaginn 9. júní 1979,
skorar á menntamálaráðherra að
beita sér fyrir því að fjárveiting til
Islenskrar málnefndar verði stór-
hækkuð á næstu fjárlögum svo að
nefndin geti sinnt einhverju af þeim
brýnu verkefnum sem hennar bíða.
Einkum vill fundurinn leggja
áherslu á að nefndin geti fastráðið
sérfræðing í fullt starf þegar á
næsta ári og fái fasta bækistöð fyrir
starfsemi sína.
Greinargerð:
íslensk málnefnd var stofnuð með
ráðherrabréfi 30. júlí 1964 og varð
því 15 ára í sumar. í reglum, sem
nefndinni voru settar og mennta-
málaráðherra staðfesti 10, mars
1965, segir m.a. um hlutverk nefnd-
arinnar:
„íslenzk málnefnd er ráðgjafar-
stofnun. Henni ber að veita opinber-
um stofnunum og almenningi leið-
beiningar um málleg efni á fræði-
legum grundvelli."
Meðal verkefna, sem nefndinni er
ætlað að sinna, er fyrst talin í
reglunum söfnun nýyrða og útgáfa
þeirra. Þá á nefndin að „svara
fyrirspurnum, sem henni berast frá
stofnunum eða einstaklingum og
leitast við að hafa góða samvinnu
við aðilja, sem mikil áhrif hafa á
málfar almennings, svo sem blöð,
útvarp og skóla. Allar fyrirspurnir ,
og svör skulu geymd í plöggum
nefndarinnar." — Loks er Islenskri
málnefnd ætlað að hafa samstarf
við aðrar málnefndir á Norðurlönd-
um og senda fulltrúa á ársfundi
þeirra.
Skemmst er frá því að segja að
nefndin hefir aldrei sinnt verkefn-
um sínum eins og til var ætlast,
nema helst því, sem minnstu máli
skiptir, að senda fulltrúa á ársfundi
norrænu málnefndanna.
Islensk málnefnd er yngsta þjóð-
lega málnefndin á Norðurlöndum,
stofnuð að norrænni fyrirmynd og
til þess að ekki vantaði hlekk í
norrænu samstarfskeðjuna. En hún
átti að vera miklu meira en uppfyll-
ingarefni í norrænni samvinnu. Hún
var arftaki „nýyrðanefndar" sem
hafði tæpan hálfan annan áratug
unnið ötullega að söfnun og útgáfu
nýyrða (Nýyrði I—IV, Rvík. 1953—
’56 og Tækniorðasafn Sigurðar
Guðmundssonar, Rvík. 1959) og not-
ið til þess fjárveitinga frá Alþingi
og stuðnings Menntamálaráðuneyt-
is sem kostaði útgáfu flestra
nýyrðasafnanna. — Nú er fjárveit-
ingum til nefndarinnar hins vegar
svo háttað að hún má sín einskis.
Það er kaldhæðnislegt að blóm-
legt málræktarstarf af hálfu hins
opinbera skyldi leggjast niður jafn-
skjótt og íslensk málnefnd komst á
laggirnar. Síðan eru liðin 15 dýrmæt
ár. Á þeim tíma hefir orðið býsna
mikil breyting á menningarháttum
þjóðarinnar. Samskipti okkar við
aðrar þjóðir hafa margeflst, sjón-
varp hefir tekið til starfa, stóriðja
haldið innreið sína og mikil gróska
orðið á mörgum sviðum tækni og
vísinda, t.d. í tölvutækni. Erlend
áhrif á íslenskt mál hafa aldrei
verið eins sterk og nú og aldrei hefir
verið eins brýn þörf fyrir opinbera
stofnun til að sinna þeim verkefnum
sem íslenskri málnefnd voru ætluð
fyrir 15 árum.
Ljóst er að þessi verkefni verða
ekki leyst af hendi nema málnefnd-
in fái a.m.k. einn fastráðinn starfs-
mann nú þegar og fasta bækistöð.
Nefndin hefir farið fram á fjárveit-
ingar til þess en fjárveitingavaldið
virt tillögur hennar að vettugi. Slíkt
má ekki endurtaka sig. — Oft er
þörf en nú er nauðsyn.
Ályktun þessi ásamt greinargerð
hefur verið send menntamálaráð-
herra. Fjárveitinganefnd og
menntamálanefndum Alþingis svo
og til Islenskrar málnefndar.