Morgunblaðið - 23.10.1979, Side 23

Morgunblaðið - 23.10.1979, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979 23 Evrópukeppnin í handknattleik: Víkingur fékk Heim Valur Brentwood! DREGIÐ var í 2, umferð Evrópukeppni meistaraliða og bikarhafa í gær. Bar þar helst til tíðinda, að Víkingur fékk sænsku bikarmeistarana Heim frá Gautaborg, en Valsmenn ensku meistarana Brent- wood. Kvennalið Fram, sem sló út Neistann frá Færeyjum í 1. umferð, fær erfiðari mótherja í 2. umferð, vestur-þýska liðið Bayern Leverkusen. Telja verður öruggt, að Valur fari átakalítið í 8-liða úrslitin, því að Englendingar hafa aldrei þótt meistarar í handknattleik. Öllu heldur hafa þeir þótt hafa á að skipa lélegustu handboltaliðum Evrópu. En enginn leikur er unninn fyrirfram, ekki einu sinni leikir Vals og Brentwood. Víkingaynir verða að hafa meira fyrir frekari þátttöku sinni, Heim frá Svíþjóð er öflugt lið og líklegra mun sterkara lið en Ystad, sem Víkingar unnu og unnu ekki í fyrra, sem frægt varð. „Stefnum ákveðið í átta liða úrslit" — ÉG ER mjög ánægður með að við skyldum dragast á móti sænsku liði. Okkur hefur alltaf gengið vel á móti Svíum, sagði Eysteinn Helgason formaður handknattleiksdeildar Víkings í gærdag er hann frétti um mótherja Vikinga í Evrópubikarkeppn- inni í handknattleik. — Við munum stefna ákveðið á átta liða úrslitin. Ég tel að við eigum góða möguleika í keppninni í ár, sagði Eysteinn. Stefán skoraði þrennu STEFÁN Halldórsson, Víkingurinn fyrrverandi, sem í sumar lék knattspyrnu með Kristianstad í 3. deild í Svíþjóð, hefur svo sannarlega gert það gott. Á sunnudaginn léku Krist- ianstad og Uddevalla til úrslita í einum riðli 3. deildarinnar. Kristianstad vann 4:1 og skor- aði Stefán þrjú af mörkum liðsins. Er hann langmarkhæsti leikmaður liðsins á þessu keppnistímabili. Vegna góðrar frammistöðu Stefáns er hann nú undir smásjá félaga í 1. deild. Kristianstad leikur einnig í 1. deildinni i handbolta og þar er Stefán einnig leikmaður. Byrjaði hann handboltaæfingar í gær og verður væntanlega kominn á fulla ferð i handbolt- anum eftir nokkrar vikur. - RJ/SS. ÞungurróðurIBK ZBROJOVKA Brnov hinir tékknesku mótherjar ÍBK i 2. umferð UEFA-bikarkeppninn- ar í knattspyrnu, eru fílefldir um þessar mundir. Liðið sigraði Dukla Prag á útivelli 1-0 í tékknesku deildarkeppninni um helgina, en Dukla er eitt af sterkari liðum Evrópu um þess- ar mundir og hefur lengi verið svo. Brno er i fimmta sæti tékknesku deildarinnar, en hef- ur þó aðeins þremur stigum minna en forystuliðið, sem er Bohemians Prag. Róðurinn verður þungur hjá ÍBK. Oskar í uppgjör kraftakarla ÓSKARI Sigurpálssyni hefur verið boðin þáttaka á lyft- ingamóti sem lyftingasamband Bretlandseyja stendur fyrir og nefnist Strongbow World Sup- erman. Er hér um nokkurs konar uppgjör að ræða fremur en lyftingamót, en kraftakarlar frá Finníandi, Svíþjóð, Banda- ríkjunum og Bretlandseyjum verða meðal þáttakenda. Lyftingasamband íslands hefur þekkst boð þetta fyrir hönd óskars og verður af þessu landkynning mikil, þar sem keppni þessari verður sjónvarp- að um Bretlandseyjar. Keppnin verður haldin 28. nóvember næstkomandi. • Pétur Pétursson gæti hæglega verið að reka markverðinum ærlegt karatehögg, a.m.k. eru tilburðir slikir. Svo er þó auðvitað ekki, heldur var Pétur að reyna að skora er myndin var tekin. Það taldist til tiðinda i Hollandi og var meira að segja tilkynnt sérstaklega i hollenska sjónvarpinu, að Pétur skoraði EKKI fyrir Feyenoord um helgina. Þrátt fyrir það er hann næst markhæsti leikmaður Evrópu um þessar mundir, hefur skorað 12 mörk, einu minna heldur en Austurrikismaðurinn Walter Schanchner hjá Austria Vienna. Sjónvarpið gat þess sérstak- lega að Pétur hefði ekki skorað Rotterdam, 21. október, trá Sigtryggi Sigtryggssyni blaðamanni Morgunblaösins: PÉTUR Pétursson skoraði ekki þegar lið hans Feyenoord lék í úrvalsdeildinni um helgina og þótti það svo merkilegt, að hollenska sjónvarpið gat þess sérstaklega i iþróttaþætti i gær- kvöldi. Það er engin furða þvi Pétur skoraði mark i niu fyrstu deildarleikjum liðsins og það þvi orðið „fastir liðir eins og venjulega“ að hann skoraði. Feyenoord lék í gærkvöldi, laugardag, gegn Go Ahead Eag- les og var leikið á velli Feyen- oord í Rotterdam. Völlurinn rúmar 65 þúsund manns en í gærkvöldi voru áhorfendur 25.009. Búist var við fleiri áhorf- endum en það kann að hafa dregið úr aðsókninni að Feyen- oord leikur á miðvikudagskvöld við Malmö FF í UEFA-keppn- inni í Rotterdam. VÍTASPYRNU SLEPPT Lið Feyenoord var mun sprækara til að byrja með og tók verðskuldað forystu eftir kort- ersleik þegar van Til skoraði gott mark eftir að hafa fengið boltann frá Wim Jansen úr aukaspyrnu. Nokkru síðar var gefinn stungubolti inn fyrir vörn Go Ahead. Pétur þeysti af stað, náði boltanum og ætlaði að senda hann í markið framhjá markverðinum þegar honum var brugðið gróflega. Vítaspyrna var augljós dómur en dómarinn dæmdi ekkert og fékk hann óspart tóninn frá áhorfendum. Eftir þetta dofnaði yfir leikn- um og Go Ahead Eagles fór að sækja í sig veðrið. Van Engelen markvörður Feyenoord lék mjög vel og forðaði því lengi vel að andstæðingarnir jöfnuðu en nokkru fyrir leikslok urðu hon- um á mistök og Go Ahead Eagles skoraði ódýrt mark. Pétur fékk fá tækifæri í leikn- um enda lék hann allan tímann á instri kantinum og hafði jafn- framt það hlutverk að gæta hægri bakvarðarins Koopman. Sá var mjög sókndjarfur í leikn- um og var Pétur stundum aftasti maður varnarinnar. Er erfitt að skilja þá ráðstöfun þjálfarans að láta markhæsta leikmann Hol- lands leika í þessari stöðu, sér- staklega þegar haft er í huga að miðherjinn Jan Peters er í miklu óstuði þessa dagana. Tvöfalt hjá Knapp! VÍKINGUR frá Stalangri vann Mooney. Það var ekki fyrr en á tvöfalt og Tony Knapp hoppar hæð sína af gleði þessa dagana. Liðið vann 2. deildarliðið Haug- ar 2—1 i úrslitaleik norsku bikarkeppninnar á laugardag- inn, en í fyrri viku tryggði liðið sér auk þess öruggan sigur í norsku deildarkeppninni. Tvö- faldur sigur i höfn. Ekki var sigurinn sannfær- andi og Víkingarnir þurftu umdeilda vítaspyrnu og sjálfsmark til að kollvarpa grimmu liði Hauga. Leikmenn 2. deildarliðsins börðust grimmilega frá upphafi til enda og það var ekki ósanngjarnt þegar liðið náði forystunni með marki Englendingsins Dean 53. mínútu, að Tryggvi Jó- hannesen lét sig falla til jarðar innan vítateigs og plataði dóm- arann til að dæma víti, að Vikingur jafnaði. Bjarne Bent- sen skoraði úr vítinu. Sigur- markið var lítt glæsilegra, þrumuskot Sveins Kvia stefndi greinilega fram hjá, þegar varnarmaður Ilauga þvældist fyrir og breytti stefnu knattar- ins. sem hafnaði i netinu. Lið Hauga mun taka þátt i Evrópukeppni bikarhafa næsta keppnistímabil, þrátt fyrir tap um helgina, þar sem Víkingur varð einnig norskur meistari og leikur því í Evrópukeppni meistaraliða. PÉTUR GEYSIVINSÆLL Pétur var óánægður eftir leik- inn og lofaði betri leik gegn Malmö. Það er greinilegt á öllu hér í Rotterdam að Pétur er orðinn mjög þekktur og geysi- lega vinsæll. Hvar sem hann kemur þyrpist fólk og biður hann um eiginhandaráritanir og þegar lið Feyenoord var tilkynnt á ljósatöflunni var lang mest fagnað þegar nafn Péturs birtist. Er greinilegt á öllu að Pétur er orðinn átrúnaðargoð áhangenda Feyenoord. Ánnars urðu úrslit leikja þessi um helgina í hollensku úrvals- deildinni: AZ '67 — Haarlrm 2—0 Feyenoord — Go Ahead Eagles 1—1 FC Utrecht — Vitese Arnheim 4—0 Roda JC Kerkrade — NAC Breda 2—1 Twente Enachede — Ajax Irestað NEC Nijmenen — Sparta freatað PEC Zwolle — Exelsior 4—2 PSV Eindhoven — FC den liaaif 1 — 1 Willem TilburK — MVV Maastrich 1 — 1 Staðan er nú þessi í úrvals- deildinni: Feycnoord 10 5 5 0 19-7 15 Az'67 10 7 1 2 21-9 15 Ajax 9 6 2 1 19-13 14 PSV Eindhoven 10 5 3 2 22-11 13 Go Ahead Eajdes 10 5 2 3 18-11 12 Utrecht 10 3 5 2 14-9 11 Den llaax 10 4 3 3 12-14 11 FC Twente 9 4 2 3 12-16 9 Excelsiur 10 3 3 4 16-20 9 Vitesse 10 3 34 14-20 9 MVV 10 2 4 4 13-14 8 Haarlem 10 3 2 5 13-19 8 Willem 11 10 2 4 4 10-17 8 Pec Zwolle 10 3 2 5 11-11 8 Roda JC 10 3 2 5 13-17 8 Nec Nijmeiten 9 3 0 6 12-15 6 Sparta 9 3 1 5 9-11 7 Nac Brada 10 0 4 6 8-19 4 Þoka var í Hollandi um helg- ina og varð að fresta tveimur leikjum af þeim sökum. Taflan kann að breytast því enn er eftir að leika þær 27 mínútur, sem eftir voru af leik NAC Breda og Feyenoord þegar leikurinn var flautaður af vegna þess að disk var hent í annan línuvörðinn. Þessar mínútur verða leiknar í Breda miðvikudaginn 31. októ- ber og verða þá líklega engir áhorfendur viðstaddir. Staðan var 2—2 þegar leiknum var hætt og hafði Pétur skorað tvö mörk og munu þau standa. Pétur er sem fyrr langmarkahæstur í deildinni með 12 mörk en næstu menn eru með 6 mörk. k.1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.