Morgunblaðið - 23.10.1979, Side 31

Morgunblaðið - 23.10.1979, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979 31 Stærsti sigur Hiibners til þessa Rætt við Guðmund Sigurjónsson, aðstoðarmann Hiibners í Rió Rló de Janeiro, 22. október. AP. Reuter. „ROBERT Hiibner vann sinn stærsta sigur á millisvæða- mótinu í Ríó til þessa. Hefur ávallt skort herzlumuninn,“ sagði Guðmundur Sigurjónsson í viðtali við Mbl. Guðmund- ur var aðstoðarmaður Hubners í Ríó. „Húbner byrjaði mjög vel, tefldi mjög vel, vann fjórar skákir í upphafi í röð og eftir átta umferðir hafði hann náð eins vinnings forskoti. En í kjölfarið kom slæmur kafli hjá honum, tapaði fyrir Tékkanum Smejkal. í lokin náði hann sér aftur á strik og tryggði sér rétt í kandidatakeppnina nokkuð örugglega,“ sagði Guðmundur ennfremur. Mesta spennan í Ríó í lokin var hvort fyrrum heims- meistaranum Tigran Petro- sian eða Jan Timman, Hol- landi, tækist að þoka sér upp að Portisch og Hubner. Báðir áttu biðskákir úr síðustu umferðinni og höfðu peð yfir þegar skákirnar fóru í bið. Petrosian gegn Ivkov, Júgó- slavíu, og Timman gegn Garcia, Kúbu. Ivkov gaf skák sína án þess að tefla hana frekar en Timman tókst ekki að knýja fram sigur gegn Garcia og missti því af sæt- inu. „Timman byrjaði mjög illa en þegar flestir álitu hann úr leik tók hann mikinn endasprett og vann hverja skákina á fætur annarri og tefldi þá mjög vel,“ sagði Guðmundur um frammi- stöðu Timmans. Tigran Petrosian var eini keppandinn sem fór taplaus í gegnum mótið. „Hann virðist svo til ósigrandi en mér fannst hann latur á köflum. Ekki nógu mikil barátta í honum en hann hristi af sér slenið þegar mikið lá við eins og í síðustu umferðinni þegar hann varð að sigra Ivkov, og tókst það,“ sagði Guðmund- ur. Samkvæmt fréttaskeyti Reuters segir, að skáksér- fræðingar séu sammála um, að Portisch hafi teflt bezt þegar honum tókst vel upp og sérstaklega voru nefndir sigrar hans gegn Sovétmönn- unum Baganian og Balashov sem dæmi um gullfallegar skákir. „En óvænt töp gegn minni spámönnum eins og Sunye og Kagan settu strik í reikninginn hjá honum,“ sagði Guðmundur. Robert Hubner tefldi ekki í síðustu umferðinni, sat hjá. Lajos Portisch gerði þá jafn- tefli við Leonid Shamkovich, Bandaríkjunum. Petrosian vann Ivkov og Timman gerði jafntefli við Garcia, eins og áður sagði. Önnur úrslit: Velimirovic vann Kagan, Harandi, íran, vann Sax, Sunye vann Vaganian, og Torre vann Herbert. Smejkal og Balashov gerðu jafntefli. Lokastaðan í Ríó varð: 1.—3. Húbner, Petrosian, Portisch 11,5 v. 4. Jan Timm- an 11. 5.-6. Ivkov, Sunye 9,5. 7.-9. Sax, Balashov og Torre 9. 10.—11. Shamkovich, Smejkal 8,5. 12. Vaganian 8. 13,—14. Velimirovic, Garcia 7.5. 15. Harandi 6.5. 16. Bronstein 6. 17,—18. Her- bert, Kagan 4.5 vinninga. Guðmundur Sigur jónsson Nú er þetta í fyrsta sinn, að þú ert aðstoðarmaður. I hverju er það einkum fólgið? „Það er einkum að undirbúa skákina við næsta andstæð- ing, brugga launráð á kvöld- in. Athuga hvað hann hefur komið fram með. í sannleika sagt þá er þetta talsvert erfitt en mig langaði að reyna þetta og hafði gaman af — tel mig einnig hafa lært nokkuð af því.“ smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Njarðvík Til sölu 2ja og 3ja herb. íbúöir í sambýlishúsi í smíöum. Öll sam- eign fullfrágengin. Söluverö 2ja herb. íbúöir 10 millj. 3ja herb. 11.2 millj. Beöiö eftir húsnæðls- stjórnaláni. Einbýlishús viö Borgarveg. Skipti á fasteign í Keflavík koma til greina. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík, sími 1420. Margar gerðir feröavíðtækja Bílaútvörp, bílasegulbönd og bílaloftnet. Ódýrar töskur og hylki fyrir kassettur og hljóm- plötur T.D.K. og Ampes-kassett- ur. Hljómplötur, músíkkassettur og áttarása spólur. íslenskar og erlendar. Mikiö á gömlu veröi. Póstsendum. F. Björnsson radíóverzlun, Bergþórugötu 2. Sími 23889. ,EDDA 597910237 — 1 atkv. IOOF Rb. 1 '12910238'A — I.O.O.F 8 = 16124108’/i = 0 A.D. K.F.U.K. Biblíulestur „Konur og karlar í söfnuölnum" séra Auður Eir Vil- hjálmsdóttir. Nefndln Fram skíöadeild Aðaifundur skíöadeildar Fram veröur fimmtudaginn 1. nóv. kl. 20.00 í félagsheimilinu viö Safamýri. Stiórnin Fíladelfía Almennar samkomur í dag kl. 17 og 20.30. Raaðumaður Dr. Thompson. Ath. síöasta vika. Farfuglar Leöurvinna Miövikudag kl. 20.00. .Farfuglar Leikhúsferö Efnt veröur til leikhúsferöar í Þjóöleikhúsiö föstudaginn 26. okt. n.k. fyrir aldraöa í Hafnar- firði á leiksýninguna Stundar- friöur. Saetaferöir eru kl. 19 frá íþróttahúsinu viö Strandgötu. Pöntunum á aögöngumiöum veita eftirtaldir móttöku: Jó- hanna Andrésdóttir, sími 50390, Kristín Magnúsdóttir sími 50405 og Lára Jónsdóttir sími 51090. Félagsmálaráð Hafnarfjaröar. Hilmar Foss Lögg. skjalaþýð. dómt. Hafnar- stræti 11, sími 14824, Freyju- götu 37, sími 12105. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Selfoss og nágrenni Sjálfstæöisfélagiö Óöinn heldur almennan félagsfund þriöjudaginn 23. okt. kl. 20.30 aö Tryggvagötu 4. Fundarefni: 1. Upptaka nýrra félaga. 2. Framboösmálin rædd. 3. Gestur fundarins veröur Friörik Sóphusson alþm. sem mun ræöa um stefnumál Sjálfstæðisflokksins og svara fyrirspurnum. Stjórnin Mýrasýsla — Kveöjusamsæti Kaffisamsæti veröur haldiöaö Hótel Borgarnesi laugardaginn 27. okt. n.k. kl. 21. Þar veröa kvödd hjónin frú Sigrún Hannesdóttir og fyrrv. sýslumaöur Ásgeir Pétursson. Öllum er heimil þátttaka. Listar liggja frammi hjá Bjarna Helgasyni, Laugarlandi, Símoni Teitssyni, sími 7211 og Þorleifi Grönfeldt sími 7120, Borgarnesi. Fulltrúarráöiö Keflavík Aöalfundur Sjálfstæöisfélags Keflavíkur veröur haldinn fimmtudaginn 25. okt. í sjálfstæöishúsinu í Keflavík kl. 20.30 síödegis. Gestur fundarins veröur Ellert Eiríksspn. Stjórnin.. Launþegaráð Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi heldur almennan fund fimmtudaginn 25. þ.m. og hefst hann kl. 20.30 í sjálfstæölshúsinu Hamraborg 1, Kópavogi. Dagskrá. Stjórnmálaviöhorfiö, Alþingiskosningar. Ávarp flytja Salóme Þorkelsdóttir, Ríkharö Björgvinsson, Kristján Haraldsson og Bjarni Jakobsson. Allt sjálfstæöisfólk velkomiö. Fjölmenniö. Stjórnin. Selfoss og nágrenni Sjálfstæöisfélagiö Óöinn heldur almennan féalgsfund þrlöjudaglnn 23. okt. kl. 20.30 að Tryggvagötu 4. Fundarefni: 1. Upptaka nýrra félaga. 2. Framboðsmálln rædd. 3. Gestur fundarlns veröur Friörik Sóphus- son, alþm. sem mun ræða um stefnumál Sjálfstæöisflokksins og svara fyrlrsþurn- um. Stjórnln. Vogar Vatnsleysuströnd Aöalfundur Sjálfstæöisfélags Vatnsleysustrandarhrepps veröur haldinn í kvöld kl. 20.30, Glaöhelmum. Fundarefni: Venjuleg aöalfundarstörf. Stjómin. Hvöt — Félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavfk Félagsfundur miðvikudaglnn 24. okt. n.k. kl. 20.30 á 1. hæð í Valhöll, sjálfstæöishúsinu, Háaleitisbraut 1. Fundarefni: 1. Kosning uppstilllnganefndar. 2. Konur, sem eru frambjóöendur fyrir Sjélfstæöisflokkinn í prófkjöri í Reykjavík kynntar. 3. Ingveldur Hjaltested syngur viö undirleik Jónfnu Gísladóttur. 4. Frjálsar umræöur og veitingar. Stjórnin. Málfundafélagið Óðinn heldur aöalfund, fimmtudaginn 25. október kl. 20.30 fValhöll, Háaleitisbraut 1. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Kosning til fulltrúaráös Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavfk. 3. Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæöis- flokksins ræöir stjórnmálaástandið. Stjórn Óöins. Árnessýsla Almennur fundur Sjálfstæöiskvennafélags Árnessýslu veröur haldinn miövikudaginn 24. október kl. 21 aö Tryggvagötu 8, Selfossi. Dagskrá: Stjórnmálin. Ólafur Helgi Kjartans- son mætir á fundinn. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.