Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979 41 félk í fréttum Móðir hans var sett í fangelsi er hann flúði + Þessi maður í flugmannagall- anum sínum varð heimsfrægur fyrir 26 árum — á því augna- bliki vissi enginn nafn hans.. Honum hafði tekizt að flýja á rússneskri MIG- orrustuflugvél til Borgundarhólms og lenda henni þar heilu og holdnu. Flug- maður úr pólska flughernum. í dag er flugmaður þessi orðinn stöndugur maður og býr vestur í Bandarikjunum þar sem hann er iðnrekandi m.m. Hann var 21 árs er þetta gerðist. — Minni myndin var nýlega tekin af honum en hin í Kaupmannahöfn fyrir 26 árum. — Þetta var mikið hættuspil. Ég var svo lánsamur að finna Borgundar- hólm á æðisgengnum flótta und- an flugvélunum sem sendar voru á eftir mér, sagði flugmaðurinn, sem heitir Jarecki, um daginn i blaðasamtali. Viðbrögð stjórnar- innar í Póllandi vegna flótta hans urðu þau, að móðir Jareck- is var handtekin og sat í fangelsi í þrjú ár. Þau hafa ekki sést eftir flótta hans og Jarecky á ekki von á því að nokkru sinni fáist leyfi til þess hjá pólskum yfir- völdum. „Heftariu nýtt skurðlækningatæki + ÞESSI fréttamynd birtist fyrir nokkrum dögum f dönsku pressunni og er tekin í sjúkra- húsinu i Glostrup — útborg Kaupmannahafnar. Einn yfir- læknanna við sjúkrahúsið, dr. John Cristiansen, heldur á skurðlækningaáhaldi, nokkurs konar „heftara“, en þessu áhaldi er nú farið að beita við skurðað- gcrðir vegna krabbameins i endaþarmi. — Eru miklar vonir tengdar við „heftarann" að með honum verði t.d. hægt að komast hjá því að breyta „farvegi enda- þarmsins" og taka hann út i gegnum síouna. — Þetta tæki er þcgar farið að nota i sjúkrahús- inu í Glostrup og fleiri i Dan- mörku. — Uppfinningin er rússnesk, en í Bandarikjunum hefur hún verð endurbætt. Það fylgir frettinni að bráðlega muni verða birt um þctta grein í læknatímaritum í Ameríku og i Danmörku. Musik iTivoli Danski hljómsveitarstjórinn Eifred Eckart-Hansen, tónlistarstjóri Tivoli-garösins í Kaupmannahöfn, heldur fyrirlestur meö tóndæmum og nefnir hann Musik i Tivoli í fyrirlestrarsal Norræna hússins þriðjudaginn 23. október kl. 20:30. Verið velkomin Norræna húsið. NORRÍNA HÖSID POHJOLAN TAiO NORDENS HUS Fundur með \W/ heimsforseta W jci Nú gefst okkur tækifæri á aö hlusta á KUMA P. GERA heimsfor- seta J.C. Int. og leggja fyrir hann spurningar. Fundurinn verö- ur í Súlnasal, Hótel Sögu, miö- vikudaginn 24. okt. n.k. og hefst stundvíslega kl. 20.00 (kaffifundur) KUMPA P. GERA Forseti JC Int. 1979 — 1980. f.h. Svæöisstjórnar Reykjavíkur Undirbúningsnefndin BATAR Bátur eins og myndin sýnirtil afgreiöslu strax. Verö 1.580.000. 11 tonna bátur, einsog myndin sýnir, til af- greiöslu innan hálfs mánaöar. Áætlað verö 12—13 milljónir. 6 tonna bátur, eins og myndin sýnir, til af- greiöslu fljótlega. Aætlaö verð 4,5 millj- ónir. Bátur eins og myndin sýnir til afgreiðslu fljótlega Áætlaö verö 2.200.000. Allir bátarnir eru til sýnis hjá okkur GÍSLI JÓNSSON tco.hf. Sundaborg 41. Sími 86644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.