Morgunblaðið - 23.10.1979, Page 48

Morgunblaðið - 23.10.1979, Page 48
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 jllvrgunblabib Sími á afgreiðslu: 83033 |M*reunbI«ibi( Framboðsmál flokkanna: Sjálfkjörið í 4 af 5 efstu sætum A-listansíReykjavík Átök um Hjörleif og Helga á Austurlandi og Ólafur ekki búinn að velja milli kjördæma „Guðrún gerir enn stormandi lukku” SJÓNVARPSÞÁTTURINN um háhyrninginn Guðrúnu, frænd- ur hennar af ýmsum ættum og lífið i sædýrasafninu í Harder- wijk í Hollandi vakti mikla athygli, en þáttur þessi var sýndur í sjónvarpinu siðastlið- ið sunnudagskvöld. Guðrún er við mjög góða hcilsu í sædýra- safninu og virðist líka lifið þó að hún hafi verfið eini háhyrn- ingur safnsins síðan Magnús félagi hennar lést úr blóðsjúk- dómi fljótlega eftir að hann kom í safnið. Margir Islendingar hafa kom- ið í safnið í Harderwijk og þeirra á meðal hópur hesta- manna, sem fóru á Evrópumót hestamanna í Hollandi í haust. Einn í þcim hópi var Helgi Sigurðsson dýralæknir og sagði hann í samtali við Mbl. í gær, að sérstaklega hefði verið gaman að sjá Guðrúnu þarna í safninu. — Þegar höfrungarnir sýna kúnstir sínar í aðallauginni er Guðrún í minni laug aftar, sagði Helgi. — Henni líkar þó ekki sérlega vel að vera í aukahlut- verki og gerir allt sem hún má til að stela senunni. Hún Iætur óspart í sér heyra, hoppar, buslar og gerir allar hunda- kúnstir og fær óspart lof fyrir, auk þess sem hún tekur það greinilega til sín, sem hinum dýrunum er ætlað. — Guðrún er síðan síðasta atriðið í sýningu safnsins, há- punkturinn ef svo má segja. Þegar þetta stóra flykki hoppar á eftir bolta hátt upp úr laug- inni er eins og laugin tæmist hreinlega. Guðrún er sérstak- lega vinsæl og virðist líða vel þarna. Það er greinilegt að hún braggast mjög vel og gerir enn stormandi lukku. Reyndar er unun að koma þarna og sjá hve vel er hugsað um dýrin, þrifn- aður er einstakur TALSVERT umrót er nú í öllum stjórnmáiaflokkunum vegna undir- búnings framboða í kjördæmum landsins. í Rcykjavík keppa tveir menn um fyrsta sæti á framboðs- lista Alþýðuflokksins, en sjálfkjör- ið er í 2„ 3., 4. og 5. sæti listans. Ólafur Jóhannesson varð efstur í skoðanakönnun meðal framsóknar- manna í Reykjavík, sem fram fór um helgina. Þrátt fyrir það lýsti Ólafur því yfir við Morgunblaðið í gær, að hann væri ekki enn búinn að ákveða, hvort hann gæfi kost á sér. Ölafur sagði: „Þetta fólk vill mér vel, cn það er margs að gæta. Ég hugsa málið. Ég á nú eftir að kveðja fyrir norðan.“ Þeir, sem keppa um 1. sæti A-listans í Reykjavík eru Benedikt Gröndal, formaður flokksins og dr. Bragi Jósefsson, formaður Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur. I næstu fjögur sæti eru sjálfkjörin: Vilmund- ur Gylfason, Jóhanna Sigurðardótt- í KJÖLFAR búvöruverðsháekkana frá miðjum september s.l. og hækkunar fiskverðs til sjómanna og útgerðarmanna frá 1. okt. s.l., samþykkti verðlagsnefnd á fundi sínum 17. október að heimila VIÐ íslendingar stöndum ekki að- eins frammi fyrir óðaverðbólgu heldur stöðvun hagvaxtar, en í kjölfar þe.ss fylgir atvinnuleysi, sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi Landsmájafélagsins Varðar í gær- kvöldi. Á þessu ári verður nær enginn hagvöxtur og á næsta ári enginn, en án hagvaxtar verða lífskjörin ekki bætt. Vinstri flokk- arnir hafa því leitt okkur að dyrum atvinnuleysis, sagði formað- ir, Jón Baldvin Hannibalsson og Kristín Guðmundsdóttir. I Austur- landskjördæmi hefur Lúðvík Jóseps- son formaður Alþýðubandalagsins krafizt þess að Hjörleifur Guttorms- son skipi 1. sæti listans. Helgi Seljan hefur lýst því yfir að hann leyfi að Hjörleifur fari fram fyrir sig á listanum, en stuðningsmenn Helga hafa margir hverjir aftekið það með öllu. Á meðan botn hefur ekki fengizt í málið hefur Lúðvík ekki viljað gefa yfirlýsingu um að hann gefi ekki kost á sér í 1. sæti G-listans. í Reykjavík urðu þeir efstir í forvali á G-listann Svavar Gestsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Guðmundur J. Guðmundsson. Tveir hinir fyrstnefndu hlutu lang- flest atkvæði. I Suðurlandskjördæmi eru uppi miklar deilur meðal sjálfstæðis- manna um skipan framboðslistans, þar sem Árnesingar og Rangæingar gera báðir tilkall til 1. sætisins og í 23—28,9% hækkun á unnum kjötvörum og 9,2% hækkun á neyslufiski. Þessar hækkanir taka gildi 23. okt. 1979, þ.e. frá og með deginum í dag að telja. ur Sjálfstæðisflokksins. Geir Hallgrímsson sagði enn- fremur, að það væri alls ekki útilokað að tilraun yrði gerð til þess að mynda nýja vinstri stjórn að kosningum loknum. Reynt yrði að fá Alþýðuflokkinn til þátttöku í nýju vinstra samstarfi og það byggðist því eingöngu á styrk Sjálfstæðis- flokksins að kosningum loknum, hvort takast mundi að koma í veg fyrir það. Loks varaði Geir Hallgrímsson Norðurlandi eystra hefur kjördæm- isráðið ákveðið, að ekki fari fram prófkjör. Segir Jón G. Sólnes í grein í Mbl. í dag, að þar með séu sín „örlög ráðin", þar sem kjörnefnd muni ekki gera tillögu um, að hann skipi forystusæti listans, svo sem hann hefur gert í tvennum undan- gengnum alþingiskosningum. Sighvatur Björgvinsson mun gefa stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins við of mikilli bjartsýni um að flokknum mundi takast að ná meiri- hluta í næstu þingkosningum. Við Sjálfstæðismenn gerum okkur öðr- um fremur grein fyrir því, að kjósendur láta ekki segja sér fyrir verkum, þeir taka sínar ákvarðanir sjálfir. f»að er auðvitað eðlileg ályktun kjósenda sjálfra eftir reynslu af samsteypustjórnum og innbyrðis ábyrgðarleysi vinstri flokka í fráfarandi stjórn að fela kost á sér í 1. sæti A-listans í Vestfjarðakjördæmi. Um það sæti og 2. sæti listans keppir einnig Karvel Pálmason, sem skipaði 1. sæti á lista óháðra við síðustu alþingiskosningar. í 2. sætið býður sig einnig fram Bjarni Pálsson, sem skipaði 1. sæti á lista Samtaka frjálslyndra og vinstri manna við síðustu kosningar. Sjálfstæðisflokknum aukna ábyrgð. Margir sjálfstæðismenn eygja möguleika á meirihluta, sagði Geir Hallgrímsson, en til þess að sá draumur rætist verður til að koma þrotlaust starf og jafnvel þótt við öll leggjum það af mörkum þarf ekki að vera að þessi draumur rætist í þetta sinn. Mestu máli skiptir að auka styrk Sjálfstæðisflokksins þannig, að hann verði ótvírætt forystuafl í íslenzkum stjórnmálum. (Ljósm. Mbl. úl. K. Mag.) BYRJAÐ er að fylla upp vestan við Ægisgarðinn í Reykjavik og síðdegis i gær var þannig umhorfs við garðinn, en fyrir viku lágu þarna allmargar trillur og minni bátar. Reyndar hefur eigandi einnar trillunnar enn ekki flutt bát sinn og sér á hús bátsins milli uppfyllingarinnar og hvalbátanna. Geir Hallgrímsson á Varðarfundi: Reyna nýja vinstri stjóm — nema Sjálfstæðisflokkur eflist verulega Hœkkun á fiski og unnum kjötvörum „Eg var búinn að bóka að þetta væri mitt síðasta” — ÉG SEGI það alveg satt, að ég hélt að þetta væri mitt síðasta og vildi ekki upplifa þcnnan atburð aftur, sagði Guðbjörn Tryggva- son. 21 árs Skagamaður, í samtali við Mbl. i gær. Er hann var á dögunum á leið frá Spáni til Hollands með DC-8 flugvél frá hollenska flugfélaginu KLM, opn- aðist riía á farþegahurð skyndilega i 34 þúsund feta ha-ð. Flugmanni vélarinnar tókst að Ijúka fluginu og þegar vélin Icnti í Amsterdam var honum fagnað sem hctju og farþcgarnir töldu sig naumlcga hafa sloppið úr lífsháska. — Þegar við Skagamenn höfðum leikið seinni leik okkar gegn Barce- lona i Evrópukeppni bikarhafa var farið í 10 daga sumarleyfi til Torremolinos, segir Guðbjörn Tryggvason í samtali við blaðið. — Frá Malaga ætlaði ég síðan til Péturs Péturssonar í Rotterdam og KLM-vélin, sem ég fór með, milli- lenti í Nizza í Frakklandi. — Ósköpin byrjuðu eiginlega um leið og vélin tók sig á loft í Nizza. Það var þungskýjað og leiðinlegt veður og það var ægilegur hristing- ur meðan vélin var að komast upp úr skýjunum, en það var nú ekkert. Við höfum sennilega verið búin að fljúga í tæpan klukkutíma þegar hurðin að framan opnaðist skyndi- lega. Súrefnið streymdi út úr véi- inni og auk óhljóðanna í fólkinu voru miklar drunur meðan þrýst- ingurinn jafnaðist í vélinni — Það gerðist margt í sömu andránni. Súrefnisgrímur komu niður og vélin byrjaði að steypast í átt til jarðar. Fólkið þagnaði þegar súrefnisgrímurnar komu niður, en þann tíma sem við stefndum beint niður fóru margar hugsanir í gegn- um hugann. Ég var búinn að bóka það, að þetta væri mitt síðasta og ég held að við höfum öll hugsað þetta sama. En svo skyndilega var vélin komin í rétta stefnu og allt gekk vel það sem eftir var feröar- innar og ég hef ekki hugmynd um i hve mikilli hættu við vorum þessar sekúndur eða mínútur meöan þetta var að gerast. Flugstjóranum fagnað sem hetju eftir lendingu — Eg tók eftir því, að þegar við vorum komin í rétta stefnu, þá var vængurinn mín megin allur hvítur af hélu og í rauninni snjólag á honum. Það sem eftir var ferðar- innar var flogið miklu lægra, eng- inn mátti hreyfa sig úr sæti og með öllu var bannað að reykja. Þegar við loksins lentum í Amsterdam var mikið fagnað og sjálfsagt ekki nema von. Þessu voru gerð ítarleg skil í hollenska sjónvarpinu. — Ég neita því ekki, að það fór um mig þegar ég settist upp í flugvél næst á leið heim til íslands. En sem betur fór þá gekk það allt vel, sagði Guðbjörn Tryggvason að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.