Morgunblaðið - 25.10.1979, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.10.1979, Qupperneq 1
48 SIÐUR 235. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Prag-dómum mót- mælt einum rómi — jafnt af kommum og erkiíhaldi Bonn — 24. október. AP. ANDÓFSMANNADÓMUNUM í Prat? hcfur í datí verið harðlctta mótmælt um alla Vestur-Evrópu. ojf lejfKjast þar á eitt rikisstjórnir, stjórnmálaflokkar með hinar ólíkustu skoðanir, samtök og einstaklingar. Er staðhæft að hér sé um að ræða gróft brot á Ilclsinki-sáttmálanum, og íhuga aðildarríki Efnahagsbandalagsins að grípa til aðgerða gegn tékkncsku stjórninni. Er bersýnilcgt að stjórnir ýmissa rikja ætla sér ekki að láta sitja við orðin tóm að þessu sinni. og franska stjórnin tilkynnti eftir að mótmæli hennar höfðu verið birt, að ekki yrði af heimsókn Jean Francois-Ponchct utanríkisráðherra til Tékkóslóvakíu að sinni. Bohuslav Chnoupek, utanríkisráð- herra Tékkóslóvakíu, flutti í morgun árlega stefnuræðu sína á löggjafar- samkomu Tékka og Slóvaka og kvað Tékkóslóvakíu hafa fylgt ákvæðum Helsinkisáttmálans út í æsar, um leið og hann áréttaði stuðning stjórnar sinnar við détente-stefn- una. Á Vesturlöndum hafa þessi ummæli, daginn eftir að andófs- mannadómarnir voru uppkveðnir, orðið til að auka á andúðina í garð stjórnarinnar í Prag. 68 þingmenn allra flokkka í neðri málstofu brezka þingsins birtu í dag yfirlýsingu þar sem dómunum er mótmælt og Pragstjórnin gagnrýnd sérstaklega fyrir að vanvirða 14. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna um einstakl- ings- og skoðanafrelsi. Orkumála- ráðherra Tékkóslóvakíu er nú í Lundúnum og hefur brezka stjórnin verið gagnrýnd fyrir að eiga við hann orðastað samtímis því að mótmæla andófsmannadómunum. L’Unita, málgagn ítalskra komm- únista, gagnrýnir dómana á forsíðu, og ítalska alþýðusambandið, þar sem kommúnistar hafa tögl og hagldir, skorar á verkalýðssamtök í Tékkó- slóvakíu að sýna nú einu sinni að þau geti tekið óháða afstöðu og beiti sér gegn þessum kúgunaraðgerðum stjórnarinnar. Franska kommún- istamálgagnið L’Humanité, sem jafnan hefur reynt að hlífa komm- únistastjórnum á áhrifasvæði Sovét- ríkjanna, bregður nú vana sínum, og krefst þess afdráttarlaust að andófs- mennirnir sex verði látnir lausir þegar í stað. „Fáránlegt og óþolandi", sagði Wolff, einn af leiðtogum hollenzkra kommúnista um dómana, og „pól- itískur skrípaleikur", sagði Ola Ullsten utanríkisráðherra Svíþjóöar, þegar hann krafðist þess á þingi í dag að slík brot á Helsinki-sáttmál- anum yrðu ekki liðin. Hua Kuo-Feng litur inn i stálbræðsluofn i Krefeld i Vestur-býzkalandi, en hinn kinverski leiðtogi hefur ferðast um helztu iðnhéruð og kynnt sér tækniframfarir i heimsókninni til Vestur-Þýzkalands. (AP-stmamynd) Hua Kuo-Feng í Vestur-Þýzkalandi: / Obreytt stefna að Brésneff látnum Bonn, 24. október. AP. HUA Kuo-Fcng, sem undanfarna daga hefur vcrið í Vestur-býska- landi, lýsti þcirri skoðun sinni i dag. að litilla breytinga væri að vænta á stefnu Sovétstjórnarinnar er Leonid Brésneff hyrfi af valda- stóli. „Auðvitað get ég ekki um það spáð hvenær Brésneff lætur af embætti, en það get ég fullyrt að stefna Sovétmanna mun ekki breyt- ast við það. svo orð verði á ger- andi." sagði Ilua. Hua hefur hvað eftir annað sneitt að Sovétstjórninni í Evrópu-ferð- inni, en nokkra athygli hefur vakið að hann hefur ekki verið jafn hvassyrtur í garð hennar og ýmsir aðrir kínverskir leiðtogar. Á blaðamannafundi í Bonn í dag vék hann sér undan því að ræða um útþenslu Sovétríkjanna í Afríku og Miðausturlöndum, með þeim orðum að hann langaði ekki til að valda Schmidt gestgjafa sínum óþægindum. Dean Chenoweth kastaðist út ár „fiuSbát“ sinum, Miss Budweiser, er farkosturinn var á um það bil 350 Kiiomctra hraða á klukkustund á Seattle-vatni i fyrradag. en kappinn var þá á góðri leið með að setja nýtt hraðamet á vatni. Chenoweth liggur nú í sjúkrahúsi með sex brotin rifbein, en líðan hans er sögð þolanleg. Ástæðan fyrir því að „flughátnum" hlekktist á er talin sú að ein skrúfa hans hafi brotnað. (AP-simamynd) Ný stjórn í dag? Kaupmannahttfn, 24. október. AP. BÚIZT er við því að Anker Jörg- ensen leggi fram ráðherralista nýrrar minnihlutastjórnar jafnað- armanna á morgun og ekki síðar en á föstudaginn, en þegar i morgun gekk forsætisráðherrann á fund Margrétar drottningar og gerði henni grein fyrir úrslitum kosninganna og áformum sinum um myndun nýrrar stjórnar. Kosn- ingaúrslitin eru fremur túlkuð sem persónulegur sigur Anker Jörgen- sens en sigur flokks hans, jafn- framt því sem þau eru talin ótvirætt merki um að Danir hafi fengið sig fullsadda af pólitiskum harðlinuflokkum. Þess er vænzt að hinni nýju stjórn veitist auðveldara að kljást við efnahagsmálin en fráfarandi sam- steypustjórn jafnaðarmanna og Vinstri flokksins en þó er talið ólíklegt að Anker Jörgensen takist að afla stjórninni þingfylgis, sem geri henni kleift að láta verulega til sín taka. Anker Jörgensen hefur enn engu viljað spá um það hvaðan stuðning- ur við minnihlutastjórnina muni koma, en almennt er búizt við því að hann muni leita til Vinstri flokks- ins, þrátt fyrir þann ágreining flokkanna, sem leiddi til nýrra kosninga, en sá stuðningur verður að vera fyrir hendi áður en þing er kallað saman hinn 6. nóvember. Saudi-Arabar auka olíu- framleiðslu Lundúnum, 24. okt. AP. SAUDI-Arabar ætla að auka oliuframleiðslu sína um milljón tunnur á dag, að því er brezka vikuritið The Economist skýrir frá, en tilgangurinn er að stuðla að jafnvægi á olíumarkaði. Stjórn Saudi-Arabíu hefur ekki staðfest frétt þessa, en Saudi- Arabar hafa áður heitið því að framleiðsla á dag þar til í des- ember fari ekki niður fyrir 9,5 milljónir tunna. Harkalegar móttökur Tókýó, 24. október. NÝFÆTT barn, sem fallið hafði niður um salernisop í járnbrautarlest, fannst á lífi og hágrátandi að tæpum sex stundum liðnum, en á þeim tíma höfðu sjö járnbrautar- lestir brunað eftir teinunum. Tildrög þessa atburðar eru nokkuð óljós en eftir því sem öryggissérfræðingar Tókýó- járnbrautanna komast næst, varð móðirin, sem er 44 ára, þess vör að fæðingarhríðir voru að hefjast og hraðaði sér þá-til salernis. Mun hún hafa hnigið þar í ómegin, og misst um leið barnið niður um opið með einhverjum hætti. Barnið, sem er 12 marka drengur, meiddist á höfði og er ekki talið úr lífshættu, en þegar það féll var lestin á fimmtíu kílómetra ferð á klukkustund. Keisara- skurður New York. 24. okt. AP SÍÐASTLIÐIN sex ár hefur íranskeisari verið með krabba- mein í sogæðakerfi, en á meðan hann ríkti i tran taldi hann nauðsynlegt að halda þessu leyndu, að því er talsmaður hans skýrði írá í New York í dag. Keisarinn fyrrverandi gekkst undir uppskurð i dag og er haft eftir læknum hans, að tilgangurinn með aðgerð- inni hafi verið sá að kanna á hve alvarlegt stig krabbamein- ið væri komið, en ekkert hefur verið Iátið uppi um árangur enn sem komið er. Gallblaðra sjúklingsins var fjarlægð, en hann var á skurð- arborðinu í tvær og hálfa klukkustund. Farah Diba, fyrr- um keisaradrottning, vitjaði manns síns á sjúkrabeðnum, en talsmaður keisarans sagði í kvöld að útlit væri fyrir að hann næði sér fljótt og vel eftir aðgerðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.