Morgunblaðið - 25.10.1979, Síða 10

Morgunblaðið - 25.10.1979, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979 Hið íslenzka kennarafélag: Samræmd námsskrá fyrstu áfanga framhaldsskólans Lionsmenn í heim- sókn í Víðinesi Þar sem Lionsdaginn í ár, 8. október bar upp á mánudag, fóru félagar úr Lionsklúbbnum Fjölni i heimsókn til vistmanna á Vist- heimilinu Víðinesi, sunnudaginn 7. okt., en Víðines hefur verið aðalverkefni klúbbsins til liknarmála undanfarin 6 ár. Viðinesheimilið hóf starfsemi fyrsta vetrardag 1959 og verður þvi 20 ára um þessar mundir eða 27. október. Eldra heimilið rúmar 35 vist- menn, en nú nýverið var hluti nýja heimilisins tekið í notkun og rúmar það til að byrja með 12 vistmenn, en kemur til með að rúma 34—36 fullbúið. Verður það 1300 fermetrar á tveim hæðum. Formaður Lionsklúbbsins Fjölnis, Egill Snorrason, afhenti heimilinu að gjöf húsgögn að verðmæti 4,2 milljónir króna, framleidd af Gamla Kompaníinu h.f. Síðan var spilað bingó við vist- menn frameftir degi, um verðlaun sem Fjölnismenn gáfu. Hið íslenska kennarafélag gekkst fyrir ráðstefnu um fram- haldsskólann dagana 20. og 21. október að Hótel Loftleiðum. Eftirfarandi tillögur og álykt- anir voru samþykktar: „1. Um fjármögnun framhaldsskólans: Ráðstefnan fagnar því, að í nýju frumvarpi til laga um fram- haldsskóla skuli gert ráð fyrir því að ríkissjóður greiði allan stofn- kostnað við framhaldsskóla og námsvistargjöld skuli felld niður. Sú er hinsvegar skoðun ráð- stefnunnar að framhaldsskólinn muni aldrei búa við sömu kjör vítt um landið nema sama regla gildi um greiðslu alls skólakostnaðar á framhaldsskólastigi. Ráðstefnan telur að kostnaðaraðild sveitarfé- laganna leiði til margvíslegra vandkvæða. Verði hins vegar stofnað til slíkrar verulega tak- markaðrar aðildar sé nauðsynlegt að greiðsluskylda sveitarfélaga vegna kostnaðar við nám í verk- legum og bóklegum greinum verði hin sama í krónutölu á hvern nemenda. 2. Um námsskrá: Bráðnauðsynlegt er að þegar verði sett samræmd námsskrá er nái til fyrstu námsáfanga fram- haldsskólans. Tryggja verður að nemendur um allt land verði jafnt settir hvað varðar undirstöðunám og þar með að flutningur milli skóla tefji ekki nám þeirra. Kapp- kosta þarf að fá til námsskrár- gerðar hæfa starfsmenn er þekkja bæði fræðilegan og hagnýtan þátt greina sinna tii hlítar. Einkum á þetta við um nám sem binst atvinnugreinunum. 3. Um skólaskipan Ráðstefnan leggur til að í 17. gr. frv. til laga um framhaldsskóla falli niður eftirfarandi málsgrein: „í hverjum landshluta skal vera eins fjölbreytt val námsbrauta og við verður komið." í þess stað komi: „Hvert fræðsluumdæmi skal skipuleggja sem eina heild og innan þess starfi a.m.k. einn kjarnaskóli og annað framhalds- nám í umdæminu tengist honum. Þá starfi í umdæminu eitt skóla- verkstæði og fleiri fari íbúatala yfir 25.000.“ 4. Um verkmenntun: Ráðstefnan tekur undir með nýloknu Iðnþingi og telur brýna nauðsyn á að nú þegar verði mótuð heildarstefna í verkmennt- un landsmanna. Þar verði m.a. við það miðað að fyrri hluti námsins fari í æ ríkari mæli fram í skólum og einnig endurmenntun og símenntun. Ráðstefnan leggur þunga áherslu á að til eflingar verk- menntun og verkmenningu í land- inu er nauðsynlegt: 1. Að starfsfræðsla fari fram í grunnskóla. 2. Að leggja fé í skólabyggingar fyrir verknám. 3. Að búa skólana tækjum sem eru fullnægjandi hverju sinni. 4. Að efla menntun kennara. 5. Að setja á fót verknámsrann- sóknardeild í menntamálaráðu- neytinu sem m.a. geri úttekt á innihaldi verknámsins. 6. Að veita fjármagni til náms- skrár og námsgagnagerðar. 7. Að veita fjármagni til nauðsyn- legs eftirlits og umsjónar skóla með nemendum í námsstörfum í atvinnulífinu. Þar sem augljóst er að verk- menntun og verkmenning er und- irstaða efnahags og afkomu þjóð- arinnar þá furðar ráðstefnan sig á að ekki skuli lögð meiri áhersla á að kynna og reka verkmenntun í fjölmiðlum. 5. Um bekkjarkerfi og áfangakerfi Ráðstefnan telur augljóst að skólar með bekkjarkerfi og skólar með áfangakerfi geti starfað hlið við hlið. Báðir þessir möguleikar hafi ótvíræða kosti. Æskilegt sé að nemendur sem hefja nám í framhaldsskóla geti valið milli áfangaskóla og bekkjarskóla. Ráðstefnan telur rétt að nám í framhaldsskólum verði samræmt að nokkru marki, en þess þá vandlega gætt að samræmingin takmarki ekki svigrúm einstakra námsgreina og einstakra skóla til skipulagningar kennslu og þróun- ar námsefnis. 6. Um gildistöku laga um framhaldsskóla Ráðstefnan telur brýna nauðsyn bera til að lög um framhaldsskóla verði samþykkt á næsta alþingi. Við gildistöku þeirra sé nauðsyn- legt að lög um viðskiptamenntun verði látin falla úr gildi (sérstök ákvæði um Samvinnuskólann og Verslunarskólann) enda bresti þá forsendur þess að ríkissjóður greiði kostnað við einkaskóla." Auglýst eftir framboðum til prófkjörs í Austurlandskjördæmi Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi við næstu alþingis- kosningar fari fram dagana 2. og 3. nóvember n.k. 1) Gerö skal tillaga til kjörnefndar innan ákveðins framboðsfrests sem kjörnefnd setur. Tillagan er því aöeins gild, að hún sé bundin viö einn mann og getur enginn flokksmaður staöiö aö fleiri en tveim slíkum tillögum. Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsettum í kjördæminu. 2) Kjörnefnd er heimilt aö tilnefna prófkjörsframbjóöendur til viðbótar frambjóöendum skv. 1)-liö eftir því sem þurfa þykir, enda sé fjöldi þeirra þrisvar sinnum meiri samanlagöur en fjöldi kjörinna þingmanna Sjálfstæöisflokksins og uppbótarþing- manna, sem síöast hlutu kosningu fyrir kjördæmið. v Hér meö er auglýst eftir framboöum til prófkjörs sbr. 1. lið hér aö ofan. Skal framboö vera bundið viö einstakling, sem kjörgengur verður í næstu Alþingiskosningum og skulu 20 flokksbundnir Sjálfstæöismenn standa aö hverju framboöi. Enginn flokksmaöur getur staöiö aö fleiri en 2 framboðum. Framboöum ber aö skila ásamt mynd af viökomandi til framkvæmdastjóra yfirkjörstjórnar Magnúsar Þóröarsonar, Lagarási 2, Egilsstöðum eigi síöar en kl. 12 aö hádegi, föstudaginn 26. okt. ’79. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi. Nýjung í glerframleiðslu PILKINGTON - glerverksmiðj- urnar í Halmstad í Svíþjóð hafa ákveðið að byggja nýja verk- smiðju, sem kosta mun um 40 milljónir sænskra króna. Verk- smiðjan mun framleiða einfalt gler, sem sérstaklega er hannað fyrir aukna hitaeinangrun í hús- um. Glerið er framleitt þannig, að það er húðað á sérstakan hátt. Húðunin hefur ekki í för með sér takmarkanir á gegnsæi, en aftur á móti orsakar hún minnkun á hitatapi úr húsnæði, langbylgju- hitageislun, sem venjulega leitar út í gegnum rúður. Tvöfalt ein- angrunargler, framleitt úr þess konar gleri, eykur því verulega einangrun húsa. Munurinn á slíku einangrunargleri og venjulegu einangrunargleri er um helmings munur á hitatapi. Þetta orkuspar- andi gler verður til að byrja með sett á markað á Norðurlöndum, og væntanlega þar með á íslandi. Uppgjör — dönsk skáldsaga Bókaútgáfan Iðunn hefur sent frá sér skáldsöguna Uppgjör, Manneskja i mótun eftir Bente Clod. Bók þessi kom út í Dan- mörku 1977. Áður hefur höfundur- inn gefið út safn af greinum, sögum og ljóðum undir heitinu Det autoriserede danske samleje og andre nærkampe. Uppgjör er sjálfsævisöguleg saga og lýsir einkareynslu höfundar. Bente Clod er fædd 1946, nam uppeldis- fræði og starfaði á því sviði um skeið. Hún hóf ritstörf 1974. Hún hefur starfað mikið í kvennasam- tökum og stofnsetti í fyrra ásamt fleiri konum Kvindetryk, forlag sem eingöngu gefur út bækur eftir konur sem raunar vinna sjálfar að útgáfunni. Bente Clod hefur feng- ist við allar greinar ritmennsku, ort ljóð, skrifað greinar í blöð og tímarit, sögur og ritgerðir, og mest byggir hún á eigin lífsreynslu. Um aðdraganda þess- arar bókar, Uppgjör, segir hún: „Það voru árin næst á undan kvennaárinu sem réðu úrslitum. Ég gat ekki komist hjá að glíma við þetta æpandi misræmi milli orða minna og athafna. Vanmátt- ur minn í starfinu og endanlegt nauðungaruppgjör mitt við sam- búð tveggja manneskja, — þetta hvort tveggja ýtti mér af stað í ferðina löngu þaðan sem engin leið lá til baka. Það vissi ég seinna. — Líf annarra virtist í föstum skorðum en mitt líf einkenndist af uppgjöri. En það þurfti margfalt uppgjör áður en tókst að raða brotunum saman í heild og ná fótfestu." Álfheiður Kjartansdóttir þýddi bókina. Hún er 293 bls. Prentrún prentaði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.