Morgunblaðið - 25.10.1979, Side 11

Morgunblaðið - 25.10.1979, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979 11 Spesia írá 1771 fram- og bakhlift. Viljið þér sjá spesíur og gamla seðla? Á MYNTSÝNINGUNNI, sem nú er í Bogasal Þjóðminjasafnsins er stærsta úrval sem hingað til hefur verið sýnt hér á landi af mynt og seðlum og er óhætt að segja að allir, sem komið hafa á sýninguna, hafa lokið upp lofs- orði um hana. Ótrúlega margir spyrja hvort spesíurnar gömlu séu sýndar, en fjölmargar þeirra eru til sýnis í einu púltinu. Spesíurnar voru stórir silfurpen- ingar, úr góðu silfri. Þær voru rúm 28 grömm á þyngd. Margar sögur eru af því, að ríkari hændur áttu svo margar spesíur eftir RAGNAR BORG í kistuhandraðanum, að þeir gátu auðveldlega snarað út jarð- arverði, en sjón er sögu ríkari. Komið á sýninguna strax í dag og skoðið spesíurnar og fleira. Það er alltaf einhver frá Mynt- safnarafélaginu á staðnum til að leiðbeina gestum. KftéHA ' '.f KKÓNA % k f i * ‘ $ I % Krónuseðlar á myntsýningunni, að ofan seðlarnir frá 1922 þar á meðal heil örk. Að neðan kvislingarnir frá 1941 í mörgum litum. Afhjúpun — Ný bandarísk saga IÐUNN hefur gefið út söguna Afhjúpun eftir bandaríska höf- undinn Susan Isaacs. Hún hefur birt greinar í þarlendum tímarit- um en þetta er fyrsta skáldsaga hennar og heitir á frummálinu Compromising Positions. Um efni bókarinnar segir svo á kápubaki: „Júdit Singer er ung menntuð kona sem býr í dauflegu hjóna- bandi með hrútleiðinlegum eigin- manni á Long Island. Óvæntur gustur berst inn í ófullnægt líf hennar þegar tannlæknirinn Fleekstein finnst myrtur á stofu sinni. Grunur fellur á eina vin- konu Júditar og hún fer af eigin hvötum að rannsaka málið. Það verður til þess að kynni takast með henni og Nelson Sharpe sem lögreglan hafði sett til að kanna þetta morðmál. Samstarf þeirra verður náið og hefur sín áhrif á hjónaband hennar. Það kemur í ljós að sitthvað í samskiptum tannlæknisins við konur þolir illa dagsbirtuna. Meðal annars hafði APHJúPun hann fengið húsmæður í hverfinu til að sitja fyrir á nektarmynd- um.“ Afhjúpun er 276 bls. Úlfur Ragnarsson þýddi söguna. Prent- rún prentaði. Kristján - nýbók frá Salti BÓKAÚTGÁFAN Salt hf. hefur nýlega sent frá sér bókina Krist- ján eftir danska höfundinn H.e. Nissen í þýðingu Gunnars Sigur- jónssonar. Segir í frétt frá útgáf- unni að bókin sé rituð fyrir unglinga og sé kjörin fyrir þá er vilja fræðast um kristindóm. Höfundurinn lýsir tveimur ár- um í lífi menntaskólanemans Kristjáns, hvernig hann verður kristinn og hvernig hann mætir ýmsum vandamálum í daglegu lífi heima fyrir og í skólanum, segir í frétt útgáfunnár og ennfremur hvernig félagi hans Pétur kemur við sögu, leiðir hann fyrstu skrefin í trúarlífinu, frá sífeildri baráttu Kristjáns og ósigrum hans þar til sigur Krists lýkst sífellt betur og betur upp fyrir honum. Bókin er tæpar 70 bls. sett hjá Grágás hf., prentuð hjá Prentsmíði, Prentmyndastofan annaðist filmuvinnu og Arnarberg bókband. BENSÍNIÐ í BOIN Sumir keyra í rykkjum, spyma af stað, spóla, spæna og snögghemla. Eru í einskonar kvartmíluleik við um- ferðarljósin. Slíkt hefur óþarfa bensíneyðslu í för með sér. Viljir þú draga úr bensíneyðslunni og spara þér stórar fjárhæðir, verður þú að gera þér ljóst að aksturslagið skiptir miklu máli. Aktu rólega af stað. Vertu spar á innsogið. Haltu jöfnum hraða og hæfilegri fjarlægð frá næsta bíl. Gefðu þér góðan tíma. Það eykur bensíneyðslu um 20—25% að aka á 90 km. hraða í stað 70, auk þess sem það er ólöglegt. Hafðu ekki toppgrind né aðra aukahluti á bifreiðinni að ástæðulausu. Réttur þrýstingur í dekkjum skiptir líka máli. Hafðu bílinn ávallt í toppstandi. Og reyndu jafnan að velja hentugar akstursleiðir. SPARAÐU AKSTURINN - ÞÁ SPARARÐU BENSÍN. c - ORKUSPARNAÐUR ÞINN HAGUR MÓÐARHAGUR Starfshópur um eldsneytisspamað í bílum: Orkuspamaðamefnd iðnaðarráöuneytisins Bílgreinasambandið Félag íslenskra bifreiðaeigenda Olíufélögin Strætisvagnar Reykjavíkur Umferðarráð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.