Morgunblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTOBER 1979
17
Dr. Jónas Bjamason
efnaverkfræðingur:
Er nóg atvinna til?
Full atvinna hefur verið hér á
landi í orði kveðnu. í það minnsta
eru fáir skráðir atvinnulausir. En
þetta ástand er því miður villandi,
þar sem hér ríkir „dulbúið at-
vinnuleysi" á mörgum sviðum.
Margir aðilar hafa bent á þetta. I
sjávarútvegi er stunduð mun
meiri útgerð en skynsamlegt er
miðað við ástand fiskstofna og
eðlilega nýtingu fiskiskipa. Alls
konar veiðikvótar eru nú notaðir
og sókn í fisk er takmörkuð með
ýmsum hætti eins og öllum er
kunnugt. í reynd er þetta atvinnu-
bótavinna að vissu marki.
Hið sama á við um landbúnað.
Haldið er dauðahaldi í mjög mikla
kindakjöts- og mjólkurframleiðslu
langt umfram þarfir í því skyni að
halda uppi atvinnu fyrir það fólk,
sem í sveitum býr. Þetta ástand er
nú flestum að verða ljóst, en
vandræði sveitafólks eru gífurleg,
og það er tæpast nokkur stjórn-
málamaður frá landsbyggðinni,
sem þorir að horfast í augu við
staðreyndir málsins, hvað þá að
segja sannleikann við sína um-
bjóðendur.
í íslenzkum iðnaði hafa fram-
farir engan veginn orðið nægilega
miklar. I flestum greinum hans er
framleiðsla á hvern starfsmann
mun minni en tíðkast í nágranna-
löndum okkar. Ástæður fyrir
þessu eru fjölmargar, en íslenzkir
iðnrekendur viðurkenna vanda-
málið. Samkeppnisaðstæður
íslenzks iðnaðar eru mjög slæmar
af fjölmörgum ástæðum. Formað-
ur Félags íslenzkra iðnrekenda
Sagði, að þetta jafngilti því miður
dulbúnu atvinnuleysi á vissan
hátt.
í verzlun og viðskiptum hefur
þróunin farið á sumum sviðum
yfir á rangar brautir vegna ófull-
kominna markaðsaðstæðna. Það
þýðir, að of mikið vinnuafl er
bundið við störf á þessum sviðum,
svo að ekki sé minnst á allan þann
vinnusparnað, sem gæti orðið við
einföldun á tollafgreiðslu og með
frjálslegri viðskiptaháttum, svo
dæmi séu nefnd.
Rangar fjárfestingar í öllum
aðalatvinnuvegum þjóðarinnar
binda vinnuafl í byggingaiðnaði,
og verðbólgan hefur valdið því, að
bæði almenningur og fyrirtæki
fjárfesta í fasteignum til að varð-
Dr. Jónas Bjarnason.
að undanrennunni. Við höfum
getað lifað vel þrátt fyrir óarðbær
störf.
Áttu börn í skóla?
Reikna má með, að nálægt
30.000 af ungu fólki komi út á
vinnumarkaðinn á næstu tveimur
áratugum. Það þýðir, að milli 2 til
3000 manns bætast við árlega á
næstu árum. Hvaða atvinnu fær
þetta unga fólk? Fær það atvinnu
í samræmi við áhuga sinn og
menntun? Það er háskaleg stað-
reynd, að stór hluti þess vinnuafls,
sem bætzt hefur við á undanförn-
um árum, hefur annað hvort
fengið starf hjá hinu opinbera eða
endað sem „útþynning" í fram-
leiðsluatvinnuvegunum og þjón-
ustu, en verðbólgan verður stöðugt
kostnaðarsamari. Það þýðir lítið
að hrópa: „Samningana í gildi“.
að gera. Það hefur bara ekki verið
hlustað á þá. Þróun undanfarinna
ára hefur orðið sú, að auðlindir og
hráefni verða stöðugt verðmætari
annars vegar og háþróuð tækni-
þekking hins vegar. Þaar þjóðir,
sem búa við annað hvort eða hvort
tveggja, státa almennt af beztum
lífskjörum. ísland á verulegar
auðlindir, en það er lífríki sjávar
og orka fallvatna og jarðvarma.
Fiskstofnar hafa verið ofveiddir.
Þar sem iðntæknibylting tekur
mannsaldra, er nokkurn veginn
ljóst, að við þurfum að nýta
orkuna hið bráðasta til stóriðju og
prkufreks iðnaðar, annars dragast
íslendingar áfram niður hvað
lífskjör varðar. Ýmis konar smá-
iðnaður er nokkurs virði, en hann
mun ekki skiptá sköpum fyrst un) '
sinn, vegna þess, að hann verður
Taka verður atvinnu-
málin föstum tökrnn
veita peninga. Því hefur verulegt
vinnuafl verið bundið við störf,
sem beinlínis hafa orðið til vegna
verðbólgunnar.
Opinber starfsemi þenst út, og
öllum er kunnugt um þau vinnu-
afköst, sem þar ríkja í mörgum
tilvikum. Einnig eru til opinberar
stofnanir, sem eru til næsta lítils
gagns.
Hausinn upp
úr sandinum!
Þrátt fyrir dulbúið atvinnuleysi
á ýmsum sviðum hefur íslenzka
þjóðin getað lifað góðu lífi fram til
þessa. Mörgum verður því spurn,
hvort ekki sé allt í lagi og
hlutirnir megi ganga áfram eins
og verið hefur. Menn lifa jú fyrir
annað en bara hagvöxt, ekki satt?
Það eru líka takmörk fyrir því,
hvað unnt er að gera miklar
kröfur til íslenzkra atvinnuvega,
sem eru flestir hverjir smáir í
sniðum á mælikvarða hins stóra
heims. Það eru ekki allir, sem vita
það, að meginundirstaða lífskjara
okkar eru auðlindir sjávar. Því
miður hefur verið ausið ótæpilega
af þeim nægtarbrunni, svo þangað
er ekki meira að sækja fyrst um
sinn. Það þarf meira að segja að
minnka sókn í þorsk. Það er búið
að hirða rjómann, og nú er komið
Sannleikurinn er sá, að horfur
næstu ára eru alvarlegar. Eina
vonin er sú, að stjórnmálamenn og
aðrir ráðamenn horfist tafarlaust
í augu við vandann og leggi drög
að iðnþróun, sem bitastæð er. Sem
stendur eyða menn tímanum í að
rífast um það, hversu margir
bátar megi stunda ákveðnar veið-
ar eða hvaða ný rök megi finna
fyrir því, að sauðfjárrækt skuli
stunduð af jafnmiklu kappi og
áður.
Aðgerða er þegar þörf
Sem betur fer eru margir menn
til hérlendis, sem vita hvað þarf
almennt ekki samkeppnisfær við
erlenda framleiðslu, nema eitt-
hvað sérstakt komi til.
Ýmsar fiskafurðir má einnig
gera verðmætari með frekari úr-
vinnslu en nú er, en það kostar
einnig iðnþróun. Hvernig sem á
málin er litið, er ljóst,. að verja
þarf gífurlegu fjármagni í orku-
vinnslu og stóriðnað svo og til
tæknimenntunar fólks, til þess að
unnt verði að bjóða því unga og
efnilega fólki, sem nú er í skólum
landsins, upp á atvinnu við sitt
hæfi og sómasamleg lífskjör í
framtíðinni, svo að það telji bú-
setu á íslandi yfirleitt eftirsókn-
arverða.
Finnbjörn Hjartarson prentari:
Óhugnadur
í smáfrétt á forsíðu Morgun-
blaðsins nýlega var frá því skýrt,
að uppskerubrestur hefði orðið í
Sovétríkjunum, hinn mesti í 4 ár.
Þessi litla frétt minnir á þá
óhugnanlegu staðreynd, að nú
þurfa Rússar enn á ný að falast
eftir korni á Vesturlöndum. Eig-
um við að skoða hvað er á bak við
þessa litlu frétt?
Gullið blóðrauða
Þegar Rússar leituðu eftir kaup-
um á korni í Kanada og Banda-
ríkjunum og buðu gull fyrir, var
geysileg andstaða gegn þeirri
verzlun í þessum löndum. Kanada-
menn og Bandaríkjamenn vissu,
að það gull var grafið úr jörðu af
pólitískum þrælum, aðallega fólki
frá Eystrasaltslöndum, úr svo
gullsnauðum jarðvegi, að á engan
hátt annan var mögulegt að vinna
gullið, svo að kostnaðarverð
vinnslunnar væri ekki margfalt
miðað við gullmagn. Sá drifkraft-
ur sósíalismans er hér er um rætt
fer því miður fram hjá umfjöllun í
fjölmiðlum á íslandi. Það er eins
og íslendingar þori ekki að hugsa
um óþægilegan sannleika og því
síður að ræða hann.
Hvers konar sósíalismi
Svavar Gestsson sagði í blaða-
viðtali fyrir síðustu kosningar, að
íslenzkir sósíalistar vildu ekki
eiga neitt samneyti við aumingja-
skap rússneskra sósíalista.
Veturinn 1977—1978 hafði
Menningar- og fræðslusamband
alþýðu félagsmálaskóla í þremur
önnum fyrir alþýðubandalagsfólk.
Þar voru kommúnistar á höttum
eftir frambærilegu fólki. Þátttak-
endur þessara námskeiða fengu í
bónus ferð til austantjaldslanda
og komu heim laugardaginn fyrir
kosningar. Þannig eru nú heilind-
in í þeim herbúðum.
Ragnar Arnalds hefur stundum
talað um heimasmíðaðan sósíal-
isma og aldrei skýrt neitt nánar
hvað sá sósíalismi hefur fram yfir
þann rússneska.
Sá, sem nú talar oftast um
sósíalisma í fjölmiðlum, án frek-
ari skýringar á hvað er að graut-
ast í höfði hans, er Einar Karl
Haraldsson, Þjóðviljaritstjóri.
Rússneskir andófsmenn hafa
einmitt lýst því frábærlega hvert
sá kraftur er sóttur, sem gefur
hina fölsku mynd af Rússlandi.
íslenzkir sósíalistar geta
kannski svarað því, hvert þeir
ætla að sækja framkvæmdaafl í
sinn kommúnisma? Ekki náum við
í neinar Eystrasaltsþjóðir og ekki
er gull á íslandi.
Sagan endurtekur sig
Þegar Sovétmenn byrjuðu á að
flytja Eistlendinga til Rússlands,
var fólki smalað í járnbrautarlest-
ir og gripaflutningavagna í þús-
Finnbjörn Hjartarson.
undatali. Þegar þeir voru fullir,
var ekkert verið að flýta sér að
koma fólkinu á áfangastað. Það
var matarlaust og vatnslaust í
marga daga. Þannig lézt það í
hundraðatali. Þeim sem eftir lifðu
var dreift um Sovétríkin í námur
hins glæsta sósíalisma — sem
vinnafl — þrælar.
Nú horfir heimurinn á að fólki
er pakkað í skip í Viet-Nam og
Kampútseu og þeim sökkt við
landsteina. Sósíalisminn fer af
stað með sama hætti þar og í
móðurlandinu.
Draumurinn
Við íslendingar höfum gegnum
árin hlustað á kommúnista lýsa
því hástemmdum orðum hve það
tæki Rússland mörg ár að ná
velmegun Bandaríkjanna. Ágætt
dæmi um þá spádóma kemur fram
í viðtali, sem Matthías Johannes-
sen átti við Þórberg Þórðarson
árið 1959. Þar segir sá oddviti
sósíalisma, að það taki Rússa
15—16 ár að ná Bandaríkjunum og
fara fram úr þeim. Nú eru árin
orðin 20, og það sem gerzt hefur
er, að ný tækniöld er fyrir löngu
gengin í garð í Bandaríkjunum,
öld rafeindafræði, á meðan Sov-
étríkin dragast alltaf meira og
meira aftur úr.
Eru íslendingar ólæsir?
Annar spekingur sósíalisma á
íslandi, Sverrir Kristjánsson
flutti ræðu á fundi í Austurbæjar-
bíói á vegum MÍR 10. marz 1953 og
talaði þá um Stalin.
Hann sagði m.a.: „Og ekki var
styrjöldinni fyrr lokið en Stalin
kvaddi þjóð sína á nýjan leik til
friðsamlegra starfa og benti
henni á þær fjarvíddir, er biðu
landsins í nýsköpunarstarfi sósí-
alismans.
Stalíns mun minnzt á spjöldum
sögunnar sem eins mesta bylt-
ingarmanns allra alda. En hann er
einnig skýrasta sönnun þess, að í
verkalýðsbyltingunni er fólgin
ótæmandi orka friðsamlegrar
nýsköpunar. Sósíalisminn er frið-
ur í hverri sinni taug. Sósíalism-
inn hringir inn tímabil friðarins,
friðar milli einstaklinga og friðar
milli þjóða. Friðurinn er tilveru-
mynd sósíalismans.“
Nokkru síðar sagði Sverrir:
„Hinn unga Georgíumann frá
Gori hafði einnig dreymt slíka
drauma. Hann var svo farsæll,
gifta hans svo mikil, að hann sá
ekki aðeins þennan draum rætast.
Hann gerði drauminn að verul-
eika. Vilji mannsins er himnaríki
hans, sagði Stalín einu sinni. Milli
vilja og athafna Stalíns var aðeins
stutt skref."
Það má mikið vera að menn
klígjar ekki við slíkan lestur. Og ef
Islendingar eru ekki gjörsamlega
heillum horfnir, ættu þeir að lesa
vel greinar Bukovskys og bera þær
saman við þennan „sósíaliska frið-
flytjanda."
Tilvitnuð ræða Sverris Krist-
jánssonar er flutt um það leyti
þegar Bukovsky er að komast á
legg-
Og enn reika íslenzkir sósíalist-
ar í grárri þoku ímyndana um
eigið ágæti. Áð þeir séu færari að
framkvæma sósíalisma en þjóð,
sem alið hefur menn eins og
Tolstoy, Dostojevsky, Thajkovsky
og Solzhenitsyn og Vladimir
Bukovsky?
óhugnaður
Þegar Bukovsky flutti erindi
sitt á fundi Samtaka um vestræna
samvinnu og Varðbergs lét quisl-
ingur Rússa á íslandi og Þjóðvilja-
ritstjóri sig hafa það að mæta,
eflaust til að reyna að finna á
honum snöggan blett, þessum
margpínda manni. Þá finnur
maður enn á ný, að sovéski
óhugnaðurinn er kominn inn á
gafl á íslandi.
Islendingar verða að fara að
átta sig á því að engir strengir
verða snúnir úr sósíalisku slýi. Sá
strengur, sem heldur uppi sterk-
ustu þjóðfélögunum er úr allt
annarri átt, og um þann streng
ræði ég ekki í þessari grein.
Samskipti
fjölmiðla,
stofnana og
fyrirtækja
verður umræðu-
efnið á morgun-
fundum Stjórn-
unarfélagsins
STJÓRNUNARFÉLAG
íslands hefur ákveðið að
efna til morgunfunda í
næstu viku þar sem um-
ræðuefnið „Samskipti fjöl-
miðla, fyrirtækja og stofn-
ana“ verður tekið til um-
fjöllunar.
Fundirnir verða þrír, 29. októ-
ber þar sem ritstjórarnir Styrmir
Gunnarsson hjá Morgunblaðinu
og Árni Bergmann hjá Þjóðviljan-
um munu reifa umræðuefnið:
„Ábyrgð og skyldur fjölmiðla
gagnvart fyrirtækjum og stofnun-
um“.
Annar fundurinn verður 31.
október, þar sem ritstjórarnir,
Hörður Einarsson hjá Vísi og Jón
Sigurðsson hjá Tímanum munu
reifa umræðuefnið: „Siðferði, völd
og áhrif fjölmiðla".
Síðasti fundurinn verður svo 2.
nóvember þar sem Emil Björns-
son, fréttastjóri sjónvarpsins, Páll
Heiðar Jónsson, dagskrárgerðar-
maður hjá útvarpinu, og Kári
Jónasson, fréttamaður hjá útvarp-
inu, munu reifa umræðuefnið:
„Umfjöllun og fréttaflutningur
ríkisfjölmiðla um starfsemi fyrir-
tækja og stofnana".
Fundirnir hefjast þessa morgna
klukkan átta og lýkur stundvís-
lega klukkan tíu. Vegna húsnæðis-
þrengsla verður tala þáttakenda
miðuð við átján.