Morgunblaðið - 25.10.1979, Síða 26

Morgunblaðið - 25.10.1979, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979 Varavið hættunni af heima- bruggi Stykkishólmi, 24. okt. AÐALFUNDUR Félags áfengis- varnanefnda í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu var haldinn laugardaginn 13. þ.m. í Stykkis- hólmi. Á fundinN mættu fulltrúar víðs vegar að úr sýslunni, báru saman bækur sinar og ræddu vandamál liðandi stundar. Það fór ekki milli mála að ástand þessara mála meðal þjóðarinnar er síður en svo álitið gott. Bæði á heimilum og á samkomum er áfengisneysla til mikilla vandræða. Vita lögreglumenn gerst hvað er að gerast í þessum efnum. Sú stað- reynd blasir við að bjór og heima- brugg er síður en svo til þess fallin að minnka áfengisneyslu. Félagið hefir undanfarin ár bent á hættuna, sem af heimabruggi stafar, og farið hvað eftir annað fram á við ráðamenn þjóðarinnar að bruggefni verði tekið af svo- nefndum frílista. Unglingavandamálin virðast skálkaskjól fullorðinna og afleiðing af framferði þeirra. Fundarmenn voru sammála um að ekki mætti í þessum efnum reka lengur á reiðanum og bentu á að fyrir hvert vínveitingahús sem opnað væri yrði ríkið eða almenn- ingur að stofnsetja drykkjumanna- hæli eða afvötnunarstöð og töldu litla hagsýni í slíku. Margar tillögur voru ræddar og samþykktar og meðal annars eftir- farandi: 1. Fundur í Félagi áfengisvarna- nefnda í Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu ítrekar áskorun sína til stjórnvalda um að koma í veg fyrir heimabrugg með því að taka brugg- efni, sem notuð eru, af frílista. 2. Fundurinn vítir þá ákvörðun dómsmálaráðherra að lengja sölu- tíma áfengis í vínveitingahúsum. Bendir fundurinn á að þessi ákvörðun er algerlega andstæð tilmælum Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar og í mótsögn við þá áfengismálastefnu sem nú er uppi höfð í flestum menningarlöndum og grundvallast á víðtækum vís- indarannsóknum. Lýsir fundurinn ábyrgð á hendur ráðherra vegna þessa athæfis enda var augljóst í fyrra að ekki var meirihluti á Álþingi fyrir þessari ákvörðun. 3. Fundurinn varar við þeim hugmyndum sem fram hafa komið um lækkun lögaldurs til áfengis- kaupa. Bendir fundurinn á hörmu- legar afleiðingar slíkra lækkana í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna, svo og það að Norðmenn og Svíar hafa ekki lækkaö lögaldur til kaupa á sterkum drykkjum þó að þeir hafi fært lögræðis- og kosningaaldur í 18 ár. Virðist ástæðulítið að end- urtaka tilraunir, sem mistekist hafa vestanhafs, á íslenskri æsku. 4. Aðalfundur Félags áfengis- varnanefnda í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu lítur með vaxandi ugg á vínveitingaleyfi sem yfirvöld veita félagasamtökum og telur að þar sé um að ræða fordæmi til hins verra. Fundurinn álítur að þessum leyfum verði að fækka ef árangur á að nást í að stemma stigu við því böli sem af áfengisneyslu stafar. Skorar fundurinn á dómsmála- ráðherra að hlutast til um að Hækkuð verði gjöld fyrir þessi leyfi, a.m.k. í 50.000.- kr. — Fréttaritari. Þessi mynd var tekin í skoðunarferð i Svartsengi, og á myndinni er alþjóðaforsetinn ásamt Lionsmönnum á íslandi. Ljósmynd Mbl. Emilia. Heimsforseti Lions á íslandi SÍÐDEGIS á þriðjudag kom hingað til lands Lloyd Morgan, alþjóðaforseti Lionshreyfingar- innar, en hann er ættaður frá Nýja Sjálandi. Kom forsetinn hingað frá Kaupmannahöfn, en hann er um þessar mundir á ferðalagi, og með honum í förinni er eiginkona hans, Ngaire Morg- an. Ólafur Þorsteinsson, fjölum- dæmisstjóri Lions á Islandi tók á móti forsetanum, ásamt ýmsum embættismönnum hreyfingarinn- ar hér. Var haldið þegar í stað í orkuverið í Svartsengi, en vegna veðurs varð ekki af móttökuathöfn á flugvelli. í Svartsengi tóku Lionsmenn á Suðurnesjum á móti forsetanum og Ingólfur Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Hitaveitu Suður- nesja, sýndi orkustöðina. í morgun, miðvikudag, hélt Lloyd Morgan til Akureyrar í stutta heimsókn til Norðurlands, en síðdegis í dag mun hann eiga viðræður við forsætisráðherra íslands, Benedikt Gröndal. Á fimmtudag er ráðgert að alþjóðaforsetinn fari til Vest- mannaeyja, en á fimmtudagskvöld verður hann viðstaddur Lions- hátíð á Hótel Sögu, sem hefst kl. 19.30, og er það hápunktur þessar- ar heimsóknar. Lloyd Morgan mun halda af landi brott á föstudag með áætl- unarflugvél Flugleiða til Glasgow. (FréttatilkynninK). GENGIN er í gildi reglugerð um samráð stjórnvalda um efna- hagsmál og kjaramál við samtök launafólks, bænda og atvinnurek- enda, sem ólafur Jóhannesson. fyrrum forsætisráðhcrra setti samkvæmt heimild i lögum um stjórn efnahagsmáia o. fl. Sam- þykkti fyrrverandi ríkisstjórn reglugerðina, sem tók gildi 19. október síðastliðinn. í reglugerðinni er gert ráð fyrir að minnsta kosti ársfjórðungsleg- um samráðsfundum fulltrúa ríkis- stjórnarinnar og samráðsnefndar hverra samtaka um sig. Þessi samtök eru: Alþýðusamhand Is- lands, Farmanna- og fiskimanna- INNLENT samband íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Bandalag háskólamanna, Sam- band íslenzkra bankamanna, Stéttarsamband bænda, Samband íslenzkra sveitarfélaga, Vinnu- málasamband samvinnufélaganna og Vinnuveitendasamband ís- lands. — Samtökin ákveða sjálf fjölda fulltrúa í samráðsnefnd sinni, en ríkisstjórnin tilnefnir þrjá fulltrúa af sinni hálfu. I fréttatilkynningu frá forsætis- ráðuneytinu segir, að verkefni samráðsins sé að ræða meginþætti í efnahagsmálum og helztu efna- hagsmarkmið ríkisstjórnar bæði frá ári til árs og til lengri tíma. Markmiðið með samráðinu á þessu sviði sé að leggja grundvöll að samræmdum ákvörðunum í opinberum fjármálum, peninga- og lánamálum, lífeyrismálum og verðlagseftirliti af opinberri hálfu, og á sviði kjaramála af hálfu aðila vinnumarkaðarins. Auk þess verður í samráðinu fjallað um þjóðhagsáætlanir, fjár- festingaáætlanir, lánsfjáráætlan- ir, tekjustefnu og forsendur þeirra. Þar að auki geti samráðið tekið til þess sem til framfara þykir horfa í atvinnumálum, launamálum og efnahagsmálum. Auk samráðsfunda með einstök- um samráðsaðilum, kveður reglu- gerðin á um árlegan, sameigin- legan fund þeirra allra, sem for- sætisráðherra kallar saman fyrir 15. október. Fyrir þann fund leggur forsætisráðherra skýrslu um þjóðhagsáætlun fyrir næsta ár. Á þennan sameiginlega fund tilnefndir Alþýðusamhand íslands sex fulltrúa, Vinnuveitendasam- bandið fimm, BSRB og Vinnu- málasambandið tvo hvort og FFSÍ, BHM, Samband íslenzkra bankamanna, Stéttarsamband bænda og Samband sveitarfélaga einn hvert. Skartgripa- verzlun Jóns Sigmundssonar 75 ára JÓN Sigmundsson gullsmiður auglýsti í Isafold 29. október 1904 að hann hefði hafið starfsemi sína hér í bæ að Grjótagötu 10. Verslunin er því 75 ára um þessar mundir. Hún var lengst af við Lauga- veg 8 en er nú í Iðnað- arhúsinu við Hallveig- arstíg. Forstöðumaður fyrirtækisins er Símon Ragnarsson gullsmið- ur, sonarsonur Jóns Sigmundssonar. I tilefni afmælisins hefur verslunin látið gera safn gullhringa undir kjörorðinu „Demantur er almenn- ingseign". Safn þetta er til sýnis í versluninni um þessar mundir. Reglugerð um samráðs- nefnd tók gildi fyrir helgina Var samþykkt af fyrrv.ríkisstjórn og gefin út af Ólafi Jóhannessyni Vetrarfundur SÍR VETRARFUNDUR Sam- bands íslenskra rafveitna verður haldinn í dag, 25. október, að Hótel Sögu í Reykjavík og hefst hann kl. 8.45 f.h. Aðalsteinn Guð- johnsen formaður SÍR setur fundinn en aðrir þeir sem á fundinum munu tala eru: Jakob Jónsson orkumála- stjóri, Gunnar Ámundason rafmagnsverkfræðingur, Ingólfur Ágústsson rekstrar- stjóri, Karl Ragnars verk- fræðingur, Steinn Frið- geirsson deildarverkfræð- ingur og Finnbogi Jónsson verkfræðingur. Auk þess verða almennar umræður. Opinn A.A. fundur á ísafirði A.A.-samtökin halda opinn fund í Gúttó-húsinu á ísafirði laugar- daginn 27. okt. n.k. kl. 16.00. Félagar frá Reykjavík mæta á fundinn, sem er öllum opinn. Á dagskrá er kynning á starfsemi A.A. samtakanna. Hveragerði: Sjálfstæðisfélagið Ing- ólfur hefur vetrarstarf Hveragerði 23. október. Sjálfstæðisfélagið Ingólfur hóf vetrarstarf sitt með almennum félagsfundi í gærkvöldi. Rædd voru framboðsmál og nýir félagar voru teknir inn. Gestur fundarins var Albert Guðmundsson fyrrv. alþing- ismaður sem ræddi um stjórnmál fyrr og nú. Fundurinn var f jölsótt- ur og urðu mjög almennar umræð- ur og var ríkjandi mikil ánægja með fundinn. Fyrirhugað er mikið starf í vetur og næsta verkefni verður hin árlega leikhúsferð til Reykjavíkur. Þá er að sjálfsögðu mikið starf franiundan vegna Alþingiskosninganna í byrjun desember og eru félagsmenn hvattir til þess að hjóða sig fram til starfa svo að sigur Sjálfstæðisflokksins verði sem stærstur. — Sigrún. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavlk: Hvernig á að kjósa? Hverjir mega kjósa? Hvernig er talið? í PRÓFKJÖRI Sjálfstæðis- flokkaiiui i Reykjavik á að kjósa átta frambjóðendur, hvorki færri né fleiri. Það skal gert með þvi að setja tölustafi frá einum upp í átta fyrir framan nðfn frambjóðendanna, en þeim er raðað á atkvæðaseðilinn eftir stafrófsröð. AtkvæðaseðiIIinn er ógildur séu kosnir fleiri en átta, og einnig ef merkt er við færri en átta frambjóðendur. Til þess að úrslitin Verði bind- andi fyrir kjörnefnd þurfa 6504 Reykvíkingar að taka þátt í prófkjörinu, og auk þess þurfa einstakir frambjóðendur að fá minnst 50% atkvæða til að kosn- ing þeirra sé bindandi. Rétt er að vekja athygli á þvi, að þátttaka í prófkjörinu er opin óflokksbundnum . stuðnings- mönnum Sjálfstæðisflokksins ekki síður en hinum flokks- bundnu. Talning fer þannig fram, að fyrst eru talin saman þau at- kvæði er frambjóðendur fá í fyrsta sæti. Sá er flest atkvæði hlýtur í fyrsta sæti skipar það, en atkvæði annarra í það sæti telj- ast jæim til tekna í næstu sæti fyrir neðan. Þannig mun sá skipa annað sætið sem fær flest at- kvæði í fyrsta og annað sætið, sá skipar þriðja sætið sem flest atkvæði fær í fyrsta, annað og þriðja sæti, og þannig koll af kolli. Framhjóðanda nýtast ekki þau atkvæði er hann fær í sæti fyrir neðan það er hann hafnar í. Sá frambjóðandi til dæmis, sem flest atkvæði hlýtur í fyrsta, annað, þriðja, fjórða, fimmta og sjötta sæti, fær sér ekki talin þau atkvæði er hann kann að fá S sjöunda og áttunda sæti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.