Morgunblaðið - 25.10.1979, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979
33
hins vegar um svör hinna þriggja.
Meðan svo er get ég ekki játað því
að konur standi jafnt að vígi og
karlmenn.
En þar sem orsakarinnar er
fyrst og fremst að leita í uppeldi
kynslóðar sem bjó við önnur og
ólík viðhorf er það trú mín að
dætur og synir okkar, sem stönd-
um í miðpunkti þessara öru þjóð-
félagsbreytinga, eigi eftir að
standa jafnar að vígi en nú er.
Erna Ragnarsdóttir
innanhússarkitekt:
Breyta þarf
ímyndinni
— hinni
sögulegu
hefð
Svarið við þessari spurningu er
afdráttarlaust neikvætt.
Konur sækja ekki fram til
þátttöku í stjórnmálum af sömu
ástæðum og þær sækjast yfirleitt
ekki eftir forystuhlutverki eða
krefjandi ábyrgðarstörfum í þjóð-
félaginu.
Þetta ástand mun vara;
— á meðan sú skoðun ríkir að
hlutverk kvenna sé að þjóna, fórna
og standa að þaki karlmannanna, í
stað þess að ganga fram fyrir
skjöldu sem fullgildir einstakl-
ingar með hæfileika sem verða að
fá að nýtast þeim sjálfum og
samfélaginu;
— á meðan konur skortir yfir-
leitt trú á sjálfa sig og sitt eigið
kyn og þar af leiðandi traust
annarra;
— á meðan meginábyrgðin á
uppeldi barna og hvers konar
þjónusta á heimilinu er á herðum
kvennanna;
— á meðan við gerum ekki
gangskör að því að breyta viðmið-
uninni, ímyndinni, hinni sögulegu
hefð, að eingöngu karlmenn
stjórni;
Konum verður að gefast kostur
á að taka mun virkari þátt í
ákvarðanatöku á öllum sviðum
þjóðlífsins. Það er lýðræðisleg
krafa en ekki síður samfélagsleg
vegna þess að konur hafa annars
konar reynslu en karlar og er
konur og karlmenn vinna hlið við
hlið næst mun meiri breidd í
viðhorfi til verkefnanna en annars
er mögulegt.
Væru konur til jafns við karl-
menn í forystu þjóðmála, væri það
öðrum konum í landinu mikil
hvatning til virkari þátttöku í
þeirri umræðu og ákvarðanatöku.
í uppeldinu er fordæmið sem
móðir veitir dóttur án efa þyngst á
metunum, fordæmi móður sem
tekur sjálfa sig alvarlega og leit-
ast við að axla ábyrgð samfélags-
ins jafnhliða skyldum sínum sem
foreldri.
Jóhanna V. Gísla-
dóttir mennta-
skólanemi:
Velja fólk
með tilliti
til skoðana
Ég tel að konur og karlar standi
tiltölulega jafnt að vígi í almennu
stjórnmálastarfi. Þegar konur
sækjast hins vegar eftir að komast
í valdamiklar og eftirsóttar stöður
virðast þær standa verr að vígi.
Það er talið æskilegt að konur séu
með, en ákveðinnar andstöðu gæt-
ir þegar þær hyggjast ganga
örlítið lengra en áður hefur
tíðkast.
Hugarfarsbreytingar er þörf til
að aðstæður batni. Það á að velja
fólk með tilliti til skoðana, hæfi-
leika o.s.frv. en kynferði á engu
máli að skipta.
Jóna Gróa Sigurðar-
dóttir húsmóðir:
Er umhverf-
ið andsnúið?
Því ekki?
Samkvæmt gildandi lögum er
kynjunum ekki mismunað. í lög-
um um grunnskóla er það tryggt
að allir nemendur skuli hafa sömu
námstækifæri. En eins og þessar
tölur sýna glöggt, hafa konur gefið
sig minna að pólitísku starfi til
þessa.
Nú má spyrja:
Er umhverfið þeim andsnúið?
Eru ríkjandi hefðir þeim til traf-
ala?
Stendur eðli þeirra síður til
þjóðmálabaráttu?
Skyldu foreldrar draga úr pól-
itískum áhuga dætra sinna?
Svona mætti lengi spyrja.
Vera má að misrétti kynjanna
sé ennþá ríkjandi í þjóðfélaginu,
en það er annað þessu tengt sem
ég held að meiri hluti kvenna láti
sig miklu varða, en það er uppeldi
næstu kynslóðar.
gangskör
Umsjón Þórunn Gestsdóttir
Ragnhildur Helga-
dóttir fyrrv. alþm.:
Réttur og
hæfni er ekki
kynbundin
Ég skil spurninguna svo, að
hún fjalli um hina uppvaxandi
kynslóð. Spurt er hvort jöfn sé
aðstaða dætra og sona til að hefja
þátttöku í stjórnmálum. Spurn-
ingin er ekki um staðreyndir um
stjórnmálaþátttöku, heldur um
aðstöðu.
Svar mitt er hiklaust játandi.
Réttur og hæfni til stjórnmála-
þátttöku er vitanlega ekki kyn-
bundin. Nútíma uppeldi og
fræðsla í skólum landsins gerir
stúlkur og drengi nákvæmlega
jafnvel hæf til félagsstarfa,
ákvarðana og stjórnar. Og réttur-
inn til slíks er jafn.
Ástæða er til að hvetja ungar
stúlkur til að nota þessa aðstöðu
enn betur en nú og vera ósmeykar
vi að fara nýjar eða fáfarnar
leiðir.
Islandi veitir ekkert af því að
ungt og skynsamt fólk, bæði
stúlkur og piltar noti þann mögu-
leika, sem gefst með þáttöku í
stjórnmálum til að hafa bætandi
áhrif á umhverfi sitt og framtíð
þjóðar sinnar.
Salome Þorkels-
dóttir gjaldkeri:
Verðum að
keppa á jafn-
réttis-
grundvelli
Svo er fyrir að þakka að við
búum í lyðfrjálsu landi, þar sem
konur og karlar hafa jafnan rétt.
Því ætti ekki að vera neitt til
fyrirstöðu að dætur og synir
standi jafnt að vígi að hefja
þáttöku í stjórnmálum. En því
miður er það staðreynd að konur
láta oft gamlar venjur og fordóma
hafa áhrif afafstöðu sína til að
vera virkir þátttakendur.
Oft finnst okkur konum ekki
vera tekið nægjanlegt tillit til
okkar á þjóðmálavettvangi, en við
verðum að gera okkur grein fyrir
því, að slíkt gerist ekki af sjálfu
sér. Við verðum að sýna hæfni
okkar og keppa við karlmennina á
jafnréttisgrundvelli.
Hitt er svo annað mál, að
forréttindi konunnar — móður-
hlutverkið — verður aldrei frá
henni tekið, og í frumbernsku þarf
barnið á henni að halda. Á því
tímabili hlýtur hún að vera verr
sett til að taka virkan þátt. Sá
tími sem móðirin helgar sig
barnauppeldi getur orðið henni
ómétanlegur reynslutími, sem
gerir hana hæfari en ella að taka
afstöðu á þjóðmálavettvangi síðar.
Með sveigjanlegri vinnutíma og
breyttu viðhorfi foreldra á verka-
skiptingu innan heimilis, öðlast
faðirinn jafnframt aukin tækifæri
til að vera meira samvistum við
börn sín.
Ef ég hefði verið spurð fyrir svo
sem 10—15 árum hefði ég svarað
spurningunni neitandi. Konur sem
á þeim tíma gáfu sig að stjórnmál-
um, öðrum félagsstörfum eða fóru
að vinna utan heimilis, höfðu oft
að veganesti, vonda samvizku af
því að þær væru að bregðast
skyldum sínum við heimilis- og
uppeldisstörfin. Viðhorfin hafa
breytzt, það er nú skilningur á því
að konur, sem áhuga hafa á
þessum málum, eigi að hafa tæki-
færi til þess að vera virkir þátt-
takendur, og það sem meira er um
vert, að það sé þörf á að nýta
þeirra hæfileika.
Mín skoðun er því sú, að þróun-
in sé í rétta átt, og að innan tíðar
verði ekki þörf á að hvetja konur
umfram karla, í fjölmiðlum, til að
gefa kost á sér á framboðslista
fyrir kosningar, eins og nú þarf að
gera.
Sigurlaug Bjarna-
dóttir mennta-
skólakennari:
Ótvíræð
þjóðfélags-
leg skylda
Tvímælalaust ekki — enn sem
komið er. Ríkjandi viðhorf í okkar
þjóðfélagi ganga enn út frá því, að
uppeldi stúlkna skuli miðast fyrst
og fremst að því að búa þær undir
barnauppeldi og heimilisstörf, það
sé karlanna að sinna almennutn
þjóðmálum og stjórnmálastarfi.
Þessi viðhorf eru þó greinilega á
undanhaldi, einkum meðal yngra
fólks. En þróunin gengur fjarska
hægt, og þannig muh hún silast
áfram, þangað 'til konúr' sjálfar
vakna til vitundar útn, að það er
ekki aðeins réttur þéirra, heldur
ótvíræð þjóðfélagsleg skýldá að
taka sjálfstæða, pólitíska afstöðu
og sækja fram til aukinna áhrifa í
stjórnmálum við hlið karla. Konur
verða að sýna virka samstöðu, eigi
árangur að nást.
Leggjum rækt við heimili og
fjölskyldu, en látum það samt ekki
útiloka okkur frá því að beita
okkur á öllum sviðum þjóðlífsins
eftir því sem hugur og hæfileikar
standa til Vinnum að jafnari
verkaskiptingu kynjanna — jafn-
rétti í reynd.
Vorió þegar mest gekk á
Ný unglingabók:
Vorið þegar
mest gekk á
ÚT ER komin hjá IÐUNNI ungl-
ingabókin Vorið þegar mest gekk
á eftir sænska höfundinnGunnel
Beckman. Jóhanna Sveinsdóttir
þýddi. Þetta er sjálfstætt fram-
hald sögunnar Þrjár vikur fram
yfir sem út kom í fyrra. — Sagan
gerist vorið sem Maja verður
átján ára. Sambandi hennar og
Jonna sem svo mikil áhrif hafði í
fyrri sögunni, er nú lokið og ný
kynni takast. Á kápubaki bókar-
innar segir svo meðal annars.
„Það var vorið þegar Maja
áttaði sig smám saman á ýmsu
sem áður var hulið, þegar hún
byrjaði að skilja sín eigin viðbrögð
og annarra. Vaknaði til vitundar
um ábyrgð hvers og eins.“
Gunnel Beckman hefur meðal
annars hlotið Nilla Hólmgeirs-
sonar-verðlaunin sem er mesta
viðurkenning sem sænskum
barnabókahöfundum er veitt. —
Vorið þegar mest gekk á er 131
bls. Prisma prentaði.
Fyrirlestur
um dulspeki
Blaðinu hefur borizt eftirfarandi
frá Rósarkrossreglunni:
Rósarkrossreglan á íslandi
heldur almennan fyrirlestur í
Norræna húsinu á laugardag kl.
2. Fyrirlesturinn nefnist „Dul-
speki í vestrænu þjóðfélagi“, og
er öllum opinn. A eftir verður
svarað fyrirspurnum um regluna
og starfsemi hennar.
Rósarkrossreglan er alþjóðleg
Regla manna og kvenna. Hún
leggur áherslu á dulsálarfræði og
heimspeki, sem miðar við að vekja
þá þætti í eðli einstaklingsins sem
liggja í dvala, þannig að hann geti
nýtt meðfædda hæfileika sína og
lifað hamingjusömu og nýtu lífi.
Reglan nær þessu takmarki með
persónulegum leiðbeiningum og
kennslu, sem eru fólgnar í að
fræða hann um lögmálin í heimin-
um í kringum hann og í honum
sjálfum. Þetta sameinast allt í
lifandi heimspeki, dulsálarhug-
myndafræði og raunvísindum eins
og eðlisfræði, efnafræði, líffræði,
heilsufræði og sáiarfræði. Reglan
leitast einnig við að eyðu hjátrú
hindurvitnum með fræðslu. Rós-
arkrossreglan er alls ekki trúar-
legs eðlis og þar sgm reglan er
alþjóðleg hefur hún í hópi sínum
fólk af ölium kynþáttum og trúar-
brögðum.
Enn hafa fræði Reglunnar ekki
verið þýdd á íslenzku. í dag eru
þau m.a. skrifuð á dönsku, sænsku
og ensku. Þeir sem hafa áhuga á
að fá upplýsingar um hvernig þeir
geta numið fræði Reglunnar er
velkomið að skrifa til Rósarkross-
reglunnar, Atlantis Pronaos,
Pósthólf 7072,127 Reykjavík, Ros-
enkors-ordenen, AMORC, Box
7090, 40232 GÖTEBORG 7, Sverige
eða Rosicrucian Order, San Jose,
Cal. 95191, U.S.A.
(Fréttatilkynning)