Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 Hópferðabílar 8—50 farþega Kjartan ingimarsson sími 86155, 32716. Ljosa inllingar Verið tilbúin vetrarakstri með vel stiilt Ijós, það getur gert gæfumuninn. Sjáum einnig um aliar viðgerðir á Ijósum. Höfum til luktargler, spegla, samlokur o.fl. i flestar gerðir bifreiða. BRÆÐURNIR ORMSSON H/ LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 Umheimurinn íkvöld: Finnsk stjórnmál og sjálf- stjórnarhreyfingarBaska og Katalónmmanna áSpáni Sonja Diego ritstjóri er um- sjónarmaður Umheimsins í sjón- varpi í kvöld, en þátturinn er á dagskrá klukkan 22.50. Að sögn Sonju verður fjallað um tvö mál, efnahagsmál og stjórnmál í Finnlandi, og um málefni Baska og Katalóníu á Spáni. Sonja Diego ritstjóri er umsjón- armaður þáttarins i kvöld Um málefni frænda vorra í Finnlandi verður rætt við Borgþór Kærnested, og einnig fléttað inn í viðtölum við forsæt- isráðherra og fjármálaráðherra Finnlands, en þau voru hér á landi nýlega á fundi forsætisráð- herra Norðurlandanna. Þá verður sem fyrr segir fjallað um málefni Baska og Katalóníumanna á Spáni, og einnig verður rætt um þau tengsl sem eru við Baska á Frakklandi. í þættinum verður meðal annars rætt við lista- manninn Baltazar, en hann er Katalóni. Baskar og Katalóníumenn og raunar fleiri þjóðir og þjóðar- brot á Spáni hafa löngum notið mikils sjálfstæðis, þótt þessar þjóðir hafi venjulega lotið að nafninu til þeim yfirráðum er voru á skaganum á hverjum tíma, allt frá dögum hinna fornu Rómverja. Á dögum Francos á Spáni voru hins vegar allar sjálfstæðis- og menningarhug- sjónir þessara þjóða barðar niður, en nú eru þær farnar að láta á sér kræla á ný. Saga flugsins í Nýr sakamálamynda- flokkur hefur göngu sína í sjónvarpi klukkan 21.30 í kvöld. Þættirnir verða sex talsins, þeir eru franskir og nefnast Hefndin gleymir engum, byggðir á sögu Williams Irish. Myndin er af einni aðal- persónunni, Didier Handepin. sjónvarpi í kvöld Talið er að allt frá fyrstu tíð hafi maðurinn horft öfundaraugum á fugla himinsins er svifu um loftin blá þöndum vængjum. Manninn hefur jafnan langað til að fljúga, en þar til á allra síðustu tímum hefur það virst vera aðeins óraunsæ óskhyggja. Svo fór þó að maðurinn fann upp loftbelgi og flugvélar, og nú þjóta menn milli heimsálfa og jafnvel til annarra hnatta á vélknúnum tryllitækjum. A þessu ári gerðist það svo einnig að manni tókst í fyrsta skipti að fljúga yfir Ermarsundið á lítilli hjólstiginni rellu, sem sagt knúinni eigin líkamsorku. í sjónvarpi í kvöld klukkan 20.35 er fyrsti af sjö frönskum þáttum um sögu flugsins, og verður þar getið ýmissa tímamótaviðburða og tímamótamanna í sögu flugsins, svo sem Wrightbræðra, Charles Lindbergs og Bleriots. Þýðandi og þulur myndarinnar er Þórður Örn Sigurðsson. Saga (lugsins verður rakin að nokkru í sjónvarpi klukkan 20.35 i kvöld. Loftbelgir voru áberandi á ákveðnu timabili í sögu flugsins, áður en menn óraði fyrir þeim stórstígu framförum sem síðar urðu á smiði flugvéla. ^ Útvarp ReyKjavík ÞRIÐiUDIkGUR 6. nóvember MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Helga Harðardóttir heldur áfram að lesa söguna „Snar- ráð“ eftir Inger Austveg í þýðingu Páls Sveinssonar (4). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Á bókamarkaðinum. Lesið úr nýjum bókum. Kynnir: Margrét Lúðvíks- dóttir. 11.00 Sjávarútvegur og sigling- ar. Umsjónarmaður: Guðmund- ur Hallvarðsson. 11.15 Morguntónleikar. Julius Katchen leikur á píanó Intermezzó í a-dúr og Ballöðu í g-moll op. 118 eftir Brahms / Rússneska ríkis- hljómsveitin leikur Serenöðu í c-dúr fyrir strengjasveit op. 48 eftir Tsjáikovský; Jevgení Svetlanoff stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGID_____________________ 12.20 Fréttir. 1145 Veður- fregnir. Tilkynningar. Á frivaktinni. Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.40 íslenzkt mál. Endurtek- inn þáttur Jóns Aðalsteins Jónssonar. 15.00 Tónleikasyrpa. Tónlist úr ýmsum áttum og Iög leikin á ólik hljóðfæri. ’ð.ðO Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Ungir pennar. Harpa Jósefsdóttir Amin les efni eftir börn. 16.35 Tónhornið. Sverrir Gauti Diego sér um þáttinn. 17.00 Siðdegistónleikar. Einar Vigfússon og Sinfóníu- hljómsveit íslands leika „Canto elegiaco“ fyrir selló og hljómsveit eftir Jón Nor- dal; Bohdan Wodiczko stj./ Hljómsveit Tónlistarskólans í París leikur Sinfóníu í c-moll nr. 3 í tveim þáttum op. 78 eftir Saint-Hsens, Maurice Duruflé leikur á orgel; Georges Prétra stj. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. KVÖLDID______________________ 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Víðsjá. 19.50 Til- kynningar. 20.00 Nútímatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 20.30 Á hvítum reitum og svörtum. Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 21.05 Aukatekið orð. Gunnar Stefánsson les óprentuð ljóð eftir Baldur Oskarsson. 21.20 Strengjatríó í b-dúr eftir Franz Schubert. Grumiaux-tríóið leikur. 21.45 Utvarpssagan: Ævi Elen- óru Marx eftir Chusihichi Tsuzuki. Sveinn Ásgeirsson les valda kafla bókarinnar í eigin þýðingu (11). 22.15 Fréttir. Veðurfregnir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Þjóðleg tónlist frá ýms- um löndum. Áskell Másson kynnir tónlist frá Kampútseu. 23.00 Á hljóðbergi. Umsjónar- maður: Björn Th. Björnsson listfræðingur. „The Old Man and the Sea“. (Gamli maður- inn og hafið) eftir Ernest Hemingway. Charles Heston les síðari hluta sögunnar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 6. nóvember 1979 20.00 Fréttir og veður 20.Auglýsingar og dagskrá 20.35 Saga flugsins Franskur fræðslumynda- flokkur í sjö þáttum um uppyaf flugs á fyrstu árum aldarinnar og þróun þess fram undir 1960. Fyrsti þáttur. Að fljúga Lýst er m.a. ýmsum flug- ferðum sem mörkuðu tímamót. t.d. flugi Wright- bræðra, Lindberghs og Bleriots. Einnig er fjallað um tilraunir fyrri tíðar manna til að fljúga. allt frá dögum da Vincis. Þýðandi og þulur Þórður Örn Sigurðsson. 21.30 Hefndin gleymir engum Nýr, franskur sakamála- myndaflokkur í sex þáít- um, byggður á sðgu eftir William Irish. Leikstjóri Claude Grin- berg. Aðalhlutverk Jean-Pierre Aumont, Christine Pascal og Daniel Auteuil. Fyrsti þáttur. Ungir elskendur hafa um nokkurt skeið hist á hverju kvöldi á ákveðnum stað. Kvöld nokkurt kemur pilt- urinn að heitmey sinni lát- inni á steínumótsstaðnum. Helst litur út fyrir að flaska, sem kastað hefur verið út úr flugvél, hafi hæft stúlkuna. Pilturinn hyggur á grimmilegar hefndir. Þýðandi Ragna Ragnars. 22.25 Umheimurinn Þáttur um erienda viðburði og málefni. Umsjónar- maður Sonja Diego. 23.15 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.