Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 44
Finnsk gæðavara, Blöndunartæki í úrvali. ARABIA Hagstætt verö. I HREINLÆTISTÆKI BAÐSTOFAN | Ármúla 23 9 sími 31810 »Nýborgarhúsið ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 Sími á afgreiöslu: 83033 Kaupmátturinn lækkar um 12% á 13 mánuðum Mynd þessa tók Ragn- ar Axelsson ljósmynd- ari Morgunblaðsins á flugi yfir^Hvalfirði um helgina. í fjarska má sjá Akranes, Akraf jall og Skarðsheiði. KAUPMÁTTUR tímakaups allra launþega er nú í nóvember áætlaður 88,5 stig sé miðað við 100 í september 1978, er rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar tók við völdum. Þvi vantar 11,5 stig til þess, að kaupmátturinn hafi haldizt þá mánuði, sem vinstri stjórnin var við völd. Þá ber þess að geta, að þegar vinstri stjórnin tók við, var kaupmáttur taxtakaups launþcga 1,4 stigum hærri en hann hafði verið í júlímánuði 1977, en það er fyrsti mánuðurinn eftir gerð „sólstöðusamninganna“, sem svo hafa verið kallaðir. í marz 1978 var þessi kaupmáttur 94,2 stig og er hann því nú 5,7 stigum lægri en þá. Bakkafossi hlekktist á: Rifa myndaðist á stafnþró skipsins Þessar upplýsingar eru byggðar á töflu, sem ASI dreifði meðal fulltrúa • á kjaramálaráðstefnu sambandsins, sem haldin var fyrir skemmztu, en til glöggvunar hefur Morgunblaðið sett kaupmáttinn á 100 við upphaf valdaferils vinstri stjórnarinnar. Kaupmáttarupplýsingarnar ná til verkamanna, verkakvenna, iðnað- armanna, verzlunarmanna, opin- Þriggjamán- aða Sörla- dóttir á 600 þtísund kr. ÞAÐ ÞÓTTU mikil tíðindi á sínum tíma er Sigurbjörn Eiríksson leigði stóðhestinn Sörla frá Sauðárkróki og talað var um, að eiganda Sörla hefðu verið boðnar allt að 10 milljón- ir króna fyrir gripinn. Afkom- endur Sörla eru ekki síður eftirsóttir og nýlega keyptu þau hjón Kristín og Jónas Vigfússon í Litla-Dal í Eyja- firði þriggja mánaða merfolald undan Sörla og Ófelíu. Seljandi var Sigurður Ingimarsson bóndi á Flugumýri í Skagafirði og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fékk hann 600 þúsund krónur fyrir folaldið. Ekki er óalgengt að folald sé selt á 50—100 þúsund krónur, en 200 þúsund krónur þykja hátt folaldsverð. Folald mun ekki áður hafa verið selt fyrir svo mikið fé og fyrrnefnd Sörla- dóttir nú fyrir skömmu. Þau hjónin í Litla-Dal keyptu í fyrra annað merfolald undan Sörla og greiddu fyrir það 150 þúsund krónur sem þótti mjög hátt verð. Munu þau ætla að koma sér upp hrossastóði og því greinilega ekki af verri endan- um. Happdrættís- miðar hækka um 40-50% STEINGRÍMUR Hermannsson fyrrverandi dómsmálaráðherra, heimilaði hinn 11. október síðast- liðinn hækkun á verði happdrætt- ismiða í vöruhappdrætti SÍBS (Sambands íslenskra berklasjúkl- inga). Verð ársmiða vcrður nú krónur 14400, en endurnýjunarverð í hverjum flokki krónur 1200. End- urnýjunarverð var áður krónur 800, og er hækkunin því 50%. Breytingin tekur gildi hinn 1. janúar næstkomandi. Áður hafði verið gefið leyfi til að hækka miðaverð í Happdrætti Há- skólans úr 1000 krónum í 1400 krónur, eða um 40%. Fimmfaldur trompmiði hækkar því úr 5000 krónum í 7000 krónur, og nífaldur miði hækkar úr 9000 krónum í 12600 krónur mánaðarlega. berra starfsmanna, en síðan eru samanteknar kaupmáttartölur fyrir alla launþega innan ASÍ og alla launþega landsins. Nú í nóvember, en tölur um kaupmátt þess mánaðar eru spátölur, er kaupmáttur iðnað- armanna lægstur eða 88 stig. Því vantar iðnaðarmenn 12 stig til þess að halda fullum kaupmætti miðað við september 1978, verkamenn 11,7 stig, verkakonur 11,8 stig, alla launþega innan ASÍ 11,9 stig og alla launþega landsins 11,5 stig eins og áður er getið. Kaupmáttartölur verzlunarmanna í töflu ASI eru hins vegar ófullkomnar, þar sem inn í þær hafa ekki verið reiknuð áhrif kjaradóms, sem gekk í sumar. í fyrrgreindri töflu vekur athygli, að verkakonur og iðnaðarmenn ná aldrei á valdatíma vinstri stjórnar- innar kaupmættinum 100, þ.e.a.s. þótt kaupmátturinn flökti upp og niður, nær hann aldrei því marki, sem hann var í við upphaf stjórnar- samstarfs vinstri flokkanna. Hins vegar nær kaupmáttur verkamanna þessu marki, 100, í desember í fyrra, en hrapar síðan strax, er komið er fram í janúar um 2 stig og kaup- máttur opinberra starfsmanna nær þessu marki og vel það í marz 1979, er hann kemst upp í 101,1 stig. Er hann yfirleitt um 2 stigum hærri allt fram til þess er 3% grunnkaups- hækkun kom á laun ASÍ-félaga. Sú hækkun var samningsbundin hjá opinberum starfsmönnum og tók einmitt gildi í marz. Kaupmáttur opinberra starfsmanna er sam- kvæmt töflunni um einu stigi hærri en almennu verkalýðsfélagnna. BAKKAFOSS, eitt skipa Eimskipa- félagsins er nú i Marystown á Nýfundnalandi í viðgerð, eftir skemmdir sem urðu á skipinu á siglingu þess frá Portsmouth til Argensia á Nýfundnalandi í síðustu viku. Er skipið var komið til hafnar í Argensia urðu skipverjar þess varir að allstór rifa hafði komið á stafn- þró skipsins. Er talið að skipið hafi rekist á eitthvert rek í sjónum, en atvikið gerðist að nóttu til og urðu skipverjar þess ekki varir. Rifan er ofansjávar, en skipið gæti hafa fengið hana á sig er það dýfði sér í öldudal, en sex til átta vindstig voru á þessum slóðum, og vindurinn á móti. Viðgerðin hófst á föstudaginn, en vonast er til að henni ljúki á morgun, miðvikudag, að því er Viggó Maack tjáði Morgunblaðinu í gær- kvöldi. Frá Marystown heldur Bakkafoss til Reykjavíkur. Skipstjóri á Bakkafossi er Arngrímur Guðjónsson. Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins: Meirihluti kjördæmis- fuUtrúa hlýtur að ráöa „MÉR þykir mjög miður að samkomulag tókst ekki innan kjördæmisráðs um framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Suðurlandskjördæmi," sagði Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins. er Mbl. leitaði í gær álits hans á framboðsmálum sjálfstæðismanna í Suðurlandskjördæmi. „Lög Sjálfstæðisflokksins kveða á um það, að kjördæmisráð í hvcrju kjördæmi séu æðsta vald til ákvörðunar framboðs. Ef samkomulag næst ekki, þá gerir lýðræðisleg uppbygging Sjálfstæðisflokksins ráð fyrir því að meirihluti atkvæða ráði úrslitum. Skipulagsbundin samtök, eins og Sjálfstæðisflokkurinn er, lýðræð- islega uppbyggð, hljóta að gera ráð fyrir því að minnihlutinn sætti sig við ákvarðanir meirihlutans. Nú hefur það gerst á Suðurlandi að flestir fulltrúar Rangæinga í kjör- dæmisráðinu telja á sig hallað og véku af fundi. Fyrir rúmu ári töldu flestir fulltrúar Árnesinga á sig hallað, en sættu sig við ákvörðun meirihlutans. Það er rétt að það komi fram, að hér er ekki um málefnaágreining- að ræða, heldur einungis ágreining um það, hvaða sæti hvert hérað í kjördæminu skuli útnefna fulltrúa í. Því miður hefur of lengi of ákveðin hólfa- skipting ráðið framboðum í Suður- landskjördæmi, jafnvel fremur þar en í öðrum kjördæmum, eftir að nýja kjördæmaskipanin gekk í gildi 1959, þótt víða annars staðar gæti þessa einnig.“ Mbl. spurði Geir þá um viðræður hans við sjálfstæðismenn fyrir kjördæmisráðsfundinn í Suður- landskjördæmi á laugardag. Geir sagði. „í þessari ferð lagði ég annars vegar áherzlu á, að menn vikju smærri ágreiningsmálum til hliðar fyrir sameiginlegum stefnu- og hugsjónamálum. Og hins vegar lagði ég áherzlu á, að menn færu eftir lögum Sjálfstæðisflokksins og sættu sig við og stæðu að þeim málalokum, sem meirihlutaákvarð- anir fælu í sér.“ Þá spurði Mbl. Geir, hvaða áhrif hann teldi að lyktir framboðsmála í Súðurlandskjördæmi og Norður- landskjördæmi eystra hefðu á kosningabarátttu flokksins. „Eins og ég gat um áðan, þá eru kjördæmaráðin æðsta vald í fram- boðsmálum flokksins," sagði Geir. „Miðstjórn flokksins ber að stað- festa framboð áður en þau eru ákveðin. Kosningalögin gera ráð fyrir því, að sá aðili, sem ákveður framboð eða sá aðili sem staðfestir framboð geti sagt álit sitt á því, hvort fleiri en einn listi verði kenndur stjórnmálaflokki eða lista- bókstaf hans. Geir Hallgrímsson Nú hefur kjördæmisráð Sjálf- stæðisflokksins á Suðurlandi ákveðið, að engan lista megi viður- kenna annan en þann, sem ákveðið hefur verið samkvæmt lögum Sjálfstæðisflokksins að sé borinn fram í nafni hans eða listabókstaf. Varðandi Norðurlandskjördæmi eystra er það að segja, að kjördæm- isráð þar gekk einhuga frá fram- boðslista án þess að tillaga kæmi fram um aðra menn en þá sem skipa framboðslista Sjálfstæðis- flokksins nú. Síðar kemur fram framboð fyrrverandi þingmanns kjördæmisins. Mér þykir það mið- ur. Ég hlýt að beina því til allra þeirra í Norðurlandskjördæmi eystra og Suðurlandskjördæmi, sem ætla að efla Sjálfstæðisflokk- inn í komandi kosningum, að þeir greiði listum flokksins atkvæði. Með öðrum hætti verður ekki komið í veg fyrir nýja vinstri stjórn eða mörkuð ný stefna til úrlausnar þeim alvarlegu vandamálum, sem við okkur blasa.“ SJÁ: Framboðsmál í Suður- landskjördæmi i opnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.